Vísir - 15.02.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 15.02.1964, Blaðsíða 13
VlSIR . Laugaróagnr 15. febrúar 1964. 13 REFAGALDUR - Framh. af bls. 9. lega. Hann fór að tala um þau aftur. „Fjöllin hugsa um þá fegurð og þann kraft, sem mennimir skynja ekki. Hvert fjall er sinn persónugervingur. Eitt fjall er úr móbergi, annað úr blágrýti, þriðja úr líparíti — hver berg- tegnnd hefur sinn sérstaka hæfíleika og kraft — það er segulafl í þeim eins og steinun- um á málverkinu, sem ég kalla „Islenzkir steinalitir“. Ég er að reyna að sýna stafróf fjallanna, *em tala stundum á hvössu tungumáli. Þú manst gátuna um hrafntinnuna: Hvað er homi harðara hrafni svartara skildi skyggnara skafti réttara? Nú vorum við staddir fyrir framan Lýsuhymu, og þarna var þokan úr einu málverki hans, þar sem hún læddist með JBrðunni; hún virtist líkamnast elns og vofa á andafundi: „Það er hemaðarleyndarmál, hvemig ég mála þokuna", segir hann. Xoma Flámar og Kötlustíg- ur. Kerling nokkur, sem Katla hét, hrapaði þar, er hún var að fara til selja upp á Bjarnar- fossdal. „Þama hef ég verið á grenj- um — þama hef ég málað mál- verk“, segir Þórður. Nú kemur Mælifell í ljós, þar sem er stöðuvatn uppi á tindin- um, og sagt er að óskasteinn fljóti upp í vatnsskorpuna á Jónsmessunótt. Þá kemur Axlarhyma, og und ir rótum hennar er bærinn Öxl, þar sem Axlar-Björn bjó. Hann dreymdi, að hann skyldi sækja öxi undir stein á tindinum á Axlar-hyrnu. Hann fann öxina, og með henni drap hann 18 menn. „Hvaðan var öxin, Þórður?" „Hún var frá fjandanum". „Þú kallar eina mynd þína „Andskotann upp úr súm — djöfullinn er þáttur I verkum þfnum. Hvers vegna?“ „Þetta táknar vald djöfulsins hér á jörðu. Þú sérð gálgann í myndinni og líkkistuna. Hver skal lenda í gálganum getur ver- ið táknrænt upp á veröldina. Og þú manst eftir þeim litla — hann táknar litlu valdhafana, sem miklu ráða og hlusta á rödd djöfsa. Og svo má líka skoða þetta sem myndskreyt- ingu úr íslenzkri þjóðsögu: Gili- trutt, Surtla, Trölli og púkinn". J^ANDIÐ var hrími slegið, jökullinn trónaði eins og guð í ljósaskiptunum. „Hvað ertu að segja í mál- verkunum, Þórður?" „Ég er að leitast við að fram- kalla það, sem ég hef séð eftir þrjátíu ára reynslu, þegar ég hef verið í háfjöllum á grenjum. Ég er að reyna að ná kraftin- um ómenguðum úr náttúrunni sjálfri. Ég hef mest gaman af ósnortinni náttúru eða náttúru, sem mennirnir eru ekki búnir að skemma. En það er ekki hægt að viðhalda sinni náttúru og frumstæða krafti nema með því að dveljast á háfjöllum ann- að veifið“. „Hvernig finnst þér að hand- fjatla málarapensil eftir að hafa haldið svona lengi á hagla- byssu?“ „Ég skal segja þér stutta sögu. Eitt sinn lá ég á greni I Hellu- hrauni inni á Búlandshöfða. Mér var sagt, að gamall dýrbítur hefði leikið þar lausum hala undanfarin fimm ár og bitið mörg lömb. Hið fyrsta, sem ég gerði, var að reyna að skilja veiðiaðferðir refsins. Hann sást nær aldrei, þegar legið var á greni. Ég fór upp á fjall þar fyrir ofan, þar sem ég gat séð yfir og tæmdi hugann af öllu nema þvl eina að hugsa um að skjóta tófuna. Þá sá ég, hvemig hún hagaði sér. Ég skaut hana aðra nóttina. Hún var orðin svo gömul, að hún var búin að missa nær allar gemlumar. Hún sá við öllum brögðum mannanna — hún lætur ekki plata sig oftar en einu sinni. Þannig bý ég til myndimar. Ég nota sömu að- ferð og ég beiti fjallarefmn. Ég tæmi hugann af öllu nema einu viðfangsefni“. „Er þetta jógísk aðferð?" „Þetta er spurningin um að ná valdi yfir huganum". „Hvort finnst þér skemmti- legra að mála myndir eða drepa fjallaref?“ „Ég legg ekki saman, hvað er skemmtilegra að mála. Það er leiðinlegt að þurfa að drepa tóf- una — svona viturt dýr. Maður getur lært margt af tófunni". „Hvað hefurðu lært af tóf- unni?“ „Enginn uppeldisfræðingur kennir uppeldisfræði á við fjalla ref. Hann lætur llfið og erfið- leika dagsins kenna yrðlingun- um að bjarga sér ...“ „Hvað hefurðu lært meira af tófunni, Þórður, — ég meina persónulega?" „Það er ekki nema tvennt, sem tófan hræðist I þessum heimi — það eru vélaráð manns ins og hundinn með eðli sitt. Tófan kennir manni þannig að útiloka það, , sem fólkið þj^iist mest af — það er óttinn við það, sem ekkt er að ótfast"^ Nú tóku Axlarhólar við, og Breiðavíkin blasti við og Knarr- arklettar, þar sem Björn Breiða víkurkappi fór upp Björnsgang til að hitta Þuríði, systur Snorra goða. Þórður kvað við raust: Hingað gekk hetjan unga heiðar um brattar leiðir fannar mund að finna fríða grund I hríð stundum ... Svo beygði hann niður að Hellnum. Komið var myrkur. Brimsogið barst inn um glugg- ann I gömlu baðstofunni I Mela- búð. Þórður sagði veiðisögur. T TM morguninn var haldið fyrir Jökul. Þórður dró upp Stapafell. Hann athugaði Lóndrangana og Svalþúfuna. „Ég gerði eina mína fyrstu mynd af Svalþúfunni: Kolbeinn Grlmsson situr I þoku liðinna alda og kveður djöfulinn niður". Svo var haldið enn lengra yfir Drangahraun fram hjá Purkhól- um út I Hólahóla, og þá var komið inn I Berudal, sem er eins og hringleikahús. „Þar er reirnt", sagði Þórður. Svo tók Beruvík við. í élinu glitti á Hreggnasa. Efst I brúnum bergsins svarta með bundna fætur, hroll I taugum, Hreggnasi með hrím í aug- um horfði inn í vorið bjarta, kyrjaði Þórður. „Hvaðan er þetta?" „Þetta er I bókinni „Vor úr vetri“ eftir Mat\hías Johannes- sen — hann leggur svipaðan skilning og ég I fjöllin". „Þú fylgist með?“ „Ég mála 'af Iífsgleði“. (Ljósm. I. M.). „Ég Jes öll ljóð, sem ég kemst yfir, eftir dauða og lifandi“. „Yrkirðu sjálfur?“ „Ég orti bók um árið, „Ekki er allt, sem sýnist“. Spurðu Helga Sæm. um álit hans á kveðskap mlnum“. Nú var snúið til baka. „Þig hefur tekið út af togara tvisvar og trillu einu sinni, lent I frægasta strandi á íslandi, ver- ið talinn af á háfjöllum hvað eftir annað og kannski kynnzt foráttukonum um ævina — hvernig fórstu að þvl að komast andlega óskaddaður úr slíkum mannraunum?" „Það er ekki hægt með öðru móti en útiloka allt, sem heitir ',"hræ‘ðs'fi', og kunna að lifa og deyja rólegur". „Hvemig er hægt að útiloka ótta?“ „Með réttum skilningi á llf- inu. Það skiptir ekki máli, hvort við förum tuttugu árum fyrr eða seinna. Aðalatriðið er, að við völdum ekki öðrum þjáningum með eigin aumingjadómi. Þe&s vegna skuli hver og einn fara eftir þvf, sem stendur I Háva- málum: „Glaðr ok reifr skuli guma hverr, unz sín bana of bíðr“. „Trúirðu á lffsgleðina?“ „Ef gleðin er hálft líf manns- ins, getur verið gæfa bæði dauði og llf. Elinborg I Gufuskálum missti manninn sinn og tvo syni I skipslendingu. Hún horfði á þá farast og hverfa ofan I Ægi, þegar hún var við heyvinnu í túninu. Hún hélt áfram að raka eftir sem áður. Ég spurði hana, hvernig hún hefði farið að þessu. Hún sagði: „Hvemig átti ég að valda öðmm sorg með eigin1 harmi“. Þessi kona 61 ein upp börnin, sem eftir lifðu, sótti sjálf björg I bú út á Sand, og bar á baki óraleið". „Viltu segja mér eitt, Þórður: Þegar þú Ientir 1 strandinu fræga við Ólafsvik ... baðstu bænir þínar?“ „Maður á að lesa bænir I góðu veðri úppi á landi, en þegar menn em I sjávarháska, eiga menn ekki að biðja bænir — bara að hugsa um að bjarga sér — eins og ég gerði“. „Ætlarðu ekki að biðja fyrir sýningunni, sem þú ert að opna?“ „Kannski kvabba ég á guði i þetta skipti". stgr. Til sölu ný 5 herbergja íbúð á Seltjarnar nesi, sérhiti. 5 herb. íbúð á 1. hæð I Hlfðunum. 4 herb. kjall- arafbúð, sérhiti, sérinngangur. Uppl. 1 síma 19896 eftir kl. 7 á kvöldin. N_______________) ÞyOTTAHÚS Vesturbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 •prctitun ? prentsmléja & gúmmlstlmplagerð Efnholtl Z - Siml 20960 Fasfeignir Höfum kaupendur að góðum íbúðum af öllum stærðum, full- gerðum eða 1 smíðum. Otborg- anir geta orðið mjög miklar 1 flestum tilfellum. Vantar einbýlishús eða stóra hæð með a.m.k. 5 svefnherbergj um. má vera I smíðum. Mikil útbqrgun. Vantar lóð undir verzlunar- eða iðnaðarhús eða sllkt hús fullgert eða 1 smíðum. Tökum að okkur að annast sölu og kaup á góðum fasteign- um I Reykjavík og nágrenni. Hagkvæm eignaskipti eru oft möguleg. JÓN INGIMARSSON lögmaður Hafnarstræti 4 sfmi 20788 Sölumaður: Sigurgeir Magnússon. 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 • Sími 20235 mundssyni utanríkisráðherra. Bandarísk meantastofnun t fyrrad. var undirritaður í utan- rlkisráðuneytinu samn. milli ríkis- stjórna íslands og Bandaríkj. um Menntastofnun Bandaríkjanna á !s- landi, en I honum er ákvæði um greiðslu kostnaðar af ýmsum menn ingarskiptum landanna. Hér er um að ræða endurnýjun á samningi frá 1957 og mun Menntastofnun Bandarlkjanna starfa með sama hætti og verið hef ur. Samninginn undirrituðu þeir Penfield sendiherra Bandaríkjanna og Guðmundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra. . S.'lX.1íTjSU1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.