Vísir - 28.11.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 28.11.1963, Blaðsíða 10
w wm V í SIR . Fimmtudagur 28. nóvember 1963. pess noía sem venjulegan ruggustól laugavegi 2.6 sixui 209 70 Framh. af bls. 9 — Klárir. Mennirnir geysast á fætur og út, sumir með hálfar brauð- sneiðar í hendinni, og einn gleymir að leggja frá sér hníf og gaffal. Hann kemst þó ekki langt, því að félagar hans spyrja hann háðslega, hvort hann ætli að éta upp úr nótinni. Sagan endurtekur sig. Bauj- an fer út, nótin á eftir, er dreg- in inn, og byrjað er að háfa. Og aftur stöndum við á báta- þilfarinu, og horfum starandi augum niður I ólgandi kösina sem berst ofsalega fyrir iífi sínu, — en án árangurs. ★ Seinna stend ég einn í brúnni ásamt manninum sem á stýris- vakt. Allt er hljóttj Vélardynur- inn er að vísu ekki þagnaður, en ég er farinn að venjast hon- um, svo að ég heyri hann ekki lengur. Það er búið að slökkva öll ljós nema siglingaljósin, en samt er ekki dimmt. Það er frekar eins og silfurblá slæða umljúki okkur, dulúðug og köld. Þetta er ein af helgistundum sjómannsins. Hann stendur einn i brúnni og lætur hugann reika, meðan dreymandi augun líta rólega og æðrulaus yfir hafflötinn, þar sem silfraðir geislar mánans merla í hverri báru. Það hefur undarlega seiðmögnuð áhrif, að fylgja eftir stefni skipsins sem hefst og hnígur virðulega. Síldarnar undir yfirbreiðsl- unni eru hættar að sprikla. ótj. VÉLAHREINGERNING Ráðizf á bíla í fyrrinótt voru tveir drukknir menn teknir fyrir að valda skemmd um á bílum, sitt í hvoru lagl. Annar þessara manna hafði stokk ið upp á fólksbifreið sem stóð á bílastæði í Tryggvagötu, lét þar öllum illum látum en var fljótlega tekinn af lögreglunni og færður í geymslu. Maðurinn var ofurölvi. Hin spellvirkinn — sem einnig var í bezta lagi drukkinn — settist inn I Landrover bifreið sem stóð fyrir utan Þórskaffi. Gaf hann þá skýringu á athæfi sínu að sér hafi verið kalt og þess vegna leitað skjóls í bílnum. Eftir að inn í bíl- inn var komið tók maðurinn að huga að ýmsu sem þar var inni, m.a. talstöð o.lf. Flæktist hann — að hann sjálfur telur — í leiðsl- um og sleit þær. Vanir menn. Vönduð vinna. Þægileg Fljótleg. ÞRIF. - Sími 21857. Skagfirðingur boðinn upp n Togarinn „Skagfirðingur" sem verið hefur í eigu hlutafélags nokk- urs á Sauðárkróki var seldur á nauðungaruppboði þar á staðnum í byrjun s.l. viku Hann var sleginn fyrir 10.625 millj. kr. Kaupandinn var Verzlunarfélag Skagfirðinga. lyiiklar skuldir hvíldu orðið á togaranum, um eða yfir 10 millj. kr. Þ.á.m. veðkröfur að fjárhæð 9,7 millj. kr. Næsthæsta boð í togarann var frá Fiskveiðasjóði vegna ríkissjóðs og nam það boð 10.6 millj. kr. Uppboðshaldari áskildi sér 14 daga samþykkisfrest. 16250 VINNINGARi Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. MÁLMFYLLING Þ.JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTI 3 SÍMI 15362-. 19215 Hjófbarðaviðgerðir Opið frá kl. 8—23 alla daga vikunnar. FELGUR á flestar tegundir. — Fljót og örugg þjónusta. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ MYLLAN Á horni Þverholts og Stórholts. TePpa- og húsgagnahreinsunin Simi 38211 eftir kl. 7 kvöldin og um helgar. Vélhrein- gerning og teppa- hreinsun ÞÖRF. - Simi 20836 Vélahreingern- ing og húsgagna. Vanir og vand. virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna Sími 34052. ^JfF7MCfFR'KI ING /? FF L /IGi^ <5 ' * ------^1'^ j\‘ VA NIR /W E N FLJOT OGGOÞ VINNA Hreingerningar og glugga- hreinsun. — Fagmaður í hverju starfi. ÞÓRÐUR OG GEIR Simar 35797 og 51875 S Æ N C U R Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsuniti Vatnsstíg 3 — Sími 18740 Áður Kirkjuteig 29 Næturvakt I Reykjavík vikuna 23. —30. nóv. er í Laugavegs apóteki. Nætur og helgidagavarzla í Hafnarfirði vikuna 23. —30. nóv.: Eiríkur Björnsson, Austurgötu 41, sími 50235. Slysavarðstofan I Heilsuverna- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama -'.ao klukkan 18—8. Sími 21230. Holtsapótek. Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4 Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 40101. Lögreglan, sími 11166. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin. sfmi 11100. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga 6/öðum flett Blöðum flett. Þegar sól hnígur sér hún og brosir munn vinar sins I mjúku húmi. Og myrkrið skýlir þeim eins og moidin öllu, sem eitt sinn á að vakna til vors og til lífs. Jóhann Sigurjónsson. Manntal var haldið á dögum Magnúsar sálarháska, og var hon um mjög illa við að láta telja sig hvað svo sem honum hefur geng ið til þess. Hann sá að hann mundi ekki komast hjá manntal- inu, ef hann væri á byggðu bóli þennan dag ,er telja skyldi, tók hann það því til bragðs, að hann labbaði upp í Vatnsskarð og lá þar allan daginn yfir læk þann, er skilur Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, á þann hátt, að sinn helmingurinn af honum var I hvorri sýslu. Aðrir segja að hann hafi verið að ganga fram og aftur um sýslumótin all an daginn. Þjóðsögur Ól. Davíðss. Kaffitár ■ . . elskan mín góða, hún fékk svoddan sjokk, að læknirinn varð að koma og sprauta hana og ég veit ekki hvað . . út af hverju, jú, það var nú eiginlega talsvert tilefni, en þú þegir, elsk- an mín ... það er eitthvert dýr- indis stykki, sem hún hafði keypt I jólainnkaupaferðinni til París- ar . . . og hvað heldurðu — svo sér hún bara að það er komið samskonar I búðir hér, meira að segja sama merki og — það sem henni sveið þó náttúrlega sárast . . . meira að segja helmingi dýr- ara. Strætis- vagnhnob Ýmsir flissa er uggir sízt, að engu sumir brosa, Útvarpið Fimmtudagur 28. nóv. Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir). 20.00 Raddir skálda: „Bí bí og blaka, álftirnar kvaka“: Jón úr Vör ræöír við Jóhannes úr Kötlum, sem les einnig úr verkum sínum. 20.45 Kórsöngur. 21.00 Þórsmörk: Brugðið upp myndum úr mörkinni, fyrir atbeina Jóns R. Hjálmars- sonar skólastjóra I Skógum Aðrir sem dagskrána flytja eru: Þórður Tómasson, Al- bert Jóhannsson, Ólafur Sveinsson og Finnur Hjör- leifsson. en eitt má telja alveg víst — enginn hlær að Flosa . . . Tóbaks■ korn j . . nú eru þeir farnir að þrátta um það, hvað bændur í útland- inu fái fyrir mjólkina og kjötið . . . ekki get ég skilið hvað það kemur okkur eða okkar búhokri við, fyrst við seljum hvorugt þangað . . . ef það væri nokkuð, sem okkur mætti vera forvitni á að vita þar úti, væri það helzt hvað milliliðirnir þar stinga í sinn vasa — það gæti kánnski orðið fróðlegur samanburður. Eina sneið . . . . alkunna er það, að málverka þjófar hafa mjög haft sig frammi síðastliðin ár . . hafa þjófar þess ir ekki eingöngu sýnt, að þeir séu bíræfnir og slægvitrir í senn, og það 1 meira lagi, heldur og að þeir — eða þeir, sem að þeim standa — hafi til að bera stað- góða þekkingu á list og háþrosk aðan listrænan smekk, jafnvel svo, að teljandi séu á fingrum annarrar handar þeir meistarar núlifandi ,sem gert geti sér von- ir um að hljóta þá viðurkenn- ingu, að þessir fingralangar mis- sjái sig á verkum þeirra . . . það lætur því að líkum, að hýrn að hafi yfir nokkrum af helztu málurum okkar, þegar þac! frét.t- ist, að fáein málvenr eftir þa, sem verið höfðu á lystireisu hjá dönsku bræðraþjóðinni, væru „sporlöst forsvunden", svo spor- laust, að varla gætu þar aðrir en hinir smekkvísu, alþjóðlegu mál- verkaþjófar að verki verið ... en hverful er heimslukkan, því aö nú hafa þessi íslenzku listaverk fundizt í ‘einhverri afgreiðslu í Englandi, I skrani, sem allskonar afgreiðslur skij-a og flugvéla senda sín á milli, en enginn vill við kannast eða hirða . hafa þeir alþjóðlegu því aftur hreian skjöld, eða að minnsta kosti hreinni en áður . . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.