Vísir - 04.06.1963, Page 5
V í SIR . Þriðjudagur 4. júní 1963.
*
JÓHANNES PÁFI23. er
látinn eftir langt og erf-
itt dauðastríð. Það kvis-
aðist fyrst út að hann
þjáðist af ólæknandi
sjúkdómi á hinu mikla
kirkjuþingi kaþólsku
kirkjunnar sem haldið
var í Róm í vetur.
Á þessu þingi sem tók fyrir
tillögur um meiri breytingar á
kirkjustjórninni en nokkurn
tíma er vitað áður í sögu ka-
þólsku kirkjunnar, sló þögn yf-
ir menn er þeir heyrðu um
sjúkdóm páfa. Vegna veikinda
hans þá varð að fresta kirkju-
þinginu til haustsins, en jafn-
fram var það álit kunnugra, að
páfinn myndi ekki geta setið á
síðari hluta þess. Hann þjáð-
ist af ólæknandi sjúkdómi og
var vart búizt við því að hann
yrði lengur í tölu lifenda, þegar
þingi yrði fram haldið.
En þetta þýddi þá um leið,
að alls óvíst er, hvort hinum
miklu umbótatillögum á þing-
inu verður komið fram. Því
að Jóhannes páfi var sá drif-
andi kraftur sem stóð að þeim.
Hann hafði skipað sér í forustu
umbótaaflanna. Nú er hins
vegar alls óvíst, að nýr páfi
sem kosinn verður hafi sömu
sjónarmið.
Jóhannes páfi var af fátæku
alþýðufólki kqminn og þann
skamma tíma sem hann sat í
hásæti hins heilága föður kom
hann fram sem einn alþýðleg-
asti, góðlegasti og umburðar-
lyndasti páfi sem verið hefur.
Hann var í flestu alger and-
Tóhannes páfi var Norður-
" ítali. Hann var sonur fátæks
bónda, sem bjó í útjaðri Milanó.
Faðir hans hafði engin efni á
að mennta son sinn. Það voru
aðeins frábærir námshæfileikar
og gáfur Angelo Giuseppe, sem
greiddu honum götu til æðri
mennta. Kennarar hans í
menntaskóla gengu þess ekki
duldir, að hér var uppvaxandi
sérstakur hæfileikamaður og
það hafði síðan í för með sér að
kaþólska kirkjan veitti honum
nægilega námsstyrki til að
setjast í æðri skóla.
Hann var í ítalska hernum á
fyrri stríðsárunum, fyrst í
sjúkraliði sem herprestur. Á
tímabilinu milli styrjalda starf-
aði hann síðan í utanríkisþjón-
ustu páfagarðs og dvaldist þá
' einna lengst í Istanbul í Tyrk-
landi og Parfsarborg.
í París var hann mjög vinsæll
sem sendiherra eða „núntsio“ og
gegndi störfum sem formaður
sendiherrasamkundunnar. Þar
kom gamansemi hans og
skemmtilegur viðræðumáti hon
um að gagni. Ýmis vandamál
var þar við að striða, þegar
hann fluttist til Parísar, eftir
frelsun landsins. Ýmsir forustu
menn kirkjunnar, meira að segja
kardinálar í Frakklandi, höfðu
haft náið samband við stjórn
Petains, sem hin frjálsa franska
þjóð leit á sem svikara og voru
samskipti kaþólsku kirkjunnar
við de Gaulle í fyrstu all erfið
vegna þessa. Var talið að Ron-
qalli kardínála hefði tekizt að
leysa þessi vandamál allvel,
ekki með slægð eða skörpum
gáfum, heldur með almennri
skynsemi og sáttahug.
Áður en hann hvarf frá Frakk
Jóhannes páfi 23.
Páfí hjartahlýjunnar er látínn
stæða fyrirrennara síns Píusar
12. sem var strangur, allt að
því hrokafullur, innilokaður og
einangraður.
Tjað er haft fyrir sætt, • að
" Píusi 12. hafi verið það hin
mesta sálarraun, að taka á móti
gestum f Vatikaninu. Fyrsta
verk hans eftir að hann hafi
kvatt mann með handabandi
var að þvo sér um hendurnar.
Þannig hafði ferill hans og
verið áður. Sem Pacelli kardí-
náli var hann fyrst og fremst
fræðimaður og stjórnmálamað-
ur. Hann hafði varið ævi sinni
á söfnum og fyrjr það var hann
líklega helzt kosinn páfi vorið
1939, að skuggar heimsstyrj-
aldar vofðu yfir heiminum og
kirkjurfið hafði fyrst og fremst
þörf fyrir stjórnskörung og
vitring, sem Pacelli var talinn
vera.
Jóhannes eða Roncalli kardi-
náli var sem fyrr segir alger
andstæða hans. Hann undi sér
innan um fólk og umvafði það
með góðmennsku og blíðu.
Þannig var hann þekktur sem
kardínáli og erkibiskup í Fen-
eyjum. Kjörorð hans var: Guð
er kærleikur og í gamansemi
sir.ni, sem var svo ofarlega í
honum orðaði hann þetta svo:
„Guð verður að sýna okkur
feitu mönnunum þolínmæði" en
Jóhannes var að vaxfarlagi með
fádæmum feitur.
Jóhannes var að vaxtarlagi með
fádæmum feitur.
landi og var skipaður erkibisk-
up eða patrfark í Feneyjum, var
hann sæmdur æðsta stigi orðu
frönsku heiðursfylkingarinnar
og var þá litið svo á, að hann
hefði unnið frönsku þjóðinni
mikið gagn sem boðberi sátta.
T Feneyjum voru enn við lýði
minningarnar um Sarto
kardinála, sem kjörinn var páfi
snemma á þessari öld og tók
sér nafnið Pius 10, en hann
hafði einnig verið af alþýðu-
fólki kominn og var eitt mesta
góðmenni sem á páfastóli hefur
setið, elskaður og dáður af öll-
um. Hinn nýi kardínáli minnti
Feneyjabúa i framkomu sinni á
þennan fyrirrennara sinn. Borg-
arbúar tóku ástfóstri við hann
og hann við þá. Sögurnar um
blfðu og góðmennsku Roncallis
breiddust út um alla Ítalíu.
Þegar Píus páfi 12. lézt og
kardínálasamkundan kom sam-
an í sixtfnsku kapellunni til að
velja nýjan forustumann, kom
víst fáum til hugar f fyrstu, að
Roncalli yijði valinn. Til þess
var hann talihn of lítill forustu-
maður og hafði ekki skarað
neitt fram úr að viti eða stjórn-
kænsku.
En tvær fylkingan börðust
um völdin. Hinir íhaldssömu
kardfnálar undir forustu Otta
viani erkibiskups af Palermo og
svo hinir umbótasamari undir
forustu Montini enkibiskups af
Milanó. Báðar þessar fylking-
ar voru sterkar svo að hallaðist
vart á. Minnast menn þess enn
hve páfakjör þetta árið 1958
var erfitt og eins og það ætlaði
aldrei að taka endi.
Það var ekki fyrr en eftir
marga daga innilokun kardínál-
anna, sem mannfjöldinn á Pét-
urstorgi rak Upp gleðihróp,
þegar hvítur pappírsreykur er
boðaði kjör páfa steig upp úr
arinstrompi sixtínsku kapell-
unnar.
Millileið hafði verið valin.
Ronalli kardínáli sem tilheyrði
hvorugum arminum hafði verið
kjörinn páfi. Litið var á kosn-
ingu hans sem bráðabingða, þar
sem hann var orðinn aldurhnig-
inn, 76 ára. Með því var aðeins
varpað á frest deilunum milli
hinna ólíku fylkinga.
Jöhannes sat aðeins fimm ár
f páfastóli. En hann var
ekki aðgerðaíaus. Hann leit svo
á að hann hefði mikið hlutverk
að vinna, hann fékk köllun.
Aldrei hefur eins mikið verið
starfað að umbótum á kirkj-
unni og á þessum fáu árum
hans.
Hann tók upp á því sem
fyrirrennari hans hafði varla
nokkru sinni gert, að fara víða
út um Rómaborg, heilsa upp á
fólkið, heimsækja sjúkrahús o.
fl. En tók líka að vinna að
hinni miklu köllun sinni. Hann
tók sér stöðu í fylkigarbrjósti
umbótamannanna og til að
koma umbótunum fram lét
hann kveðja saman kirkjuþing.
k þessu kirkjuþingi sem full-
trúar kaþólsku kirkjunnar
úr öllum heimi sóttu rfkti
frjálslyndi. Þetta kom mönnum
á óvart, því að kaþólska kirkj-
an hefur löngúm verið talin
mjög íhaldssöm. En þarna höfðu
fulltrúar frá mörgum yhinna
nýju ríkja áhrif. íhaldssemi
kirkjunnar er mest f þeim lönd-
um, þar sem hún er rótgrón-
ust frá gamalli tíð, eins og
Ítalíu og Spáni. En á kirkju-
þinginu hleyptu hinir frjáls-
lyndu fulltrúar frá fjarlægum
löndum nýjum anda inn. Marg-
ar þýðingarmiklar ákvarðanir
voru teknar m.a. um það að
draga mjög úr notkun latínu
við messugerðir en framkvæma
messuna þess í stað á tungu
hverrar þjóðar Þá var stað-
fest sú viðleitni. sem fram hafði
komið hjá páfanum að leita
eftir samstarfi við önnur kirkju-
félög og mikið fylgi fengu yfir
leitt tillögur um að taka upp
ný viðhorf í samræmi við nú-
tíma hugsunarhátt.
|7n því miður, eftir andlát Jó-
hannesar páfa er óvíst
hvort þessum breytingum verð-
ur framfylgt. Það stóð mest í
hans valdi að koma þeim á og
nú er allt undir því komið hver
verður hans eftirmaður.
ítalskir kardínálar hafa mik-
inn meiri hluta í kardínálaráð-
inu, sem kýs nýjan páfa. Og á
kirkjuþinginu kom það einmitt
í ljós, að þeir voru íhaldssam-
astir allra. Margir þeirra vilja
engu láta breyta, en halda
áfram ofurvaldi kirkjunnar í
þjóðfélaginu. Og sumir telja að
nokkrum ítölskum kardínálum
sem áður voru á milli fylkinga
hafi ofboðið frjálslyndið og það
sem þeir kalla upplausnina á
kirkjuþinginu. Þeir muni því
sumir hverjir hafa snúizt til
íhaldssemi, þótt of langt gengið.
Þvi hafa líkurnar fyrir því að
fhaldssamur páfi verði kjörinn
farið vaxandi. Hætt við að við
taki í páfastóli maður, sem hef-
ur lftinn áhuga á þvf að fram-
kvæma umbótatillögur Jóhann-
esar páfa.
I