Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 2
14 V í S IR . Þriðjudagur 4. júni 1963. Bogi Sigurðsson spymir fram völlinn en Valsmenn virðast ætla að varna boltanum að komast leiðar sinnar. Eins og sjá má voru áhorf- endur á hinum tyrfðu áhorfendasvæðum margir á laugardaginn, enda afbragðs veður. o o 011mörkin sett úr vítaspymum Valur og Akurnesingar háðu með sér skemmtileg- an leik í knattspyrnu s. 1. laugardag á Akranesi og enn einu sinni í sumar, tókst Valsmönnum að bera sigur úr býtum. Leikurinn var mjög tvísýnn til síð- ustu stundar, bæði félög- in áttu góð tækifæri, sem nýttust þó ekki vel, því öll mörk leiksins voru skor uð úr vítaspyrnum. En þeg ar að dómarinn flautaði af stóð 2:1 fyrir Val. Flestum hefur reynzt erfitt að sækja Akurnesinga heim, og höfðu þeir hlotið fjögur stig úr tveimur leikjum íslandsmótsins. í fyrstu virtist það sem Akurnesingar væru ákveðnir í því að að bæta öðrum tveimur stigum við sig, því þeir voru mun betri í fyrri hálfleik og á 15. mín. siðari hálfleiks skoruðu þeir. Var útlitið því ekki gott fyrir Valsmenn, og flestir þeirra áhorf- enda sem með Val héldu voru orðnir vonlitlir með að Valsliðið héldi til Reykjavíkur með eitt eða tvö stig eftir ieikinn. En svo fór að Vaismenn sóttu sig, skoruðu ákveðið úr tveimur vítaspyrnum og sigruðu. Fyrsta hættulega tækifæri leiks- ins kom á fjórðu mínútu, en þá tók hægri bakv. Akurnesinga að bjarga á línu, eftir að Bergsveinn hafði skotið föstu skoti, sem stefndi upp í vinstra hornið. En upp úr því tóku Akurnesingar að sækja á Valsmarkið og skall hurð oft nærri hælum, t. d. tókst Árna Njálssyni að bjarga á línu, þegar um það bil fimm mín. voru eftir af fyrri hálfleik. Akurnesingar höfðu átt mörg hættuleg tækifæri áður og er ekki hægt að segja annað en heppnin hafi verið Vals- mönnum hliðholl, þvl vörninni tókst oft að „hreinsa" á síðustu stundu. í seinni hálfleik mættu Vals- menn mun ákveðnari til leiks. Þó voru það ekki þeir sem fyrsta markið skoruðu. Á 15. mín. bjarg- ar varnarleikmaður Vals með því að slá boltann yfir markið. Dóm- arinn dæmdi að sjálfsögðu víta- spyrnu, sem Þjóður Jónsson tók og virtist ekki vera í neipum, vand- ræðum að skora úr. Tæpum 10. mín. siðar er dæmd vítaspyrna á Akranes, sem Bergsteinn tók og skoraði örugglega úr. Eftir að Val- ur hafði jafnað færðist aukið fjör í leikinn og á 23. mín. sækja Vals- menn fast. Hornspyrna er dæmd, sem vel var framkvæmd, síðan kom skot á markið og Jón Leósson bjargar marki með því að slá bolt- ann. Önnur vítaspyrna var því dæmd á Akurnesinga sem Berg- steinn tók og skoraði aftur úr. Eftir að Valsmenn höfðu skor- að, sóttu Akurnesingar fast að marki Vals, en heppnin var ekki með þeim, því aldrei tókst þeim að skora. Þegar að 5. mín. voru eftir af Ieiknum skapast mikil hætta við mark Akurnesinga. Her- mann skaut föstu skoti á markið og Helga tókst á síðustu stundu að klóra í boltann, en margir töldu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir línu, en ekki virtist það dómaranum, sem var sæmilega staðsettur til þess að sjá það. Um liðin er það eitt hægt að segja, að leikmenn voru yfirleitt mjög jafnir. Einn leikmaður Vals- liðsins átti mjög góðan leik, var það vinstri bakv. Þorsteinn Frið- þjófsson. Hjá Akurnesingum var Rík- harður aðaldriffjöðurin, en einn hættulegasti maðurinn f fram- línunni var Þórður Jónsson, sem lék sinn þriðja leik í sumar. Áhorfendur voru margir, enda veður gott. Dómari í leiknum var Ólafur Hannesson og dæmdi sæmi- Iega. X. Flugu yfir Eyjar en gátu ekki lent Piltarnir úr félaginu DÍMON af Rangárvöllum reyndu án árangurs að komast til Vestmannaeyja í gær- Eiísson hefur augsýnilega skapað. Hörð barátta / 6 vmdstigum Akureyringor fóru með tvö dýrmæt stig uf hólmi Akureyringar og Kefl- víkingar börðust mikilli baráttu í gærdag á hinum glæsilega knattspyrnuvelli í Njarðvík í íslandsmóti 1. deildar. Heimaliðið hafði yfirhöndina í leikhléi, enda búið að hafa 5—6 vind- stigin í bakið allan hálfleik inn og skora 2 mörk gegn einu. Síðari hálfleikinn voru voru Norðanmenn mun skæðari og sóttu mjög, jöfnuðu snemma og komust yfir og unnu sann gjarnan sigur með 4:2. MÖRKIN: © Þrátt fyrir kuldann og rokið í fang Akureyringa tókst þeim að skora fyrsta mark leiksins. Það var Steingrímur sem skoraði með iaglcgu skoti af alllöngu færi á 16. mínútu leiksins. © Ekki var nema ein mínúta Iiðin þegar Kefivíkingar jafna en þar var að verki Hólbert Friðjóns- son. © Ekki kom mark fyrr en ör- fáar mínútur voru eftir til leiks- hlés og virtust Akureyringar ætla að hrinda sóknariotum frá sér. Sigurður Albertsson framvörður Keflvíkinga sá þó um að svo varð ekki. Hann afgreiddi hornspyrnu iaglega og lenti skot hans af tals- vert góðu færi undir stöng, óverj- andi, 2:1 fyrir heimamenn í hálf- leik. © Ekki voru nema 8 mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar jöfnunarmark norðanmanna kem- Framh. á 20. síðu. dag, flugu jafnvel yfir Eyjarnar, en er þangað var komið hafði veður skipazt í Iofti og ólendandi var. Dímon átti upphaflega að ieika tvo leiki við Vestmannaey- inga um helgina, en fyrri leiknum var frestað og mun hann eiga að flytjast til Reykjavíkur og leikast þar sem heimaleikur fyrir Dímon. Við slógum á þráðinn til Óla B. Jónssonar í gærkvöldi, en hann þjálfar Vestmannaeyinga um þess- ar mundir: — Jú, æfingarnar eru komnar í gang. Meðan vertíðin stóð yfir sást ekki nokkur maður á æfingunum, en núna er vel mætt og piltarnir að komast í æfingu. Nokkrir inn- byrðis leikir hafa farið fram, t.d. milli giftra og ógiftra, vestur- og austurbæjar o.s.frv. — Gerir þú þér miklar vonir með lið þitt? — Ég vonast til að geta mætt með Vestmannaeyinga til úrslita, líklega gegn Þrótti í Laugardal, sennilega í ágústmánuði. ÓIi sagði að lokum að honum liði mjög vel í Eyjum. Samstarfið við eyjaskeggja væri hið skemmti- legasta, vinnan hjá sér sem öðrum í Eyjum væri mikil, því að auk þtss að æfa alla flokka knattsprnu manna er Óli einnig starfsmaður bæjarfógeta og vinnur við útreikn- ing á innflutnigstolli. ÞRÓTTUR — HAFNARFJÖRÐ- UR í kvöld kl. 20.30 á Melavelli í keppni 2. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.