Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 28.03.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 28. marz 1963. 15 © framhaldssaga eftir Jane Blackmore / stiörnuskin skugg ar in skein á hann. Hann var undir áhrifum þessarar miklu fegurðar, er hann sveigði inn á ójafna hlið- arbraut, þar sem Sorrel kom gang- andi beint á móti honum, allniður- lút. Hann blés í hornið henni til aðvörunar, en hún nam staðar mitt á brautinni. Vindurinn lék um kop- arrauðu lokkana hennar og svo lyfti hún höfði ósköp rólega og horfði beint framan í hann — beint í augu hans. Hann hugsaði um hve stór augu hennar virtust á þessari stundu og tillit þeirra virtist bera því vitni, að hún væri enn á valdi þeirra hugsana, sem höfðu fyllt hug hennar, er hún varð skyndilega að nema staðar. — Hann fann allt í einu blóðið st-reyma örara um æðar sínar. Það vaknaði sterk löngun í huga hans, að kyssa þessar mjúku, hlýju varir. En svo var allt í einu sem hún vaknaði af draumi og virkileikinn blasti við henni. Munnurinn kipr- aðist saman og munnsvipurinn varð allur hörkulegri. Þau horfðu hvort á annað gegn- um framrúðuna á bílnum. Hann hafði orðið að beita hemlunum snarlega og stanza og hún stóð kyrr í sömu sporum. Það var ekki armslengd milli hennar og bifreið- arinnar. Honum fannst hún allt í einu minna sig á kött. Það brá fyrir bliki í grænu augunum, sem virtist bera ótta vitni,- en líka slægð. Hún minnti hann á kettling, sem hann einu sinni hafði fundið úti og hélt á heim. Hann hélt honum við barm sér og kettlingurinn fór að mala af einskærri vellíðan, þar til hund- , ur fór að gelta, þá risu háfún á honum og hann læsti klærnar í handlegg hans og hvæsti gegn ó- vininum. Óvininum? Leit Sorrel Thornhill á hann sem óvin? Varla. En hann » gat ekki varizt því að hugsa um þetta nú af nokkurri forvitni og áhuga. Ekki gat hann vitað, að það var einmitt um hann, sem Sorrel Thornhill hafði verið að hugsa, er þau hittust þarna á veginum — og að henni hafði fundizt, að þeg- ar hún mætti honum þarna skyndi- lega hefði hún komið upp um til- finningar sinar... — Davíð! Þegar móðir hans nefndi nafn hans hvarf hann þegar af þeim vettvangi, þar sem hugur hans hafði dvalizt. Hann vætti þurrar varirnar og þvingaði fram bros. —- Svona, svona, mamma, sagði hann ertnislega, vertu nú alls ó- smeyk. Það er vafalaust mjög ein- föld skýring á því sem gerðist í nótt. Hvernig væri að ég tæki að mér hlutverk leynilögreglumanns? — Davið, mælti hún kvíðin, farðu varlega. — Þú heldur þó ekki, að ein- hver bíði eftir mér í stiganum með kutann £ erminni? Hún brosti veiklega til hans. •— Ég lít aftur inn til þfn, þegar ég er búinn með síðdegissjúkra- vitjanirnar. Það eru tveir eða þrír með mislinga og svo er inflúensa að ganga — já, og vitahlega verð ég að líta inn til Mullers gamla. — Hvernig líður honum? — Betur. Nógu vel til þess að geta mátað þig aftur í skák á laug ardaginn kemur. Hún hallaði sér aftur. — Hann er hinn eini, sem eftir er af gömlu vinunum £ þorpinu, sagði hún lágt. — Það er seigla f honum, sagði hann, og það er líka seigla £ þér. þið eigið eftir að tefla skák og rifast mörg laugardagskvöld á næstu árum, trúðu mér. — Þú ert góður sonur, Davið. — Það ert þú, sem ættir að fá hrósyrðin, því að þú hefir verið góð móðir, — og svo bætti hann við spaugandi um leið og hann fór, — en þú hefir dekrað allt of mikið við mig. Dyrnar úr dagstofunni lágu að mjóum, myrkum göngum. Rétt að ofanverðu við hann, þar sem hann nú stóð, til hægri f endanum á göngunum, voru dyrnar að stigan- um, sem lá að svefnherbergi móð- ur hans uppi. Hann leit þangað sem snöggvast hikandi. Svo gekk hann hægt til vinstri að opnum dyrum, sem vissu að garðinum fyrir aftan húsið. Hlýja og birta streymdi gegn honum. Tvær dúfur voru kurrandi á þaki dúfnaskýlis- ins yfir stofunni, sem móðir hans hafði notað sem vinnustofu, er hún fékkst við að mála myndir. Það var ákaflega mikil ró yfir öllu þarna £ garðinum. Birta haust- sólarinnar mild, en samt var hlýtt. Haustblómin ákaflega skrautleg. Og næstum ósjálfrátt lagði hann leið sfna eftir hellulagða stfgnum f garðinum til þess að njóta kyrrð- arinnar og fegurðarínnar. Hann varð allt í einu var ein- hverrar hreyfingar í garðsófanum. Yfir honum var sóltjald, sem náði alveg niður að bakinu á honum. Einhver, sem þar hafði setið, hafði orðið hans var, og hafði staðið á fætur. Og auðvitað var það Sorrel Thornhill — hann hafði fundið það á sér, — vissi það, áður en hún kom f ljós. Hún var klædd grænum kjól, sem eins og vafðist þétt að líkama hennar. í rauninni hafði hann aldrei gert sér grein fyrir því fyrr en nú hve smávaxin hún var. Hún náði honum varla f öxl. Honum fannst aftur, eins og þegar hann sá hana nokkru áður, að loftið rafmagnaðist og einhvern æsandi straum legði um hverja taug, vekti nýjar tilfinningar og magnaði þær, en hugsanir hans voru einhvern veginn aðskildar tilfinningunum, og hugsanirnar skelfdu hann, þar til hann sá, að hann hafði verið á afvegum. Þessi smávaxna, frekn- ótta unga kona var ekki þeirrar manntegundar, sem áformaði að bana annarri manneskju. Og hann reyndi að beina hugsunum sínum á þá braut ,að það væri í rauninni óhugsandi, að nokkur þarna í hús- inu vildi móður hans illt. Og samt. — Eruð þér á förum nú, Vane læknir? — Eftir nokkur augnablik. — Þá er bezt, að ég fari inn til móður yðar. — Hún getur beðið. Hún leit sem snöggvast á hann rannsakandi augum, en hún sagði ekkert. Það var ró yfir henni, sem bægði burt skuggalegum grunsemd um hans. — Sorrel. — Já, Vane Iæknir. Það var spurnarhreimur í svari hennar og hann brosti, er hún þann ig gaf honum til kynna, að hún biði eftir, að hann héldi áfram. Honum geðjaðist að rólegri fram- komu hennar, sem virtist bera þvf vitni, að henni væri fjarlægt að trana sér neitt fram — hún væri kona, sem alltaf varðveitti eitt- hvað sem sitt eigið. Yrði hún ást- fangin, gæfi sig á vald manni, sem hún elskaði. mundi hún ávallt halda eftir einhverju, sem aldrei gat orðið neins nema hennar sjálf- rar. Og honum féll vel að hugsa til þess, að hún væri þannig. Hann var þannig gerður og þannig upp alinn, að hann dáðist að því. Þann- ig hafði móðir hans hjálpað til að móta hann. Honum var allt í einu ljóst, að þau höfðu staðið þögul um stund, en þögnin var ekki þvingandi, hvor ki fyrir hann né hana. Hún stóð í sömu sporum, sólin skein á rauð- gullna hárið hennar, og hún beið þess róleg, að hann segði eitthvað frekar. — Og svo kom það yfir hann aftur: Að það væri engin j furða, að móðir hans væri ótta- j slegin. Það væri svo auðvelt — á skömmum tíma — að verða háður ! þessari konu. Og samt....... Hann j hélt áfram nokkur skref eftir stein- j lagða stígnum. Þetta er bezta lausnin, Fríða.Reyndu að gleyma, að þú hafir nokkurn tínia þekkt mig ... ÞJALIR - RASPAR FYRIRLIGGJANDI ÞVERSKERUÞJALIR - ÞRÍSTRENDAR ÞJALIR - FERKANTAÐAR ÞJALIR - SÍVALR ÞJALIR - FLATAR ÞJALIR - HÁLFRÚNNAR ÞJALIR TRÉRASPAR, grófir og fínir GÚMMÍRASPAR. Laugaveg 15 Simi 13333 — Hvað er að?, spurði hún loks. Rödd hennar var kuldaleg. Er það eitthvað varðandi frú Vane? Hann snéri sér að henni: — Hefir hún sagt nokkuð við yður? — Nei, sagði hún eins og dálítið hikandi. — Hafið þér veitt nokkru sér- staka athygli, spurði hann og horf- ði á hana rannsakandi augum. — Frú Vane virtist dálítið tauga- óstyrk f morgun. — Heyrðuð þér nokkuð f nótt? Hún hristi höfuðið. Það var þá eitthvað, hugsaði hann. — Hún virtist hafa heyrt eitt- hvað. — Ég var smeyk um það, svar- aði hún. — Hrædd?, sagði hann stuttlega. Augu hennar voru róleg og skær. — Ekki beint hrædd. Áhyggju- full. — Yður — hann leitaði að orð- unum — yður þykir vænt um móð- ur mína? — Ég dáist að henni, svaraði Sorrel hægt. Hann stóð þögull og horfði á hana athugunaraugum. Hann var að hugsa um, að það lægi eitthvað THE PAKICIKIG SU^ENLY ŒASEP AN1C7 GOLAT, VIU' 11 , | THE KING, AE7R.OACHE7 THE T A R Z A N Þegar leitarmennirnir þrír höfðu heyrt trumbuslögin, gleymdu þeir allri þreytu og Húseigendur á hitaveitusvæði. Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Hitna sumir miðstöðvar- ofnar illa? Ef svo er, þá get ég lagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið í vor og sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur, þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pípulagningameistari Njálsgötu 29 — Sími 19131 SÆNGUR Endumýjum gömiu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fiburhreinsun Kirkjuteig 29. Sim) 33301 * ÍÍulr^bTFnhéd'Feature~sjn7ic»t*r*Inc. 10-11-9996 þutu gegn um skóginn. Skyndi- lega stöðvaði Tarzan vini sína. „Sjáið“. hrópaði hann. í skógar- rjóðri framundan var hópur risa- stórra apa að dansa villtan dans umhverfis Ivi Vines, semlá með- vitundarlaus á háum trjástofni. Ódýrt handprjónagarn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.