Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 2
V1S IR . Föstudagur 21. júní 1963. «WMW Frá leik KR og Fram f gær. Gunnar Felixson spyrnir. zWH BJ 6s5 i?-^ f STAÐAN OG MÖRKIN Fram Valur Akranes Akureyri Keflavík K.R. 3 0 2 0 2—0 1 0 1 0 1 0 1 3—2 6 1 5—2 2 7—6 2 5—6 2 4—6 2 3—5 Markhæstu menn: Bergsteinn Magnússon, Val Gunnar Felixson, KR Þórður Jónsson, Akranesi Skúli Agústsson, Akureyri Steingr. Björnss., Akureyri Skúli Hákonarson, Akranesi NÆSTU LEIKIR: Sunnudag 23. júní: Akranesi: Fram — lA. Reykjavfk: Valur — Akuryrl. Mánudag 24. júní: Reykjavfk: K.R. — Keflavfk. 4 4 2 2 2 4 2 2 2 2 2 GóBur ieikur KR færBi tvö gullfalleg mörk . — Sanngjarn sigur botnsins gegn topplnuiti í 1. áeM Ekki tókst Fram að skora gegn KR á íslands- mótinu og eru nú búnir að leika 10 leiki í knattspyrnumótum meist- araflokks í sumar og hafa ekki skorað nema 2 ærleg mörk. í gær unnu KR-ing- ar á tveim ágætum mörk- um verðskuldaðan sigur yfir Fram. Framarar voru lengi vel ekki síðri KR í leik sínum, en í seinni hálf leik og ekki sízt eftir að Guðjóns Jónssonar naut ekki við, en hann meiddist illa í leiknum, fór að síga á ógæfuhliðina. Leikurinn var fyrri partinn slak- ur og heldur lítið spennandi og 6- nákvæmnin alls ráðandi hjá flest- um leikmönnum. Framarar áttu gott færi snemma í leiknum, átti Björn Helgason þa góðan skalla í þverslána. Hættuleg var lfka sókn 2. deild: Sigur Breiðabliks í SA NDGERDl BREIÐABLIK vann REYNI i Sandgerði f fyrrakvöld meö 5:2, en nokkrum dögum áður unnu Reynismenn DÍMON, hlð nýja knattspyrnufélag úr Land- eyjunum með 11:3. Reynismenn reyndust ekki menn til að standast hinum vaxandi piltum úr Kópavogi snúning. Strax í fyrri hálfleik hófst skothrfð þeirra undan vindinum, sem var mjög sterk- ur. Rcynir Jónsson skoraði fyrst með fallegu skoti og framvörðurinn Guðmundur H. Jónsson bætti öðru við fyrir hálfleikslokin. í sfðari hálflelk skoraði Reyn- ir enn og f jórða markið varð sjálfsmark eftir þunga pressu Breiðabliks. 5:0 skoraði svo Grétar útherji er hann óð Inn með boltann og átti gott skot. Er 20 mfn. voru eftir skoraði miðherji Sandgerðinga fyrra mark liðs sfns og stuttu síðar kom 5:2 af 30—35 metra færi eftir vindinum, Létti þetta skap áhorfenda að mun, en margir þeirra voru orðnir allbrúna- þungir, sem von var, er mðrkin voru orðin 5 og ekkert svar heimamanna við þeim fyrir hendi. Fram upp hægri kantinn en Heimir bjargaði laglega. KR var mjög nærri að skotr>if^n31f, mfg, en þá voru þeir Guojón", £>iguröur Einars- sori (pg Hrannár 'fýrir a marklínu og fengu varizt hinum marksækna Gunnari Felixsyni. KR-liðið varð fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleik, Gunnar Guðmanns- son fór út af en Theódór Guð- mundsson kom inn. Veikti þetta að vonum liðið nokkuð, enda þótt hinn ungi leikmaður hafi átt ágæt- an leik. • Fyrra mark leiksins skoraði Jón Sigurðsson innherji KR á ein- staklega glæsilegan hátt. Bolti kom svífandi frá hægri kanti og Jón notfærði sér örlitla von um að skora þaðan sem hann var utar- lega í vitateignum, skallaði fast og örugglega niður í grasið. Geir markvörður var ekki viðbúinn slíkum viðtökum á boltanum og áttaði sig varla fyrr en um seinan. Nokkru eftir markið varð Guð- jón að fara Ut af vegna meiðsla sem hann hlaut I einni viðureign- inni. . Framhald á bls. 5 *© „Louisville Loudmouth „LOUDMOUTH"SÍGRAÐI Henry Cooper og Cassius Clay, hinn frægi banda- ríski gortari, kallaður Louisville Loudmouth af blöðunum, leiddu saman hesta sína á Wembley á miðvikudagskvöldið. Clay vann eins og hann hafði sjálfur spáð fyrir keppnina í 5. Iotu, en þá varð að stöðva bar- dagann vegna blóðrennslis úr augabrún Coopers. Hafði Clay lagt áherzlu á að ýi'a upp sár sem Cooper hafði og tókst að lokum lað gera út af við hann á þann hátt. Kom mótstaða Coopers hinum 50000 áhorfendum á Wembley al- gerlega á óvart og f 1. og 2. lotu var Cooper allsráðandi með skemmtilegar sóknarlotur. Þriðja lota var að mestu eign Clay, en í 4. lotu gerðist undur. Er bjallan glumdi og tilkynnt að lotunni væri lokið, var Clay í gólfinu liggjandi á sínu breiða baki. Cooper hafði gert lítið úr orðháknum. Dómarinn taldj áfram þrátt fyrir bjölluna, enda gera nýjar hnefaleikareglur ráð fyrir að það sé gert. Er hann hafði talið upp að fjórum, reis Clay upp og skjögraði til horns síns. Fimmta lotan var hins vegar eign unga Bandaríkjamannsins og f þessari lotu varð Cooper að fara í gólfið og að lokum, er hann sá vart út úr augunum fyrir blóði og áhorfendur næst hringnum æptu á dómarann að stöðva Ieikinn, sá hann sér ekki fært að.halda keppn- inni áfram, enda vitfirring annað en stöðva bardagann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.