Vísir


Vísir - 15.02.1964, Qupperneq 6

Vísir - 15.02.1964, Qupperneq 6
/ V1S IR . Laugardagur 15. febrúar 1964. Vaxandi kvíði að tii stríðs komi milli Críkklands og Tyrklands 1 NTB-fréttum í gær segir, að Bandaríkjastjórn hafi mjög mikl ar ðhyggjur út af horfunum varðandi Kýpur, — að hún telji, að hraða verði öllu sem verða má til þess að deilain leysist og um fram alit verði að koma í veg fyrir, að nokkurt skref verði stigið, sem leitt gæti til styrj- aldar milli Tyrklands og Grikk- lands. í Nicosía er gert ráð fyr- ir, að fulltrúar Kýpur-stjómar fari þá og þegar til Nevv York til þess að Ieggja málið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð- George Ball aðstoðar-utanrfk- isráðherra Bandaríkjastjómar kom síðdegls í gær til Ankara, án þess að hafa náð samkomu- lagi fyrr um daginn við Makar- ios erkibiskup forseta Kýpur um alþjóðlegt gæzlulið á eynni, en Ball er sagður vona, að hann geti rætt frekar við Mákarios næstu daga. 1 óopinberum fregnum frá Istanbul segir, að öll skip hafi verið flutt burt úr höfninni í Iskanderun, og tyrkneski flot- inn tekið þar öll yfirráð í sín- ar hendur. Tyrkneskt herfylkier haft viðbúið, ef átök skyldu blossa upp í hafnarbænum Lim assol á Kýpur, þar sem tugir Tyrkja hafi fallið, en bardögum lauk þar í fyrrinótt, og var kyrrt þar 1 gær Þar var í gær gert þriðja vopnahléið á tveim dögum — og var sem sagt hald ið af báðum aðilum í gær, fa loftið þar og viðar á eynni hlað ið sprengiefni. Bretar hafa 5000 hermenn á eynni og nú talið ófullnægjandi til þess að stöðva borgarastyrj- öld brytist hún út. Einkaframtakið stofnar norrænan lýðháskóla hér á landi í sumar Harðduglegur maður að nafni Ghristian Bönding er nú að beita atorku sinni úti I Dan- mörku til að stofnsetja upp á eigin spýtur norrænan lýðhá- skðla á íslandi. Með honum stendur að þessu danskur Iýð- háskólastjóri, Hyldkrog. Á hann að hefjast með mánaðamám- skeiði í júní-júlí í sumar, þar sem kennd verður m.a. jarðfræði Islands, landafræði og náttúru- fræði Islands, menningarsaga ís- lands, félags- og atvinnuástand á íslandi. Siðustu vikuna á svo að fara I mikla hraðferð um allt ísland og verður flogið um Fagurhólsmýri, Höfn i Horna- firði, Egilsstaði með viðkomu og ferðum á öllum þessum stöð um. Þá verður flogið frá Egils- stöðum til Akureýrar, dvalizt í Mývatnssveit og þvi næst flog ið til lsafjarðar ög loks til Reykjavíkur aftur.. Trl viðbótar þessu verður skipulögð vikuferð til Grænlands. Arne Hyldkrog, skýrir frá þvi, að forseti íslands sé vemdari skólans, hins vegar sé hann ekki haldinn á vegum íslenzka menntamálaráðuneytisins, þvi að stofnun og rekstur skólans er algert einkaframtak þeirra Böndings og Hyldkrog, Þó hef- ur Gylfi Þ. Gíslason mennta- —jgP i'&'k4 áíl' u rrr^r- Eríadi um sálræn mál sjákfínga og unglinga Dr. Morton Bard prófessor, kunnur bandariskur sáifræðingur, er hingað kominn á vegum íslenzk ameriska félagsins, og fiytur hér tvo fyrirlestra um sálræn vanda- mál sjúklinga og vandamál æsk- unnar. Dr. Bard er hér með konu sinnl og tveimur dætrum og fer héðan til Stokkhólms og flytur þar fyrlrlestra og eins I höfuðborgum hinna Norðurlandanna, og viðar. Er hann I nokkurra mánaða fyrir- lestraferð á vegum hins kunna fé- lagskapar American Scandinavian Foundation. Dr. Benjamin Eiriksson formað- ur Islenzk-ameriska félagsins kynnti dr. Morton og fjölskyldu hans fyrir fréttamönnum á Hótel Sögu siðdegis i gær. Gerði hann gréin fyrir starfi og starfsferli dr. Mortóns. Hann sagði hann hafa unnið um 10 ára skeið við Sloane Kettering stófnunina I New York og undaHgéngin 3 ár við Lækna- skóla New York borgar (New York Medical College) og við Dr. Bard, kona hans og dætur. málaráðherra Iéð skólanum til afnota Sjömannaskólann í Reykjavík. Hægt er að taka í skólann að þessu sinni 55 nem- endur af öðrum Norðurlöndum og takmarkast sú tala af stærð leiguflugvélar sem stofnunin hef ur fengið. Þegar hafa borizt nærri 20 umsóknir. Þeir félag- arnir vilja gjarnan halda skólan um áfram vetrarmánuðina, en segja að slfkt yrði ekki fram- kVæmanlegt nema með álíka Christian Bönding ríkisstyrk og lýðháskólar á Norð urlöndum njóta. Veizlunm lyktaði með handtöku AUGLYSIÐ I jbað ber árctngur! Metropolitan sjúkrahúsið þar. Hann vinrtur aðallega að rannsókn- um á sálrænum vandamálum fólks, sem haldið er illkynjuðum eða ó- læknandi sjúkdómum, og einnig að rartnsóknum sem varða vanda- mál æskulýðsins. Hann hefir starf- að sem sárfræðingur við skðla í NeW York fyrir afbrotaunglinga og síðar sem ráðunautur æskulýðs- ráðs i New York. Dr. Mortön sagði nánar frá starfi sínu og svaraði fyrLrspurn- um, m.a. um afstöðu þess vanda- | máls, hvort læknar ættu að segja t.d. krabbameinssjúklingum í allri | hreinskilni, hvort þeir hefðu j krabbamein. — Dr. Morton kvað það nú almennt viðhorf lækna, sál- fræðinga og almennings til þessa máls, að ta verði að vegá ög , meta í hverju einstöku tilfelli. en um tíma hefði sú stefna fengið tals vert fylgi að leyna engu um slíka hluti, svo hefði verið um fráhvarf frá henni að rásða. Dr. Morton ræddi og mikilvægi samstarfs lækna og sálfræðinga. í fyrrakvöld eða öllu heldur fyrrinótt lyktaði veizluhöldum í bænum með liandtöku þjófs. Þannig var að í fyrrakvöld hófu tveir menn drykkju á vinnustað einum hér í borginni og nokkru siðar bættist þriðji maðurinn í hópinn, Þegar þeir voru allir góð- glaðir orðnir bauð einn þeirra hin- um tveim heim til sín til kaffi- og áfengisdrykkju. Var boðið þegið og veitingar þár heima. En þegar komið var framyfir miðnættið gerðust þre- menningarnir allir nokkuð drukkn- ir og húsráðanda sótti auk þess svefn svo hann bað gesti sína að fara. Annar þeirra varð þegar við tilmælum hans og fór en hinum dvaldist eitthvað lengur. Rétt á eft ir skrapp húsráðandi inn í næsta herbergi og skildi gest sinn einan á meðan. En þegar hann kom til baka var gesturinn horfinn og auk þess vandaður plötuspilari — kjör- gripur hinn mesti, sem hann átti. Húsráðanda fannst gesturinn illa hafa launað veitingar og gestrisni svo hann hringdi til lögreglunnar og bað hana að hafa upp á þjófn- um og gripnum fyrir sig. Lögregl- an hóf leit og fann að vörmu spori báða gestina á sama vinnustaðnum og þeir höfðu hafið drykkju áður um kvöldið. Voru þeir þá í harðri rinunu út af því, að sá þeirra sem fyrr hafði horfið á brott var að reyna að leiða félaga sínum fyrir ' sjónir hvers konar heimskupör hann hafði gert og reyna að fá 1 hann til að skila plötuspilaranum. j En þá skarst lögreglan óvænt i leikinn og hirti sökudólginn. Sökudölgurinn reyndist vera gamall kunningi lögreglunnar. Það var hann sem stal fyrir skemmstu peningum í Hafnarbúðum, náði sér I leigubil og keypti áfengi af bílstjóranum, fékk síðan annan bíl og ætlaði í honum austur á Litla- Hraun. En lögreglan elti hann og handtók austúr á Selfossi. Hefur Vísir áður skýrt frá þessum at- burði. Þá var þessi sami maður hand- tekinn að kvöldi til fyrir utan verzlun Silla og Valda í Aðal- stræti. Var hann þá ásamt öðrum manni búinn að stela 2 kössum af niðursoðnum ávöxtum úr verzlun- inni. Hann hefur og fleira á sam- vizkunni, varð m.a. uppvís að því að hafa stolið smjöri og fleiri mat- vælum úr skipi o. s. frv. Hjá borgurum bæjarins vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort ástæða sé til að láta slíka menn ganga lausa, sem hvergi geta séð annarra eigur í friði og menn geta aldrei verið öruggir fyrir, jafnvel ekki gestgjafar þeirra og velgerð- armenn. Hvað þurfa þeir að gera af sér til að vera settir undir lás og slá? Og hvað á það að dragast lengi? ,J .-I 'I V, .1'. ! // jt }i,.'h.'i,.ii: ‘•’.'v.’LVV/}: i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.