Vísir - 15.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 15. mal 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Rltstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Óhappaflokkurínn Það virðist vera trúaratriði hjá leiðtogum Framsóknar- flokksins, að ekki sé hægt að stjóma landinu af viti, nema þegar þeir séu í rfkisstjórn. Sú staðreynd, að stjómarfarið hefur reynzt heilbrigðara og betra þegar Framsóknarmenn hafa verið utangarðs, nægir ekki til þess að opna augu þeirra fyrir því, að þeir em þar bezt komnir. Þess er heldur ekki að vænta, að foringj- arnir játi þetta, en öllu sæmilega vitibornu fólki ætti að vera þessi staðreynd augljós, ef það rifjar upp gang stjórnmálanna síðustu þrjá áratugina. Framsóknarflokkurinn hafði stjórnarforustu og réði mestu um stefnuna árin 1934-1939. Þessi ár voru tvímælalaust ömurlegasta tímabilið á þessari öld, og að langmestu leyti var það stjómarstefnunni að kenna. Þá kom gjaldeyrisskorturinn, haftafarganið, vöruskort urinn, misréttið í úthlutun innflutningsleyfa, hækkun tolla og skatta, m. ö. o. Framsóknarstefnan í sinni sönnu og hroðalegu mynd. Það kann að vera álitamál hvor verri hafi verið — Framsóknarstjórnin 1934—1939 eða vinstri stjómin, sem Framsókn veitti einnig forustu, frá 1956-1958, en endalok beggja urðu með líkum hætti. Báðar gáfust upp við að leysa vandamálin. Þegar sú fyrri gaf upp öndina, sáu foringjar Framsóknar ekkert annað ráð til bjargar en að leita til Sjálfstæðisflokksins og biðja hann að ganga í lið með sér til þess að bjarga því, sem bjargað yrði. Sjálfstæðisflokkurinn taldi skyldu sína gagnvart þjóðinni, að fara þá í stjórn með Framsóknarmönnum, og fyrir áhrif hans á stefnu hinnar nýju stjórnar, tókst að komast út úr öngþveitinu, sem Framsóknarstefnan hafði leitt yfir þjóðina. Þegar vinstri stjómin lagði upp laupana, eftir að- eins 2Vz ár, var það auðvitað undir Sjálfstæðisflokkn- um komið, hvort minnihlutastjóm Alþýðuflokksins, sem við tók, fengi reist rönd við þeim ósköpum, sem þá vora fyrir dymm. Þetta tókst öllum vonum framar, miðað við það, hvemig ástandið var, og viðreisnar- stjórnin, sem nú situr, hefur unnið þrekvirki, sem óvil- hallur dómur sögunnar mun síðar meta til mestu af- reka á sviði efnahagsmálanna. Þeir ættu oð hafa sig hæga Framsóknarmenn geta áreiðanlega ekkert kennt öðrum um landstjóm. Það sannar hrakfallasaga þeirra sjálfra. Flokkur sem aldrei hefur ráðið stjórnarstefnu öðruvísi en endað hafi með skelfingu, er sannarlega 'kki til þess fallinn, að kenna öðrum eða segja þeim ;yrir verkum. Þeir sem em óákveðnir í stjórnmálum og kynnu að hafa hugsað sér að greiða Framsóknar- flokknum atkvæði í næstu kosningum, ættu að kynna sér sögu hans svolítið, áður en þeir ganga að kjörborð- inu. Voru njósnararéttarhöldin í Moskvu sett á svii? Njósnaréttarhöldin í Moskvu, þar sem Rúss- inn Penkovsky var dæmdur til dauða og brezki kaupsýslumaður- inn Greville Wynne var dæmdur í átta ára fang elsi hafa vakið nokkra athygli, aðallega fyrir það, að á ytra borði virt ust hér gilda nokkuð aðrar reglur í hinu rússneska réttarfari en áður. Venjulegast hefur það verið svo við njósnaréttarhöld í Rúss- landi að hinir sökuðu hafa um það, að allt sé með felldu hjá rússnesku yfirvöldunum I þessu „njósna“máli. Benda þeir á ýmis atriði, sem gera málið tortryggilegt. Hugsanlegt er, segja þeir, að þetta „njósna“- mál sé aðeins sett á svið. Ýmis- legt bendir til þess, að njósnar- inn Penkovsky hafi ekki verið neinn njósnari fyrir vestræn rlki, heldur þvert á móti flugu- maður rússnesku öryggisþjón- ustunnar. Það gæti skýrt það, hve dauðadómurinn fékk lítið á hann. Hann verður sennilega aldrei skotinn, heldur færður til og látinn taka að sér nýtt verkefni fyrir rússnesku örygg- isþjónustuna. ur þeirra var flughöfnln vlð Moskvu. Það er einnig mjög ó- líklegur fundarstaður, þvl að allir vita, að fjölmennt leyni- lögreglulið hefur þar stöðugan njósnavörð. 3) Þá eru ýmis ummæli Pen- kovskys um viðskipti hans við brezku leyniþjónustuna furðu grunsamleg. Eitt atriðið er það, að hann segir, að Bretar hafi Penkovsky í sakbomingsstúkunni, þegar dauðadómur yfir honum var kveðinn upp. alls ekki fengið neitt tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Að vísu kvað við mikið lófa- tak í réttarsalnum, þegar Pen- kovsky var dæmdur til dauða, atvik sem ekki hefði getað gerzt í vestrænum réttarsölum, að liflát væri fagnað I dómsal með hrifningu áheyrenda. Tj’n I stað þess að dómararnir úthúðuðu hinum ákærðu, kölluðu þá úrhrök og svfn, og I stað þess að þeir ákærðu lýstu yfir sjálfsfordæmingu og bæðu sjálfir um að sér yrði útrýmt, komu þeir nú fram eins og eðli- legt er, bentu á hvað þeir hefðu sér til málsbóta og þorðu að neita sumum ásökunum. Allt gerir þetta það að verk- um, að við fréttirnar af réttar- höldunum, eiga vestrænir menn auðveldara með að trúa þvi, að hér hafi verið um raunverulegar njósnir að ræða. Hugsanagang- urinn er sá, að fyrst eðlilegar réttarfarsreglur hafi nú í fyrsta skipti verið teknar upp í Rúss- landi, hljóti efnismeðferðin og að hafa verið eðlileg. "YTestrænir fréttaritarar, sem ’ fylgzt hafa með réttarhöld- unum eru þó í talsverðum vafa og gat umgengizt vestræna starfsmenn sendiráðanna þar. Þetta þykir sérstaklega grun- samlegt, þar sem Rússar fá ekki aðgang að klúbbnum, rússneskir verðir standa við dyr hans og heimta að fá að sjá vegabréf. Penkovsky þurfti ekki að sýna vegabréf. Bendir þetta til þess, að fyrirskipanir hafi komið að ofan um að hann skyldi fá að- gang að klúbbnum. 2) Einn af fyrstu fundum þeirra Penkovskys og Wynnes var á risahótelinu Ukraina, sem er ólíklegasti fundarstaður njósnara, sem hægt er að hugsa sér. Þetta rússneska ríkishótel er alræmt fyrir það, að veggirn- ir þar hafi eyru. Hljóðnemum mun vera komið þar fyrir í hverju horni. Annar fundarstað- ætlað að smygla honum út í ein- kennisbúningi brezks eða amerísks liðsforingja. Það virðist sem hægt hefði verið að velja minna áberandi bún- ing. Ennfremur sagði Pen- kovsky að Bretar hefðu ætlað að smygla sér út I kafbát, en þetta virðist Uka flókin aðferð, þar sem það hefur komið í ljós, að Penkovsky gat fengið vega- bréfsáritun ef hann vildi. Gumir fréttamennirnir hallast að því, að Penkosky hafi þannig ekki verið njósnari, heldur hafi hann átt að skapa gildru fyrir Greville Wynne. Hann hafi verið látinn fara til fundar við þennan brezka kaup- sýslumann, sem ekkert hafi starfað á vegum brezku njósna- þjónustunnar, en hafi hins veg- ar þegið upplýsingar Penkov- skys með þökkum og ætlað sér að gerast einhvers konar einka- njósnari. Síðan sé hugsanlegt að hann hafi sett sig í saniband við brezku njósnnþiénustuna, sem hafi þá líka gengið f gildr- una. Að vísu er hér um að ræða mál, sem seini mun upplýsast til fulls. En þrári fyrir allt, það er eitthvað énjft'.s-f-'iiV.gt við rússnesku njösrií.j«ur.ri.ö'din.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.