Vísir - 15.02.1964, Side 5
V í S IR . Laugardagur 15. febrúar 1964.
Fyrirlestur um
barneignir
Á morgun (sunnudaginn 16.
febrúar) heldur erindaflokkur og
kvikmyndasýningar Félagsmála-
stofnunarinnar um fjölskyldu og
hjúskaparmálefni áfram með því
að Pétur H. J. Jakobsson, yfir-
læknir, flytur erindi um frjóvgun,
fósturþróun og barneignir og
Hannes Jónsson, félagsfræðingur,
talar um ástina og makavalið.
Með erindi dr. Péturs verða
sýndar litskuggamyndir. Einnig
verða sýadar tvær kvikmyndir,
sem gerðar eru í samráði við dr.
Reuben Hill, félagsfræðiprófessor,
vi'j ríkisháskólann í Norður-Karo-
1; ia. Heitir önnur myndin Gifting-
r "'.æfnin en hin Makavalið. Taka
þ::r báðar til meðferðar nokkur
vandamál unga fólksins, sem er að
byrja að draga sig saman.
Fræðslustarfsemi þessi fer fram
í kvikmyndasal Austurbæjarskóla
hvem sunnudag og hefst kl. 4 e. h.
Frumvarp -
Framh. af bls. 16.
þings, Sigurði Bjarnasyni for-
seta Neðri deildar, Eysteini
Jónssyni formanni þingflokks
Framsóknarflokksins og Lúðvík
Jósefssyni formanni þingflokks
kommúnista.
BBC-dagskrá
um Island
Á morgun verður flutt út-
varpsdagskrá um I’sland í BBC,
Home Service. Hefst hún kl. 3.25
og stendur til kl. 4. Það er einn af
starfsmönnum brezka útvarpsins,
sem samið hefir þessa dagskrá,
D. G. Bridson að nafni.
Var hann hér á ferð í sumar og
átti tal við ýmsa íslendinga, sem
fram koma I dagskránni. Eru það
meðal annars Kristján Karlsson,
Barbara Ámason, Björn Björnsson
stórkaupmaður í London og kona
hans Hulda, Bjarni Guðmundsson
blaðafulltrúi, Helga Kalman, Gunn-"
ar Schram ritstjóri og fleiri.
Lundbúnuðarv -
Framh. af bls. 1.
reikning f Seðlabanka íslands, en
síðan fæst heimild til að nota 75%
til framkvæmda, og nutu þannig í
fyrra af slfku láni Stofnlánadeild
Landbúnaðarins, Iðnlánasjóður og
sveitarafveitur.
Hinn samningurinn hljóðar upp
á 1.260.000 dali, sem endurgreið-
ist í dölum. Af þeim lánum mun
75% verða varið til framkvæmda-
I/ána, en ekki er ákveðið hvaða
framkvæmdir þar koma til greina.
Landbúnaðarvörur þær, sem gert
er ráð fyrir í samningum þessum,
eru tóbak, hrísgrjón, soyabaunaolía
og maísmjöl.
veriur stytta
ars Benediktssonar reist?
Á þessu ári eru liðin hundrað
ár frá fæðingu Einars Bene-
diktssonar skálds, en hann er
fæddur 31. október 1864. Mun
félagið Bragi en í því eru sam-
ankomnir nokkrir vinir og að-
dáendur skáldsins, beita sér
fyrir því að afmælis þessa stór-
skálds verði minnzt hátíðlega.
Fyrir nokkru kom til lands-
ins utan frá Englandi stytta sú
sem Ásmundur Sveinsson gerði
af Einar Benediktssyni en hún
er sérkennileg og fögur mynd
og rís þar söngharpa yfir skáld-
inu. Er ætlunin, að hún verði
afhjúpað á afmælisdegi skálds-
ins. Er nú eftir að velja henni
stað. Munu ýmsir staðir hafa
komið til greina, en það er
Borgarráðs að ákveða endan-
lega. Þeir staðir, sem helzt hafa
verið nefndir að komi til greina
eru Laugardalurinn, Klambra-
tún og Melatorg fyrir framan
Háskólabíó.
Þá mun félagið Bragi minnast
afmælisins með því að gefa út
smekklega nýja heildarútgáfu
af Ijóðum skáldsins og hans
mun verða minnzt í erindum
og ljóðaflutningi.
Baráttan um botninn / al-
gleymi hjá KR og Ármanni
Það má vænta mikillar
baráttu í fyrri leiknum að
TILKYNNING
um aðstöðugjöld í Reykjavík;
evzKnlBV^M
Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1964 samkvæmt
heimild í III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð
nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Hefir borgarstjóm ákveðið eftirfarandi gjaldskrá:
0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, nýlenduvöruverzlun, kjöt- og kjötiðnaður,
kjöt- og fiskverzlun.
Verzlun, ótalin í öðrum gjaldflokkum.
Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undan-
þegin aðstöðugjaldi.
Iðnaður, ótalinn í öðrum gjaldflokkum, ritfangaverzlun, matsala, land-
búnaður.
Rekstur farþega- og farmskipa, sérleyfisbifreiðir, lyfja- og hreinlætisvöru-
verzlanir, smjörlíkisgerðir.
Verzlun með gleraugu, kvenhatta, sportvörur, skartgripi, hljóðfæri, tóbak
og sælgæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, öl. og gosdrykkja-
gerðir, gull- og silfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustofur, leir-
kerasmíði, ljósmyndun, myndskurður, fjölritun, söluturnar og verzlanir
opnar til kl. 23.30, sem greiða gjald fyrir kvöldsöluleyfi.
Hvers konar persónuleg þjónusta, listmunagerð, blómaverzlun, umboðs-
verzlun, fornverzlun, barar, billjarðstofur, söluturnar, og verzlanir opnar
til kl. 23.30, svo og hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi, ótalin í öðrum
gjaldflokkum.
0.7%
0.8%
0.9%
1.0%
1.5%
2.0%
Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin
athygli á eftirfarandi:
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðu-
gjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds,
fyrir 29. febrúar n. k., sbr. 14. gr. reglugerðarinnar.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjalds-
skylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjóranum í
Reykjavík sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri
starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með höndum að-
stöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans í
því umdæmi, sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starf-
seminnar í Reykjavík.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri
en eins gjaldflokks, skv. ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi
greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki,
sbr. 7. gr. reglugerðarinnar.
Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 29. febr. n. k., að öðrum
kosti verður aðstöðugjaldið svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert
að greiða aðstöðugjöld af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavík, 15. febrúar 1964.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Hálogalandi á morgun, þeg
ar Ármann mætir KR-ing-
um í 1. deild í handknatt-
Ieik. Þar verður barizt um
botninn og bæði liðin
munu reyna að varast
hann eins og unnt er. Ár-
mann hefur leikið ágæta
íéiki að undanfömu og lít-
ur sigurstranglega út, en
KR-ingar eru alltaf KR-ing
ar og láta ekki að sér
hæða. í fyrri umferðinni
vann KR með 25:20.
Hinn. leikurinn í 1. deild verður
milli IR og FH og verður FH að
teljast öllu sigurstranglegra, en
það er hins vegar alveg eins vist
að Hálogalandi. Það feru leikir yngri
f reikninginn, enda skemmst að
minnast, að í fyrri umferðinni Iauk
Ieik ÍR og FH með jafntefli —
27:27.
I körfuknattleik verður um helg
ina Ieikið á sunnudaginn kl. 13,30
að Hálogaladi. Það eru leikir yngri
flokka, sem fara fram. Fyrst leikur
ÍR-b og KR í 4. flokki, þá tveir 3.
flokks leikir milli iKF og ÍR-c og
Næsti fundur
Norðurlundu-
rúðs í Rvík?
I skeyti NTB-fréttastofunnar
í gærkvöldi segir, að íslenzku
1 fulltrúarnir á fundi Norðurlanda
ráðs i Stokkhólmi muni við iok
fundarins n.k. föstudag bjóða
til næsta fundar ráðsins í
Reykjavík í febrúar næsta ár.
Ekki færri en 49 tillögur með
Iima ráðsins og þrjár tillögur
I frá ríkisstjómum Iiggja fyrir
fundi ráðsins að þessu sinni.
1 Melal þeirra munu verða um-
I ræður um fiskveiðilögsögu land
anna, en aiiir sjávarútvegsmála-
ráðherrar Iandanna eru mættir
| til fundar Norðurlandaráðs að
I þessu sinni.
loks Ármann-a og KR. Má búast
við spennandi leikjum drengjanna
I þessum flokkum.
Pósthúsið -
Framh. af bls. 16.
endurskoðenda og eftir upplýs-
ingum, sem Vísir aflaði sér í
gærkveldi, verður sennilega á-
kveðið í dag, hvemig með málið
verður farið af hálfu póststjóm-
arinnar. Tékkaviðskipti jiessi
munu standa í sambandi við hið
svonefnda Keflavikurmál, sem
Visir hefur áður skýrt frá.
Það var fyrir þremur dögum,
sem sá grunur vaknaði, að ekki
væri allt með felldu um fjár-
reiður Pósthússins á Keflavíkur-
fiugvelli. Var þá þegar í stað
framkvæmd bráðabirgðarann-
sókn af hálfu póststjórnarinnar
og kom þá í Ijós, að ekki var
innistæða fyrir hendi fyrir fyrr-
nefndum ávísunum, sem Póst-
húsið hafði tekið við. 1 allan
gærdag fór síðan fram heildar-
endurskoðun og rannsókn máls-
ins. Framkvæmdi hana Matthi-
as Guðmundsson, póstmeistari
í Reykjavík, en pósthúsið
á Keflavíkurflugvelli er deild úr
pósthúsinu í • Reykjavík. Með
honum vom aðalendurskoðandi
póstmálastjórnarinnar og full-
trúi frá aðalendurskoðun ríkis-
ins. í Ijós kom, að ávísanir, sem
þama er um að ræða og póst-
húsið hefur greitt út, munu
nema tugum. Rannsókn þessari
var ekki lokið eftir miðnætti í
nótt, þegar blaðið fór í prentun.
Vísi er kunnugt um það frá
öðrum heimildum, að mál þetta
un hafa komizt upp fyrir þrem
dögum, þegar sparisjóði Kefla-
víkur barst 400 þús. króna ávís-
un frá pósthúsinu, sem ekki var
til innistæða fyrir.
Póstmeistarinn, Þórður Hall-
dórsson, hefur starfað Iengi i
þjónustu póstsins. Hann sagði
upp starfi sínu 1. okt. s.I. með
6 mánaða fyrirvara og hugðist
hætta störfum 1. maí. Hins veg-
ar hefur hann farið þess á leit
við póstmálastjómina, að hann
megi strax hverfa úr starfi. —
Reynir Ármannsson póstfulltrúi
f Reykjavík hefur verið settur
til starfa til þess að gegna starfi
Þórðar til bráðabirgða.
tssmixssBeEs