Vísir - 15.02.1964, Síða 7

Vísir - 15.02.1964, Síða 7
I í VlSIR . Laugardagur 15. febrúar 1964. Hið árlega Skákþing Reykja- vikur hófst á sunnudaginn var og er teflt að Þingholtsstræti 27. Að þessu sinn.i taka 52 skákmenn þátt í mótiuu, þar af 20 f meist- araflokki, 12 f I. flokki og 20 í Djurhuus. n. flokki. Tilhögun mótsins er þannig, að allir keppendur tefla saman í einum flokki og verða tefldar 9 umferðir eftir Monrads- kerfi. Tímatakmörk eru allnýstár- Ieg: Keppendur hafa til umráða eina og hálfa klukkustund á fyrstu 36 leikina, en síðan skal skákinni lokið á hálftíma. Þessi tímamörk eru að vísu ekki alveg ný af nálinni, voru fyrst reynd með svipuðum hætti á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 1952 og stöku sinnum síðan. Höfuðkosturinn við að skera tímatakmörkunum svo þröngan stakk er sá, að biðskákir leggj- ast með öllu niður. Eftir hverja umferð liggja fyrir endanleg úr- slit á öllum borðum og þarf vart að eyða að því orðum, hversu miklu auðveldari framkvæmd mótsins verður. Þátttaka má teljast allgóð, þótt óneitanlega hefði mátt búast við henni betri, ef miðað er við þann mikla skákáhuga, sem Reýkjavík- urmótið hefur vakið. En hætt er i við, að ýmsir séu þegar orðnir „skákþreyttir" eða kjósi fremur að tefla heima en binda sig of lengi í kapptefli. 1 Meðal þátttakenda er Olaf Djur huus frá Færeyjum, en honum var boðið sérstaklega til mótsins. Teflt er sunnudaga eftir hádegi og mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Skákstjóri er Pétur Eiríksson. 50 úrvalsskákir frú XII Ólympíu- skúkmótinu „50 úrvalsskákir frá XII. Ólympíuskákmótinu“. tJt- gefandi: Skákútgáfan. Tveir skákáhugamenn hafa sýnt það lofsverða framtak að gefa út skákbók. Er hér um að ræða úr- valsskákir frá Ólympíumótinu í Moskvu 1956. Skýringar við skák- ijrnar hefur rússneski stórmeist- arinn Salo Flohr gert. Útgefendur eru þeir bræður Sig urjón og Bragi Þorbergssynir (bræður Freysteins Þorbergssonar skákmeistara) og hefur Bragi séð um þýðingu, en Sigurjón um sjálfa útgáfuna. Káputeikningu gerði K. Weh- fróðlegum inngangi um teflendur, sem við eigast í skákinni, slðan gerðar nákvæmar athugasemdir við torræða leiki og oft skotið inn sérstæðum tilvitnunum eða fjörgað upp á vísindalegar skýr- ingar með léttri kímni. Að lokum birtum við skákunn- endum til glöggvunar eina skák úr téðri bók: Bronstein í sókn Oft má lesa í skáktímaritum, að Davið Bronstein minni með hinni glæsilegu taflmennsku sinni meira en nokkur annar skákjöf- ur samtíðarinnar á snillinginn Aljechin. Eftirfarandi skák ein hin fegursta á mótinu, ber vitni um hina geysilegu leikfléttuhæfileika sovézka stórmeisarans. Kóngsindversk vörn Hvítt: I. Aloni (Israel) Svart: D. Bronstein (Sovétríkin) 1. d4, Rf6 2. c4, g 6 3. Rc3, Bg7 4. e4, d6 5. f3, e5 6. Rge2, 0-0 7. Be3, Rbd7 8. Dd2, a6 9. g4, - Þó að þessi vængsókn sé í sjálfu sér rétt, er leikjaröð hvíts óná- kvæm. Hann gleymir, að væng- sókn getur því aðeins borið ár- angur, að miðborðið sé tryggt. Þess vegna hefði hann átt að loka miðborðinu fyrst með 9. d5. 9. —, exd4! Bronstein, líklega sem sem bezt þekkir kóngsindv. vörn, lætur auðvitað ekki hjá líða að færa sér í nyt afleik and- SKÁKÞÁTTUR I ■ ■ ■*»■■_! Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson rm m m m m m meier og fjöldi vel gerðra teikni- mynda prýðir bókina og gæðir hana lífi. Bókin er fjölrituð og hefur „Letur“ annazt verkið. Hef- ur vel tekizt um allan ytri frá- gang og er bók þessi hin eiguleg- asta og ætti að vera hverjum skákunnanda girnileg til fróð- leiks og skemmtunar. Skýringar Flohrs eru með mikl- um ágætum eins og hans er von og vlsa. Hver skák eða skák- meistari verður sérstakur kapítuli. Er oft byrjað á skemmtilegum og stæðingsins. Hinar skjótu aðgerð- ir hans trufla hvítan, svo að hann fær aldrei framkvæmt áætlun sina — um framrás h- og g-peðs- ins. Svartur hefur þegar náð frum kvæðinu. 10. Rxd4, c5 Þetta veikir að vísu d5-reitinn og d-peðið, en hin traustá hernaðaráætlun Bron- steins er einmitt fólgin I skjótri skipan mannanna til sóknar á veikleika hvltu stöðunnar á f3 og c4. 11. Rc2, Re5 12. Be2, Be6 13. Upphitunarkerfí utan- húss fyrir strætisvagna 1 Frá því er skýrt í viðtali við Eirík Ásgeirsson forstjóra í Vísi í gær, að hjá Strætisvögnum Reykjavíkur standi miklar framkvæmdir fyr- ir dyrum á næstunni. Langstærst þessara fram- kvæmda er mikil verkstæðis- bygging inni á Kirkjusandi, sem m. a. verður útbúin nýtlzku þvottavélum fyrir bifreiðar. Þær eru I senn ftjótvirkar og vel- virkar og eru alger nýlunda á þessu sviði hér á landi. Er vögnunum ekið I gegnum véla- kerfið og koma þeir þvegnir út úr því eftir 2 — 3 mínútur. Önnur merk nýlunda sem Strætisvagnar Reykjavíkur munu taka upp fyrir næsta vetur er upphitunarkerfi utan- húss fyrir alla strætisvagnana. Þetta sparar húsnæði yfir bllana en kemur að tilsvarandi notum. Það heldur bílunum heitum alla / nóttina þótt þeir séu ekki I ; gangi og gildir það jafnt um \ vél bifreiðarinnar sem alla >yfir- (• byggingú hennar. Með þessu k sparast einnig frostlögur og bíl- / arnir eru ganghæfir I einu vet- i fangi þótt miklir kuldar séu. | Að öðru leyti vísast um þetta í efni til viðtalsins við Eirík Ás- 1 geirsson forstjóra I blaðinu I ’ gær. ) Ra3, — Aloni taldi, að hann hefði allgott tafl og með öllu væri loku skotið fyrir, að s^artur gæti sprengt upp með b5. 13. -, R6d7 14. 0-0-0, b5! Þrátt fyrir allt! Bronstein finnur, að langvarandi stöðubarátta væri svörtum mjög óhagstæð. Án þess að fást um peðstöp — en það er yfirleitt einkennandi fyrir skák- stíl hans — hefur hann nú beina kóngssókn. Hið næma stöðuskyn hans hefur fyrir löngu fært hon- um heim sanninn um, að hvíta staðan er alls ekki eins traust og virðist við fyrstu sýn. Aðeins er um það að ræða að opna línu, hvað sem það kostar. 15. cxb5, axb5 16. Rcxb5, c4 17. Dxd6, — Hugarrór etur Aloni einnig þetta peð. „Og hvers vegna ekki,“ hefur hann ef til vill hugs- að, „hvað hef ég óttast?“ 17. -, Da5 18. Bd4, - Skák- skýrendur gagnrýndu seinna þenn an Ieik og sögðu, að Aloni hefði auðveldlega getað stöðvað sókn Bronsteins með 18. Bd2. En svo einfalt er það ekki. 18. Bd2 gat svartur svarað skarplega með 18. —, c3 19. Bxc3, Hc8 — I sama stíl og framhald skákarinnar — og haldið þannig sókninni áfram. „Heppinn“, sögðu margir efagjarn ir menn eftir skákina. En sá, sem vogar, vinnur einmitt. 18. - Hfc8 19. Bc3, Rd3ý! 20. Bxd3, - Eða 20. Bbl, Bxc3 21. Rxc3, Hcb8 með sterkri sókn. 20. —, Bxc3 21. Rxc3, cxd3 22. Hxd3,' — Þriðja peðsfórnin! 22. -, Re5 23. He3, Hcd8 24. De7, Hd7 25. Df6, Dc5. Nú ligg- ur allt Ijóst fyrir: Þrátt fyrir liðs- muninn er kóngi hvíts bráður bani búinn. 26. Rc2, Rd3t 27. Hxd3, Hxd3 28. a3, Df2 29. Hel, Hd2. Hvitur gafst upp. Það kann að vera, að skákskýr- endur geti fundið haldgóða vörn fyrir Aloni. En það faer ekki dreg- :ð úr hinum glæsilega árangri Bronsteins. Skákunnendur I öll- um löndum munu hrópa: „Heyr, þannig á að tefla“. \ Hvítur leikur og vinnur. ERLENDAR FRÉTTIR Hinu árlega stórmóti I Bever- vik I Hollandi er nýlokið. Efstir erðu þessir: 1.—2. Keres og Nei (báðir Sovét- ríkin) 11J/2 v. 3. Portisch (Ungvl.) 11 v. 4. Ivkov (Júgósl.) 10 v. 5.-7. Larsen (Danm.), Lengyel (Ungvl.) og Parma (Júgósl.) allir 9 Ý-i v. 8. Dr. Filip (Tékkóslv.) 8i/2 v. Meistaramóti Sovétríkjanna lauk fyrir nokkru og urðu þrír jafnir og efstir: 1. —3. Kholmov, Stein og Spassky, 4.-5. Svetin og Bronstein. P. Ó. JJér var fyrir skömmu getið um það í blaðinu hverjar væru tekjur trésmiða af upp- mælingarvinnu og var sú grein byggð á grundvelli nokk- urra tuga verka, sem rann- sökuð voru. Þar var greint frá, að I sumum tilfellum er um margföld venjuleg tíma- laun að ræða. Þetta er glöggt dæmi um ofþensluna, sem ver- ið hefir á vinnumarkaðinumað undanförnu. Mikill hörgull hef ir verið á iðnaðarmönnum og byggjendur þvl verið fúsir margir hverjir til þess að greiða mjög há Iaun, aðeins ef verkið hefir fengizt fram- kvæmt — og jafnvel mun hærri heldur en taxtar ákveða. ® Afleiðingar ofþensl- unnar Afleiðingar ofþenslunnar eru alkunnar. Hún eykur mjög á Iaunaspennuna. Aðrar stéttir heimta svipuð Iaun og þeir sem hæst komast vegna vinnu aflsins og allt magnar þetta Iaunaskrið verðbólguna. Þess vegna er það mikilvægt að hagstjórnartækjunum sé beitt þannig að úr ofþenslunni dragi og aftur komist jafnvægi á. Lítið vit er I því að ríkið sé að keppa á vinnumarkaðinum við einstaklinga og einkafyrir- tæki. Ýmsar verklegar fram- kvæmdir ríkisins mega bíða að ósekju, enda er það eðlilegra að meira sé um opinberar framkvæmdir á atvinnuleysis- tímum. ® Hlutverk Jöfnunarsióðs Til er sjóður á vegum ríkis- ins, Jöfnunarsjóður, sem ætl- að er einmitt þetta hlutverk. Um hann voru sett lög fyrir þrjátíu árum, en fram til árs- ins 1962 var aldrei neitt fé greitt I hann. Hlutverk hans er einmitt að geyma rlkisfé til mögru áranna og veita þvl þá út I framkvæmdalífið, þegar lítið er um atvinnu. Núver- andi ríkisstjórn varð fyrst til þess að gera Iögin um Jöfn- unarsjóð virk með því að leggja til hans hluta tekjuaf- gangsins 1962. Á þeirri' braut ætti að halda áfram. ® Stefna Framsóknar En ekki eru allir sammála um að sú stefna sé þó skyn- samleg. Fram-sóknarmenn börðust nýlega mjög fyrir þvl að tekjuafgangi síðasta árs væri varið til þess að styrkja útveginn, I stað þess að leggja hann fyrir. Ef það hefði ver- ið gert myndi það hafa orsak- að ný ofþensluáhrif og er þó varla á spennuna bætandi. Þess vegna var ekki horfið að því ráði og er það vel.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.