Vísir - 18.03.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1963, Blaðsíða 3
Vf-SIR . Mánudagur 18...1963. 3 Talið frá vinstri: Frú Jónína Kvaran, Asgeir Sigurgeirsson, frú Nadezda Sigurðsson, dr. Magnús Z. Sigurðsson, formaður Skagfirðingafélagsins, Kári Jónasson, varaformaður félagsins, og kona hans, frú Fjóia Jóelsdóttir, frú Sigríður Árnadóttir, frú Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Pétur Benediktsson, Kristin Bjömsdóttir. ‘ Skagfirðingar eru sagðir glaðir menn og reifir, félagslyndir og telja iífinu betur varið í faðmlög- um heldur en illindum og slags- málum. Þetta kemur berlega i Ijós hvar sem Skagfirðingar skemmta sér, hvort heldur það er heima í héraði eða á skemmtun- um í öðrum byggðalögum. Skag- firðingurinn elskar víf og vín — fyrir utan hestana að sjálfsögðu — og við það unir hann sæll og kátur og vill að aðrir taki þátt i hamingju hans og gleði. Ein víð- frægustu skemmtanahöld á öllu íslandi er „sæluvika“ Skagfirð- inga, sem hefur skapað sér ára- tuga hefð og jafnan er haldin á Sauðárkróki einhvem tíma á út- mánuðum. Segja má að þangað leitl hver sem vettlingi getur vald ið, ungir og gamlir, afdalabúar jafnt og þeir sem eiga heima i næsta nágrenni við „Krókinn“. „ölium sem sótt hafa „Sælu- viku“ Skagfirðinga, hvort heldur það eru héraðsbúar eða fólk úr öðrum landshlutum, ber saman um að þær skemmtanir hafi ann- Þrír Veðramótsbræður. Taiið frá vinstri: Sigurður Á. Björnsson, Jón Þ. Björnsson, Þorbjörn Bjömsson. an svip og sérkennilegri heldur en aðrar skemmtanir á islandi, þær hafd fremur á sér Suður- Iandablæ, þar sem allir verða sem einn maður, sameinast f söng og dansi og leikjum og gleymi öllum áhyggjum i gáska og gleði. Þessi sami andblær í skemmt- analífi þeirra Skagfirðinga ríkti einnig s. 1. föstudagskvöid, þegar Skagfirðingar, búsettir i Reykja- vík, efndu til árshátiðar að Hótel Sögu. Þar var glaumur og giatt á hjaila þær fáu klukkustundir, sem hátiðin stóð yfir. Það var samkoma með menningarblæ og eins og slík hóf geta verið hvað liflegust, fjörmest og ánægjuleg- ust. >f Frá vinstri: Ólafur Bjarnason Iæknir, Jónina Briem, Margrét Jóhannesdóttir, Hólmfríður Jóhannes- dttir, Gísli Ólafsson ritstj., Páli Briem, Elín Ólafsdóttir, Jóhannes Björnsson, Una Jóhannesdóttir, Sig- urður Björnsson, Kristrún Ólafsdóttir. ' ; i i Ki É B pB mmM Talið frá vlnstri: Sigurður Benediktsson og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Á. Bjöms- son frá Veðramóti og kona hans, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dr. Jakob Sigurðsson og kona hans, Katrín Sívertsen, Marteinn Sivertsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.