Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 4. júní 1963.
21
Óhemjulegt ölæði
Ungur maður slasaðist i Þjórsárdal. Varð undir bíl. Hér stumrar
lögreglumaður yfir honum. Vísir hafði í morgun samband við
handlækningadeiid Landsspítalans og spurðist fyrir um líðan mans
ins sem varð undir bíl í Þjórsárdal og var fluttur suður til Reykja-
víkur með sjúkrabifreið. Neitaði Iæknirinn að gefa upplýsingar
um hversu mikið maðurinn væri slasaður, en hann sagði að honum
lið vel eftir atvikum og hann væri með meðvitund.
ar á hafa sennilega verið um
500 til 600 unglingar inni í
Þjórsárdal, þegar mest var. —
Samtök höfðu verið um ferð-
ina, því áskriftarlistar fyrir
wæntanlega þátttakendur í
„sKemmtiferð" í Þjórsárdal lágu
á á einum fjölsóttasta veitinga-
atað í borginni, Hressingarskál-
anum.
BÆNDUR TIL HJÁLPAR.
Það mun hafa verið um kl.
2,45, sem lögreglunni á Selfossi
barst kall frá bændum í Þjórs-
ándal. Höfðu þá sumir bændur
verið að aðstoða bifreiðir sem
höfðu fest sig á leiðinni inn í
dalinn.
Einnig höfðu bændurnir kom-
ið nokkrum ofurölva ungling-
um til aðstoðar, m.a. dregið
þá Ur ánni. Ástandið var mjög
geigvænlegt og óskuðu aðstoð-
ar. Sneri lögreglan á Selfossi
sér til Reykjavíkur-lögreglunn-
ar, sem sendi sjö lögreglumenn
austur kl. 4 um nóttina með
talstöðvarbíl.
HÖRMULEGT ÁSTAND.
Þegar lögregluþjónarnir komu
austur var ástandið vægast sagt
hörmulegt. Unglingarnir lágu
eins og hráviði innan um rusl,
matarleifar, fataræfla og flösku-
brot.
í gærkvöldi þegar Vísir hitti
að máli þá lögregluþjóna, sem
fyrstir komu á staðinn, sögðust
þeir vart eiga orð til að lýsa
hinu mikla hörmungarástandi
sem ríkti á staðnum, og enginn
þeirra lögreglumanna, sem inn
í Þjórsárdal iór, hefur aðra^
eins samkomu og þarna var, svo
öskaplegur var ólifnaðurinn á
unglingunum.
Tveir lögregluþjónar, Svein-
Björn Bjarnason og Hjörtur Elí-
asson, sem starfað hafa í lög-
reglunni yfir 17 ár, lýstu ástand
inu þannig:
— Það sem fyrst vakti at-
hygli okkar var að þegar við
fórum að nálgast staðinn, voru
alls staðar með fram veginum
tðmar brennivínsflöskur og öl-
flöskur.
Ástandið inni í dalnum var
ömurlegt. Þarna lágu ungling-
arnir í hópum ofurölvi og ó-
sjálfbjarga, innan um alls kyns
óþverra. Margir hverjir reyndu
að slást og rífa fötin hver utan
af öðrum, en lítið var um meiri
háttar meiðsli vegna þess hve
unglingarnir voru máttlausir af
ölvun.
KÖSTUÐU SÉR í ÁNA.
— Það sem unglingarnir virt-
ust hafa lang mest gaman af
var að henda sér f ána, baða
út öllum öngum, slást þar og
skvetta hver á annan. Margir
hverjir hentu sér í fullum klæð-
um, með slifsi og £ hvítri
skyrtu. Sumir klæddu sig úr
öllum fötum og löbbuðu um al-
veg naktir. Enn aðrir ráfuðu
um rifnir og tættir, t.d. sáum
við suma sem voru búnir að
vefja gauðrifnum nærbuxum
utan um hálsinn á sér. Þannig
mætti lengi telja.
LOKUÐU SÖLUVAGNINUM.
— Fyrsta verk okkar, halda
lögregluþjónarnir áfram, var að
loka söluvagninum, sem stór
hópur var saman kominn utan
um. Höfðu unglingarnir gert sér
það að leik áður en við komum
að grýta hverri ölflösku, sem
tóm var í vagninn, svo gler-
brotin dreifðust yfir hópinn. Við
staðsettum bifreið okkar á
miðju svæðinu og notuðum
hana sem fangageymslu, og
stungum þar inn nokkrum öl-
óðum unglingum, sem við þurft-
um að setja í handjárn. Mikið
vár ufh þjðfnáð',' stolið var pen-
ingufn’ af mörgum sem sváfu,
en það yrði of langt mál að
telja upp nöfn á þeim hlutum
sem stolið var, en til marks um
það, hversu þetta gekk langt
er hægt að segja frá einum
sem sofnaði með skellinöðru-
hjálm, en þegar hann vaknaði
var búið að stela hjálminum
af honum.
LÉLEGUR ÚTBÚNAÐUR.
— Mikill fjöldi þeirra ung-
Iinga sem inn í Þjórsárdal fóru
voru algjörlega vegalausir, þeir
höfðu ekki með sér tjald eða
svefnpoka. Klæðnaðurinn var
fyrir neðan allar hellur, margir
voru í sparifötunum með slifsi
og í hvítri skyrtu. Kvenfólkið
sumt var í nælonsokkum og í
pilsi. Mjög margir týndu af sér
einhverju af fötunum og einnig
sáum við nokkra sem týnt
höfðu ýmist öðrum eða báðum
skónum. Mjög mörg tjöld voru
felld og rifin, nokkrir ungling-
anna voru ekkert að hafa fyrir
þv£ að tjalda heldur lögðu bara
tjöldin yfir sig.
MIKLAR SKEMMDIR.
— Skemmdir voru geysileg-
ar, brotnar og óbrotnar öl- og
brennivínsflöskur lágu út um
allt, auk bréfarusls og matar-
Ieifa. Skógræktarmerkið var
eyðilagt og náttúrunni mikið
spillt. Skemmdir voru unnar á
bflum, sem voru £ nágrenninu,
m.a. á bil bóndans f Haga. Við
gætum vel hugsað okkur að
svæðið liti út svona svipað og
á Krukkusléttu í Laos, sögðu
þeir Sveinbjörn og Hjörtur að
lokum.
ÖNNUR LÖGREGI.USVEIT
SEND.
Fljótlega tftir að fyrstu lög-
regluþjónarnir komu á staðinn
kölluðu þeir til Reykjavfkur og
báðu um að fleiri menn yrðu
sendir austur til þess að leysa
þá af, því að ástandið töldu
þeir svo slæmt að það þyrfti að
hafa lögreglulið áfram á staðn-
um. Voru níu lögregluþjónar
sendir austur á sunnudagsmorg
uninn til þess að leysa þá af
sem fyrir voru. Er leið á dag-
inn fór ástandið að batna, á-
fengi var farið að brjóta og fólk
farið að sofa. Var lögreglan
fyrir austan til kl. 10 um kvöld
ið, en þá fór hún með þrjá ölv-
aða bílstjóra til Selfoss. En þeg
ar að lögreglan kom á Selfoss
var tilk. um slys inni í Þjórs-
árdal ogh élt lögr. þá aftur
inneftir. Sjúkrabifreið fór til
þess að sækja hinn slasaða
mann ,sem orðið hafði fyrir bif-
reið, og festst undir henni og
slasazt mikið. Tók lögreglan
með til baka fimm ölvaða ungl-
inga sem voru algjörlega vega
lausir og höfðu ekkert tjald.
Eins og fyrr segir voru þetta
svo að segja allt unglingar á
aldrinum 14—21 árs og gizkar
lögreglan á að meðalaldur hafi
verið 17 ára.
Pascal!
Pascall nylon sokkarnir 30 Din., eru komnir
aftur. Verð aðeins 30 krónur.
REGNBOGINN,
Bankastræti 6 Sími 22135.
G E Y M S L A
Vantar bragga eða annað rúmgott geymsluhúsnæði. Stefán Thoraren-
sen h.f. Sími 24049.
AFGREIÐSLUMAÐUR
Afgreiðslumaður, duglegur og áreiðanlegur getur fengið góða atvinnu
við sérverzlun við Laugaveginn. Gott kaup. Uppl. um aldur, menntun,
hvar unnið áður o. þ. h. sendist afgr. Vísis merkt „Góð atvinna".
STÚLKUR ÓSKAST
2 stúlkur óskast í þvottahúsið Bergstaðastræti 52. Símar 14030 og 17140
HERBERGI ÓSKAST
Vantar herbergi nálægt miðbænum (má vera lítið). Uppl. f símum
20330 og 10035.
A T V I N N A
Stúlka, helzt vön óskast til afgreiðslustarfa. Þarf að geta byrjað strax.
Barónsbúð, Hverfisgötu 98. Sími 11851 og 35111 eftir kl. 7.
Vogar — Heimar — Kleppsholt
Vanur vörubflstjóri óskast við fiskverkunarstöð á Gelgjutanga. Sími
24505.____________________
F L Y G I L L
Flygill óskast til kaups. Má þarfnast viðgerðar. Sími 23889 eftir kl. 7.
S T Ú L K A
Stúlka óskast til afgreiðslu- og eldhússtarfa. Ekki yngri en 22 ára.
Uppl. f síma 36066. _______________________
MIÐST ÖÐ V ARKETILL
Miðstöðvarketill og kynditæki, sem hafa verið í notkun innan við ár,
er-til sölu. Hæfileg stærð fyrir einbýlishús. Sfmi 33963._
BÍLL TIL SÖLU.
Morris 10 1947 til sölu. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 17625.
STOFA TIL LEIGU
Stofa til leigu fyrir einhleypan. Uppl. í síma 22222.
REGNF ATN AÐUR
Regnklæðin eru hjá VOPNA, þar með veiðikápur, veiðivöðlur og á
unglingana. VOPNI, Aðalstræti 16, sími 15830.
STÚLKA - ÓSKAST
Stúlka óskast til eldhússtarfa. Hótel Skjaldbreið. Sfmi 24153.
BARNALEIKTÆKI
Smíðum ýmiskonar barnaleiktæki, rólur, sölt, rennibrautir o. fl. Komið
og skoðið úrvalið, einnig snúrustaurar ýmsar gerðir. Málmiðjan
Barðavogi. Uppl. í síma 20599. Opic til kl. 7 e. h. alla virka daga.
RÆSTINGARKONA
Ræstingakona óskast strax. Verzl. Kjöt & Fiskur, Laugarásvegi 1.
Sími 38140. _____________
AFGREIÐSLUSTÚLKA ÓSKAST
Kaffistofan Austurstræti 4 Sfmi 10292.
G E Y M S L A
100—200 ferm. geymsla óskast í Reykjavík eða Hafnarfirði. Mætti
einnig vera skúr. Uppl. í símum 38057 og 14488.
STARFSSTÚLKA
Stúlka ekki yngri en 17 ára óskast strax. Uppl. ekki í síma. Gufupressan
Stjarnan h.f. Laugaveg 73. ______________________
FRAMREIÐSLUSTÚLK A
Dugleg og reglusöm stúlka óskast til framreiðslustarfa. Veitingastofan
Bankastræti 11.
AUKAVINNA
Afgreiðslustúlka óskast annaðhvort kvöld og helgi, helzt vön. Tilboð
merkt „Strax — 200“ sendist afgreiðslu blaðsins.
Melavöllur í kvöld kl. 8,30 leika
Hofnfirðingar — Þróttur
Dómari Steinn Guðmundsson. Línuverðir
Magnús Thejll og Skúli Jóhannsson.
Mótanefnd.