Vísir - 20.01.1964, Qupperneq 8
8
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Frelsi leynireikningarma
f>að var að vonum að Tíminn varð ókvæða við þegar
Vísir minnti á samskipti Framsóknarflokksins og
frjálsrar verzlunar á föstudaginn.. Sú sambúð hefir
nefnilega ekki verið ýkja farsæl. Tíminn hafði ætlað
sér að sannfæra lesendur sína um það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri á móti frjálsri verzlun! Vísir benti
stuttlega á sögu Framsóknarflokksins og hver væri sú
eina frjálsa verzlun, sem sá flokkur óskaði eftir —
frelsi til þess að eiga leynireikninga í fjarlægum heims-
álfum, freisi til þess að svíkja og pretta í milliríkja-
viðskiptum, frelsi til þess að stinga undan gjaldeyri í
tugmilljóna mæli. Þessi áfellisorð voru ekki sögð að
ástæðulausu, heldur eftir að Tíminn hafði gefið tilefni
til að á þetta atriði væri minnzt. Nýgenginn er hæsta-
réttardómur yfir mörgum forkólfum Framsóknar
flokksins og S. í. S.
Þar eru þeir dæmdir í gildar fjársektir fyrir að nota
verzlunarfrelsið á sinn sérstæða hátt, á framsóknar-
vísu. Og það skal undirstrikað, að hér eru engir aukvis-
ar á ferð, engir ungir skólapiltar, heldur ýmsir for-
ystumenn flokksins, þótt höfuðpaurinn hafi sloppið
ódæmdur sökum fyrningarákvæða íslenzkra laga.
f>etta dæmi var tekið um það hvernig Framsóknap-
menn notfæra sér verzlunarfrelsið. Og það felst engin
ósanngirni í því að benda á þá staðreynd. Aldrei hefir
jafn stórfellt fjárglæframál komið fyrir íslenzka dóm-
stóla sem þetta. En þótt verzlunarfrelsið hafi komið
þessum hóp manna að svo miklum notum — þar til
réttvísin komst á slóð þeirra, þá hefir Framsóknar-
fJokkurinn við flest annað verið kenndur en frelsi í
viðskiptum. Að vísu voru forkólfar samvinnustefn-
unnar vammlausir menn sem ekkert vildu fremur en
leysa verzlun landsmanna úr viðjum einokunar. En
menn eins og Benedikt á Auðnum eru löngu horfnir
og hans hugsjónir setja ekki lengur mark á Fram-
sóknarflokkinn.
f£vótakerfið alræmda var hugarfóstur Eysteins og
S. í. S. Haftastefna eftirst'ríðsáranna var afkvæmi
sömu eysteinskunnar í viðskiptamálum þjóðarinnar.
t’að mark brenndi undan sér víðar og lengur en nokk-
arn hefði grunað. Það var ekki fyrr en áhrif Sjálf-
stæðisflokksins jukust, að frelsið í viðskiptum varð
aunhæft hugtak. Nú er verzlun landsmanna frjáls að
S0% hluta. Svarti markaður eysteinskunnar er horfinn,
>g verzlanir aftur fullar af vörum. Þjóðin öll fagnar
beirri breytingu. En Framsóknarflokkurinn harmar
slíkt frelsi. Á slíkum tímum er svo ógnar erfitt að
koma leynireikningunum við og skjóta keppinautun-
um aftur fyrir sig með sérstökum gjaldeyrisfríðindum.
Þess vegna er Tíminn svo ofboð viðskotaillur, þegar
hið nýfengna verzlunarfrelsi ber á góma. Og hver getur
líka láð honum það?
X-
VÍSIR . Mánudagur 20. janáar 19S4.
^Tokkrum blaöaskrifum hefur
valdið afskiptasemi mín;
of gráhegra,
, hafður í
af frelsisskerðingu
sem handsamaður var,
talið er, að almenningsálitið sé;
andstætt þessum aðgerðum
mínum, vildi ég biðja um rúm
fyrir eftirfarandi I blaði yðar:í
Un fnn r- :
Ég bað lögregluna í Hafnar-
firði, að hlutast til um að fugl-;
inum yrði sleppt t. d. vestur í
Straumi, þar sem gráhegri get-i
ur fundið sér svæði til fæðu-
öflunar og afdreps, enda finnst:
gráhegri árlega á svipuðum
svæðum hér við Suðurströnd-
ina, í Vestmannaeyjum, á Suðv
urnesjum og f Ölfusi. Ef ein- Gráhegrinn, sem deilt
GRAHEGRINN OG
DÝRAVERNDUN
hver fyrirstaða væri á því að
sleppa hegranum skyldi lög-
reglan taka þessa beiðni mína,
sem kæru vegna brota á lögum.
Sá er tók hegrann heim með
sér hefur gert það af mannúð.
Fundizt fuglinn rytjulegur,
blautur og svangur. í rökkri
eða myrkri má komast nærri
hegra í náttbóli. Hegrinn naut
góðrar aðhlynningar og er hann
var talinn hafa náð fullri heilsu,
var efnt til sýningar á honum,
í stað þess að sleppa honum.
Var sú sýning gerð í góðri
meiningu bæði til þess að svala
forvitni fólks og afla merkum
félagsskap tekna. En hér var
um villtan fugl að ræða, sem
samkvæmt lögum um fugla-
veiðar og fuglafriðun nýtur al-
í friðunar (Iög nr. 63/1954).
Bannað er I lögum þessum að
handsama eða drepa villta
fugla, sem njóta alfriðunar (1.
%|| gr. nefndra laga).
Mönnum er óheimilt að hafa
í vörzlum sínum alfriðaða
; > fugla. Meira að segja egg þeirra
eða hreiður (sjá 30. gr. sömu
laga). Þá má eigi taka hami af
slíkum fuglum eða setja þá upp
til þess að hafa í vörzlu sinni,
11 bjóða til sölu, selja, kaupa,
gefa eða þiggja að gjöf (sjá 29.
gr. og 31. gr. laganna). Af frá-
sögnum um handsömun fugls-
5i:,, ins verður ekki séð, að sá, sem
handsamaði hann hafi gert það
vegna þess að fuglinn væri sjúk-
ur, lemstraður eða bjargar-
vana, heldur, að hann gengur
fram á fuglinn og finnst hann
að stærð og líkamsvexti undar-
legur. Við það að hafa fuglinn
milli handanna telur sá, er
handsamaði fuglinn, hann þurf-
andi umönnunar og fer méð
t!l hann heim með sér. Samkvæmt
15. gr. laga um dýravernd (lög
nr. 21 frá 1957) átti að gera
........löggæzlumönnum eða
dýralækni viðvart án ástæðu-
lausrar tafar“.
Þetta er ekki gert og mun
eigi stafa af öðru en þekking-
arleysi á ströngum ísl.' lögum,
sem tóku gildi fyrir tæpum 7
árum og veita dýrum víðtækari
lagalega vernd og rétt sem líf-
verur en áður þekktist og eru
hliðstæð ákvæðum í sams kon-
ar lögum hjá flestum öðrum
menningarþjóðum. Högum
hegrans varð þannig farið við
hina ágætu hjúkrun og fóðrun,
að hann hresstist og þar sem
sá, sem handsamaði hann aflaði
sér upplýsinga um fuglinn hjá
Náttúrugripasafninu og fékk að
vita að þessi fuglstegund er
árviss vetrargestur hér og var
bent á að sleppa honum er
hann hresstist, bar finnanda
að veita fuglinum frelsi án taf-
ar. 1 stað þess er efnt til sýn-
ingar á hegranum og með því
eru enn, og af þekkingarleysi,
brotin ákvæði laga um dýra-
vernd (sjá 4. gr. laganna).
Þvf miður er almenningi og
jafnvel Iöggæzlumönnum eigi
nógu vel kunn ákvæði þeirra
tveggja laga, sem hér hafa ver-
ið nefnd — lög um fuglaveiðar
Bréf til
VÍSIS um
deilumál
og fuglafriðun frá 1954 og lög
um dýravernd frá 1957.
Þau skrif blaðanna, um grá-
hegrann, sem handsamaður var
við Vífilsstaðavatn nú fyrir
skemmstu, hjúkrað á hafnfirzku
heimili, hafður í vörzlu og til
sýnis — og þá krafizt samkv.
ísl. lögum að yrði sleppt, verða
vonandi til þess að skilningur
eflist á því, að dýr og þar með
fuglar njóti víðtækrar laga-
verndar — og brot á þessum
lögum geta bæði verið fólgin í
jákvæðri athöfn sem og í at-
hafnaleysi, eða fólgin í frelis-
skerðingu.
Margir halda t.d. að þeim sé
frjálst að safna eggjum allra
fuglategunda, taka af fuglum
hami og setja upp fugla, og
hafa hvort tveggja í verzlum
sínum, gefa eða selja. Slíkt er
miklum takmörkunum háð og
væri ástæða til að skrifa um
leiðbeiningar.
Með þökk fyrir birtingu.
Þorsteinn Einarsson.
„Cetjið eigi ljós yðar undir
mæliker, heldur á ljósastik-
una, svo að það lýsi öllum, sem
eru f húsinu“.
Mér komu þessi spakmæli í
hug, þegar ég í dag rakst á
frétt f Vísi, frá 9. þ. m., með
yfirskriftinni: Sýning skáta á
villtu dýri kærð. Með fréttinni
voru birtar tvær myndir. Undir
annarri stóð: Hegrinn f Hafnar-
firði, — hinni: Þorsteinn Ein-
arsson.
Það hefur vakið aðdáun mfna,
í hvert sinn sem hjálparsveit
skáta er kölluð út til leitar að
týndu fólki, hvað þessi ung-
menni vinna með gleði fórnfúst
starf án launa f þágu samborg-
aranna. Þrátt fyrir það höfum
við ekki haft manndóm í okkur
til þess að gera þessa ungu
lífverði okkar svo úr garði að
leitarstörf þeirra beri sem
beztan árangur. Það kemur
á daginn að hjálparsveitina vant
ar leitarljós.
Nú fyrir skemmstu, við leit
að týndum manni, rekst skáti
einn á sjaldséðan, hrakinn
fugl, sem kúrir undir moldar-
barði. í gleði sinni yfir að hafa
tækifæri til að hlúa að fuglinum
sér hann aðra og stærri gleði,
— möguleikann til þess að geta
keypt handa sveitinni sinni leit-
arljós og Iáta þannig starf sitt
til líknar nauðstöddum bera
meiri árangur. í stuttu máli
sagt, hegrinn var sýndur al-
menningi í stuttan tíma gegn
vægu gjaldi, til kaupa á leitar-
ljósum fyrir hjálparsveitina.
Fáir mundu þeir finnast, sem
sæju eitthvað glæpsamlegt f
þessari fjáröflunaraðferð skát-
anna. Margur mun frekar hafa
skammazt sí.n hið innra með
sér fyrir að hafa ekki áður
stuðlað að því að skátarnir
þyrftu ekki í sérstaka fjáröfl-
unarherferð til kaupa á svo
sjálfsögðum hlutum sem leitar-
Ijósum.
Einn var þó, sem fann hvöt
hjá sér til að láta sitt Ijós skína.
Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi og forstöðumaður dýra-
verndunarfélaga m. m. tekur
sig til og kærir skátana fyrir
„glæpinn“. Eftir að hafa lesið
Frh. á bls. 10.