Vísir - 15.02.1964, Síða 15
V í SIR . Laugardagur 15. febrúar 1964.
75 i
— Það skiptir engu. Hugleiðið
hver staða yðar verður. Þegar
þér hafið selt þau skuluð þér
senda eftir vagni og láta vagn
stjórann fyrst fá skakkt heim
ilisfang, svo að enginn í grennd
við gamla staðinn viti hvert þér
hafið farið. Á leiðinni getið þér
svo látið vagnstjórann fá aðra
fyrirskipan. Skuldið þér nokkuð
þarna í hverfinu?
— Ég skulda aðeins fyrir þenn
an ársfjórðung, en ég verð víst
að borga fyrir næsta líka. Ég
geri ráð fyrir, að það sem ég
fæ fyrir húsgögnin hrökkvi til.
— Munið, að ég er ráðamaður
yðar þar til þér verðið konan
mín, og pyngja mín stendur 'yður
opin, hikið ekki við að nota
yður það.
- Það mun ég ekki gera, -
fyrr en ég þarf þess með.
- Komið Viú og ég skal sýna
yður íbúð yðar.
Cecile varð stórhrifin af litlu
íbúðinni. Hún var einkar snot-
ur og henni fannst það sönnun
þess hve Paroli lét sér annt um
hana og að hann unni henni, að
hann lét hana fá hana til íbúðar.
- Þér eruð hér í lækninga-
stofnun, og þetta er sjúkrastofan
yðar, sagði hann hlæjandi í dag
stofu litlu íbúðarinnar. Og garð
urinn er mjög stór. Þar getið þér
gengið um að vild. Ég vona, að
þér verðið ánægðar með þessa
tilhögun rétt í bili.
— Ánægð, sagði Cecile, það
verður eins og í paradís.
- Yður finnst ef til vill, að
þér verðið dálítið ófrjálsar en
biðtíminn verður ekki langur þar
til við verðum hjón, en ég tel
hyggilegast, að þér farið ekki
út fyrr. Þá kemur ekkert frá
liðna tímanum til þess að trufla.
Er þér hugsið um framtíðina
þurfið þér ekkert að óttast, en
vafalaust hafið þér alið drauma
fagra um auð og áhrif.
— Ég mun ekki fara út. Nú
dreymir mig bara um, að verða
elskuð af yður, og sá draumur
hefir rætzt, svo ég get einskis
frekar óskað.
ítalinn þrýsti henni fast að
barmi sínum.
— En flýtið yður nú, sagði
hann. Og komið fljótt aftur. Ég
hafi beðið um að hafa vagn til
taks handa yður.
Skammri stundu síðar lagði
Cecile af stað til heimilis síns í
Batignolleshverfi.
Skömmu síðar fór Paroli einn
ig út. Hann gekk eftir Saint
Michel brqiðstræti og hugleiddi
hvernig atburðarásin hefði verið
eins og samfelld keðja - og allt
honum í hag, - eins og allt
stuðlaði að því, að hinar fífl-
dirfskulegu áætlanir hans rætt-
ust. Hann var sannarlega inn
undir hjá hamingjúdísunum. -
Honum fannst heppni sín nú al-
veg furðuleg - svo furðuleg, að
hann var örlítið smeykur við
það. Heppileg tilviljun hafði orð
ið til þess, að hann vingaðist
við de Gevrey, dómarann, sem
falið var Bernier-morðmálið, og
frá honum mundi hann jafnan
geta fengið vitneskju um allan
gang málsins. Cecile var alger-
lega á hans valdi. Hún mundi
færa honum 900.000 franka í
meðgjöf. Þriðjunginn sem vant-
aði skyídi hann fá fyrr eða
síðar, um það var hann ekki í
minnsta vafa, og hann var stað-
ráðinn í að svífast einskis til
þess að komast yfir þann arfs-
hluta líka. Til þess þurfti hann
að koma á kaldan klaka örbirgð
ar og auðnuleysis tveimur kon-
um - og einnig það skyldi takast.
Þessar konur voru Angela Berni
er og Emma Rósa, dóttir hennar.
Um örlög þeirra skipti ekki
miklu, ef hann aðeins gætj söls-
að undir sig fé, sem þeim bar.
Paroli fann til óslökkvandi
gullþorsta. — Milljónaeigandi
skyldi hann verða, tugmilljóna-
eigandi. Hann skyldi gersigra
alla keppinauta í stétt sinni, auð-
mýkja þá og hæða, sem fyrr
höfðu auðmýkt hann og hætt-
Hann sá fram á, að hið fyrsta
sem hann yrði að gera væri að
reyna að koma því til leiðar að
dómarinn sannfærðist um sekt
Angelu. Og þegar búið væri að-
dæma hana yrði barnaleikur að
eyðileggja líf Emmu Rósu.
En hvernig átti hann að fara
að því, að sannfæra dómarann
um sekt saklausrar manneskju?
Hvernig væri hægt að afla „sann
ana“? Hann hugleiddi þetta mjög
rækilega og komst að raun um
að það væri of hættulegt fyrir
hann sjálfan að vinna þetta níð
ingsverk, en mundi ekki vera
hægt að fá einhvern samvizku-
lausan náunga til þess - múta
honum til þess? Þetta gat verið
hættulegt, en hann sá engin önn
ur úrræði - slíkan samherja
yrði hann að fá, það var óhjá-
kvæmileg nauðsyn.
Hann ákvað að ganga til húss-
ins, þar sem Angela hafði verzl
un sína og átti heima. Það var
um að gera að hamra járnið
meðan það var heitt, hugsaði
hann.
Paroli var ekki rótt, er hann
hugsaði til „þorparans“ Darnala
- en í rétt í bili gat hann ekki
verið hættulegur, ályktaði hann.
Ef til vill myndi hann verða það
seinna og þá yrði hann að vera
viðbúinn,
Eins og horfir hugsaði hann,
er brautin greið framundan -
og hún skal vera greið áfram.
Og svo tók hann leiguvagn og
lét aka sér til Clichytorgs.
9
Leynilögreglumennirnir Ljós-
ormurinn og Fýrspýtan höfðu
ekki vérið iðjulausir. Þeir höfðu
farið með næturhraðlest til Mars
eille og komið þangað snemma
morguns. Á leiðinni höfðu þeir
reykt ósköpin öll og lagt starfs
áætlun. Þegar til Marseille kom
byrjuðu þeir á að kynna sér hvar
<Quai de la Eraternité væri og
■Lrotel Beausejóur óg fóru fyrst
"þahþ&ð.
— Við skulum nú byrja á því
að fá okkur morgunverð, sagði
Ljósormurinn, og svo getúm við
farið að athuga allt nánar.
Morgunverð snæddu þeir í
sama gistihúsinu og Paroli hafði
gist í hálfum mánuði áður. Þar
sem þeir félagar litu svo á, að
þeir mættu engan tíma missa
flýttu þeir sér að borða og lögðu
svo leið sína í skrifstofu gisti-
hússins, þar sem Paroli hafði
fyrst litið augum Jacques Bemi
er. - Konan, sem rak gistihús
starfsemina, var þar við af-
greiðslu Fannst henni Ljósorm-
urinn einkar viðfelldinn maður
og svaraði greiðlega fyrirsþurn-
um hans varðandi gistingu, en
Ljósormurinn kvað þá óska eftir
herbergi með tveimur rúmum.
— Þið getið valið um herberg
in, sem auð eru, þegar, ef þið
viljið.
-JíaupiS
Jiauoa krcfí
frímerkin
SENDIBÍLASTÖÐIN H.F.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113
//ANDHREINSAÐ/R
EFNALAUGIN DJÖRG
Sólvallogöfu 74. Simi 13237
Bormohlið 6. Simi 23337
- Þakka yður fyrir, en við bíð
um með herbergisvalið.
- Eins og yður þóknast.
— Við óskum nú að segja yður
hverjir við erum, sagði Ljósorm
urinn. Við félaga erum báðir
leynilögreglumenn, sendir til
Marseille til eftirgrennslana,
vegna réttarrannsóknar, er fram
fer. Leyfið mér að sýna yður
skilríki okkar.
Það er nú einu sinni svo, að
úti í Frakklandi er mönnum ekki
um lögregluna, og frúnni fannst
Ljósormurinn nú ekki eins að-
laðandi en áður, en gætti þess
að láta það ekki í Ijós.
- Og ég skal segja yður hvers
eðlis eftirgrennslanirnar eru og
hverjar ástæðurnar eru fyrir, að
við báðumst gistingar einmitt í
gistihúsi yðar.
— Er nauðsynlegt, að ég fái
nokkuð um ástæðuna að vita?
Ég sé ekki að ég þurfi að vera
á nokkurn hátt við þessar eftir-
grennslanir riðin.
- Þar farið þér villu vegar
frú mín góð, því að ég er til-
neyddur að yfirheyra yður.
- Mig?, spurði frúin undrandi
og óróleg.
- Já, sagði Casaneuve bros-
andi, en verið alveg rólegar. Þér
eruð ekki ákærðar um neitt,
ekki einu sinni grunaðar um
neitt. Við þurfum aðeins upplýs
ingar um mann, sem gisti hér.
— Hvaða maður er það?
— Jacques Bernier.
Hún starði á hann og endur-
tók:
— Jacques Bermer.
- Já, sagði Ljósormurinn.v
— Ég vona, að það hafi ekkert
illt komið fyrir hann.
- Vitið þér ekki, að hann er
dauður?
T
A
R
Z
A
H
Allt I einu rekur barnið upp óg-
urlegt org, og það er auðheyrt,
að það getur nú andað, Húrra,
hrópar hjúkrunarkonan, það tókst
Það var eitthvað fast í hálsi þess,
en nú er það farið. Hlustaðu á
lætin. Tarzan tekur við barninu,
og gengur með það til svertingj-
anna. Kona mín bjargaði lífi
barns þíns, segir hann við svert-
ingjakonuna. Þú skuldar henni
þakklæti, Batusa. Hvað er hún
að segja, spyr Naomi þegar Tarz
WHAT'S THE j / SHE SAYS SHE ANI? UEK
. CH!L7'S JJ 5I5TER WAUT T0 CARRy
MTHEe w you to the village of
SAYIWG?y '\ TKE ME7ICIKIE MEN. y-
an kemur til hennar. Hún segir
að hún og systir hennar muni
þera þig til þorpsins, það er
þeirra leið til að þakka þér.
v/Miklatorg
Simi 2 3136
Glæsilegir
bílor
N.S.U. Prinz ’64. Sérstakl.
glæsilegur.
Consul Cortina ’63. Glæsil.
Volkswagen ’62. Fallegur
bíll. Hagstætt verð.
Opel Capitan ’55, nýinnfl.
1. flokks bíll.
Pontiac ’56, mjög íallegur.
Mercury ’53, fallegur og
góður bíll.
Fíat 600 ’60. Góður bíll
Rússajeppi ’56. Góður.
Dodge ’58
HU RAIIOARA nn
SKÚLAGATA 55 — SÍMI15812
LAUGAVEGI Q0-Q2
Stærsfn úrval bif-
reiðu á einum stoð.
SaL.;! er örugg hjú
okkur.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
BIFREIÐALEIGAN
Bergþórugötu 12. Simar 13660
34475 og 36598
G AMMO SlUBUXUR
w 5>snn
Miklatorgl