Vísir - 08.03.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 08.03.1963, Blaðsíða 10
10 V í S I R . Föstudagur 8- marz 1963, SJÓNVARPIÐ - Framhald af bls. 9: fræðslu. Það er mín skoðun, að byrja ætti á slíkri sjónvarps- stöð sem fyrst. •—> Er undirbúningur þegar kominn á skrið? — Já, ýmsar áætlanir og út- reikningar liggja þegar fyrir en höfuðvandinn er hér mannekl- an. Útvarpið hefir þegar litið í kring um sig eftir mönnum, sem kunna einhver skil á sjón- var$>i og þess tækni, og nokkrir ungir menn eru nú að kynna sér málið. En eitt af þeim at- riðum sem enn er óleyst er húsnæði fyrir ísienzkt sjónvarp. Föstudagsgreinin Frh. at 7. siðu: ing Stalíns úr grafhýsinu. Eft- ir að sannleikurinn um Stalín hefur komið fram er hann svo hryllilegur, að ómögulegt er fyrir þá lengur, að halda nafni hans á lofti. Hitt er miklu alvarlegra, að í staðinn fyrir persónudýrkun á Stalín er verið að gera skurð goð úr Krúsjeff. í nýrri rúss- neskri sögubók um síðarí heims styrjöldina eru aðeins tvær myndir af Stalín og frá Yalta- fundinum er birt mynd af þeim Roosevelt og Churchill saman án Stalíns. En í sömu bók birt ast nærri 50 myndir af Krúsjeff þar sem hann er á vígstöðun- um. Cjálfur virðist Krúsjeff hið mesta beggja handa járn. Hann hefur ekki stuðlað að frjálsri stjórn í Rússlandi vegna neinnar hugsjónarstefnu, held- ur eingöngu vegna þess að slík stefna styrkir völd hans. Hætt- an er sú, að komizt verði að þeirri niðurstöðu, að völdin verði bezt tryggð með sömu aðferðum og Stalín beitti. Við höfum séð það á sama tíma sem Krúsjeff talaði um friðsamlega sambúð notaði hann tækifærið til að lauma eldflaugum og kjarnorkuvopn- um til Kúbu. Við höfum einnig séð það að á sama tíma sem hann hefur veitt listamönnum og rithöfundum aukið frjáls- ræði, tekur hann sig til og for dæmir nútíma-málaralist og lætur taka rithöfunda höndum og setja þá á geðveikraspltala. Það ber að fagna þeim breyt- ingum til bóta sem orðið hafa á 10 ára timabilinu. En það ber að hafa varann á og minn- ast orða hins unga rússneska skálds: „Stalín er enn á meðal vor“. Þorsteinn Thorarensen. Ný viðhorf — Frh. af bls. 4. um sínum lagt grunninn að nokkurs konar yfirstétt innan embættismannakerfis ríkisins, sem á ekki við íslenzkar erfða- venjur eða íslenzkan hugsunar- hátt. 4. Kjararáð hefur sniðgengið tillögur einstakra félaga innan B.S.R.B. um skipun starfshópa I launastiga, en tekið sér f hend- ur alræðisvald I þessum efnum. Á þessum grundvelli mótmæl- ir Póstmannablaðið starfsað- ferðum kjararáðs á meðferð þess á launamálum til undir- búnings samningsumleitana við rikisvaldið um laun og kjör P.F.Í. Póstmannafélag íslands mun fylgja eftir mótmælum, sem það hefur látið uppi við kjararáð, og grípa til sinna ráða, áður en að lokamarki er komið I þessum málum. Sumt yrði í sambandi við út- varpið t. d. útsendingin. Hún mun fara fram frá stöðinni á Vatnsenda og þar eru þegar húsakynni fyrir hendi fyrir sjónvarpssenditækin. En fjöl- mörg önnur atriði sem varða tæknihliðina og starfsfólk eru ennþá óleyst. Sinfónían. — Nú er Ríkisútvarpið fóstra Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Hefir sambúðin ekki gengið vel? — Jú, það er óhætt að segja það. Áhuginn á liljómsveitinni hefir mjög aukizt og skilning- ur á verkefni hennar. Og áber- andi er hve mikið það er af ungu fólki sem sækir tónleika hljómsveitarinnar. Það tel ég góðs viti. Mönnum sem hafa fé og frí hefir skilist að þar er góð ur staður til þess að auðga andann og njóta góðrar listar. Þegar Ríkisútvarpið tók við hljómsveitinni var sú ákvörðun tekin að flytja hljómleikana úr Þjóðleikhúsinu, £ Háskólabíó. Þá var flutt úr 660 manna sal í 1000 manna sal, og þótti sumum það fullmikil bjartsýni þar sem oft reyndist Þjóðleik- húsið meira en nógu stórt. En hrakspárnar rættust ekki. í Há- skólabíói hefir nær alltaf verið þéttsetið hús á tónleikum. — En er það hljómsveitinni að þakka, frekar en húsinu? — Fyrst og fremst hljóm- sveitinni, en það er rétt að hús- ið er miklu aðgengilegra. Og hér kemur líka annað til. Út- varpið hefir lagt áherzlu á að fá fyrsta flokks listamenn hing- að til lands, bæði stjórnendur hljómsveitarinnar og einleikíio; ara. Það hefir gefið góða raun. — Og hvernig er fjárhagsá- standið? — Sinfóníuhljómsveitin ber sig nú á þeim framlögum sem hún fær frá ríki og bæ og út- varpinu. Samtals fær hljóm- sveitin rúmar 4 millj. króna i styrk á ári. Það skiptist þannig að 1.2 millj. króna leggur út- varpið fram, Reykjavíkurbær 1.1 millj., Þjóðleikhúsið 0.6 og ríkissjóður 1.6 millj. króna. Þegar hingað er komið sam- talinu og útvarpsstjóri hefir gert grein fyrir því hve vel hafi tekizt samvinna Ríkisútvarps- ins og Sinfóníuhljómsveitarinn- ar snúast umræðurnar í annan farveg og talið berst að öðrum merkum verkefnum, sem út- varpið vinnur að. Útvarpsstjóri tekur að spjalla um þátt út- varpsins £ að efla lista og menn ingarlff landsins, á óbeinan hátt ef svo mætti að orði kom- ast, eða framlög þess til rit- höfunda, tónskálda og fræði- manna. Það er fremur hljótt um þetta Mekensarstarf út- varpsins, en raunin er sú að á síðasta ári veitti Rikisútvarpið fjórðung milljónar £ slíka styrki. Síðast voru það tvö ung tón- skáld sem slfkan styrk fengu, þeir Leifur Þórarinsson og Þor- kell Sigurbjörnsson, og gefur það þeim næði til þess að semja tónverk sem við fáum væntanlega síðar meir að heyra á öldum hins íslenzka ljós- vaka. Upptaka á fslenzkri tónlist er umfangsmikill þáttur tón- listardeildarinnar, þar sem fjöl- mörg gömul og ný tónverk eru varðveitt. Og þessa mánuðina er unnið af kappi við Radda- safn útvarpsins. Það er ætlunin að geyma þar raddir fjöl- margra íslendinga á plötum og böndum og verður safnið mjög aukið á næstu árum. Hefir út- varpinu nýlega bætzt ný plötu- skurðarvél til þess starfs. Lifandi starf. Og að lokum spyr ég Vil- hjálm Þ. Gfslason útvarps- stjóra: Hvernig hefir yður fall- ið að stjórna þessari umfangs- miklu og oft umdeildu stofnun, Ríkisútvarpinu? — Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf og í sam- bandi við allar greinar íslenzks þjóðlífs. Allir telja sig eiga út- varpið og vita um leið hvernig það á að vera, miklu betur en við sem hér sitjum. Það er eng- inn eins áveðra í þjóðfélaginu sem útvarpsstjóri, nema ef vera skyldu stjórnmálamennirnir. Ég hefi nú verið útvarpsstjóri í 10 —11 ár, en ég hefi þekkt út- varpið í miklu fleiri ár, allt frá upphafi þess, þvf að ég var einn af fyrstu fréttamönnum þess. Og ég vil því segja þetta: Það er eðlilegt að útvarpið sé gagnrýnt, ég tek það ekki nærri mér. Og ég held að það væri ekki lifandi stofnun ef allir væru ánægðir með það. ggs- 6 manna bílar: Ford ’55 50 þús. Ford ’58 80 þús. Ford ’59 120 þús. Chervolet ’55 65 þús. Chervolet ’56 90 þús. Chervolet ’57 100 þús. Chervolet ’59 120 þús. Chervolet ’60 200 þús. Willys ’55 50 þús. Packard ’53 40 þús. Pontiack ‘55 60 þús. 'ætóí,’55 40 þús:“ Plymouth ’55 70 þús. SKÚLAGATA 55 — SÍ.MI 15S12 . SIGl,^oSs aO^selur b,^oa Ford Taunus station ’59, fallegur bíll kr. 110 þús. út- borgun 50—60 samkomulag um eftirstöðvar. VW ’60 ljósgrár keyrður 17 þús. km. kr. 92 þús. út- borgað. VW ’61 keyrður 25 þús. m. verð kr. 95 þús. út- borgað. Opel Capitan ’55 kr. 65 þús. samomulag. Intemational sendibíll með með stöðvarplássi, 25 þús. útborgun. Volvo vörubifreið ’62 keyrður 37 þús. km. Verð samkomulag. 1 VW ’62 kr. 110 þús. Dodge ’55 í toppstandi r. 60 þús út- foorgað. FFord ’56 beinskipt ur 6 cl. kr. 60 þús. útborgað. Landbúnaðarjeppar í úr- valsstandi. Fiat 1100 ‘56 kr. 55—60 þús. samkomiilag. Skoda stadion ’58 góður bíll. Opel Caravan ’60 sam- komulag um greiðslu. Chervolet scendiferðabíll ’53 kr. 45 þús. samkomulag um greiðslu. Citroen ’62. Vill skipta á Landrover ’62 eða Austin Gipsy. — Borgartíni 1 — Símar 18085 og 19615 LAUGAVE6I 90-92 600—800 bílai til sölu, m. a.: Volkswagen, allai árg. Renau 60—62, Ford Angln '56— '61. Hillmam: ’56. Skoda 440 '56, ’58. Fiat 1100 ’54, verð kr. 30 þús. DKV '63. i-os HÖFUM KAUPENDUR AÐ: Moskvitsh’ 61, staðgreiðsla. VW ’61—’62, útb. 60 þús. Volvo station ’60. Góðum 4—5 manna bíl ’58—60, staðgreiðsla. Enn fremur höfum við kaupendur að flestum tegundum af 4, 5 og 6 manna bílum. TIL SÖLU: Ford ’60. Chevrolet ’60, skipti á eldri bíl. Plymouth ’56, alls konar sipti. Oldsmobile ’53. Góður Willys station ’55, glæsilegur, allur nýuppgerður, með vatnsvörðu rafkerfi. :V:'; 1 !§|§ 'sm Birgit Nilsson Sænska óperusöngkonan Birgit Nilsson vinnur nú hvern stórsigurinn á fætur öðrum i New York, ekki aðeins sem Wagner söngkona heldur einn ig í ítölskum óperuhlutverk- um. í frístundum sínum safn- ar hun skartgripum og gim- steinum og er safn hennar orð ið svo stórt og verðmikið að glæpahringar USA hafa fengið augastað á því. Þess vegna hafa hún og eiginmaður henn- ar, Bertil Niklasson orðið sam mála um að fara með skart- gripina til Sviss og koma þeirn þar á öruggan stað. Á ferðum sínu um hnöttinn undanfarin ár héfur Birgit Nilsson elt uppi skartgripasala og mikil- væg skargripauppboð — en hve mikils virði hún álitur safn sitt vill hún ekki segja. * Fidel Castro Truman fyrrverandi forseti hefur gagnrýnt Kúbu-pólitík eftirmanns sins og m. a. sagt: Ef ég hefði verið við völd hefði ég strax eftir byltinguna á Kúbu boðið Fidel Castro til Hvíta hússins og sagt við hann: „Byitingu þinni er lok- ið. Nú situr þú uppi með á- byrgðina og hið mikla hlut- verk, endurreisnina“. Og nú spyrja menn sjálfa sig: Hefði það hjálpað? Crace Kelly Grace furstafrú i Monaco var nýlega á ferð í London, og var hún harðlega gagnrýnd í brezkum blöðum. Þeim fannst hárgreiðsla hennar gamaldags, hanzkarnir of stuttir, pelsinn of síður og sokkamir of ljós- ir. Það eina, sem þeir hrósuðu var Ijósa árið og fellegir fót- Ieggir. Yfirleitt er ekki talað um „furstalega fætur“, en Crace prinsessa er dálítið undantekn ing, því að hún var einu sinni Grace Kelly. Það var móðguð furstafrú, sem kom heim til Monaco úr Lundúnahcimsókninni. av ■ >iM\» n |' m i' 'i: i «i; {{((fí \ < ! • , t v ■. i 1 »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.