Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR Þriðjudagur 4. júni 1963 BLAÐ II. fjölbreytt hátíðahöld sjómanna / Reykjavík Nýja lögreghstöðm verður glæsilegt hús Tuttugasti og sjötti Sjómanna- dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. í Reykjavík hófust hátíða- höldin með guðsþjónustu í Laugar- árssbíói. Prestur var sr. Óskar Þor- láksson en söngstjóri Gunnar Sig- urgeirsson. Klukkan 14 hófst fjöl- sótt hátíðasamkoma á Austurvelli. Að henni lokinni fór fram kapp- róður á Reykjavíkurhöfn. Um kvöldið voru skemmtanir í nokkr- um samkomuhúsum borgarinnar. Hátíðahöldin fóru vel fram og veður var sæmilegt fyrri hluta dagsins. Samkoman -á Austurvelli hófst kl. 14. Minnzt var drukknaðna sjómanna. Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari söng Alfaðir ræður, með undirleik Lúðrasveitar Reykja víkur. Páll Pampichler Pálsson stjórnaði. Þá flutti biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einars- son, minningarorð. Um sama leyti var lagður blómsveigur á minnis- merki um óþekkta sjómanninn I Fossvogskirkjugarði. Eftir minn- ingarræðu biskups söng Guðmund- ur Guðjónsson, Líknargjafi þjáðra þjóða. Þá voru flutt ávörp fulltrúa rík- isstjórnarinnar, útgerðarmanna og sjómanna. Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra talaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Talaði hann um hina miklu uppbyggingu í sjávar- útveginum sem nú stendur yfir og ræddi síðan um öryggismál. Því næst talaði Baldur Guðmundsson af hálfu útgerðarmanna, Hann rakti sögu útgerðar í stórum drátt- um, þakkaði sjómönnum dugnað þeirra og árvekni. Garðar Pálsson, stýrimaður, talaði af hálfu sjó- manna. Hann ræddi einkúm um öryggis- og slysavarnarmál, sem hann kvað daginn helgaðan. Þá afhenti Pétur Sigurðsson, al- þingismaður, formaður Sjómanna- Frh. á bls. 20. Fánaborg sjómanna á Austurvelli í gær. Hátiðasamkoman var vel sótt. Á laugardaginn fyrir hvítasunnu lagði forseti íslands hornstein að hinni nýju lögreglustöð Reykjavíkur, sem er nú að rísa við Snorrabraut og Hverfisgötu. Hefur verið gert líkan að bygg ingunni eins og hún mun líta út innan fárra ára. Á myndinni sést aðalhlið Teikninguna gerðu Hörð ur Bjarnason húsameist- ari ríkisins og Gísli Halldórsson húsameist- ari. byggingarinnar sem snýr að Hverfisgötunni. í lægra húshlut anum vinstra megin verður hin almenna afgreiðsla lögreglunn- ar, varðstofa, slysa- og umferða máladeildir. Þar verður einnig tæknideild, deildir rannsóknar- lögreglu, útlendingaeftirlit og ennfremur fangageymsla o. m. fl. I eystri álmunni, hæsta hlut- anum verða skrifstofur lögreglu stjóra, fulltrúa og yfirlögreglu þjóns, skjalasafn og skýrslu- deild og þar er áætlað að lög- regluskóli starfi. Flatarmál þessa nýja húss er um 1650 fermetrar en rúmmál hennar um 19 þús. rúmmetrar. Með þessari byggingu fær lög- reglan í Reykjavík hentugt og virðulegt húsnæði sem hæfir starfi hennar. Húsið er á mjög hentugum stað. | , i Pétur Sigurðsson, alþingismaður, formaður Sjómannadagsráðs af- ! hendir heiðursmerki. í>- m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.