Vísir - 28.11.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 28.11.1963, Blaðsíða 1
UTVEGSMENN SETJAST Á RÖKSTÓLA í DAG 53. árg. — Fimmtudagur 28. nóvember 1963. — 159. tbl. Aðalfundur L. I. Ú. að hefjast Aðalfundur Lands- sambands íslenzkra út- vegsmanna hefst kl. 3 í dag í húsi Slysavamar- félags íslands á Granda- garði. Mun formaður sambandsins Sverrir Júlíusson setja fundinn með ræðu. Að setningarræðu formanns lokinni fer fram kjör fundar- stjóra og nefnda. Síðar í dag verður flutt skýrsla sambands- stjórnar og lagðir'fram reikn- ingar innkaupadeildar LlO. Að loknu matarhléi í kvöld verða umræður um skýrslu sambandsstjórnar og reikninga. Búizt er við, að fundinum ljúki á laugardag. Rekstursgrundvöllurinn aðalmál fundaríns. Eins og ávallt áður verður efnahagur útvegsmanna og reksturgrundvöllur bátanna að- Framh. á bls. 5. Eyjon innan landhelgi Staðsetning nýrrar eyjar, er myndazt hefir vlð eldgos frá sjávar botni suðvestur af Geirfuglaskeri við Vestmannaeyjar, hefir reynzt þessi, við mæiingar, sem landhelg- isgæzla og sjómælingar rfkisins hafa gert: Nyrzti oddi: 63. gr. 18,2 mín norð urbreiddar. — 20. gr. 36,1 mín. vest urlengdar. Syðsti oddi: 63 gr. 17,8 mín. norð urbreidd. — 20. gr. 36,9 mín. vestur lengd. Eyjan er samkvæmt þessu innan íslenzkrar landhelgi við Geirfugla- sker og er minnsta fjarlægð eyj- arinnar frá Geirfuglaskeri 2.8 sjó- mílur en mesta fjarlægð 3,2 sjóm. Forseti Islands og væntanlegur gestur hans í Reykjavík, R. A. Butler utanríkisráðherra. Allir vegirnorðan- lands að opnast - 3 Fiármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen ritar um þróun raf- magnsmálanna. - 7 Uppboðin hófust í trássi við lög. Rætt við Sigurð Benedikts son. 8-9 Sólarhringur á vetr- arsfldveiðum. Grein og myndir. Hlánað hefur frá fjalii til fjöru um allt Norðurland og fannfergið, sem mjög var farið að torvelda samgöngur og vaida Norðlending- um, í öðrum efnum áhyggjum, sjatnað stórlega. Allar leiðir á Norðurlandi eru nú að opnast, þ.á.m. leiðirnar úr Eyja firði og til Húsavikur sem hafa ver- ið algerlega lokaðar um nokkurt skeið. Er búizt við að leiðin um Dalsmynni til Húsavíkur opnist í dag. Sömuleiðis kom jeppabill yfir Vaðlaheiði i morgun og taldi færð- ina sæmilega. Búið er að ryðja leiðina frá Ak- ureyri til Dalvíkur og sömuleiðis er Framh. á bls. 5. Það er mjög líklegt að hingað til íslands mætti fá vinnuafl frá Noregi til ýmiss konar starfa, þ. á. m. sjómenn. Frá þessu skýrði Mats Wibe Lund, norskur ljósmyndari og blaðamaður sem þessa dagana er staddur í stuttri heimsókn á fs- landi. — Ég hef orðið var við mikinn áhuga i Noregi á fslandi, sagði Mats. Það er fjöldi fólks í Noregi, einkum hið yngra fólk, sem langar í skemmri eða lengri ferðir til íslands og flestir vilja taka hendinni til einhvers á með an þeir dvelja hér. Margir hafa hugsað sér að reyna að komast hingað í skógræktarferðir, aðrir til sjós eða lands í sumarleyfum vinna fyrir sér við einhver störf og aðrir myndu fást til lengri dvalar ef þeim byðist atvinna. Ég er eklvi í neinum vafa um það að auðvelt myndi að fá töluvert mikið af norsku vinnuafli til ís- lands. Þetta er atriði sem væri mjög athugandi fyrir íslenzka at vinnurekendur. — Hvernig er með sjómenn? Hér er oft skortur á sjómönnum og fólki til fiskvinnslu, á vetrar vertíðinni ekki sízt. — Það er ekkert líklegra held- ur en að ráða mætti sjómenn hingað frá Norður-Noregi, eink- um á vetrarvertíð. Það er at- vinnuleysi hjá þeim á vétrum og þeir eiga við erfiðleika að stríða um þessar mundir. — Þú skrifar alltaf mikið um ísiand? — Ég var að telja greinarnar saman sem ég hefi skrifað um Island eða málefni íslands, og þær eru orðnar 130 talsins, fyrst og fremst I norsk blöð en líka í önnur Norðurlandablöð og einn- ig víðar í Evrópu. Mér telst til að Iesendahópur þessara blaða sé um 25 milljónir manna. Síðustu dagana var ég að koma úr fyrirlestraferð um Nor- eg, þar sem ég kynnti ísland bæði I máli og myndum. Ég sýndi um 150 litskuggamyndir Framh. á bls. 5. SIR ALEC 0G BUTLER BOÐNIR TIL ÍSLANDS Unnt að fá norskt tíl íslands Sir Alec Douglas-Home og kona hans, sem verður með í Islands- förinni. blaðinu Evening Standard að þessum tveimur ráðherrum hafi verið boðið til íslands. Er nú komin staðfesting á þeirri fregn. Framh. á bls. 5. í morgun skýrði Utan ríkisráðuneytið Vísi frá því að forseti íslands hefði boðið forsætisráð- herra og utanríkisráð- herra Bretlands hingað tii lands í opinbera heim sókn. Fregn ráðuneytisins er svo- hljóðandi: „Forseti íslands hef- ir boðið Sir Alec Douglas-Home forsætisráðherra og frú, ásamt R. A. Butler utanríkisráðherra og frú í opinbera heimsókn til Konra hingað í boði forseta ósamt konum sinum íslands. Óvist er hvenær þeir hafa aðstæður til þess að þiggja boð þetta“. Vísir skýrði frá því fyrir nokkrum dösum eftir Lundúna-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.