Vísir - 20.01.1964, Side 9
V1 S I R . Mánudagur 20. janúar 1964.
9
Spjall v/ð Margréti Thor-
lacius frá Oxnafelli
TVTAFN hennar er þjóðsaga. Það
J er tengt dularfullum hlutum,
sem hafa gerzt í kringum hana,
síðan hún var tólf ára.
Hún er kennd við öxnafell í
Inrr-Eyjafirði, og eins og margir
sveitungar hennar, er hún með
hægð í fasi og hefur lygnan per-
sónuieika, og minnir að því leyti
á Eyjaf jarðará, áður en hún hleyp
ur í leysingar.
Nú er frú Margrét frá öxna-
felli flutt að norðan fyrirnokkrum
árum. Fyrst bjó hún í stórborg-
inni (í vesturbænum við Ránar-
götuna). Fyrir þrem árum fékk
hún vitrun um það, að hún ætti
að flytjast í suðausturhorn Hafn-
arf jarðar þétt upp við múra nunnu
klaustursins að Jófríðarstöðum
(sem áður nefndust að vísu Ófrið
arstaðir, að því er kaþólskur lær-
dómsmaður hermdi, því þar var
útlenzkum sjóræningjum slátrað
af innfæddum eins og fénaði í
túninu einhverju sinni fyrr á öld-
um).
Nú á dögum er aftur á móti
yfir þessum landskika helgiblær,
sem be—* vfir nálægar götur og
leggur til fólks f næstu hús-
um, t. ci. á Öldutúninu: Þar býr
Margrét („Ég fá einhvem blæ
af klaustrinu hingað — heyri í
klukkunum, og sameinast þessum
krafti þaðan“, sagði hún).
Steinsteypti vegarkaflinn, sem
tekur við, þegar sveigt er út af
Reykjanesbraut við Silfurtúnið,
var háll sem gler daginn eftir
þrettándann, en óhætt að fara
mikinn vegna erindagerðanna.
Auk þess hafði Snæfellingur, hús-
vinur á Öldutúni 20, sagt: „Þú
færð Iánaðan nissann úr Landróv-
emum mínum á leiðinni, og þess
vegna verðurðu fljótur“.
„Vissuð þér, að hann var lækn-
ir?“
„Nei, ekki þá, en mér fannst
að hann mundi geta læknað hana
mömmu, og ég sagði: „Getur þú
ekki læknað hana?“ Allt í einu
var hann kominn í hvltan slopp.
Síðan fór mömmu að batna“.
„Sáuð þér hann oft eftir það?“
„Hann kom oft til mín. Svo
fór þetta að spyrjast út um allar
trissur".
„Hvar var hann læknir f lifenda
lifi?“
„Hann hefur ekki sagt mér
það“.
„Var hann íslendingur?"
„Heldur ekki sagt mér það“.
„Er hann hér inni núna?“
„Já“.
„Hvar?“
„Hann stendur þama“, segir
hún og bendir f áttina að dyr-
unum.
„Hvernig lítur hann út?“
„Hann er vel meðalmaður á
hæð, dökkhærður, á aldrinum
milli þrítugs og fertugs, með sér-
kennileg dökkgráblá augu, sem
stundum verða alveg dökk; mikið
vit og kærleikur lýsa úr svip
hans“.
„Hvernig liggur á honum?“
„Það liggur alltaf vel á honum
— hann er gríninn á góðlegan
hátt“.
„Hvað segir hann?“
„Hann segir: Ykkur líður vel“.
„Sjáið þér hann á hverjum
degi?“
„Stundum oft á dag“.
„Talizt þið við, eða. skynjjð.jT,;
þér það sem hann segir?“ t 'rr<»d
„Það er nú það. Ég þekki mál-
róm hans — þó er þetta öðruvfsi
en ég greini yfirleitt málróm og
tal fólks".
felli. Nokkru síðar vakna hjónin
við það um nótt, að þeim finnst
að verið sé að gera einhverja
aðgerð á barninu, eins og farið
væri um það höndum. Um morg-
uninn var allt breytt, barnið heilt
heilsu. Hvorugt hjónanna var sér-
lega trúað á huldulækningar áður
en þetta gerðist ...
Þegar frú Margrét var beðin að
segja frá erfiðu tilfelli, sem Frið-
rik hefði læknað (greint er frá
mörgum í Endurminningum Mar-
grétar í fyrra og síðara bindinu,
ÍÚTI féllu snjókorn til jarðar.
Það var farið að taka niður
jólaljósin og skreytingar í kaup-
staðnum. Hafnarfjörður var með
álfablæ eftir sem áður.
„Þér fluttuð hingað fyrir til-
vfsan álfa?“
„Ég sá inn f þessa hæð og
klettinn, Hamarinn, eins og hann
er nefndur".
„Sáuð þér álfa á aðfangadags-
kvöld?“
„Ég fór ekki út — álfaborgin
er í klettinum, sem er við Flens-
,Ég sá irm i klettinn ...'
MARGRET frá Öxnafelli
vatni vestur á Snæfellsnesi við
sumarbústaðinn minn þar. Þeir
léku sér svo oft f sefinu þegar
veður var kyrrt, og speglaðist
allt f tjörninni".
„Verðið þér varar við skrýtna
ára, t. d. á landleiðinni milli
Rvfkur og Akureyrar, og hvar þá
helzt?“
„1 Bakkaselsbrekkunni og á
Holtavörðuheiðinni einkum og
sérílagi. Hins vegar eru Giljareit-
ir ekkert uggvekjandi ...“.
TTeyrzt hefur, að Brezka lækna-
félagið sé nú farið að viður-
kenna gildi huglækninga. Einn
fremsti huglæknir Breta er Harry
Edwards, einhver mesti kraft-
læknir, sem uppi hefur verið.
„Ég heimsótti hann 1947 1
London, þegar ég var á ferð með
vinkonu minni“, segir Margrét,
„ég horfði á hann lækna. Sjúkl-
ingur var með krepptan hand-
legg, sem hann gat ekki rétt úr.
Edwards þreifaði á sjúklingnum
og læknaði hann fljótlega. Mér
fannst læknirinn vera „f sam-
bandi“.“
„Hvaða fólk er bezt að Iækna?“
„Einlægt fólk, sem hefur varð-
veitt hæfileika barnsins með smá-
sjána f auganu".
„Hvernig gezt yður að fólki?"
„Mér finnst fólk vera yfirleitt
vel innrætt — „vinir um veröld
alla“ — Annars kynnist ég fólki
f bezta hugarfari þess og þekki
það því ekki í baráttu lífsins".
„Þarf ekki kjark til að vera góð
manneskja?"
„Ég held það þurfi meiri kjark
til að vera vond manneskja".
„ „Hvað finnst yður fólk
vanta mest?“
„Kraft og öryggi, sem það get-
ur ekki öðlazt nema gegnum
trúna. Það, sem eyðileggur fólk,
er trúleysi".
„Hvað veldur mest heilsuleysi
að yðar reynslu?"
„Vondar heimilisástæður. Ef
friður er á heimili, er lífið leikur.
Við klausturmúrana
Fólk var að koma úr húsinu,
og inni f forherberginu beið ann-
að; þetta var um það leyti (á
þriðja tfma eftir hádegi) sem frú
Margrét tekur á móti fólki og
svarar hjálparbeiðni þeirra, sem
vilja komast f samband við huldu
lækninn, Friðrik.
TjEGAR áheyrn hennar fékkst
inni á „lækningastofunni",
þar sem var hvftur róðukross á
vegg og mynd af Martinus og
dauf reykelsislykt, sat hún við
stórt borð, bein f baki, með hend-
ur f kjöltu sér, lófarnir sneru upp,
og horfði í gegnum mann og
fram hjá manni. Ofurró hennar
bar keim af■ hlédrægni.
„Sjáið þér áruna mína?“
Hún horfði nú beint á mann og
sagði:
„Ég sé litina yðar“.
„Sjáið þér meira?“
„Ég sé konu með yður“.
„Hvernig er sú kona?“
„Hún vill yður vel“.
Svo lýsti hún konunni eins og
hún stæði þarna ljóslifandi. Það
var farið að skyggja, og hún
hafði kveikt á skrifborðslampan-
um.
„Hvenær kynntust þér Friðrik
huldulækni fyrst?“
„Þegar ég var lítil, varð
mamma eitt sinn veik. Þá sá ég
hann“.
„Þér skiljið semsagt upp á hár,
hvað hann segir, — en hvernig
fer lækningin fram?“
„Ég bið til guðs og jafnframt
til Friðriks. Ég segi honum nöfn
og heimilisföng þeirra, sem til
mín leita, og hann bregður yfir-
leitt skjótt við“.
„Segir hann yður, hvern hægt
er að lækna?"
„Það kemur oft fyrir. Iðulega
er hann hér inni, þegar fólk kem-
ur til mfn“.
TTÚN kvaðst vera í jafnnánu
sambandi við Friðrik eins og
fyrr — oft væri lið með honum,
skurðlæknar, alls konar læknar.
„Verða sjúklingarnir varir við
lækninguna?"
„Oft finna þeir hana eins og
lifandi snertingu, eða eins og
rafmagnsstraum og sumt fólk
sér ...“.
„Finnst stundum Iykt?“
„Oft finnst meðalalykt, og
stundum einhvers konar blóma-
lykt ...“.
Orðvör kona sagði greinarhöf-
undi, að fyrir tæpum fjörutíu ár-
um hefði gerzt skrýtið atvik. Þau
hjón áttu dóttur á fyrsta ári, sem.
hafði fæðzt, að því er virtist, með
ólæknandi sjúkdóm eða vöntun.
Var búið að leita margra færra
lækna. Þá greip konan til þess
ráðs, að skrifa Margréti frá öxna-
sem kom út fyrir jól), sagði hún
frá manni, sem komið hefði til
sín fyrir fáum árum. Hann
var með hálflamaða hönd og að
auki haldinn slæmri bakveiki (Is-
chias). Friðrik stóð á bak við
manninn, þar sem hann sat í
stofunni hjá Margréti, og studdi
hendinni á öxlina á honum. Mað-
urinn tók kipp við, stóð á fætur,
gekk um gólf og spurði, hvort
Friðrik hefði verið þar, og sagði,
að sér væri batnað í hendinni og
bakverkurinn væri farinn. Síðan
hefur hann ekki kennt sér neins
meins.
borgarskólann — þar er öllu held
ur huldufólk. Það er alveg eins
og við“.
„Hvar eru álfar?“
„Þeir halda sig í tjörnum og
vötnum, þeir eru ósköp litlir, svo-
sem eins og sona“, segir Margrét
og sýnir hálfs meters bil milli
handanna.
„Eru þeir með húfur?“
„Topphúfur, bláar og rauðar".
„Eru álfar með skegg?“
„Sumir þeirra eru með skegg“.
„Hvar hafið þér séð álfa?“
„Víða, t. d. fyrir norðan, og
það var krökt af þeim f Laugar-
Þá þolir fólk flest áföll út á við
og heldur heilsu".
Nú hringir síminn; einhver
vildi komast f samband við Frlð-
rik með aðstoð Margrétar, Ifklega
sárpfnd manneskja, sem leitaði til
hennar sem sfðustu björgunar-
vonar.
Ferða-nissinn fylgdi manni
áleiðis á hálasta veginum. Nú var
sennilega búið að kveikja Ijós hjá
huldufólkinu f klettunum við
Flensborg.
— s t g r .
120 vilja verða flugfreyjur
Um 120 stúlkur hafa sótt um
flugfreyjustörf hjá íslenzku flug
félögunum og Pan American,
en öll þessi félög óskuðu eftir
flugfreyjum í auglýsingum fyr-
ir skömmu. Þörfin fyrir flug-
freyjur mun vera um 35 hjá ís-
lenzku flugfélögunum, en hjá
Pan American er enginn sérstak
ur kvóti, en allir umsækjendur
ráðnir sem uppfylla þau skii-
yrði, sem sett eru af félaginu.
Loftleiðir fengu flestar um-
sóknir að þessu sinni. Það eru
um 50 umsóknir og er félagið
B3SSB
þegar byrjað að vinna úr þeim.
Alltaf berast margar umsóknir,
■sem ekki fullnægja þeim lág-
marksskilyrðum félagsins um
menntun og annað, en allar
stúlkur, sem til greina koma eru
reyndar og taka þátt f nám-
skeiði. Mun námskeiðið hefjast
innan skamms. Stendur til að
ráða um 20 flugfreyjur.
Flugfélag Islands fékk um 40
umsóknir að þessu sinni. Verða
15 stúlkur ráðnar úr þessum
hópi að afloknu námskeiði. All-
ir umsækjendur hjá F.l. rm
látnir taka próf, sem leiðir í
ljós almenna þekkingu. Eru þar
spurningar úr heimsmálunum,
spurt um innlenda menn og mál
efni og úr landafræði, bók-
menntum, íslandssögu og ýmsu
öðru, sem talið er að flugfreyj-
um megi koma að gagni i sam
skiptum sínum við farþega.
Pan American hefur þegar
rætt við umsækjendur sína, en
verið er að vinna úr gögnum í
New York og mun niðurstaðan
koma áður en langt líður.