Vísir - 04.03.1963, Side 3

Vísir - 04.03.1963, Side 3
V1SIR . Mánudagur 1. marz. 1963, 3 Dansað og sungið af miklu fjöri. A myndinni sjást m. a. Júlíus Maggi Magnús verzlm., Jón Gunnarsson í Hamri, Rowold sendiráðsritari, Ragnar Jónsson forstjóri, Stefán Árnason verzlm. og Gunnar Blöndai bankam. Þa8 var mikið um dýrðir ft Pressuballinu á laugardaginn, troðfullt hús og gestlr f sfnu dýrlegasta skarti. Margar frúrn- ar voru á sfðum kjólum og herr- amir f kjólfötum, en sfðir ball- kjólar eru aftur að komast 1 tfzku á sfðari árum. Skemmti- atriði vom fjölbreytt, og skop- þáttur Haraldar J. Hamars blaðamanns, sem fluttur var af Gunnarl Eyjólfssynl og Bessa Bjaraasyni, vakti mikla kátfnu viðstaddra. Kristinn Hallsson ópemsöngvari söng skopkviðl- inga eftir Stefán Jónsson frétta- mann Ríkisútvarpsins og Hail- dór Blöndal blaðamann hjá Morgunblaðinu, Svala Nielsen söng fslenzk og erlend lög og endaði á Vissi d’arte úr óper- unni Tosca. Ræðu kvöldsins fluttl Gunnar Gunnarsson skáld, en veizlustjóri var Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Dr. Gunnar G. Schram, formaður Blaðamannafélagsins, setti hóf- ið með stuttu ávarpi. Eftir borð- haldið var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu, og lék hljóm- sveit Svavars Gests undir dans- inum. Meðal gesta vom Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og sendiherrar Noregs og Bandaríkjanna, en Forsetl ls- lands og frú hans gátu þvi mið- ur ekki verið viðstödd sakir veikinda. í ráði er að halda Pressuball á ári hverju úr þessu, og kváðust ýmsir gestir þegar vera farnir að hlakka til hins næsta. Eitt af blaðamannaborðunum. Hér sjást m. a. þeir Sigurður A. Magnússon, Vlorgunblaðinu, Björgvin Guðmundsson, Alþýðublaðinu, öm Eiðsson, Alþbl., og Gylfi Gröndal, rltstjóri Fálkans, ásamt frúm. Þórhallur Ásgelrsson ráðuneytisstjóri og Páll Ásgeir Tryggvason sendiráðunautur með frúm sfnum. x \ '/

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.