Vísir - 15.03.1963, Síða 8

Vísir - 15.03.1963, Síða 8
V1 S IR . Föstudagur i5. mar: >S3. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Framtíðin tryggð Eitt mesta framfaramálið sem ríkisstjórnin hefir borið fram á þessu þingi er frumvarpið um stórfelldar endurbætur á almannatryggingarlögunum. I frumvarp inu er gert ráð fyrir að til hinna tryggðu renni næsta ár 54 milljónir umfram það sem er á þessu ári. En þó er það ekki aðalatriðið heldur hitt, að með hinu nýja frumvarpi hefir tryggingalöggjöfin verið færð um margt til betri vegar og dómur dreginn af reynslu und- anfarinna ára. Með þessu hefir núverandi ríkisstjórn sýnt að hún gerir sér fylliiega ljósa þá skyldu stjórnar lýðræðisrík- is að búa sem bezt að þegnum sínum, og þá einkum þeim sem við erfiðust kjörin búa, ekkjum, munaðar- leysingjum, öryrkjum og öldruðu fólki. Meginstarf stjórnarinnar liggur á því sviði að byggja upp blómlegt og gróskumikið atvinnulíf I land- inu og gera verzlun landsmanna aftur frjálsa. Hún hefir því létt höftunum af þjóðinni og aukið frjálsræði til verka og athafna að miklum mun. En ríkisstjórnin hefir heldur ekki gleymt þeim sem búa við skert starfs- þrek og ekki eru líklegir til átaka á atvinnusviðinu. Hún er ekki ríkisstjórn hinna ríku eins og kommún- istum er svo tamt að halda fram. Hún er heldur ekki ríkisstjórn fólksins á mölinni eins og framsóknarmenn gjarnan kveða. Hún er ríkisstjórn þjóðarinnar allrar, þar sem enginn er hafður útundan. Það sýnir ekkert betur en þetta frumvarp sem verða mun að lögum á núverandi þingi. Hér eru það verkin, sem tala. Hér eru engin yfirboð, sem aðeins eiga sitt skamma líf á papp- írum þingskjalanna. En það eru ekki allir á því máli að búa eigi sem bezt að þeim sem eru lítils megandi í þjóðfélaginu. Eftir styrjöldina, þegar almannatryggingar voru inn- leiddar, sat einn flokkur hjá á þingi og barðist mjög gegn frumvarpinu. Sá flokkur heitir framsóknarflokk- ur. Hann taldi frumvarpið ganga of langt. Hann taldi ekki rétt að fá landsmönnum í hendur þær hagsbætur sem í því fólust. Nú vilja framsóknarmenn helzt að þessari staðreynd sé gleymt. Nú biðla þeir enn til kjós- enda um kjörfylgi og þá er bezt að grafa slíkar syndir. En slíkar syndir gleymast ekki. Og allra sízt munu hinir öldruðu, sjúku og aðrir þeir sem eiga undir högg að sækja, gleyma þeirri köldu framsó^narkveðju. „Verkafólk óskasf" Dag eftir dag flytur útvarpið auglýsingar eftir fólki til hinna margvíslegustu starfa. Síður dagblaðanna eru þéttskráðar auglýsingum frá fyrirtækjum sem eru að leita eftir fólki. Bátar komast ekki á vertíð vegna manneklu. Sýnir þetta samdráttinn, atvinnuleysið og kreppuna sem framsókn og kommúnistar spáðu þegar viðreisnin hófst? Svar hver fyrir sig. Nýjasta leyniskjafíð Vfsi hefur borizt f hendur nýjasta leyniskjalið úr röðum kommúnista og birtist það hér á síðunni í dag. Er það afrit af bréfi frá Félaga nr. 13, sem síðustu vikurnar hefir dvalizt f Moskvu. L -------------------------------* Trausti tavoritch! Árla síðast liðinn morgun var ég kallaður á fund Hans, og konan brá sér óðar niður í sendiráð, til þess að vera þó á öruggum stað, ef ég ... maður veit aldrei, en sem betur fór var Hann hinn alltillegasti, bauð mér upp á vodka og papp frshólk, með reyktóbaksmylsnu f endanum, en sjálfur drakk Hann súrmjólk úr þrílitri Káka- susbelju, sem Hann tók sér- staklega fram að væri af allt öðru kyni en sú hárauða Grúsíu Búkolla, sem Stalín skepnan iét mjólka sér, ósællar minn- ingar. Annars var Hann öllu vingjarnlegri í garð þess gamla djöfsa en oft áður; kvað hann byrgur gerða sinna. Hafðu samt ekki hátt um þetta nema við þá alla trúuðustu; það er aldrei að vita hvað Hann segir um þá kumpána á morgun, og ætli Stalínsdýrkunarhrosshausun- um heima þætti það ekki aldeil- is hvalreki á sínar feigðarfjörur er Hann væri farinn að linast f formælingunum ... meðan ég man, Hann er alltaf að spyrja hvernig Tobba gamla gangi að yrkja upp sálminn um blómið .. Aftur á móti var Hann gallharð ur móti Bería; sagði að hann hefði verið bölvaður ódráttur og skepna, sem meðal annars hefði haldið því fram að ekkert þýddi að hlaða neinn Berlínar- múr —r— þeir vesturþýzku myndu haida áfram að flýja yfir í austurþýzka sæluríkið, hversu ramger, sem hann yrði. Þá fengu og Kínadindlarnir það ó- þvegið hjá Honum — Hann sagðist gefa skít í allt „tao“, það væri andskotann enginn sósíalismi. Á Kennedy og Kúbu minntist Hann ekki einu orði. „Svo eru það íslcnzku abstraksmáLararnir!“ hafa gengið með einhverja inn- vortis slæmsku síðustu árin, og það hefði farið í fínu taugarnar á honum eins og magaveikin í skapið á Finnboga Rút, og yrði því hvorugur talinn fyllilega á- Þegar hér var komið, hratt Hann frá sér súrmjólkurskál- inni og tók að ganga um gólf; það leyndi sér ekki að nú var Hann að komast að erindinu við mig, og mér fór ekki að verða um sel... að undanförnu hefur Hann nefnilega hvað eftir annað verið að rukka mig um þetta hailæri heima, sem hann segir að Einar hafi lofað sér þegar núverandi stjórn væri búin að sitja eitt eða tvö ár að völdum, og meira að segja borið Hermann fyrir þvl, en ég hef reynt að friða Hann með því að þetta væri alveg að koma; innflutningurinn á megr unardufti hefði minnkað þó nokkuð síðustu mánuði, bara að Hann fari ekki að láta njósna um það, bölvaður. En sem bet ur fór voru það þá bara listirn ar, en þær dugðu líka til þess að Hann kæmist í ham. Hótaði Hann því að kalla Kristin am- bassador fyrir sig og tilkynna honum, að ekkert yrði úr kaup um á óveiddri síld hérna fram vegis, ef allir þessir, það sem hann ákvað, abstrakt klessumál arar yrðu ekki lokaðir inni á Kleppi tafarlaust, og þó að ég reyndi að bera við húsnæðis- vandræðunum í geðveikrabissn issnum, sem eðlilegum afleiðing um auðvaldsskipulagsins, gerði það bara illt verra — sleppa hinum brjálæðingunum lausum, sagði Hann, þeir væru sósíalis- manum sannkallaður liðsauki, samanborið við þessi, sem Hann ákvað, úrkynjuð fifl. Og ekki nóg með það, heldur kvaðst Hann líka mundi krefj ast þess, að Björn Th. yrði lát- inn fremja sjálfsmorð, en skilja eftir sig játningu í skrifborðs- skúffunni, þar sem hann viður kenndi allar sínar villur og bæð ist auðmjúkur afsökunar — og „yrði þó huslaður utangarðs Freymóður og Matthías, það eru mínir menn“, öskraði Hann og tók af sér annan skóinn, „og að mér heilum og- lifandi skal ég bjóða þeim að halda sýn- ingu í sjálfri Kreml". Svo lamdi hann skónum í fagurlega út- skorið reykborð, sem kvað vera gömul vinargjöf frá Hitler til flokksins. „Og ég hef þegar í undirbúningi samninga við Guð rúnu frá Lundi um útgáfu á öllum hennar bókum, sem ég læt gera að skyldulestri við alla skóla í Sovét, og skyldu- námsgrein allra rithöfunda. Þeir skulu fá að læra hvernig á að skrifa sveitarómantík, svo maður þurfi ekki sífellt að vera að skipta um landbúnaðar ráðherra og samyrkjubústjóra“, öskraði Hann. Hvemig lízt þér á... Eftir þetta varð Hann svo ró- legri, áminnti mig um að minna þig á að herða njósnirnar inn- an flokksins heima um allan Frámhald á bls. it). it f i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.