Vísir - 31.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 31.08.1963, Blaðsíða 9
V1S IR . Laugardagur 31. ágúst 1963. 9 Höfuðandstæðingur- inn í vitnastúku Allar götur síðan dóm- ur féll í Helandermálinu, fyrir 9 árum, og Dick Helander var sviptur kalli og kjól hafa menn spurt sjálfa sig: Veit biskupinn hver ritaði níðbréfin? JDarátta Dick Helander hefur kostað hann heilsuna og næstum lífið sjálft, hann lætur ekki bugast. Hvaðan kemur hon um sá mikli styrkur, sem hann hefur þarfnazt í stríði sínu? — Margir svara: Ekkert nema sann færingin um sakleysi sitt, trúin á Guð og réttlætið getur skap- að slíkan styrk — og jafnvel það dugir vart til. Æðri tilgang- ur en sjálfsbjörgun hlýtur að vaka fyrir biskupnum. Vill hann leitast við að vernda einhvern meðbróður sinn, eða meðbræð- ur, af einhverjum ástæðum. Á- stæðurnar geta verið margvís- legar. — Þessi kenning hefur náð talsverðri útbreiðslu, ekki sízt eftir að leikrit norska blaða mannsins Axel Kjellands, „Þjón ar drottins", eins og það hét á fjölum Þjóðleikhússins íslenzka, var sýnt víða um Norðurlönd. Og svo vill til að í þeim rétt- arhöldum, sem nú hafa byrjað vegna Helandermálsins koma í fyrsta sinn upplýsingar, sem renna nokkrum stoðum undir þessa kenningu. Hins vegar er eftir að heyra hvað Helander sjálfur hefur um þetta atriði að segja. p1 uðfræðingur, Erik Segelberg, höfuðandstæðingur Heland- ers, sagði í réttarhöldunum fyr- ir fáeinum dögum: Dag einn eftir að lögreglurannsóknir í málinu um nafnlausu bréfin hóf ust, árið 1953, mætti ég Hel- ander, sem bað mig að koma og fylgja sér til biskupsseturs- ins. Á skrifstofu sinni tjáði hann mér, að honum væri kunnugt hver hefði skrifað nafnlausu bréfin. Það var að sögn Hel- anders prestur nokkur ásamt leikmanni einum I Stokkhólmi. Helander kvaðst vilja kveðja þá til sín þessa tvo, afla sér játn- ingar þeirra, veita þeim áminn- ingu og senda siðan út tilkynn- ingu um málið. Leystu málið á kirkjulegan hátt, sagði Helander við mig. Ég var ekki andvígur þvl að binda enda á málið en biskup- inn kvað það skilyrði fyrir því að hann leysti málið á kirkju- legan hátt að ég drægi til baka ákæru mína I málinu. Þú mátt ekki vera svona harð lyndur, Segelberg, sagði hann. Ég spurði hann: Álítur þú mig grimman? Þessu svaraði hann: Öðrum þræði ertu það. Cegelberg sagði síðan að ekk- ^ ert hefði orðið úr þvl að málið leystist á þann hátt, sem Helander hafði Iagt til því and- nokkru sinni verið síðan hann hleypti Helandermálinu af stað. Um leið og verjandanum hefur tekizt að draga úr líkunum fyr- ir því að Helander hafi ritað hin nafnlausu níðbréf, hefur hann leitazt við að sýna fram á vaxandi llkur til að það hafi allt eins getað verið Segelberg sjálfur, sem ritaði bréfin. Malm- ström hefur gjörsamlega eyði- lagt fjarvistarsönnun Segelbergs fyrir það tlmabil, sem bréfin voru póstlögð. Og hann hefur leitt að þvl nærri sönnun, að Segelberg hatar biskupinn eins og pestina, og að Segelberg hef- ur orðið tvlsaga oftar en einu sinni I þeim yfirheyrslum, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Það kann því að skipta nokkru máli fyrir Segelberg að leiða athyglina frá sjálfum sér. En þar með er ekki sagt að Malm- ström sé sönnun nær I þessum efnum en fyrri lögfræðingar Helanders, sem leitazt hafa við að gera Eric Segelberg tor- tryggilegan. HELANDERMÁLIÐ - I stæðingar Helanders hefðu ekki treyst biskupnum. Þeir vildu hafa að minnsta kosti tvo presta úr sínum hópi á biskups- setrinu, þegar játningin færi fram. Því hafði Helander biskup svarað: Það, sem tveir vita, það vita allir, jafnvel þótt þeir séu prestvígðir. IT'inhverja næstu daga verður Dick Helander sjálfur tekinn til yfirheyrslu og þá mun vænt anlega bæði ákærandinn og verj andinn spyrja hann um þessa frásögn Segelbergs. Þangað til er þýðingarlaust að ræða frekar um þetta atriði. Vert er þö að hafa I huga að verjanda Hel- anders, Nils Malmström, hefur tekizt að gera Eric Segelberg tortryggilegri en hann hefur Mynd þessi var tekin af Helander og verjanda hans, Nils Malm- ström, er þeir gengu f réttarsallnn. T þessu stærsta sakamáli, sem upp hefur komið I Svíþjóð eftir heimsstyrjöldina, hefur raunar engin sönnun fundizt aðeins mismunadi sterkar — eða kanski öllu heldur veikar — líkur fyrir sekt nokkurs manns, sem við málið hefur ver ið riðinn, þar með talinn Dick Helander biskup. Menn hafa ætíð undrazt hve dómurinn yfir Helander var á veikum líkum byggður. Á þetta hefur mörgum sinnum verið bent, en nýjasta innlegg I þetta atriði málsins, er bréf hæsta- réttarlögmannsins J. B. Hjort til Helanders biskups. Hjort er sennilega frægasti og virtasti sakamálalögfræðingur Norð- manna. Hjort hefur íýst því yfir að hann hafi ritað bréfið ótil- kvaddur, en í þvl ræðir hann um gildi þess, sem byggt er á líkum og leggur mat sitt á þau 10 atriði, sem dómurinn yfir Helander byggðist á. Niðurstaða hæstaréttarlögmannsins er sú, að ákæruvaldið hafi haft lltið efni I ákæru slna gegn bisk- upnum. 1 bréfi slnu segir J. B. Hjort m. a. eitthvað á þessa leið: í keðju af líkum, eins og þeirri sem dómarinn I Heland- ermálinu byggðist á, verður að vera visst llfrænt samhengi, á sama hátt og I uppbyggingu stærðfræðilegrar sönnunar. Það segir sig sjálft, að ef nauðsyn- legur hlekkur I keðjunni brest- ur, þá má ekki bæta hinn veika hlekk upp með því að vísa til þess að annar hlekkur sé þeim mun sterkari, eftir á að hyggja, ef rökleiðsla á að byggjast á þvl að allt sé ein samhangandi keðja. TJjort telur of marga hlekki A I röksemdarfærslu dómar- anna hafa brugðizt og segir eft- ir að hafa prófað þá alla: Það er þá orðið lltið eftir, sem hægt Eric Segelberg á tröppum dómhússins I Stokkhólmi. er að nota gegn Helander. Eftir að hafa lesið þessi orð og með það I huga að Hæsta- rétti Svla hefur þótt ástæða til að málið yrði rannsakað á nýj- an leik vegna nýrra málsgagna, Helander I vil, kemur ekki á óvart, þótt blásið hafi byrlega fyrir biskupnum, fyrstu daga þeirra réttarhalda er nú standa yfir I samræmi við úrskurð sænska Hæstaréttarins. p’rik Segelberg kvaðst I réttar- höldunum, hafa verið 1 Helsingfors dagana 1 .október til 21 .október 1952, þegar nafn- lausu bréfin voru send I Stokk- hólmi. Hann var þá prestur 1 sænsku kirkjunni þar I orlofi hins þjónandi prests kirkjunnar. Fulltrúi saksóknarans, Berndt Berndtson, lagði fram skrifleg vottorð um þetta frá prestinum I sænsku kirkjunni og tveimur aðstoðarmönnum hans. Þá lét verjandinn spurningar dynja á Segelberg, og tókst að leiða I ljós að hinn þjónandi prestur hefði verið staddur I París um- rætt tímabil. Þar með þótti dóm urunum óhjákvæmilegt að fella þessa fjarvistarsönnun Segel bergs úr gildi, ekki aðeins vott- orð prestsins heldur og aðstoð- armanna hans líka. 'y7'erjandanum tókst einnig að framburði Segelbergs: 1 slðasta sinn spyr ég yður, viljið þér láta uppi nöfn þeirra presta, sem þér fenguð nafnlausu bréfin frá? — Verjandinn er að spyrja Seg- elberg hvar hann hafi fengið nafnlausu bréfin, sem hann lagði fram hjá ríkissaksóknar- anum með ákæru sinni á hend- ur Helander. Segelberg: Nei, það vil ég ekki. — Þá nefnir verjandinn nafn eins prestsins og spyr: Fenguð þér bréf frá honum? Segelberg: Já, það fékk ég. Verjandinn: Segelberg, það er ekki satt. Þér fenguð ekki bréf frá honum. Presturinn hefur sagt og það vitið þér, að hann kasta nafnlausa bréfinu, sem hann fékk I ruslakörfuna. Seg- elberg, tókuð þér þetta bréf úr körfunni? Tókuð þér önnur bréf úr pappírskörfunni, Segelberg? Segalberg: Nei, ég er ekki vanur að gramsa I annarra manna ruslakörfum. YT'erjandinn gekk hart að Seg- ~ erberg, sem varð gramur við hverja spurningu, sem fyrir hann var lögð. Segelberg flúði æ ofan I æ bak við dómarann með spurningu um það, hvort hann þyrfti að svara þeirri spurningu, sem lögð hafði verið fyrir hann. Stundum slapp hann, I öðrum tilfellum var hann til- neyddur til að svara. Afstaða Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.