Vísir - 27.05.1963, Page 1
VÍSIR
53. árg. — Mánudagur 27. maí 1963. — 118. tbl.
Rætt við Bjarna Benediktsson
é
formann Sjálfstæðisflokksins:
VEUUM HA 6S/ELD OG VIDREISN
EN HÖFNUM CLUNDHODANUM
Viðreisninni ber að halda áfram, laga þær
misfellur sem enn eru á, og tryggja og fjölga stoð-
um undir efnahag þjóðarinnar með því að allar
ajjðlindir okkar góða en erfiða lands verði nýttar til
•iilla íslenzku þjóðinni.
Þannig fórust formanni Sjálfstæðisflokksins
Bjarna Benediktssyni dómsmálaráðherra orð í við-
tali við Vísi, sem birtist hér á eftir.
Lygaáróður Framsóknar hefir þegar komið
henni í koll í landhelgismálinu, sagði ráðherrannn.
Hann hefur gefið brezku stjórninni tilefni til
þess að ítreka enn þá einu sinni skýlausa viður-
kenningu sína á 12 mílunum og að ekki komi til
mála að hún óski framlengingar á hinum tíma-
bundnu veiðiréttindum innan þeirra.
Bjarni Benediktsson formaður Sjáifstæðisflokksins.
— Hvernig þykir yður vigstaða
Sjálfstæðisflokksins vera við
þessar kosningar?
Góð. Að sjálfsögðu geta sér-
stakar ástæður gert viðhorf
nokkuð ólík í einstökum kjör-
dæmum. En yfirleitt eru undir-
tektir við okkar málflutningi á-
gætar. Enginn skyldi þó vera of
bjartsýnn, sigur fæst ekki nema
allir þeir, sem málstað okkar
styðja í huga sér, sýni þann
stuðning f verki.
— Hvað segið þér um árang-
ur viðreisnarinnar?
Með tölum og margháttaðri
skýrslugerð hefur svo rækilega
verið sýnt fram á, hverju við-
reisnin hefur fengið áorkað, að
ég hirði ekki um að endurtaka
það. Allt er þetta ágætt og nauð
synlegt til þess, að menn hafi
fast undir fótum í ályktunum
sfnum. Mér er þó nær að halda,
að þeir séu flestir, sem meta
viðreisnina og aðrar stjómar-
framkvæmdir eftir áhrifunum á
þá sjálfa og þeirra umhverfi.
í>að mat hlýtur að verða stjórn-
arflokkunum mjög f hag. Fáir
eru þeir, sem ekki fagna auknu
frelsi. Og allir kjósendur þekkja
af eigin raun þau viðbrigði, sem
hér hafa orðið frá dögum vinstri
stjórnarinnar. Þá ríkti drungi og
svartsýni í öllu þjóðlffinu og var
uppgjöf vinstri stjórnarinnar að-
eins eitt dæmi þessa. Nú er meiri
atvinna og athafnasemi en
nokkru sinni fyrr. Bjartsýni og
vorhugur ráða, enda blasir hvar
vetna við bættur hagur almenn-
ings.
— Hinn furðulegi áróður
Framsóknarflokksins hefur vak-
ið nokkra athygli.
Hann er saga fyrir sig. Að-
ferð Framsóknar er bersýnilega
sú að Ijúga svo miklu, að menn
telji óhugsandi, að nokkur sé
svo ósvffinn að ljúga jafn geipi-
lega. Góður og gegn maður, sem
ekki hefur látið stjórnmál til sfn
taka, sagði nýlega, að allur þessi
áróður væri miðaður við van-
þroska fólk. Hann taldi fráleitt,
að íslenzkir kjósendur væru al-
mennt þeirrar gerðar. Ot af fyr-
ir sig er það ærin ákvörðunar-
ástæða f kosningunum, hvort
menn vilja láta lygina ráða úr-
slitum. Ekki þarf að rekja dæmi
þess, hvernig farið hefur fyrir
þeim þjóðfélögum, þar sem hún
hefur orðið ofan á.
— Hvað segið þér um furðu-
skrif Tfmans um 12 mílna land-
helgina og Milwoodmálið?
— Lygaáróður Framsóknar
hefur þegar komið henni f koll
f landhelgismálinu. Hann hefur
gefið brezku stjórninni tilefni
til þess að ítreka enn þá einu
sinni skýlausa viðurkenningu
sína á 12 mílunum og að ekki
'komi til mála, að hún óski fram-
lengingar á hinum tímabúndnu
veiðiréttindum innan þeirra.
Þessu var raunar ótvírætt lýst
yfir strax 1961, en ágætt er,
að nú hefur gefizt færi á að
endurtaka það.
Tíminn' sneri alveg við efni
seinni orðsendingar brezku
stjómarinnar út af Milwood mál
inu. Aðalefni orðsendingarinnar
var það, að brezka stjórnin
Laðst — með því orðalagi, sem
tíðkað er í milliríkjaviðskiptum
— afsökunar og tók á sig sök-
ina af mistökum Hunts skip-
herra. Hitt er ekki nema eðli-
legt, að hún reyni að tjalda því,
sem hún telur fært, honum til
málsbóta. Viðurkenning stjórn-
arinnar á ábyrgð sinni er það,
sem skiptir máli. Og óneitan-
lega er þessi afstaða brezku
stjórnarinnar drengilegri en þeg-
ar íslenzka stjórnin fórnaði Ein-
ari M. Einarssyni á sfnum tíma
til að skjóta sjálfri sér undan
ábyrgð og vék honum frá störf-
um eftir kröfu brezku stjórnar-
innar, án þess að hafa manndóm
til að segja opinberlega frá hinu
sanna samhengi. Það hlýtur svo
að verða samningsatriði milli ís-
lenzku og brezku stjórnanna,
hvernig ábyrgð hinnar sfðar
töldu verði fullnægt. Á það reyn
ir við áframhaldandi meðferð
málsins, m. a„ þegar í ljós kem-
ur, hvort henni tekst að fá
Smith skipstjóra til að koma
hingað, og ef ekki, hvern hátt
eigi þá að hafa á um málssókn
gegn honum, er einnig hlýtur
að hafa áhrif á, hversu lengi
hald verður haft á Milwood.
Annars liggur það mál undir
úrskurði íslenzkra dómstóla og
skal ég ekki fjölyrða um það. En
athyglisvert er, að brezka stjóm
in telur bersýnilega að Milwood
sé löglega í vörzlu íslendinga
kominn og hreyfir engum mót-
mælum gegn haldi því, sem á
hann hefur verið Iagt.
— Stjórnarandstaðan hefur
haldið því fram að ríkisstjórnin
hafi ætlað að þröngva þjóðinni
inn í Efnahagsbandalagið.
— Sú bóla hefur einnig
sprungið f höndum Framsóknar.
Orðhengilsháttur út af aukaað-
ild og tolla- og viðskiptasamn-
ingi fer að vonum fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum. Að-
alatriðið er, að ef til samninga
kynni einhvern tíma að koma,
þá hefur því verið margyfirlýst
af okkar hálfu, að ekki komi
til mála að samþykkja óhindr-
aðan rétt útlendinga til stofn-
unar atvinnufyrirtækja hér eða
til ótakmarkaðs flutnings er-
lends verkalýðs hingað. Um
slíkt hlióta Islendingar að halda
óskoruðu ákvörðunarvaldi
hverju sinni. Óþarft er að ræða
um þá fjarstæðu að hleypa eigi
útlendingum inn f íslenzka fisk-
veiðilandhelgi. Þeir, sem til því-
líks rógs grfpa, eru sannarlega
í algerri málefnanauð. Um þetta
skal ekki fjölyrt, þvf að allt er
þetta mál úr sögunni um fyrir-
sjáanlega framtíð og er það
sannarlega furðuleg fávfsi að
halda fslenzka kjósendur, sem
hlusta á útvarpsfregnir daglega,
svo utanveltu, að þeir hafi ekki
fyrir löngu áttað sig á þessu.
— Hvemig þykir yður móðu-
harðindaspádómur Framsóknar
hafa rætzt?
— Tölurugl Framsóknar til
hnjóðs viðreisninni er svo marg-
hrakið, að ég leiði það hjá mér.
Hrakspár Framsóknarmanna um
afleiðingar viðreisnarinnar hafa
gert þá að viðundrum, sem höfð
eru að athlægi um allt land.
Hið eina rétta, sem þeir segja
um þessi efni, er, að nú rfkir
góðæri í landi. En svo var einnig
1958. Allir sjá muninn: Uppgjöf
vinstri stjórnarinnar og farsæld
viðreisnarinnar. Veldur hver á
heldur. Á milli feigs og ófeigs
skildi, að áður var valin röng
stjórnarstefna, nú rétt.
—- Kommúnistar eru óvenju
daufir í dálkinn við þessar kosn
ingar.
— Hvernig sem á því stend-
ur, hafa kommúnistum fipazt
Framhald á bls. 5.
Lygaáróður Framsóknar hef-
ir komið henni í koll