Vísir - 15.05.1963, Page 7

Vísir - 15.05.1963, Page 7
VlSIR . Miðvikudaguv 15. raaí 1983. 8^’SraSSBBSHT:'; 55 Braaq Mikill sóknarhugur Sjálfstæð- ismanna 1 Suður landsk j ör dæmi Sjálfstæðisfélögin í Árnes- sýslu héldu fund í Tryggva- skála föstudaginn 3. maf s. 1. Sigurður Óli Ólafsson, alþingis- maður, setti fundinn og kvað tilefni hans einkum væntanleg- ar alþingiskosningar 9. júní nk. Fundarstjóri var kjörinn séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson Hruna, og fundarritari Óli Þ. Guðbjartsson, kennari Selfossi. Aðalefni fundarins var ræða Ingólfs Jónssonar, landbúnað- arráðherra, um viðhorf þjóð- mála í dag. Ræða hans var mjög yfirgripsmikil og ein- kenndist af festu og stórhug. MjOg mikið fjölmenni var á þessum fundi, var hvert sæti sklpað, og mátti því segja, að þá væri setinn Svarfaðardalur, f þann mund, er Ingólfur Jóns- son, ráðherra, hóf mál sitt og lýsti ánægju sinni yfir svo góðri fundarsókn, og kvað hann betri merki um fundarsókn ekki hægt að fá. FRELSI OG ÞINGRÆÐI I’ ræðubyrjun minnti ráðherr- ann á, að við íslendingar byggj- um í landi frelsis og þingræðis, en bað menn jafnframt leiða hugann að því, að raunverulega yrði um það kosið í komandi kosningum, hvort sú yrði raun- ■ in á áfram. Þar væri um þann sannleika að ræða, sem menn ættu fyrst og fremst að minn- ast -— það væri grundvallar- atriði. í framhaldi þess drap hann á sameiningu kommún- ista og Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 1956 um varnarmálin, og þó að svo hefði atvikazt, að loforð þeirra frá þeim tíma hefðu öll verið svik- in, þyrfti eigi að fara í graf- götur um, að enn væri bróður- kærleikur á milli, ef á þyrfti að halda. LEIKUR AÐ ELDI Eflaust má telja, að hér sé um að ræða einhverja mestu hættu í íslenzkum stjórnmálum í dag, og nægir í þvf sambandi að minna á dekur framsóknar- manna við ýmsa kommúnista í samvinnufélögunum og víða annars staðar. Það er leikur að eldi, sem bálazt gæti í einni svipan. Því athyglisverðara er þeta atriði, að vitað er með vissu, að Framsóknarflokkur- inn er gjörsamlega klofinn í tvennt um þessi mál. — Aftur er hitt jafn víst, hvor armur- inn ræður stefnunni um þessar mundir — því baráttuaðferðum kommúnista er þar beitt til nið- urrifs og blekkinga, en af því ofstæki og á svo augljósan hátt að þorri manna sér í gegnum þann blekkingahiúp. Nægir í því sambandi að benda á EBE- málið, sem Framsókn hefur gefizt upp við um skeið og svívirðilegan leik framsóknar- manna með fjöregg þjóðarinn- ar í landhelgismálinu seinustu daga. FJÁRHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI Ingólfur Jónsson, ráðherra, sagði m. a.: „Viðreisnin hefur gert að veruleika fjárhagslegt sjálfstæði þessarar þjóðar sem vinstri stjórnin skildi við í úlfa- kreppu uppbótakerfisins." í þeirri uppbyggingu má m. a. geta þessara þátta: 1. Gjaldeyrisstaðan hefur ver ið bætt stórlega. Tæplega 1300 millj. kr. eru nú í gjaldeyris- varasjóði, sem er algjör undir- staða fyrir trausti efnahagslífs- ins,* t. d. varðandi afurðalán — og til vara fyrir ca. 4 mánaða innflutningi. Þess má geta, að Danir telja nauðsynlegt, að eiga í varasjóði fyrir 6 mánaða inn- flutningi, en Svíar telja eitt ár lágmarkið. Þessi efnahagsstefna hefur megnað að endurvekja traust þjóðarinnar erlendis. 2. Aukið líf í atvinnuvegunum, þrátt fyrir spár stjórnarand- stöðunnar um samdrátt og „móðuharðandi". 3. Lækkun beinna skatta. 4. Tollalækkanir 1961 og 1963 5. Stórauknar almannatrygg- ingar. YFIRBOÐ EÐA RAUNHÆFAR KJARABÆTUR Þegar ráðherrann ræddi um baráttuaðferðir framsóknar og kommúnista gegn hinni efna- hagslegu viðreisn, og kom að gengisfellingunni 1961, sagði hann: s „Hún var nauðsynleg aðgerð, sem raunar tafði viðreisnina, en öllu heilli drap hana ekki, eins og stjórnarandstaðan vann markvisst að“. Enda er það sérstaklega at- hyglisvert, að stjórnarandstað- an hefur orðið að hverfa frá sínum hatrömmustu árásum á viðreisnina vegna þess að stað- reyndirnar hafa talað sínu máli. Ef til vill hafa ýmsir trúað á- róðri þeirra fyrst f stað, en þeg- ar málin eru skoðuð í Ijósi stað- Framh. á bls. 13 Frá fundi Sjálfstæðismanna í Tryggvaskála. Jón Pálmason. Um vorharðindi og búskap Viðfcsl við Jón Pólmnson Sauðburðurinn? Jú hann er nú yfirleitt alls staðar byrjaður, byrjaði að vanda fyrr hjá Eyfirðingum og Þingeyingum en Húnvetningum. Þetta hefur verið mikill bless- aður vetur, en það hefir ve"ið kalt vor. Manni flaug ósjá'f- }ti Jiai ns friGmr>ii Islenzkt hey miklu betra en það skozka Ræff við skoskon Bandbónaðarróðunsiut Um miðja fyrri viku kom hing að skozkur ráðunautur Merchant að, nafni til þess að kynna sér sauðfjárrækt íslendinga, fóðrun, fjárhúsabyggingar o. s.frv., en það hefir mjög komið fram sein ’.istu árin, að skozkir bændur teiji sig munu hafa gott gagn af að notfæra sér ýmsa reynslu íslendinga, ekki sízt á Norður Skotiandi, þar sem skilyrði eru að sumu leyti lík og hér á landi. Vísir átti tal við hr. Merchant í gær, en hann býr á Hótel Sögu, og spurði hann um he'm- sókn hans: — Síðan'ég kom hingað, sagð' hann, hef ég ferðazt um Suður- landsundirlendi allt til Víkur með dr. Halldóri Pálssyni for- manni Búnaðarfélags íslands, og komum við á marga bæi, og fannst mér mikið til um margt, og margt athyglisvert varðandi fóðrun og aðbúnað fjárins. Ég sannfærðist líka um það, að ís- Ienzkir bændur verða eins og skozkir hrndur að sigrast á mörgum erfiðleikum — og jafn- vel enn frekar en þeir vegna vetrarveðráttunnar, en mæta þeim af forsjá. hyggindum cg dugnaði. Eitt af þvi fyrsta, sem ég veittj athygli er hvaða stefnu er fylgt hér í sauðfjárrækt til þess að sauðfjárræktin skili sem bezt um arði og munum við geta af því lært. Ég hefi veitt athyg'i súgþurrkun og öðrum aðferðum til heyverkunar og mjög finnst mér til um heygæðin hér — tel íslenzkt miklu betra en skozkt. — Mér skilst, að þér starfið við landbúnaðarháskólann í Norður-Skotlandi? — Já, ég er einn af ráðunaut- um hans, en þeir eru sendir víða til þess að kynna sér aðferðir og reynslu annarra. Mér þykir vænt um, að hafa átt þess kost að koma hingað, og ég vil sér- staklega þakka alla fyrir- greiðslu, Hef hvergi komið þar sem allt hefir reynzt eins auð- velt, og hef ég enga erfiðleika átt við að stríða, með tilliti til málsins, eins og oft vill verða. Mér lízt ákaflega vel á mig hér, finnst landið fallegt, fólkið alúð- legt og viðfelldið, og vona, að ég eigi eftir að koma aftur, en ferðinni er annars ekki lokið, því að ég er að leggja í nýjan leiðangur með dr. Halldóri Páls- syni um Vesturland. Halldór Pálsson hefir tjáð tíð- indamánni Vísis, að það fari Mr. Merchant. mjög í vöxt, að brezkir ráðunaut ar komi hingað til þess að kynna sér reynslu íslendinga á sviði landbúnaðar Hér voru t.d. fyrir nokkru tveir enskir sérfræðmg ar. Gera má ráð fyrir, að um slik vaxandi kynni verði að ræða I framtíðinni, til gagnkvæms gagns og ánægju. rátt í hug görnul staka í snjóun- um núna eftir sumarmálin: Ef hún Góa öll er góð að því gæti mengi, þá mun Harpa, hennar jóð, herða snjóastrengi. Góan hefir löngum verið við- sjál eins og konurnar! Það var svipað veturinn 1906 og sl. vetur, afbragðs vetrar- tíð. En 7. apríl varð jarðlaust um allt Norðurland, meira að segja fyrir hross, og víða stórfellir. Þessar vetrarhörkur stóðu þá fram í júnímánuð. 1920 er þó harðasti vetur, sem komið hefir á öldinni. Þá var haglaust frá þvf í nóvember or? þar til mánuð af sumri. En miklu munaði að þá var byrjað að nota fóðurbæti, en fóðurbætis gjöf þekktist ekki 1906. Hvað ég segi um bússkapar- horfur í dag. Þær eru áreiðanlega að mörgu leyti góðar. Það er að koma betur og betur í ljós að vélabú- skapur er svo dýr í rekstri, að mjög smá bú standa ekki undh honum. Það er því um að gera að stækka búin. Jú, rétt er það að afdalakot og jarðir, sem eru mjög illa f sveit settar, fara enn í eyði. En nýbýlin gera betur en fylla upp í þær eyður. Öll starfsemi Ný- býlastjórnar gengur í þá átt að þétta byggðina í hinum- betri sveitum, þar sem landkostir og góðar samgöngur eru fyrir hendi. Þar vill fólkið eðlilega helzt vera. Út af fyrir sig tel ég ekki raunhæft að vera með allt- of mikla tilfinningasemi út af því þótt einstakar jarðir falli úr byggð, a. m. k. um sinn, á með- an nýbýium fjölgar eins og ver- ið hefur. TWntun t prcntsml&Ja S> gúmmlstlmplagcrð Einholti Z - Slmi 20960

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.