Vísir - 15.01.1963, Síða 3
V1ZIR . Þriðjudagur 15. jáiiúar 1963,
3
Barclay hljómplötukóngur var í gervi yfirþjóns og gaf merkið um
að slagurinn skyidi hefjast.
Brigitte Bardot
í matarhardaga
JJin unga franska kvik-
myndaleikkona Bir-
gitte Bardot hefur nú
orðið miðpunkturinn í
æði miklu hneyksli, sem
gerðist suður á Blá-
strönd Frakklands. Hún
var þátttakandi í sið-
Iausu hófi í bænum St.
Tropez, sem yfirgengur
jafnvel allt það sem
sýnt var í kvikmyndinni
Hið ljúfa líf.
í hófi þessu voru samankomn
ir um 50 manns karlar og kon-
ur úr stétt franskra auðmanna.
Þar voru kvikmyndastjörnur og
nýríkir dægurlagasöngvarar.
Fólk þetta kom þarna saman
í þeim tilgangi einum að sleppa
sleppa algerlega fram af sér
beizlinu og hegða sér eins og
siðlaust eða jafnvel brjálað
fólk.
♦
Veizlan breyttist skjótlega í
einn alsherjar bardaga með hin
dýrustu matvæli. Það var
franskl plötukóngurinn Barclay,
sem beitti sér fyrir þessari sam-
komu. Hófst veizlan með því
að Barclay og ýmsir aðstoðar-
menn hans, sumir þeirra kunnir
dægurlagasöngvarar gengu um
veitingastofuna í þjónsbúning-
um og tóku niður pantanir
veizlugesta. Síðan báru þeir
mat fram, ýmiskonar salöt,
í fyrstu var hófið virðulegt og allir sátu saman í góðum fagnaði.
steikt nautakjöt, krabba og
kavíar. Matur var yfirleitt all-
ur af dýrustu gerð en á borðum
voru ýmiskonar sterkar sósur I
flöskum, matarolía, tómatsósur
og á hverju borði voru ýmist
rauðv,nsflöskur eða kampavín
sem trónuðu þar f ísfötum.
♦
Allt í einu gaf Barclay, sem
var í hlutverki yfirþjóns merki
um að veizlan skyldi breytast
í skrílæði. Hann var að bera
fram sítrónubúðing. Skyndilega
tók hann fatið með sítrónubúð-
ingnum og kastaði þvf framan
í andlit næsta manns. Félagar
hans sem voru með ýmiskonar
salöt fóru eins að ráði sínu,
dembdu þéssu yfir veizlugest-
ina og hasarinn hófst. Allir
börðust við alla. Kavíarklessur
þutu um loftið. Brigitte Bardot
var að beygja sig niður til þess
að fá ekki tómatsósugusu fram
an í sig.
Menn tóku buffið af disknum
hjá sér og tvíhentu það í and-
litið á sessunaut sínum. Þó var
fjarri því að þetta væri gert
í illum hug, heldur var þett
talin hin bezta skemmtun, allir
skemmtu sér konunglega og
skeliihlóu, líka Birgitta.
Framhald a bls. 10.
• ■' ■' A
SL- • ■ ■'_
■ :|i
:
Innan stundar voru allir útataðir matarslettum Stúlkumar séttu handþurrkur utan um hárið til að
verja Iagninguna tðmatslettum.
Margir voru illa farnir eftir slaginn. Heilar tertur og ávaxtabúðingar
fylltu vit þeirra. Sumar ljósmyndimar urðu ógreinilegar vegna þess
að majonessósa settist á gler ljósmyndavélarinnar.
Hegðun kvikmynda-
dísar vekur hneyksli