Vísir - 15.02.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 15.02.1964, Blaðsíða 8
8 Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. „Hreint æskulýðsstorf"! Tímmn tók það óstinnt upp, þegar Morgunblaðið benti á það s. 1. miðvikudag, að stjórnmálaflokkar mættu ekki reyna að draga börn inn í stjómmálabar- áttuna; en Félag ungra Framsóknarmanna hér í borg- inn hafði þá orðið uppvíst að því að reyna að tæla börn til þátttöku í starfsemi sinni. Tíminn hélt því auðvitað fram, að þetta væri hel- ber uppspuni. Framsóknarfélagið héldi fast við þær reglur, sem gilt hefðu um stjórnmálaþátttöku ungl- inga og sæktist ekki eftir þeim yngri en 16 ára í sam- tökin. Hins vegar væri til Unglingaklúbbur FUF, en I hann væri „ekki í neinum tengslum við stjórnmála- starf félagsins“, heldur væri þar um „hreint æskulýðs- starf að ræða“, og væri foreldrum jafnan boðið að fylgjast með starfinu. Segir blaðið að þessi klúbbur hafi hlotið þakkir foreldra og hann sé öllum unglingum opinn. Það er mjög trúlegt að hann sé öllum unglingum opinn, því að starfsemi hans hefði minna gildi, ef hann væri aðeins opinn börnum „rétttrúaðra“, sem fæst þurfa líklega „frelsunar“ við, þótt gott geti verið að styrkja þau í trúnni. Já, þetta er Ijóti áróðurinn gegn saklausu og upp- byggilegu æskulýðsstarfi! En svo undarlega vill til, að j sama daginn og Tíminn er að hneykslast á þessum | ásökunum Morgunblaðsins, birtir Þjóðviljinn frétta- I skeyti austan frá Egilsstöðum, þar sem frá því er skýrt, að um helgina næst á undan hafi verið stofnað þar Félag ungra Framsóknarmanna „og það siðleysi við- haft, að smala börnum úr barnaskólum á Héraði í þenn- an félagsskap með ýmsum gylliboðum, svo sem ókeyp is dansleikjum og skemmtiferðum“. Þá segir ennfremur í Egilsstaða-fréttinni, að í barna- skólanum þar hafi erindrekum Framsóknar tekizt að ná 8 börnum 14 ára gömlum í félagið, en á Eiðum hafi aldurstakmarkið verið fært niður í 12 ár. Þess er og getið, að foreldrar þar eystra líti þessar barnaveiðar Framsóknar alvarlegum augum og telji að óhætt sé að lofa þeim að ljúka barnaskólanámi áður en farið sé að heilaþvo þau. Tíminn segir vafalaust að austur á Héraði gegni sama máli og hér, þetta hafi bara átt að vera „unglinga- klúbbur“, undir eftirliti FUF! - En fréttin frá Egilsstöð um sýnir að þessar barnaveiðar Framsóknar þykja varhugaverðar víðar en á skrifstofum stjórnarþlaðanna hér í höfuðstaðnum. En enginn skyldi halda að hér sé um nýja hugmynd að ræða hjá Framsókn. Erindrekar hennar hafa alltaf stundað þessar veiðar með þeim aðferðum, sem þeir töldu bezt henta á hverjum stað og tíma. Aðferðin, sem hentaði vel í dreifbýlinu fyrir 20-30 árum — þegar hægt var með ýmsum ráðum og aðstöðu að koma því svo fyrir, að Tíminn bærist einn blaða á marga sveita- bæi - er lítt framkvæmanleg lengur. Það þurfti því að finna upp nýja aðferð til að „kristna“ börnin — óg hún 1 er fundin! v í SIR . Laugardapur 15. febrúar 1964. Frú Bjarnveig við vinnuborð Ásgríms. Sýning fyrir skóla- fólk í Ásgrimssafni Sýn'ngin sem elnkum er ætluð fyrir skólafólk, vérður opnuð í Ásgrímssafni, sunnudaginn 16. þ.m. og er þetta nýmæli af hálfu safnsins. Frú Bjarnveig Jónsdóttir, systir listamannsins sagðl á fundi með fréttamönn- um, að mikið væri nú rætt um spiilingu aldarfarsins, og að nauðsynlegt sé að beina hugum unga fólksins inn á hollar braut ir. Það mætti vafalaust telja það hollan skóla fyrir æsku- fólkið að kynnast fögrum list- um og listmenningu, og viid’, Ás grímssafn stuðla að að sliku. Siðan safnið var opnað hefur mlkið af ungu fólki heimsótt það, og hefur það sýnt mikla hrifningu og áhuga á lista- verkunum. Á heimili listamanns'ns rnunu nú vera um 400 málverk, og er meginhluti þeirra geymdur í sér stakri geymslu sem er bæði eld traust og útilokar skemmdir af völdum vatns. Heimilið er al gerlega eins og það var á dög- um Ásgríms, og meira að segja á vinnuborði hans eru sömu hlutir og hann skildi þar síðast eftir. Ásgrímssafn er opið al- menningi þriðjud., fimmtudaga og sunnudaga. Skólar geta pant að sér tíma hjá forstöðukonu þess. Nemenda- skipti á veg- um American Field Service Eins og undanfarin 7 ár mun menntastofnunin Amerxan Field Service í New York i ár veita fs- lenzkum framhaldsskólanemendum styrki til skólagöngu og dvalar hjá fjölskyldum víðsvegar um Banda- ríkin. f vetur dveljast 20 Is'lenzkir nemendur vestan hafs á vegum American Field Service og í ágúst n.k. mun annar jafnstór hópur halda vestur um haf. Sl. þrjú sumur hafa 7 bandarísk- ir nemendur komið til tveggja mán- aða dvalar á íslenzkum heimilum og I ár er ráðgert að auka þennán fjölda að mun. Tilgangur þessara nemendaskipta er I stuttu máli sá að gefa ungling- um viðkomandi þjóða kost á að ferðast, kynnast lifnaðarháttum í öðrum löndum og taka af heilum hug þátt í starfi og áhugamálum fjölskyldunnar, er þe r búa hjá. Af fjölskyldunni er til þess ætl- azt, að þær líti ekki á hinn erlenda nemanda sem gest, heldur sé hon- um veitt sama umhyggja og öðru heimilisfólki. Æskilegast er að á heimilinu sé unglingur á aldrinum 16-19 ára, þó koma roskin hjón, er alið hafa upp unglinga, einnig til greina. Þá er það og skilyrði, að einhver tali ensku á þeim heimil- um, þar sem bandarískir nemendur búa. Þær fjölskyldur I Reykjavík og kaupstöðunum úti á landi, er kynnu að hafa áhuga á að taka á móti bandarískum unglingum til dvalar á heimilum sínum í sumar eða næsta vetur, geta leitað allra nán ari upplýsinga hjá fulltrúum Amer ican Fieid Service í sfma 23222 og 23223 kl. 6-7 e.h. til 14. þ.m. ÁST við fyrstu sýn Brezku blöðin eru farin að kalla Peter Sellers „dr. Quick- love“, vegna þess að hann varð skyndilegt gripinn svo funheitri ást til sænsku kvikmyndaleik- konunnar Britt Eklund, að hann bað hennar á stundinni. Hún var að koma frá New York og Peter var í Lundúnaflugstöð innl til þess að taka á móti henni. Britt kom kl. 7,35 og kl. 7,45 voru þau trúlofuð. Peter gaf hcnni hring settan smarögðum demöntum og rúbinsteinum og seinna í húsi sínu í Surrey — rauðan sportbíl af Lotusgerð, sem kostar 1500 pund. Hér er Britt við stýrið á nýja bílnum sínum, sem hún getur ekið f ð 180 km hraða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.