Vísir - 15.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 15.05.1963, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 15. maí 1963. Foí-seti f hringferð Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson og forsetafrú Dóra Þór- hallsdóttir lögðu af stað í gær- kvöldi með m/s Esju í hringferð umhverfis landið. Forsetahjónin eru væntanleg til Reykjavíkur aftur um 20. maí. Víðtækar athuganir á fíug- vafíarstæðum við Reykjavík Flugvallarstjórnin ís- lenzka er nú að láta framkvæma víðtæka at- hugun á flugvallarstæð- um þeim sem koma til greina í nágrenni Reykja Milwood haldið Rannsóknin í véiritun Logi Einarsson, yfirsakadóm- ari, sagði f viðtali við Vfsi í morgun, að rannsókn Milwood- málsins fyrir sakadómi Reykja- víkur færi nú að verða lokið og er verið að vélrita rannsókn- ina. Hún verður síðan send sak- sóknara ríkisins, sem tekur sín- ar ákvarðanir á grundvelli þess, er fram hefir komið. Réttað var stutta stund fyr- ir sakadómi síðdegis f gær. Komið hafði fram og verið bókuð ítrekuð krafa frá eigend- um Milwood um að togarinn yrði gefinn frjáls, en dómurinn sá ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni um það að togaranum skyldi haldið hér fyrst um sinn. víkur. — Heimskunnur flugvallaverkfræðingur að nafni Mr. Hellman er kominn til landsins og mun dveljast hér í fimm vikur til að kanna þetta mál. Rannsóknir verða gerðar á flugvallarstæðum á Álftanesi, Garðahrauni, Kapelluhrauni og enn fremur könnuð hugsanleg breyting á flugbrautum á Reykja vikurflugvelli. Ætlunin með þessu er að fá lauslega kostnaðaráætlun um hvað lagning nýs flugvallar myndi kosta og samanburð á kostnaði við hina ýmsu staði sem til greina koma, en í um- ræðum um þessi mál hefur slika kostnaðaráætlun skort, svo að umræður um málið hafa verið í lausu lofti. Að undanförnu hafa starfs- menn flugmálastjórnarinnar ver- ið á Álftanesinu, að rannsaka flugvallarstæði þar. Er það Ólaf- ur Pálsson verkfræðingur Flug- málastjórnarinnar, sem hefur stjórnað verkinu en aðstoðar- maður hans hefur verið Júlíus Þórarinsson. Verkið er m. a. fólg ið í því að gera hallamælingar og bráðlega verða gerðar grunn- prófanir með borunum. SEXFÆTT LAMB FÆÐIST / EYJAFIRÐI Akureyri í morgun. Sexfætt Iamb fæddist norður i Eyjafiröi um síðustu helgi. Lambið lifir ennþá og dafnar vel, enda þótt það eigi erfitt með að reisa sig upp og hefur ekki komizt á spena ennþá. Lamb þetta fæddist á bænum Neðri-Vindheimum I Glæsibæjar- hreppi s.l. sunnudag. Það var fyrra lambið af tveim, sem ærin bar. Hitt lambið fæddist í alla staði eðlilegt. Vanskapaða Iambið er með fjóra framfætur. Aukafæturnir tveir eru að mestu samgrónir og koma neðan úr bringunni framanvið hina fram- fæturna og á milli þeirra. Lambið er ógangfært. Það á mjög erfitt með að rlsa á fætur og hefur ekki komizt á spena. Það dafnar samt ágætlega, þar sem þvl hefur verið gefin mjólk úr pela, enda er það gráðugt I hana. Eigandi ærinnar og lambsins er Jóhannes Jóhannesson bóndi á Neðri-Vindheimum. Sauðburður er hvarvetna I full- um gangi I Eyjafirði og gengur sæmilega vel og eðlilega, þrátt fyr- ir kuldatíð og mikla umhleypinga að undanförnu. Bændur telja að tvílembur séu sízt færri nú en und- anfarin ár og lambadauði sé ekki meiri en venjulega þrátt fyrir kuld- ann. Þeir bændur, sem hafa nægan húsakost, hýsa lambféð, en hjá öðr um gengur það úti. Happdrættisbílar SjóKstæðisllokksíns Hér sjást hinir glæsilegu vinningar í skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Bílarnir eru tveir Taunus Cardinal, tveir Volkswagen og einn Austin Gypsy landbúnaðarbílL Bílarnir eru til sýnis á lóðinni Austurstræti 1 og þar eru seldir miðar. — Munið að það er dregið eftir aðeins tuttugu daga. Miðinn kostar 100 krónur. Vinningsmöguleikar eru miklir. Fimm bílar. Dregið 5. júní. Það er alþjóða flugmálastofn- unin ICAO, sem kostar dvöl Mr. Hellmans hér. Er það liður I tæknilegri aðstoð stofnunarinn- ar við ýmis lönd. Er búizt við að hann skili álitsgerð I sum- ar um flugvallarstæðin, sem yrði þá fyrsti grundvöllurinn til þess að ræða þessi mál af skynsemi. 1111 Fánar Norðurlandanna fimm blakta yfir gömlu sundlaugunum. 200 syntu í morgun Tæplega 200 manns hafði synt tvö hundruð metrana í samnor- rænu sundkeppninni, sem hófst í morgun, þegar Vísir hringdi í aðalsundstaði borgarinnar í morgun. Flestir höfðu synt I Sundlaugum Reykjavíkur, eða 100 manns. Þar synti fyrstur Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn .1 Sundhöll Reykjavíkur höfðu synt 60 gestir. Þar synti fyrstur Kristján Gestsson stór- kaupmaður. Og í Sundlaug Vest urbæjar höfðu synt 40 gestir. Fyrstur fór af stað Magnús Björnsson, 55 ára gamall Vest- urbæingur. Elztur þátttakenda var Benedikt G. Waage, sem synti £ Sundhöll Reykjavíkur. 3 mál út af Sand- gerðisdeilunni Þrjú mál voru þingfest fyrir Félagsdómi I gær og lúta þau öll að Sandgerðisdeilunni. LÍÚ hefir höfðað mál vegna Guðmundar á Rafnkelsstöðum — á verkalýðsfélagið I Sandgerði og gerir þá kröfu, að vinnustöðvun félagsins verði dæmd ólögmæt. Stefndu fengu frest I málinu til föscudags. Á hinn bóginn hefir farmanna- sambandið höfðað tvö mál á LÍÚ vegna útgerðar Guðmundar á Rafnkelsstöðum, og lúta þau mál aö reikningsskilum þessarar útgerð ar við sjóme» ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.