Vísir


Vísir - 07.02.1963, Qupperneq 15

Vísir - 07.02.1963, Qupperneq 15
V í SIR . Fimmtudagur 7. febrúar 1963. 15 Cecil Saint - Laurent: NÝ ÆVINTÝRI KARÓLÍNU — Hvað var það?, spurði Karó lína órólega. Hvað gerðist? Nokkurrar ákefðar gætti í rödd hennar — og kvíða. — Ekkert, þetta kom svona klaufalega út úr mér. Það, sem ég vildi sagt hafa var, að það væri leiðinlegt, að ekkert skyldi hafa gerst. og hann hélt áfram. Karólína dró andann léttara — Það, sem mikilvægast er af öllu er það, að enginn fái að vita, að þér, þessi dásamlega fagra kona, sváfuð alla nóttina með höfuðið við öxl mína, án þess að . . . — Hallaði ég höfði að öxl yð- ar? — Já, ég held, að yður hafi verið dálítið kalt — þér voruð allt af að bylta yður til, og loks hölluðu þér yður að mér — ég gerði það sem ég gat til þess að hreyfa mig ekki, en vagninn hristist og ég gat ekki sofið — og þetta varð svo þreytandi og leiðinlegt er til lengdar lét. — Leyfið mér að þakka yður, af öllu hjarta .... — Um fram allt bið ég yður að varðveita leyndarmálið, sagði hann. — Slíkt hneyksli mundi valda mér álitshnekki. Hann er að spauga, sagði Karólína, en það er alvara á bak við . Kona bíður álitshnekki, ef hún á marga elskhuga, en karl- menn geta gumað af ævintýr um sfnum. Þetta var mótsetning anna heimur og margt kynlegt í honum. Gestgjafinn í veitingahúsinu hneigði sig djúpt fyrir þeim og t .aði á frönsk-ítölskum blend- ingi, er hann bað um mat handa þeim. Svo sneri hann sér að Karólínu. — Á ég að biðja um mat handa yður og hershöfðingjan- um í kvöld? — Já, þakka yður fyrir. — Og tvö herbergi? — Já, svaraði Karólína og skipti litum, — tvö herbergi. Hún notaði biðtímann til þess að kaupa sér föt og snyrta sig til. Svo fór hún út til þess að fara á móti Gaston. Hún var róleg og fannst vænlega horfa og friðsamlega. Og hugsanir hennar um Anna litla og fram- tíðina voru ekki bundnar nein- um kvíða. Andartak varð hún þó gripin kvíða af tilhugsuninni um, að eitthvað kæmi fyrir Gast on — og ef hann hefði nú valið einhverja aðra leið, og þau hitt ust alls ekki, og hún yrði að sofa ein í herberginu, sem hún svo sannarlega ætlað þeim báð- um að sofa í? En í þessum svif um var vagni ekið hratt niður brekkuna sem framundan var og honum var ekið fram hjá henni og Karólína sá að eins andliti Gastons bregða fyrir handan við rúðuna. Hann sá hana ekki. Hún hljóp á eftir vagninum og til allrar hamingju nam hann stað- ar við veitingahúsið, en þangað vr ekki löng leið, og þarna stóð hann fyrir dyrum úti, og tók undrandi á svip á móti henni. Og þegar þau nokkru síðar sátu við dúkað borð sagði hann hlæjandi: — Ég varð alveg steinhissa, elskan mín, sagði hann í létt- um tón, þegar ég sá þig koma þarna æðandi, og sannast að segja sagði ég við sjálfan mig: Hún skyldi þó ekki hafa hlaupið á eftir vagninum alla leið frá Torino eða Novi! Hann hallaði sér fram og kyssti hana. Þau voru ekkert að flýta sér að borða og drukku úr sama glasi. Flugur voru á sífelldu sveimi kringum logandí kertin. — Þær halda áfram, þótt þær eigi á hættu að svíða á sér væng ina, sagði Gaston. — Þær elska Ijósið —- við brennum okkur líka, þegar við leitum til þess, sem við elskum. Þau fóru að hlæja. — Jæja, ástin mín, sagði Karó lína, þetta er í fyrsta skipti sem við neytum máltíðar saman í krá úti í sveit. Ef þú vissir hve oft mig hefir dreymt um það. Við höfum verið svo sjaldan saman, og þó finnst mér, að við höfum allt af verið saman. Þau stóðu upp og gengu að handriði, sem vissi að ánni. Hún hallaði sér að honum og strauk hönd hans blíðlega. — Ég bað um tvö herbergi, sagði hún dálítið hikandi, en ég hefi ekki tekið til nema í öðru þeirra — enn þá. | Ágætt, sagði hann í léttum ; tón, er það viðkunnanlegt her- bergið okkar? — Komdu, þá geturðu séð. Þau urðu að ganga þétt hlið i við hlið upp þröngan stigann og ' Karólína réð ferðinni, gekk ; hægt, hallaði sér að honum, og ' fannst, að hún hefði aldrei verið hamingjusamari en nú, en sam- tímis hugsaði hún: Og enn þjáist fólk, er varpað í fangelsi, tekið af lífi — og nú er ég hamingju- söm, eftir að hafa orðið að þola svo margt illt. Það var skuggsýnt í herberg- inu o gGaston ætlaði að kveikja Ijós, en hún kom í veg fyrir það. Þau féllust í faðma af mikl- um innileik. Karólína varð grip- in svo sterkri þrá, að hún var vart með sjálfri sér, og fór að fitla við hnappana á jakka ein- kennisbúnings hans, og þrá hans eftir henni vaknaði einnig, og brátt höfðu þau varpað af sér klæðum og að eins ein hugsun komst að: Að njóta þess að vera saman, gleyma „heim og gleyma sér“. Þeim kom það óvænt, er fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu inn á þau. Þau reyndu að sofa svo lítið lengur, en það var aðeins stutt stund, sem þau gátu blundað. Þreytt og lítt sofin fóru þau að klæða sig. Og nú skein sólin glatt inn til þeirra. Þögul litu þau í áttina til fagur- blárra fjallanna í fjarska, — allt var svo nýtt, ferskt, og fagurt. — Þú heldur, að ég geti ekki komið með þér til Sviss?, sagði hún loks. — Nei, það er ekki hægt. | Skæruliðar eða rússneskir her- I menn gætu orðið á leið minni. Ég gæti ekki ábyrst öryggi þitt. Gestgjafinn annast um, að þú fáir vagn til Torino. Þegar þang- að kemur ferð þú á fund Celli greifafrúar. Hún býr ásamt manni sínum og börnum í grennd við aðalbækistöð for- ingjaráðsins. Þessi fjölskylda er ítölsk og ætlar nú að flýja til Nizza til þess að hefnd landa þeirra bitni ekki á þeim, en hún hefir stutt okkur. Það verður í alla staði heppilegra fyrir þig að vera með henni en hermönnun- um og þú getur ferðast þægilega til Parísar. Þegar ég hefi rekið erindi mitt, fundið Massena, kem ég strax heim til þín. Hann var svo ákveðinn, að hún þorði ekki að malda í mó- inn. Þau fóru saman rtiður. Enn var klukkustund þar til vagnar þeirra yrðu tilbúnir. Þau gengu eftir götuslóða nið ur að ánni. Þegar þau voru komin þangað stakk Karólína upp á, að þau vörpuðu af sér klæðum og legð- ust til sunds, fátt væri dásam- legra — og enginn gæti séð til þeirra. Og hann smitaðist af á- huga hennar og þau nutu þess að synda í svölu vatninu. Þegar upp úr kom hló Gaston og sagði: —- Það liggur við, að þú komir því til leiðar með hugdettum þínum og tiltektum, að ég gleymi skylduhlutverkum mín- um, en ég átti að fara til Sviss svo hratt sem verða mátti. Og við höfum ekki einu sinni rýju til þess að þurka okkur með. — Sérðu þetta þarna uppi á himninum, sagði Karólína hlæj andi. Það er sólin — hún þurkar vel. Það dylst ekki, að þú ólst ekki upp úti á landsbyggðinni. Skilnaðarorð Gastons voru, er hann lokaði vagndyrunum við TAKZAKI H0PE7 TO TALK PEACEFULLV WITH THE VU7U NATIVES A50UT THE PROSLEIA OF THE SUKPLUS LIONS. C'.'MíO Tarzan vonaðist til að geta rætt friðsamlega við VUDU mennina um vandamálið í sambandi við SUT THOUSHTS OF PEACE VVT’T- FAE FKOiW THE MIN7S OF THE FANATIC LION-WOKSHIPPEKS hin grimmu ljón. En friðsamleg- ar hugsanir voru fjarri hinum ógurlegu ljónadýrkendum — þeg ar Tarzan var að nálgast þorpið stukku þeir skyndilega fram og réðust að Tarzan Hinn fullkomni laxveiðimaður! Það stoðar ekki að ræða málið, því að þú hefur alls ekkert vit á fótbolta... burtför hennar: — Mundu nú, að þú átt að leita uppi Celli greifa og konu hans, sem búa skammt frá bæki stöð foringjaráðsins í Torino. Og mundu mig um, að tefja þar ekki, heldur leggja áherzlu á, að komast þegar til Parísar. 16. kapituli. Liljuskrínið. Elskan mín! Ég er ekki viss um, að ég eigi að byrja bréf mitt með því, að kalla þig elskuna mína, því að síðan er ég fékk eina bréfið, sem þú hefur skrifað mér frá því við skildum, hefir ríkt efi í brjósti mér. Ég gæti sannast að segja helzt haldið, að þú hefðir skrifað það í þeim til- gangi að draga úr þeim vonum, sem vöknuðu í huga mér, er við vorum svo hamingjusöm saman í ítalska bænum. Ef þú að eins vildir vera hreinskilinn, tala og skrifa eins og þér býr í brjósti, en það er eins og þú hikir ávallt við að koma að kjarna málsins. Það er engu lík ara en að tilgangurinn sé að sannfæra mig um það smátt og smátt, að ég geti ekki gert mér vonir um það að verða konan þín fyrir guði og mönnum — og þú maðurinn minn — að þú verð ir minn, aðeins minn. Ódýr vinnuföt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.