Vísir - 07.05.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 07.05.1963, Blaðsíða 6
V í S IR . Þriðjudagur 7. maí 1963. Vill leigja bilskúr f 1 mánuð. Fyrirframgreiðsla ef ðskað er. Upp lýsingar í síma 11174 milli kl. 5-7. Forstofuherbergi til leigu í Kópa vogi. Til greina kemur aðgangur að eldhúsi. Uppl. í sfma 19569. j Eitt herbergi óskasta til leigu, | fyrir mann sem vinnur þrifalega i vinnu. Reglusemi og góð umgengni I Sfmi 12956. Til leigu 3-4ra herbergja íbúð við Tjörnina frá 14. maí—1. sept. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardag merkt — Reglu- semi 100. KENNBU Kenni börnum og fullorðnum skrift í einkatfmum. Sólveig Hvannberg, Eirfksgötu 15, sími 11988. Tek gagnfræðiskólanemendur í aukatíma. Sfmi 17232 milli kl. 2 og 4. S.l. þriðjudag tapaðist gyllt kven úr. Sennilega á Bugðulæk eða Rauðalæk. Finnandi vinsamlegast skili þvf á lögreglustöðina. Tapazt hafa sólgleraugu með brúnni umgerð og f bláu huistri, f miðbænum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 34048. mmu úg wéwm TRÍDHÍK^jÖj^oX HRAFNI5TU 344.SÍMÍ 38443 LESTUR • STÍLAR •TALÆFÍNGAR Félagslíf KFUK Kristniboðsflokkurinn heldur sfna árlegu samkomu miðvikudag- inn 8. maí kl. 8,30 f húsi félaganna. Kristniboðshjónin Margrét og Bene dikt Jasonarson tala, kvennakór syngur. Gjöfum til kristniboðsins veitt móttaka. Allir hjartanlega vel komnir. Þróttarar — Knattspymumenn. Æfing í kvöld kl. 8 á Melavell- inum fyrir meistara-, I og II. fl. Mjög áríðandi að allir mæti. Mætið stundvfslega. Knattspymunefndin. ÍVmtun P prcatsmfö/a & gúmmístímplagcrö Efnholtf 2 - Sfml 20960 Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. Uppl. í síma 32690 eftir kl. 6 e. h. [SlAfH H.S.I. H.K.R.R. í kvöld leika sænska meistaraliðið Hellas — Reykjavíkurúrval að Hálogalandi kl. 8,15. Sala aðgöngumiða hefst kl. 7,30 að Hálogalandi. Glímufélagið Ármann. Arður til hluthafa ;• • • . , ' .... ^ Á aðalfundi h.f. Eimskipafélags íslands 3. maí 1963 var samþykkt að greiða 8% — átta átta af hundraði í arð til hluthafa fyrir árið 1962. Arður verður greiddur af hinu nýja hluta- fé félagsins, en kemur til útborgunar þegar hin nýju jöfnunarhlutabVéf verða gefin út, en þeim fylgja arðmiðaarkir, sem byrja með árinu 1962. — Síðar verður auglýst nánar hvenær og hvernig afhending jöfnunarhluta- bréfanna fer fram. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Ragnhildur Runólfsdóttir kaupkona — minning Á unglingsárum mínum dvaldist j ég oft langdvölum hjá vinafólki | foreldra minna hér í borg, á heim- ili þeirra hjóna Árna Eirikssonar kaupmanns og leikara og konu hans, Vilborgar Runólfsdóttur. Þar kynntist ég Ragnhildi, því hún var systir frú Vilborgar. Báðar áttum við ógleymanlegar minningar frá því yndislega heimili, sem við höfð um oft ánægju af að rifja upp, því alla tíð síðan við Ragnhildur vor- um þar, hélt húri tryggð við mig. Ragnhildur var fædd 22. októ-' ber 1886 í Ásgarði í Landbroti. Voru foreldrar hennar merkishjón- in Vilborg Ásgrímsdóttir frá Heið- arseli og Runólfur Árnason. Hún missti föður sinn 11 ára og ári seinna fór hún að Litlu-Heiði til þeirra ágætu hjóna Páls Ólafsson- ar og Guðrúnar Brynjólfsdóttur. Á því myndarheimili dvaldist hún fram yfir tvítugsaldur og þótti fríð stúlka og glæsileg. Þaðan fluttist hún hingað suður, fyrst til Hafn- arfjarðar og dvaldist um tíma á heimili Sigfúsar Bergmanns kaup- manns og dáði hún alla tíð upp frá því húsmóður sína frú Þor- björgu Bergmann og þá fjölskyldu alla. Eftir það fluttist hún hingað til Reykjavlkur og lærði kjólasaum og stundaði þá iðn í mörg ár. Hún saumaði oftast fyrir sama fólkið, því handbragð hennar þótti fallegt Oft þau ár átti hún heimili hjá frú Vilborgu systur sinni og manni hennar, Áma Eiríkssyni, eins og áður er að vikið. Ekki nægði sauma skapurinn starfslöngun hennar og athafnaþrá. Hún sigldi til Kaup- mannahafnar og lærði þar hatta- gerð og minntist húp oft þeirrar borgar og veru sinnar þar-með mik illi ánægju. Eftir heimkomuna stundaði hún þessa iðn og setti jafnframt á stofn verzlun, sem hún nefndi Karlmannahattabúðina og þá verzlun rak hún áratugum saman. Það þurfti ekki Iitinn kjark og dugnað fyrir eignalausa stúlku að setja á stofn verzlun, en hún átti tiltrú góðra manna og þeirri tiltrú brást hún ekki, því að hún var heið arleg og áreiðanleg í öllum við- skiptum og dugnaður var henni í blóð borinn og mun hún hafa líkzt Vilborgu móður sinni, sem nákunn ugur maður sagði um að væri „ein af þeim dugnaðarkonum, sem sjald an eða aldrei létu á sjá, en stæðu af sér alla brotsjói með áberandi myndarskap“. Raunar má segja það sama um þær systur allar, frú Vilborgu, sem ein er á lífi, og frú Sigrlði, sem látin er fyrir ári síðan. Bróðir þeirra, sem Ásgrimur hét, fórst af slysförum á unga aldri. Á seinni árum fór heilsu Ragn- hildar mjög að hnigna, en ekkert var fjær henni en að gefa sjálfri sér eftir. Hún hafði brennandi starfsáhuga til síðustu stundar og gjörði sér lítt grein fyrir, hvað kraftar hennar voru þverrandi. Hún var alltaf velkomin á heim- ili systra sinna og þegar ellin og erfiðleikar sóttu að, gjörðu þær og þeirra börn sér sérstakt far um að gleðja hana og sýna henni ræktar- semi. FASTEIGNAVAL ig Marga ánægjustund átti hún einn hjá nábýliskonu sinni frú Stellu Grönvold. Ragnhildur hafði unun af að blanda geði við aðra og með an heilsan leyfði naut hún þess ríkulega að taka þátt í merkisdög- um fjölskyldu sinnar og vina. Ragnhildur átti ekki létta lund, en hún átti tryggð og raungæði. Hún hafði ríka samúð með þeim, sem henni fannst vera hart leiknir af lífinu Þá vildi hún gleðja, því að hún var engin smásál og mynd arbrag vildi hún hafa á öllu, sem h'n lét öðrum I té. Ragnhildur fylgdist vel með öll- um þjóðmálum og var stefnuföst í skoðunum. Hún viidi vera efna- lega sjálfstæð og ekki upp á aðra komin og lífið veitti henni þá gjöf. Hún átti myndarlegt heimili á Brávallagötu 18. Þar veiktist hún skyndilega og var flutt á Borgar- sjúkrahúsið. Þar lézt hún eftir nokkrar klukkustundir, þann 6. marz síðastliðinn, 76 ára að aldri. Löngum starfsdegi er lokið. Ég þakka henni tryggðina og bið henni allrar blessunar f nýjum heimkynn- um. Guðrún Sigurðardóttir. Tilboð Vegna byggingaframkvæmda Menntaskólans í Reykjavík óskast tilboð í húsin á lóðunum nr. 9 og 11 við Bókhlöðustíg og skúr á lóðinni nr. 4A við Amtmannsstíg til brottflutnings eða niðurrifs fyrir 20. þ. m. Tilboðin verða opnuð 10. þ. m. kl. 10 f. h. á skrifstofu húsameistara ríkisins, Borgartúni 7, að viðstöddum bjóð- endum. Húsameistaraskrifstofan veitir nánari upplýsingar kl. 10-12 daglega. Byggingamefnd Menntaskólans. Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala, Skólavörðustlg 3A III. hæð Símar 22911 og 14624 ELDHÚSSTARF Stúlka óskast til starfa í eldhúsi. MJÓLKURBARINN Laugaveg 162. Sími 17802. MULAKAFFI Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Enn fremur kona í uppvask. Slmi 37737. MÚLAKAFFI Alliance Francaise Franski sendikennarinn, Régis BOYER, flytur síðasta fyrirlestur sinn á frönsku í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld (mið-) vikudag) kl. 20,30. Umræðuefni hans verður: Conclusion générale: Contre la tentation de l’absurde du désespoir et du gratuit. Öilum heimill aðgangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.