Vísir


Vísir - 15.02.1964, Qupperneq 4

Vísir - 15.02.1964, Qupperneq 4
-< Or teiknideild Landmælinga íslands, Laugavegi 178. Forstöðumaðurinn Ágúst Böðvarsson (annar frá hægri), ásamt starfsfólki. (Ljósm. I. M.) íslendingar taka útgáfuna í eigin hendur Miklum fjölda órnefna, auk nýrra vega, mannvirkja o.fl. bætt inn á uppdrættina Landmælingar islands eru smám saman að taka í sínar hendur frá dönsku landmælinga stofnuninni (Geodetisk Institut) útgáfu íslandsuppdráttanna, 1: 100.000 og 1:50.000. Er þegar búið að gefa út 10 eða 11 fyrstu uppdrættina hér heima, sem all ir hafa áður verið endurskoðað- ir, leiðréttir og fært inn á þá fjölda nýrra ömefna. Það var Ágúst Böðvarsson, forstöðumaður landmælinga- stofnunarinnar, sem skýrði Vísi frá þessu, er blaðíð leitaði á fund hans til að spyrja hann um helztu verkefni stofnunarinnar. — Hve mörg kort hefur danska landmælingastofnunin gert af íslandi? — Atlasblöðin í mælikvarð- anum 1:100.000 eru 87 að tölu og þekur hvert blað 1760 fer- kllómetra lands. Fjórðungsblöðin í mæli- kvarðanum 1:50.000 eru aðeins til af suður- og vesturhluta landsins. Þau eru 119 að tölu, jafnstór atlasblöðunum en þekja aðeins fjórða hluta þeirra. Aðalkort í mælikvarðanum 1: 250.000 eru 9 að tölu. Merkileg söguleg gögn Þá eru ýmis skólakort, flug- kort og alþjóðakort, 12 talsins. Samanlagt eru þetta 227 kort. En auk þessa gerðu Danirnir sérkort í stærri mælikvarða af ýmsum kauptúnum og sveitabýl um, alls um 450 að tölu. Fæstar þessara sérmælinga hafa verið gefnar út, en þær em geymdar í frumgagnasafni Geodetisk Institut í Khöfn. Þótt segja megi, að þessi sérkort hafi ekki lengur praktíska þýðingu, er hér um býsna merkileg söguleg gögn að ræða, sem gefa glögga rriýnd af ástandinu 'fýVir hálfri öld. Suma Islandsuppdráttanna hafa Danir prentað oftar en einu sinni, en aðrir hafa aldrei verið endurprentaðir til þessa. Hve:r uppdráttur er prentaður f 5 lit- um og myndamót geH ,"'erj- um lit. Útgáfa hafin — Eru Landmælingar íslands byrjaðar að gefa eitthvað út af uppdráttunum, sem þær hafa fengið frá Danmörku? — Já, við hófum útgáfu á fyrstu uppdráttunum 1961 og' höfum alls fengið fmmgögn að 33 kortum heim og höfum nú gefið út um þriðjung þeirra upp drátta, sem komnir em I okkar hendur. Átta aðrir uppdrættir eru langleiðis fullgerðir undir prentun. Þessu verður síðan hægt og sígandi haldið áfram, en lögð að sjálfsögðu mest á- herzla á uppdrættina, sem mest er þörf fyrir. — Af hvaða landsvæðum haf ið þið þegar gefið út uppdrætti? — í mælikvarðanum 1:100.000 hafa verið gefnir út uppdrættir af Vestfjörðum, Eyjafirði, Snæ- fellsnesinu, Heklusvæðinu og Viðtal við Ágúst Böðvars- son farstöðumann Land- mælingastofnunarinnar Landmannaleiðinni. En í mæli- kvarða 1:50.000 uppdráttur af Reykjavík og nágrenni. Næstu uppdrættir verða áfram hald af Vestfjarðasvæðinu og Heklusvæðinu, ennfremur af Fljótsdalshéraði, Mývatnssveití Skagafirði og Borgarfirði. Miklar breytingar — Endurskoðun uppdrátt- anna er mikið nákvæmnisverk? — Mjög mikið. En við stönd- um Iíka betur að vígi en áður, því það er tiltölulega auðvelt að leiðrétta gömlu uppdrættina með aðstoð flugljósmynda, sem við eigum orðið af miklum hluta lándsins. Öll aðstaða til mæl- inga hefur gjörbreytzt við til- komu ljósmyndanna. Á þeim sjást ýmis smáatriði mun betur en greint verður í landinu sjálfu. Það skapar þó óhjákvæmilega nokkra vinnu að samræma kort in Ijósmyndunum. En endurskoðun uppdráttanna i felur meira í sér en þessar leið- réttingar. Það er fjölmargt ann- að, sem kemur til greina. Rækt- að land hefur stórum aukizt, vegir yerið gerðir, þar sem veg- leysur voru áður og fjöldamörg mannvirki risið upp. Að ó- gleymdum jöklunum, sem rýrna ár frá ári. Má til gamans geta þess, að á kortamörkum, sem liggja um Kötlujökul á Mýrdals- sandi, hafði jökulbrúnin hörfað um 1400 metra á árabilinu frá 1906 til 1938. Þessu verðum við öllu að bæta inn á uppdrættina. Aragrúi nýrra örnefna — En örnefnin? — Jú, síðast en ekki slzt þurfum við að bæta inn á þau öllum þeim örnefnum, sem hægt er með góðu móti að koma fyr- ir, og það er oft og einatt ekki neitt smáræði. Sennilega að með altali 200 — 300 örnefni á hvem uppdrátt, og mest hef ég bætt um 470 nýjum nöfnum á eitt kort. í örnefnasöfnuninni einni felst ótrúlega mikið starf. Við verð- um að fara á hvert einasta heim ili á landinu til að spyrjast fyrir um ný örnefni og fá staðfest- ingu á þeim eldri. Við færum helzt ekki nýtt örnefni inn á uppdrátt öðruvísi en fá á því staðfestingu a. m. k. tveggja manna. Áður en við leyfum okk ur að færa þau inn á uppdrátt- inn, verður örnefnanefnd að fjalla um þau. Loks fáum við málfræðing til þess að lesa af þeim prófarkir, en það hefur Árni Böðvarsson magister ann- azt undapfarið. » Ljósmyndanir úr lofti — Þið hafið ýmislegt fleira á ykkar snærum en endurskoð- un og útgáfu Islandsuppdrátt- anna frá Geodetisk Institut? — Mörg önnur verkefni steðja að. Við önnumst ljósmyndanir úr lofti vegna hvers konar rann- sókna, þ. á m. í sambandi við raforkumál, fyrir Atvinnudeild Háskóla íslands og landbúnað- inn I heild,jafnt vegna gróður- rannsókna, landsk;pta o. þ. h. Þessar myndir eru síðan stækkaðar eftir þörfum, og nú er svo komið að við eigum þegar ljósmyndir af um 9/10 hlutum alls íslands, sem ýmist Land- mælingar íslands eða Banda- ríkjamenn hafa tekið. Stórt Ijósmyndasafn — Þetta hlýtur að vera mik- ill myndafjöldi? — Þær eru einhvers staðar milli 30 og 40 þúsund og vel og skipulega innfærðar eftir Iandshlutúm, þannnig að j við getum gripið til þeirra í snári heitum hvenær sem á þarf að halda. Við geymum líka allar filmurnar og getum látið Ijós- mynd í té t,il hvers' konar af- nota eftir óskum. — Er nokkur eftirspurn, eftir þvílíkum ljósmyndum? — Jú, hún er ótrúlega mikil og við höfum alveg sérstaka deild hér í stofnuninni, sem hef ur með ljósmyridir að gera, af- greiða þær, framkalla og kóp- erá. Jafnframt höfum yið hér með höndum sölu og innflutn- ing þeirra Islandskorta, sem við ennþá ekki höfum fengið til prentunar hér heima. Við höfum t. d. endurskoðað og látið prenta að nýju gömlu skólaveggkortin í mælikvarðan- um 1:350.000 og 1:500.000. Þessi kort eru prentuð í 14 litum, er greina mismun á hæð lands og dýpi sjávar. Til þess að sam- ræma þau nútímanum, höfum við bætt inn á þau vegakerf- inu eftir sfðustu upplýsingum vegagerðarinnar o. m. fl. Þessa uppdrætti selur stofnunin sjálf. Almenna bókafélagið annast hins vegar dreifingu á íslands- uppdráttunum í mælikvarðanum 1:100.000 og 1:50.000. Verkefni framundan — Að hvaða fleiri verkefnum vinnið þið sem stendur? — Meðal annars að því að teikna jarðfræðikort af íslandi, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur hefur samið. Þessi jarðfræðiuppdráttur verður alls í 9 blöðum, tvö eru þegar komin út af Suðvesturlandi og Mið- suðurlandi, en það sem nú er verið að teikna og væntanlegt er á markaðinn með vorinu, er af Mið-íslandi. Uppdrátturinn er gerður í mælikvarðanum 1:250.- 000. Þá erum við ennfremur að byrja að teikna gróðurkort af öræfum Islands í mælikvarðan- um 1:40.000. Það er Atvinnu- deild Háskólans, sem stendur að því og er gert með það fyrir augum að kanna beitarþol ör- æfanna. Það er byggt á gróður- rannsóknum Ingva Þorsteinsson- ar. Fyrstu uppdrættirnir verða af Kjalvegi og Suðuróbyggðun- um, þ. e. sunnan og vestan Vatnajökuls og sunnan Langjök uls og Hofsjökuls. Húseigendur byggingofélög Leitið tiiboða hjá okkur um smlði " handriðum og hlið- grindum. VÉLVIRKINN, Skipasundi 21 Simi 32032. '1 V.V'.'V ^ (VV \ >' V V ', ’ V. VÍSI.R . Laugaridagur 15. febrúaír11964.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.