Vísir - 04.03.1963, Síða 4

Vísir - 04.03.1963, Síða 4
4 V1SIR . Mánudagur 4. marz 1963. um Fjöldl bókamanna og fagur- kera á sviði bókagerðar hafa vakið máls á þvi að ein prent- smiðja iandsins skeri sig úr öðrum fremur með snyrtilegan og faliegan frágang á bókum. Þetta er prentsmiðjan Hólar. Það var af tilefni af þessu að Vísir leitaði hófanna um það hjá Hafsteini Guðmundssyni prentsmiðjustjóra '..vort hann væri fús á að svara nokkrum spumingum ýmist varðandi iann sjálfan eða fyrirtæki hans. Hafsteinn kvað mætti reyna þatta og fyrsta spurningin sem fyrir hann var lögð var hvers vegna hann hafi lagt inn'á nýj- ar brautir í bókagerð? — Ég fæ ekki séð, svaraði Hafsteinn, að ég hafi farið inn á neina nýja braut í þeim efn- um. — Hvers vegna bera þá bæk- ur úr þinni prentsmiðju annan svip en bækur úr öðrum prent- smiðjum? — Mig langar til að svara þessu með annarri spurningu: Hvernig stendur á þvi að þér finnst brauð úr einni brauðgerð beri en úr annarri? Hver bakari hefur sína persónulegu aðferð og eins er það með okkur prent smiðjustjórana. Ég neita þvl ekki að ég hef lítilsháttar lagt mig fram um að gera bækur sem bezt úr garði. Það er bókanna vegna þvf mér finnst þær eiga það skilið. Ég hef líka reynt að kynna mér sem mest af þvf sem lýtur að bókagerð og prent un bæði fyrr og sfðar. Af þessu hef ég lært mikið og reynt að notfæra það eftir föngum. Ensk og svissnesk bókagerð. — Er það ein bókaþjóð frem- ur öðrum sem þú metur sér- staklega og telur þig hafa lært af? — Á því sviði á ég erfitt með að setja ákveðnar markalínur. Hver einstök menningarþjóð hefur eitthvað sérstætt í sinni bókagerð, sem aðrar þjóðir eiga ekki. Þannig hafa t. d. enskar bækur sinn ákveðna svip, og Englendingar hafa tamið sér á- kveðið form 1 útliti bóka. Ekki er þvl að leyna að þeir hafa kappkostað að læra af öðrum þjóðum, og f þvf efni má benda á þá staðreynd að eitt af kunn- ustu útgáfufyrirtækjum. Breta, Penguin-útgáfan, fékk þýzkan mann, Jan Tschichold, til að gjörbreyta öllu útliti bóka- sinna. Hann hefur í því efni unnið mikið afrek, enda fylgzt af einstakri nákvæmni með hverju einasta smáatriði, hversu lítilfjörlegt sem það virðist við fyrstu athugun. En einmitt þessi heildar samfella margra smáatriða skapar svipinn á bókinni og ræður því hvort hann er fallegur eða ljótur, sviphreinn eða stíllaus. Ég er einnig mjög hrifinn af prentverki Svisslendinga eins og það er þó gjörólíkt þvf enska. — Hvað hefurðu fengizt lengi við bókagerð? — Það er komið hátt á fjórða áratug, eða allt frá þvf er ég tók til við prentnám árið 1925, fyrst í Vestmannaeyjum, en lauk þvf síðan f lsafoldarprent- smiðju hér í Reykjavfk. Og hér var það í rauninni sem ég komst fyrst f kynni við bóka- gerð. Fyrstu bækurnar. — Að hvaða bók vannstu fyrst? — Fyrsta bókin sem ég setti voru íslenzkir þjóðhættir, sem próf. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun. Ég braut heilann mikið um þá bók og lærði margt af henni. Or því fór ég að velta þessum hlutum fyrir mér og síðan hef ég áráttu til hverskonar tilrauna og hug- dettna í bókagerð. Ekki hafa þær allar verið vel séðar, enda kostuðu þær fyrirtækið bæði tíma og peningaútlát. — Hver var svo fyrsta bókin, sem þú gazt gert f einu og öllu eftir þínu höfði og ráðið öllu fyrirkomulagi á? — Það var 500 ára saga prentlistarinnar sem lsafoldar- prentsmiðja h.f. gaf út 1940. Sú bók var gefin út í mjög fornleg- um stil og ég myndi ekki mæla með henni sem fyrirmynd f bókagerð almennt. — Hvenær tókst þú sjálfur við prentsmiðjustjórn? — Það gerðist er prent- smiðjan Hólar í Þingholtsstræti hóf starfsemi 2. ágúst 1942. Þar hef ég verið prentsmiðju- stjóri síðan og séð um útlit og frágang velflestra bóka, sem þar hafa verið prentaðar, sé ekki annars getið á titilblaði bókanna. Hvað er bók? — Hvað er átt við með frá- gangi bókar? — Það má e. t. v. fyrst spyrja hvað sé bók. Ég myndi svara því þannig að bók sé hlutur sem gegnir ákveðnu hlutverki og gerir ákveðnar kröfur til lesenda sinna. Fyrir bragðið er hún líka ákveðnum takmörkunum háð sem útgef- andinn — eða öllu heldur prent smiðjustjórinn — verður að laga sig eftir. Hann verður að vinna að henni frá grunni, alit frá vali pappírsins og til síð- asta handbragða í bókbandi. Samruni efnis og útlits. — Á útlit bókarinnar að falla að efninu, eða er útlitið óháð efni? — Útlitið á að falla að efn- pappírsval, bókabandsgerð og þar fram eftir götunum. Það verður alltaf að taka tillit til þess hvaða efni á f hlut. i Heildarsvipur. — Ákveður þú sjálfur útlit bókanna eða hefur prentsmiðj- an sérstakan mann til þeirra hluta? — Ég vinn þetta sjálfur. Gef fyrirmæli um uppsetningu bók- ar, leturflöt, letúrgerð, jaðra, okkar, sem hafa óvenju næmt auga fyrir ýmsum smáatriðum, er æskileg mega teljast á fallegum og vönduðum bókum. Ég fæ ekki betur séð en íslend- ingar kunni vel að meta það sem vel er gert og fagurlega í bókagerð; og horfa þá ekki í kostnaðinn þótt bókin sé nokkru dýrari fyrir bragðið. Ilitt er svo annað mál að bóka- gerð er á stundum með nokkr- um viðvaningshætti hjá okkur Hafsteinn Guðmundsson. fyrirsagnir og bil. Teikna auk þess bókbandið f langflestum tilfellum. Þessi atriði verð ég þó öll að bera undir útgefanda bókar eða kostnaðarmann áður en verkið er hafið. Verðlag er nokkuð breytilegt eftir því hve vandað er til bókarinnar og mikil vinna lögð í hana, og þess vegna er það kostnaðar- mannsins að segja til um hve mikið fjármagn hann vill leggja í bókina. — Það þarf að sjálfsögðu að vera náið samband milli prent- smiðju og bókbands? — Samvinna milli þessara aðila er nauðsynleg ef vel á að fara með heildarsvip bókar, þvi að eins og ég tók fram áður þarf að fylgjast af mikilli ná- inu að svo miklu leyti sem unnt er. Sem dæmi um þetta má benda á að leturgerðir skipta hundruðum talsins og hver leturgerð hefur sinn á- kveðna og sérstæða svip, í mfnum augum samrýmast letur- gerðir misjafnlega efni bók- anna, og ég myndi velja allt annað letur í bók um bygging- arlist heldur en í Ijóðabók eða bók sem fjallaði um þjóðleg fræði. Sama gildir um uppstill- ingu ákveðinna bókahluta, kvæmni með allri gerð bókar- innar frá upphafi til enda. Annars er hætt við að illa fari. Samanburður á íslenzkri og erlendri bókagerð. — Hvert er álit þitt á fs- lenzkri bókagerð samanborið við bókagerð annarra þjóða? — Smekkurinn er ekki síðri hjá okkur en meðal annarra þjóða. Þvf hef ég kynnst hvað bezt hjá mörgum bókamönnum — af hverju sem það stafar — og fyrir bragðið hefur frágang- ur íslenzkra bóka stundum ver- ið lakari en hjá nágrannaþjóð- um okkar. Þetta er auðvelt að bæta, og þarf líka að batna. — Geturðu nefnt nokkurt sérstakt viðfangsefni — ein- staka bók — sem þú hefur lagt þig meira fram um heldur en önnur? -4- Það get ég ekki. í hvert sinn sem ég fæ bók til prentun- ar kemur nýtfc viðfangsefni sem ég þarf að glíma við. Mér finnst f hvert skipti ég þurfa að leggja mig allan fram til að gera hana sem bezta úr garði. Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir þvf að eitt verkefnið sé öðru betra eða háleitara. Samvizka mfn krefst þess að ég leysi þau öll eins vel af hendi og mér mögulega er unnt. Hinu neita ég ekki að mér þykir sérstaklega gaman að ýmsum smáverkefnum, þar sem unnt er að leika lausum hala f formi og fleti, og tiltölu- lega auðvelt er að gera ýmis konar experiment. 1 þessu sam- bandi má benda á síðasta bók- arkverið sem ég prentaði á árinu sem leið — bók sem ég í einu og öllu fékk að ráða út- liti og fyrirkomulagi á — en það var „Saltkom í mold" eft- ir Guðmund skáld Böðvarsson. Nýungar framundan — Býstu við nokkrum nýung- um f bókagerð eða útliti bóka á næstunni? — Mér þykir líklegt að mikl- ar breytingar séu framundan á 1 þessu sviði f náinni framtfð. Þar á ég við tilkomu filmunnar, en filmusetning er þegar tekin að breyta uppsetningarmáta f prentsmiðjum, og á eftir að gera það enn betur. Þó gætir þess enn sem komið er meir í ýmiskonar prentgripum heldur en beinlínis f almennu bóka- prenti. Félag um bókagerð. — Er nokkur félagsskapur til hér á landi sem Iætur sig almennt skipta bókagerð með útlit bókanna sérstaklega fyrir augum? Gera félög prentara eða prentsmiðjueigenda, bók- sala eða bókaútgefenda nokk- uð f því efni? — Framangreind félög eru fyrst og fremst stétta- eða hagsmunafélög og láta sig bóka gerð frá fagurfræðilegu sjónar- miði litlu skipta. Þvf miður eig- um við fslendingar ekkert í llk- ingu við félagsskap þann f Dan- mörku, sem þeir kalla Foren- ingen for Boghandværk. Það félag hefur að markmiði að hefja búning danskra bóka á æ hærra stig hvað fegurð og vörugæði snertir. Þetta félag hefur nú starfað nákvæmlega í þrjá aldarfjórðunga og efnir um þessar mundir til afmælis- sýningar í Khöfn. Eitt fyrsta verkefni þessa félags var að setja á stofn sérstakan prent- skóla í Danmörku. Ánnars hefur þetta danska félag haft ótrúlega mikil áhrif til hins betra f danskri bóka- gerð á undanfömum áratugum og það má segja að fyrir at- beina þess hafi orðið stökk- breyting á útliti og gerð bóka þar f landi. Fyrir mitt leyti tel ég það engan veginn vansalaust . af jafn bókhneigðri þjóð og okkur íslendingum, að við skulum ekki hafa stofnað félag með á- þekku markmiði og þetta danska. Enn er svo margt sem við eigum eftir að læra í bóka- gerð, að okkur er vissulega ekki vanþörf á einhverjum leiðbeiningum í þeim efnum. Rætt við Hafstein Guðmunds son prent- smiðju- r i HÓLUM 111 I 1 ! ■ih' «11 * t»l ■ ' I I t'tt i • i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.