Vísir - 29.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1963, Blaðsíða 8
I 20 VISIR . Mánudagui 29. apríl 1963, - SJOÐIR BÆNDA STOREFLDIR koma út. Um leið og þjónustan hefur verið -aukin og bætt hjá Pðstinum, hefur verið dregið úr margs konar kostnaði með bættri vinnuhagræðingu. Gamla skipu- Iagið, sem hefur verið notazt við allt til ársins 1960 hefur verið lagt til hliðar og ný vinnubrögð upp tekin þess í stað. Fyrir skömmu hefur verið samið við 94 sveitarhreppa um útburð á- byrgðarsendinga og böggla og er þessi þjónusta að hefjast tii mik- illa hagsbóta fyrir fólkið í sveit- unum. Er ætlunin að taka upp slíka samninga í öilum sveitar- hreppuin landsins. Hér hefur verið nokkuð rætt um ýmsa þætti atvinnumálanna. Á sama hátt mætti vitanlega ræða um önnur atvinnumál. Eðli- legt væri að minnast lítillega á sjávarútveginn, sem hefur með viðreisnarráðstöfunum verið forð- að frá þeirri kreppu, sem uppbót- arkerfið hafði sett þann atvinnu- veg f. Sjávarútvegurinn starfar nú með eðlilegum hætti og hafa ekki áður verið flutt til landsins fleiri og glæsilegri skip en s.i. tvö ár. Er vonandi að framhald megi verða á æskilegri þróun sjávarútvegsiris, landi og þjóð til ávinnings og blessunar. Iðnaður- inn hefur einnig eflzt og fyrir at- beina iðnaðarmálaráðherra Bjarná Benediktssonar, hefur iðn- aðinum verið séð fyrir auknu fjármagni. Iðnaðurinn hefur nú með lögum frá sfðasta Alþingi, lagt grundvöll að Stofnlánadeild fyrir iðnaðinn og haft að fyrir- mynd Stofnlánadeild landbúnað- arins og Fiskiveiðasjóð, þannig að iðnaðurinn leggur sjálfur til talsvert gjald af iðnaðarfram- leiðslunni til þess að efla Stofn- Iánadeildina. Þegar rætt var um Stofnlánadeild iðnaðarins og gjald það, sem iðnaðarmenn vilja greiða til deildarinnar, en áætlað er að það nemi 7 millj. króna á árinu, risu Framsóknarmenn upp og töldu það óhæfu mikla að skattleggja iðnaðinn og lögðu til að ríkissjóður legði árlega til 15 millj. króna þess í stað. Þess ber að geta að þegar Framsóknar- menn voru í ríkisstjórn, töldu þeir ekki fært að leggja iðnaðin- um til fé. Eftirtektarvert er, að Framsóknarmenn lögðu einnig til á síðasta þingi, að Stofnlánadeild landbúnaðarins væru greiddar ár- Iega úr rikissjóði 30 millj. króna, að Veðdeild Búnaðarbankans fengi einnig úr ríkissjóði 50 millj. króna, að Bústofnslánasjóður yrði myndaður, með 50 millj. kr. framlagi. Segja má að Framsókn- armenn séu stórhuga, þegar þeir eru ekki í ríkisstjórn, en margir minnast 4 milljónanna lians Ey- steins, sem hann ætlaði að leggja búnaðarsjóðunum til á árinu 1959, eins og minnzt var á hér að framan. Það er eðlilegt að Framsókn vilji nú efla Veðdeild Búnaðarbankans, þar sem hún var aiveg févana í stjórnartíð Fram- sóknar. Á árinu 1958 var lánað úr Veðdeild 600 þús. krónur og geta Framsóknarmenn vissulega út af fyrir sig verið ánægðir með það, en þess ber að geta, að það er það minnsta, sem deildin hef- ur lánað á einu ári síðan hún tók til starfa. Á árinu 1962 voru veðdeildarlánin um 70 millj. króna, en stærsti hlutinn af því var, eins og áður er að vikið, vegna sérstakra laga um lausa- skuldir bænda. Nú er unnið áð eflingu Veðdeildarinnar og verða lán hækkuð á þessu ári. Framsókn talar tveim tungum. Eðlilegt væri að minnast lítils- háttar á verzlunarmálin. En það orðið mikil breyting til bóta með því að nú má heita að verzlunin hafi verið gerð frjáls og með öllu horfið frá haftastefnunni, vöru- skorti og svörtum tnarkaði út- rýmt. Um Ieið og þetta er ánægju legt fyrir alla þá, sem við verzl un fást, er það ekki síður öllum almenningi til mikilla hagsbóta, að nú er vöruval og heilbrigðir verzlunartættir upp teknir. Segja má, að ótrúlega hagstæð þróun hafi orðið á skömmum tíma í atvinnulífi Islendinga. Það er ekki nema tæplega hálft fimmta ár síðan að vinstri stjórnin kvaddi stjórnarráðið. Hvernig var við- horfið þá? Var það satt, sem Her- mann sagði, að óðaverðbólga væri skollin yfir? Var það satt, að vísitalan hækkaði um 17 stig í des ember 1958 og hafði hækkað að jáfnaði um 5 stig á mánuði að óbreyttri stefnu, eða um 80 stig frá 1. desember 1958 til 30. nóv- ember 1959? Þetta er satt, vegna þess að fær ustu menn höfðu reiknað dæmið. Þetta dæmi var endurskoðað og reyndist vera villulaust. Með þptta í huga er auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvernig at- vinnuvegunum hefir vegnað í þess arj hringrás. Ékkert nema stöðv- un, atvinnuleysi og vandræða- ástand blasti við. Það ógnaði fjár hagslegu og pólitísku sjálfstæði þjóðárinnar. Hermann sagði satt, þegar hann lýsti uppgjöfinni 4. desember 1958. Það má furðu- Iegt heita, ef þjóðin hefur ekki gert sér grein fyrir þessu. Þjóðin er það vel upplýst, að hún veit, hvað hefur gerzt. Þess v'egna'undr ast almenningur, þegar Framsókn armenn og Iíommúnistar af miklu yfirlæti gera kröfu til þess að þeim verði veitt aðstaða eftir næstu kosningar til þess að fara með stjórn Iandsins. Segja má, að Framsóknarflokkurinn sé furðu legt fyrirbæri í íslénzkum stjórn málum. Alþjóð hefur lengi vitað um vinnubrögð Kommúnista og ekki búizt við góðu úr þeim ,her- búðum. En margir heiðarlegir menn hafa að undanförnu kosið Framsóknarflokkinn í þeirri trú að hann væri ábyrgur flokkur með þjóðlega stefnu. Þannig hef- ur þessum flokki tekizt fram á síðustu tíma að villa á sér heim- ildir með orðskrúði, miklum blaða kosti og hvers konar áróðri. Nú er svo komið, sem betur fer, að margir hafa séð í gegn um blekk ingarvefinn og gert sér grein fyrir því, hvers má vænta af Fram- sóknarflokknum og þeim vinnu- brögðum, sem hann við hefur. Sýnilegt er, að flokkurinn á enga stefnu. Þegar flokksmenn ræða við hægri sinnað fólk, telja þeir sjálfsagt að stefria að samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, þegar þeir ræða við svokallað vinstri fólk í kaupstöðum og kauptúnum, telja þeir sjálfsagt að vinna með Alþýðubandalaginu og ná meiri- hluta með þvf. Framsóknarflokk- urinn ber á sér stimpil hentistefn- unnar og brasksins og fær með því fyrirlitningu allra góðra manna. Á Alþingi fyrir mörgum árum komst greindur og gegn alþingis- maður þannig að orði, að Ey- steinn og eymdin væru óáðskiljan leg. Þetta er sannleikur. Enginn hefur Iengur verið fjármálaráð- herra en Eysteinn Jónsson, en í kringum hann hefur stöðugt verið sultur og kreppuvæll. Það er ekki undur, þótt Framsóknarmenn séu svartsýnir eftir að hafa valið í formannssæti mann, sem hefur með sér slíka fylgifiska. En þótt Framsóknarflokkurinn hafi valið sér þess háttar forystu, er ólíklegt að þjóðin óski eftir því að fá eymdina, höftin, vöruskortinn og svartamarkaðinn, sem oftast hefir fylgt Framsókn í stjómarráðinu. Fjárlög hafa verið afgreidd á réttum tíma. Tekjuafgangur hjá ríkissjóði. Mikil og góð breyting á stjórn fjármálanna. Þegar Framsóknarmenn líta nú yfir þrjú s. I. ár og sjá, að við- reisnin hefur gert mögulegt að afla gjaldeyrisvarasjóða i stað gjaldeyrisskulda, að auka spari- féð meira en nokkru sinni áður, að skapa rekstrargrundvöll fyrir atvinnuvegina, þannig að þeir ganga nú betur en nokkru sinni fyrr, að atvinna er meiri fyrir alla en nokkru sinni fyrr. Þá er eðli- legt að þeir telji sér ekki sigur- vænlegt í komandi kosningum að láta kjósa um það, sem ríkis- stjórnin hefir gert og við blasir hverjum manni, sem sjón hefir. Rógburður Framsóknar. Þess vegna hefir stjórnarand- staðan, sérstaklega Framsóknar- menn, gripið til þeirra ráða, sem áður hafa ekki þekkzt í íslenzk- um stjórnmálum, að bera stjórn- arflokkana þeim sökum, að þeir ætli að kosningum loknum, að svíkja landið í hendur annarra þjóða og gerast hreinir landráða- menn. Framsóknarmenn fullyrða, að ríkisstjórnin ætli að loknum kosningum ,að opna landhelgina fyrir erlendum fiskiskipum. Þeir fullyrða að íslendingar muni ganga í Efnahagsbandalagið, hver sem aðgangseyririnn verð- ur. Það eru forystumenn Fram- sóknarflokksins, sem ráða þess- um vinnubrögðum. Það verður að ætla að þeir, sem hafa kosið þessa forystu, fordæmi og fyrir- líti vinnubrögðin. Það er verið að reyna að telja þjóðinni trú um að forystumenn stjórnarflokk- anna séu hreinir landráðamenn. sem hafi það eitt í hyggju, að svíkja þjóðina. Hvaða nafn má gefa vinnubrögðum, eins og þess- um? Hefði þetta ekki einhvern tíma verið kallaður rógur? Er þá ekki rétta nafnið á þeim, sem þessi vinnubrögð viðhafa, að þeir séu rógberar? Vissulega eru þeir, sem viðhafa slík vinnubrögð og halda þessu fram við alþjóð, róg- berar á gamlan íslenzkan mæli- kvarða. Þjóðin vill ekkert með slík vinnubrögð hafa. Þjóðin er sammála um að vernda rétt ís- lands um alla framtíð. Þjóðin öll mun halda áfram baráttunni fyrir því að Iandgrunnið allt verði að- eins fyrir íslendinga. Þjóðin öll mun vera sammála um að auð- lindir landsins verði aðeins fyrir íslendinga og það, sem ekki verð- ur unnt að notfæra sér vegna mannfæðar í nútíðinni, verði vara sjóður fyrir komandi kynslóðir íslands um langa framtíð. Þannig hugsar þjóðin, þannig vill hún að forystumenn hennar vinni og haldi á málunum. í þessum anda munum við Sjálfstæðismenn hverju sinni vinna að eflingu ís- lenzks atvinnulífs og verndun ís- Ienzkra hagsmuna. Við munum heldur sætta okkur við lægra verð fyrir útflutningsafurðir þjóð arinnar heldur en að láta af hendi nokkur landsréttindi eða annað, sem getur komið í bága við hagsmuni þjóðarinnar fyrr eða síðar. Jafnari kjör. íslenzka þjóðin er fámenn í I stóru en góðu landi. Landið býð- ur upp á mikla möguleika og góð lífskjör. Það er því gott að vera íslendingur og þess vegna ber að hafa í huga hverjar skyldur því fylgja. í stórri fjölskyldu þykir sjálfsagt að allir innan fjölskyld- unnar hafi föt, fæði, húsaskjöl og annað, sem talið er nauðsyn- Iegt í samræmi við kröfur tím- ans. íslenzka þjóðin ætti að vera eins og ein fjölskylda. Það má ekki ske að nokkur íslendingur hafi ekki það, sem talið er nauð synlegt til þess að lifa mann- sæmandi lífi. Við íslendingar munum nú vera komnir lengra en aðrar þjóðir í því að tryggja þá, sem ver standa í lífsbaráttunni með auknum almannatrygging- um. Stjórnarandstaðan segir, að núverandi stjórnarstefna miði að því að gera þá, sem betur eru megandi sterkari og þá veikari vanmáttugri. Þetta eru hreinustu öfugmæli. Engin ríkisstjórn hefur gengið eins langt í því að jafna á milli þjóðfélagsþegnanna og gert hefur verið á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. í staðinn fyr ir að greiða 1 krónu til þeirra, sem vanmáttugri voru í tíð vinstri stjórnarinnar, eru nú greiddar allt að því 3-4 krónur. Það fer því vel á því, að þeir, sem afla fjár láti mikið af mörk- um til þeirra, sem ekki eru vinnu færir. Sjúkrarúm verða að vera fyrir hendi fyrir þá, sem þau þurfa að nota. Hæli þurfa að vera fyrir hendi fyrir þá, sem að einhverju leyti eru vangefnir. Þeir, sem lítill fjárráð hafa verða að hafa möguleika til skólagöngu ekki síður en þeir, sem eru vel efnum búnir. Lokaorð. Islendingar hafa hrósað sér fyrir menntun og telja sig geta skipað sess meðal annarra menn ingarþjóða. Það hefur og verið viðurkennt, að svo sé. ísland er lýðræðis- og þingræðisríki. Það er réttar- og velferðarríki, sem vill stöðugt sækja fram til vax- andi úppbyggingar, örari þróun- ar, efnahagslega og menningar- lega. Verkefnm eru ötæmandi. Þjóðin gerir sér þess fulla grein og mun einhuga keppa að settu marki og leggja sig fram með mikilli vinnu og árvekni í störf- um. Komandi kosningar geta orð ið örlagaríkar. Komandi kosning- ar geta orðið ákvarðandi um það, hvort haldið verður áfram á réttri leið til bættra lifskjara fyr ir alþjóð eða hvort glundroði og upplausn verður ráðandi um sinn og eyðileggur þann árangur, sem náðst hefur á líðandi kjörtíma- bili. Við Sjálfstæðismenn biðjum þjóðina að hugsa, að lesa og kynna sér stjórnmálaferil flokk- anna, vinnubrögð núverandi rík- isstjórnar og árangur starfsins. Við biðjum um að fólkið í land- inu láti rólega og hlutlausa yfir- vegun mála, verða ráðandi um, hver dómurinn verður um þau verk, sem unnin hafa verið á kjörtímabilinu. Við biðjum urn að heilbrigð dömgreind verði ráð andi. Framtíð þjóðarinnar er und ir því komin, að kjósendur í land inu béri gæfu til að velja sér ríkisstjórn á næsta kjörtímabili, sem vinnur að hagsæld þjóðar- innar og framförum almenningi til heilla. Við Sjálfstæðismenn er um reiðubúnir að ganga til þeirr- ar orustu, sem framundan er. Við vitum að ,að okkur verður skot- ið alls konar eiturörvum, en það mun ekki lama hug okkar til þess að berjast fyrir góðum málstað. Megi forsjónin gefa góðum mál- stað sigur og leiða þjóðina fram til batnandi tíma, velgengni og hagsældar. «> Krossgátuverðlaunin M jg j± ,3 iíi &, 1 C.f 1 1 lJ yX,. s* kít t* ' A K. JL Ai R A N N B GT R A A g' i3 it£«t •í&'M fejr: ii*»i -JKi, K**. ' , ■ 1111 S m .i-tt «« J p u N s X M ÚL K X, X u P L A £L L í A £> 2 & fíiii K A R X A T: u % £ S pM is M i A A LX Ul T * Wr "j ' ^ La m Q A r§ /1 Íg h,v A £ T S3B3 s T / í.—. K 7V tT R A K 2 K e A Bl jSítss X n A fit 0.£ P A K .«<«■ A 1 m f\ M X 2 N ýl i A 5; S s A K K A G ?rt;v A s H A/ SE' K L X A. [R. X i ; ( N cI SfiT tfiit n Á '-fi Lli 'U* £L i A K Un.iT': 0 A L u A u A i i JL L A g i. J: iM H 0 já r Tt ím l1 lir R K íS2$ Ú: (J ?{ w 'LfÁ £L í T1 m m m X ÍU A /f .1 j R 'A 'V/,: : *. oc w dtii. ’ : A ’i / 'lnV** 13 ÍÉ-. S. , & G T a M im- X & iK .*• X E J m Á m A R A N k.tí 'i fp mwí X Hér birtist krossgátunnar í blaðinu 6. apríl. 500 króna verðlaun hlýtur Hrefna Jónsdóttir, Kleppsvegi 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.