Vísir - 15.05.1963, Page 9

Vísir - 15.05.1963, Page 9
VISIR ( MiSvikudagur 15. maí 1963. 9 Gunnar Thoroddsen: Jafnvægi í byggð landsins Gunnar Thoroddsen Þegar eitt byggðarlag hefur aðdráttarafl öðrum fremur og vex og blómgast betur en önn- ur byggðarlög, kallar það oft- lega fram gagnrýni og afbrýði. Ófyrirleitnir stjómmálamenn reyna þá stundum að færa sér siika þróun í nyt og ala í öfund og tortryggni milli héraða Iands- ins. Reykjavík hefur vaxið svo ört hina síðustu áratugi, að þar búa um 40 af hundraði allra lands- rftanna. Orsakir þessa öra vaxt- ar em margar. Reykjavík ligg- ur vel við samgöngum og fisk- veiðum, — og fjármálum og framkvæmdum borgarinnar hef- ur verið stýrt með þeim hætti, að laðað hefur og örvað til at- hafna. Fólkið hefur fundið, að hér var vel að almenningi og athafnalffi búið, mannvirkja- gerð mikil í þágu atvinnuvega og lffsþægindi sköpuð f ríkara mæli en víða annars staðar. Þegar fólk á við erfið kjör að búa í öðmm hémðum, fram- farir litlar, samgöngur tregar, lífsþægindi af skomum skammti, er það létt verk og löðurmann- legt að ala á óánægju og af- brýðisemi í garð höfuðborgar- innar, sem vegnar vel og býður borgurum sfnum betri Iífskjör en unnt er að njóta á ýmsum stöðum öðrurn. Það hafa einkum verið ýmsir forkólfar Framsókn- arflokksins og málgögn hans, sem hafa stundað þessa iðju af mikilli alúð og kappi úti á landi, og þvf miður oft orðið allvel ágegnt. Sjálfstæðismann hafa haldið því fram, að nauðsynlegt væri fyrir velferð og menningu þjóðarinnar að tryggja og treysta jafnvægi f byggð landsins. Það er hvorki Reykjavík né öðrum landshlutum hollt, að landsfólkið streymi til Reykja- víkur. Aðstreymið skapar höfuð- borginni mikinn vanda f hús- næðis- og atvinnumálum og mannvirkjagerð, en fólksflóttinn frá hinum strjálu byggðum er þeim tilfinnanleg blóðtaka og lamar athafna- og viðnámsþrótt þeirra. Það hefur því verið stefna og starfsmið Sjálfstæðis- manna að draga úr þessum fólksflutningum, — ekki með því að leggja á menn átt- hagafjötra eða minnka fram- farir og umbætur í Reykja- vík, ■— heldur með hinu, að bæta Iffsskilyrðin úti á landi, svo að þar gæti fóikið unað við sitt og Iifað góðu lífi. Fyrir fjórum árum var .verið að koma á hinni nýju kjördæma skipun, til þess að lagfæra ó- hafandi misrétti og leiðrétta þá alröngu mynd af þjóðarviljan- um, sem hið eldra, úrelta skipu lag skapaði. Þá umbót notaði Framsóknarflokkurinn óspart til þess að telja fólki trú um, að kjördæmabreytingunni væri stefnt beinlínis gegn hgsmunum hinna strjálu byggða. Nú myndi dregið úr öllum verklegum fram kvæmdum og fyrirgreiðslu fyrir fólkið, sem fjarst byggi Reykja- vík. Þessum magnaða áróðri var vfða beitt, en ekki hvað minnst í þeim fjórðungnum, sem fá- mennastur er, Austfirðingafjórð- ungi. Kjördæmabreytingin komst á. Ný stjórn var mynduð, án þess að velgjörðamenn strjálbýlis- ins, Framsókn, væri með í þeirri stjórn, enda predikuðu nú þess ir öðlingar algera stöðnun og landauðn þar eystra. Ég hefi undanfama daga átt ; ess kost að kynnast af eigln sjón og raun, hvað hefur verið að gerast á Austurlandi undan- farin 4 ár. Er þar skemmst frá að segja, að nýr blómatfmi hefur runnið upp. Sam- göngubætur á Iandi, vega- og brúagerð, hafa verið meiri en áður hefur þekkzt. Hafnarmann virki stórfelldari en dæmi eru tll, meðal annars unnið á þessu ári að hafnargerðum á Reyðar- firði, Norðfirði og Eskifirði fyr- ir um 10 milljónlr króna. At- vinnutekjur fólksins hafa vfða aukizt svo, að gjörbreyting má heita. Og bygging og stækkun síldarverksmiðja á Austurlandi hefur verið slík á þessu kjörtfma blli, að afköst og vi.nnslugeta hefur meira en tvöfaldazt. Þannig hafa hrakspárnar að engu orðið. Á þessu kjörtfmabili hafa haldizt í hendur óvenjumikl- ar framfarir f fámennasta fjórðungi landsins, Aust- urlandi, og þéttbýlasta lands- hlutanum, Faxaflóasvæðinu. Leita aö hljóm- sveitarstjóra Sinfónfuhljómsveit Islands leitar nú að stjómanda fyrir næsta starfs ár, þar sem William Strickland mun fara alfarinn tll Bandaríkjanna á næstunni, og er bundinn í báða skó næsta vetur. Sendimenn hljómsveitarinnar hafa verið úti um allar jarðir að þreifa fyrir sér um góðan mann í hans stað. Einkum koma til álita stjórnendur frá Bandaríkjunum, Sví þjóð, V-Þýzkalandi og Austurrfki. Fritz Weishappel var á meginland- inu fyrir skemmstu að afla sér upp lýsinga og Árni Kristjánsson er f Bandaríkjunum sömu erinda, í sam Brenndist í undliti Það óhapp henti 12 ára gamlan dreng eftir hádegið á Iaugardaginn var að glerbrúsi sem drengurinn var að fikta með, sprakk og við það brenndist pilturinn f andliti. Atvik þetta skeði laust eftir kl. 1 e. h. á laugardaginn á Grjóta- götu. Tveir drengir, báðir 12 ára gamlir, höfðu náð f 3ja lftra gler- brúsa frá Ingólfsapóteki, en í brús anum var einhver upplausnarvökvi, sem er eldfimur. Drengimir tóku að fikta við brús ann og kveiktu f vökvanum. Við það sprakk brúsinn og logandi vökv inn skvettist framan f annan dreng inn. Var hann fluttur í Slysavarð- stofuna til aðgerðar, en meiðsli hans reyndust ekki alvarlegri en svo, að hann var fluttur heim til sín að aðgerð lokinni. Nýlega varð slys f heimahúsi einu hér í Reykjavfk, er roskinn maður datt í miðstöð og slasaðist. Hann J var fluttur f Slysavarðstofuna, en ekki er blaðinu kunnugt um hve mikið hann meiddist. bandi við stjórnanda fyrir Sinfóníu- hljómsveitina. Væntanlega verður endanleg á- kvörðun tekin seint f þessum mán- uði eða snemma f júnf. Eldur í skurnu í fyrradag rétt um hálfsjö- leytið, var slökkviliðið kvatt áð Sorpeyðingarstöð Reykjavfkurbæj- ar við Ártúnshöfða, en þar hafði eldur komizt í skarna-áburð og varð af mikill reykur. Óttazt var enn fremur að eldur- inn læsti sig f nærliggjandi bragga, en þarna er slökkviaðstaða hin versta vegna vatnsskorts. Sendi slökkviliðið fjóra bfla upp eftir og þegar þeir höfðu tæmt vatnsforða sinn, urðu þeir að sækja vatn til skiptis niður í Rafstöð við Elliða- árnar. Tafði þetta eðlilega mjög fyrir slökkvistarfinu. Slökkviliðinu tókst þrátt fyrir allt að vama þvf að eldurinn kæmist f byggingar, en hins vegar sviðnaði talsvert af skarna. En tjón er ekki talið hafa orðið mikið. Var slökkvi- liðið um hálfa fjórða klukkustund að kæfa eldinn til fulls. Á laugardaginn var slökkviliðið tvívegis kvatt á vettvang. Krakkar höfðu kveikt í geymsluskúr sem stendur inni á Kirkjusandi milli bækistöðva Strætisvagnanna og Júpiters. í skúmum var aðeins fá- nýtt dót geymt. Brann það og eins mun skúrinn hafa brunnið að inn- an, en útveggir hans eru steyptir. Tjón af þessum bruna er óverulegt talið. Sama dag, um hádegisleytið, var slökkviliðið kvatt að Ásvallagötu 17, en þar hafði reyk mikinn iagt J út frá miðstöðvarklefa hússins. Við | athugun kom í ljós að ekki var 1 um neinn eld-voða að ræða, heldur hafði slegið niður í miðstöðinni Paul Link afhendir biskupi gjöfina. Hjá þeim stendur sr. Ólafur Skúlason æskulýðsfltr. þjóðkirjunnar 100 DOLLARA GJÖF SEM Á VAXTAST VEL Paul Link heitir 18 ára gamall piltur, sem dvalizt hefur hér á landi í námsmannaskipum á veg um þjóðkirkjunnar frá þvf í júlímánuði s.l. sumar. Á fundi æskulýðsfélaga í Hólastifti, er haldinn var í septembermánuði í fyrra til- kynnti Paul að æskulýðsfélag það, sem hann starfaði í vestra myndi gefa 100 dollara til bygg- ingu sumarbústaðanna við Vestmannsvatn. Afhenti Paul þessa 100 dollara gjöf f fyrra- dag biskupinum hr. Sigurbirni Einarssyni. Sjást þeir á mynd- inni ásamt æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar séra Ólafi Skúla syni. Þegar Paul tilkynnti það að hann myndi gefa 100 dollara lét æskulýðsfélagið á Sauðár- króki þess einnig getið að það hefði ákveðið að gefa til sum- arbúðanna sem samsvaraði 100 dollurum í fslenzkum krónum. Eftir kom svo æskuiýðsfélagið á Siglufirði og má búast við að önnur æskulýðsfélög þjóðkirkj- unnar á Norðurlandi geri slfkt hið sama. Og er því hægt að segja að gjöf Pauls hafi ávaxtazt vel og komið að niiklu liði til byggingar sumarbúðanna. Þess má að lokum geta til gamans, að Paul stundaði nám í 5. bekk Menntaskólans i Reykjavfk og fékk fyrir nokkru vetrareinkunn sína, háa fyrstu einkunn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.