Vísir - 22.02.1964, Blaðsíða 13
V1 S IR . Laugardagur 22. febrúar 1964.
13
Ekki er nenia tæpur mannsaldur síðan allt það, sem flytja þurfti á
landi, var flutt á hestum og hafði sú fiutningaaðferð haldizt óbreytt
að kalla frá því á landnámsöld. Var þá lagður á hestinn reiðrngur með
klyfbera og girtur með gjörðum. Þegar fara þurfti með marga hesta
undir reiðingi, var það til að þeir væru tengdir saman með taglhnýt-
ingu, eða þá að taumi var hnýtt um klyfberaboga, en það var kölluð
lest, þegar margir hestar voru teymdir þannig undir klyfjum. Hér sjáið
þið mynd af klyfbera og aðra af heylest, það er hestum undir hey-
sátum — en þannig var heyið alls staðar flutt heim í garð, áður en
vagnar, og enn síðar dráttarvélar, komu til sögunnar. — Og nú er
það fyrsta spurningin í þessari nýju getraun:
GETRAUN
Aáma&aAmi
Svarið sendist til Vísis, Laugavegi 178 eða
Ingólfsstræti 3, fyrir kl. 18,00 föstudaginn
28. febr. >á verða veitt fyrstu aukaverð-
laun, eintak af bókinni Islenzkir þjóðhættir.
ÖIl svör sem berast verða geymd og dregið
úr þeim við lok keppninnar um páskana um
aðalverðlaunin, tvenn reiðhjól.
1. spurning:
Hvað kölluðust standamir upp úr klyfberabogunum?
SVAR__________________________________________
NAFN__________________________________________
BEKKUR________________________________________
SKÓLI ________________________________________
AKRANES
OLYMPIC STYLE JAKKINN
ER KOMINN
100% nylon. Blútt, lb?únt og svort
Herru, dömu og unglingu
VERZLUNIN
DRÍFANDI HF.
KIRKJUBRAUT 24
Vöruflutningabifreið
10 tonna Volvo ’62 ekinn 33 þús. km. í topp-
standi til sölu. Ýmis kaup koma til greina.
Sími 36446 milli kl. 12 og 8 laugardag og
sunnudag.
Rafsuðukapall
50 og 70 qmm fyrirliggjandi. Hagstætt verð.
G. Murteinsson hf.
Heildverzlun . Bankastræti 10 . Sími 15896
BiFREIÐAEIGENDUR
Vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um bótaskyldu vegna rúðubrota af
völdum steinkasts frá bifreiðum, vilja undirrituð tryggingarfélög hér
með skora á alla þá, sem telja sig eiga kröfu á þau vegna slíkra tjóna,
að lýsa kröfum sínum hjá viðkomandi tryggingarfélagi hið fyrsta.
Félögin munu sameiginlega fjalla um framkomnar kröfur og tilkynna
kröfuhöfum afstöðu sína til hinna einstöku tjóna.
Ábyrgð h.f. Almennar Tryggingar h.f.
Samvinnutryggingar Sjóvátryggingarfélag íslands h.f.
Vátryggingarfélagið h.f. Verzlanatryggingar h.f.
— KEFLVIKINGAR —
Við bjóðum yður að reyna viðskiptin. Notfærið yður hinar
víðfrægu, ódýru en árangursríku smáauglýsingar almennings
í Vísi. Við tökum á móti auglýsingum í síma. Hringið og leitið
upplýsinga. Auglýsingasíminn er 11663 — eða hafið samband
við Georg Ormsson, Túngötu 13, sími 1349, Keflavík.
Allt er hægt að kaupa og selja í gegnum smá-
auglýsingamar í Vísi.