Vísir - 22.02.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 22. febrúar 1964.
75
huga manns þess, sem hér var
í gær.
— Hví skyldi þessi nýi elsk-
hugi yðar hirða um, að annar
var á undan honum? spurði Dar-
nala beisklega.
— Þér móðguðuð mig í návist
fjárhaldsmanns míns, svaraði
Cecile hrokalega.
— Fjárhaldsmaður yðar, sagði
hann hrokalega. Já, hann varð
fjárhaldsmaður yðar á hentugum
tíma! Og þegar þessi fjárhalds-
maður var farinn, spurði hann
vafalaust um með hvaða rétti
ég hefði talað til yðar eins og
ég gerði. Þér hafið vafalaust
svarað honum, því að það er
sumt sem hægt er að játa fyrir
fjárhaldsmanni sínum, en ekki
föður sínum. Þér hafið vafalaust
svarað, að Paul Darnala hafi ver
ið elskhugi yðar, og bætt því
við, að þér hefðuð uppgötvað að
þetta voru duttlungar en ekki
ást, og því hafið þér fundið hent
ugt augnablik til þess að hrekja
burt elskhugann frá liðnum
tíma, já, meira að segja neitað
honum um rétt til þess barns,
sem þér berið undir brjósti.
Leikarinn hafði búizt við, að
Cecile myndi rjúka upp og svara
heiftarlega, en það gerði hún
ekki. Hún svaraði kurteislega,
en eins og hún væri stórmóðguð.
— Ég sé það nú betur en áð-
ur, að það band, sem batt okkur
saman, var í rauninni andstyggi
legur fjötur. Nú er ég, guði sé
lof, algerlega frjáls. Ég sagði
fjárhaldsmanni mínum það, sem
mig langaði til að segja - hvað
ég sagði honum, kemur ekki yð-
ur við. Þér sögðuð eitthvað um
kenjar. Hvað sem líður þeim til-
finningum, sem ég bar til yðar,
hefi ég upprætt þær með öllu.
Og það er bezt fyrir yður. En
það er liðið. Ég þekki yður ekki
lengur.
- En ég þekki yður - og
þekki yður nú betur en áður,
svaraði Darnala. Og nú sé ég
eftir því, að ég skyldi ekki rífa
alveg af yður grímuna í gær,
þegar þessi maður var hér, þessi
maður sem þér kallið fjárhalds-
mann yðar, og er orðinn eða að
verða elskhugi yðar. Hann ætti,
ef hann er skarpskyggn, að geta
séð nú, hversu lengi duttlungar
yðar vara. Þér segizt fyrirlíta
mig. Hvað hefi ég gert, til þess
að eiga fyrirlitningu yðar skilið?
Ég hefi elskað yður, Cecile, —
ef þér aðeins vissuð hve heitt
ég hefi elskað yður! Þér voruð
mér allt. Þegar ég fann bréf það,
sem faðir yðar skrifaði yður, og
sá, að hann hafði unnið mál sitt,
og var orðinn auðugur maður,
þá leið mér eins og ég hefði
verið barinn niður. Ég óttaðist
framtíðina. Ég hugsaði um hrös-
un okkar — afleiðingar hennar,
sem brátt mundu verða sjáan-
legar. Ég sagði við sjálfan mig,
að það væri skylda mín að fara
á fund hans og segja honum,
að þét hefðuð verið hrein og
ósnortin, er við kynntumst, og
ég var þess albúinn að biðja
hann fyrirgefningar og biðja
hann að viðurkenna mig sem
tengdason sinn. En þegar ég fóí
að hugsa um auð hans. brast
mig hugrekki. Þér höfðuð verið
fátækar og voruð nú allt í einu
orðnar auðugar, og ég ályktaði
að ef til vill myndi faðir yðar
efast um ást mína og orð og
hrekja mig burt, álykta að ég
hefði verið útsmoginn bragða-
HÚSHJÁLP -
HAFNARFIRÐI
Kona óskast 2 morgna í viku til húshjálpar.
Upplýsingar í síma 50152 kl. 7—9 laugardag.
refur. Mig hryggði, að þér vor-
uð ekki lengur fátækar, en ég
vonaði þrátt fyrir allt, að ást
okkar beggja mundi sigrast á öll-
um erfiðleikum.
Darnala þagnaði sem snöggv-
ast, yfirkominn af harmi, og
huldi andlitið í höndum sínum.
Háðsbros lék um varir Cecile.
Hann sá þetta bros. Sorg hans
hvarf og reiðin vaknaði. Og
hann hélt áfram:
- Ég reiddi mig á ást yðar,
hve heimskur ég var, einfaldur.
Ég vissi ekki, að þér gátuð ekki
elskað af allri sál yðar - öllu
hugskoti yðar. - Nú er faðir
yðar dáinn og þér tárfellið ekki
einu sinni. Þér klæðist sorgar-
klæðum, en ég sé, að það er
engin sorg í hjarta yðar. Ó, ég
skil hvernig þér hugsið. Þér er-
uð frjáls og þér eruð glöð yfir
að vera frjáls, af því að þér er-
uð auðugar, og peningarnir gera
yður kleift að leyna smán yðar.
Þér segið, að yður hafi skjátl-
azt, en eftir að þér hafið játað
fyrir mér hvernig var ástatt
fyrir yður, neitið þér því nú.
Vafalaust ætlið þér að hverfa í
nokkra mánuði — og birtast svo
aftur sem hrein, óflekkuð mey,
og hver segir, að þér munið ekki
grípa til örþrifaráða vegna barns
ins, sem þér berið undir brjósti.
Þér kunnið að gera það, en ég
aðvara yður. Ég skal leita yður
uppi hvert-, $em þ£r farið - og
knýja yður ságna varðandf
barn okkar.
Cecile var náföl orðin.
— Þér hafið í hótunum við
mig, sagði hún háðulega.
— Ég hóta yður ekki, Hvers
vegna skyldi ég gera það? Sé
maður ákveðinn, hugrakkur og
viss í sinni sök, þarf maður þess 1
ekki — þá lætur maður til skar-1
ar skríða á réttri stundu. Verið :
þér sælar, Cecile. Við hittumst
aftur.
- Verið þér sælir. Við hitt-
umst ekki aftur.
- Ég sver, að við skulum hitt,
ast aftur.
Og þar með rauk hann á dyr.
Fyrir utan húsið rakst hann á
Birgittu, sem var að koma.
Cecile tókst að hrinda af sér
óttanum í bili, því að hún og
Birgitta urðu nú heldur en ekki
að taka til höndunum. Þegar
allt var tilbúið, lét Cecile Bir-
gittu fá nýja heimilisfangið,
burðarmaður fór að bera niður
dótið, en Cecile fór á undan í
nýja staðinn, til þess að geta
sagt Paroli lækni sem fyrst frá
komu leikarans. Hún þráði sann
ast að segja að komast undir
verndarvæng hans. Og undir
eins og hún var setzt upp í leigu
vagninn, sagði hún við vagn-
stjórann:
— Rue de la Santé.
En í vagninum varð hún grip
in nærri ofsalegri hræðslu á ný.
Hvað mundi Paul Darnala gera?
Mundi hann þora að framkvæma
hótanir sínar? Andartak var
henni efst í huga að segja Par-
oli ekki frá því, sem nú hafði
gerzt, en komst brátt að þeirri
niðurstöðu, að hún ætti ekki að
halda neinu leyndu fyrir hon-
um.
Það fyrsta, sem hún spurði
um, er í lækningastofnunina
kom, var hvort Paroli væri
heima, og var henni sagt, að
hann væri í skrifstofu sinni, og
fór hún rakleiðis þangað.
Þegar Paroli sá hana, varð
honum þegar Ijóst, að eitthvað
alvarlegt hafði komið fyrir.
Hann spratt á fætur, tók um
hendur hennar og sagði við-
kvæmum rómi:
— Hvað er að. kæra barn?
- Ég hefi - hann kom aftur,
sagði hún og hné niður á stól.
Hver?
- Paul Darnala.
Paroli hnyklaði brúnir.
— Bar fundum ykkar saman
úti á götu eða vogaði hann sér
að knýja aftur dyra á heimili
yðar?
— Hann kom heim til mín.
— Hvenær?
— Fyrir einni klukkustundu.
- Og hvert var eripdi hans?
’ — Hánn hafði í hótunum við
mig, sakaði mig um það, sem
hann kallaði svik við sig og
krafðist þess að fá barnið, sem
ég geng með. Það hafði engin
áhrif, þótt og sýndi honum fyr-
irlitningu, neitaði . .. hann vildi
ekki trúa mér.
Hún skýrði honum nákvæm-
lega frá því, sem gerzt hafði, og
hann hlustaði á af mikilli eftir-
tekt. Augu hans leiftruðu af
reiði. Og hann hugsaði sem svo:
Þessi maður er hættulegur -
en oss dettur eitthvað í hug!
- Hvað get ég gert? stamaði
Cecile.,
Paroli hafði nægilegt vald á
sér til þess að geta varðveitt ró
sína.
— Þér skuluð umfram allt
vera rólegar, kæra barn, sagði
hann. Látið ’mig um að annast
þetta sem annað, en nú sjáið
þér vafalaust hversu mikilvægt
það er, að við hröðum brú ikaupi
okkar. Þá fyrst, er þér eruð kona
mín, þurfið þér ekkert að ótt-
ast, því að þá hefi ég beinlínis
rétt til að skjóta kúlu í hausinn
á þessum þorpara, ef hann dirf-
ist að ógna yður. Verið nú ró-
leg, Cecile,. og hugsið um þá
hamingju, sem við bæði eigum
í vændum. Hafið þér nú gert
allt, sem ég sagði yður að gera?
- Já, ég hefi selt húsgögnin,
og þerna mín er á leiðinni með
farangur minn.
í þessum svifum kom þjónn
Paroli og sagði, að vagn með
farangrinum væri kominn. Skip-
aði Paroli svo fyrir, að bera
skyldi allt upp í íbúð ungfrú
Cecile. Starfsfólkið hélt, að hún
væri nýr sjúklingur kominn til
langdvalar. Paroli fór, en er
nokkur stund var liðin, kom
hann sjálfur til að hjálpa við
að koma öllu fyrir í íbúð Cec-
ile.
S3ES!
T
A
R
Z
A
N
; by United Feature Syndicate,
Aha, Tarzan, segir Mambo full
ur umburðarlyndis,- einn góðan
veðurdag muntu komast að raun
um, að aðeins þrælar þurfa að
auðsýna kurteisi, við Batusar er-
um miklir hermenn og drepum
ljón. Við þurfum því ekki að
brosað til annarra manna. Ég
er þér ekki sammála, segir Tarz
an. Bros gæti gert óvin að vini.
Nei Tarzan, svarar hinn, ef við
eigum óvini, þá látum þá vera ó-
vini, fyrir spjót okkar. Þegar ég
fyrst þekkti föður þinn, Mambo
þá var hann friðsamur maður. Já
Tarzan, svarar svertinginn, og
þar af leiðandi urðu aðrir ætt-
bálkar ekki lengur hræddir við
okkur og reyndu að taka land
okkar.
seljum:
Singer Vogue ’63
Volkswagen ’63 og ’62
N.S.U. Prinz ’64
Consul Cortina ’63
Fiat 1400 ’58
Chervolet ’57 ’56 ’55 ’53
Oa Soto DiPlomat ’55
Dodge ’55, minni gerð.
Jússajeppi ‘56 Egilshús.
Hundruð bíla á söluskrá
Alls konar skipti og skil-
málar.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
BIFREIÐALEIGAN
Bergþórugötu 12 Sfmar 13660
34475 og 36598
LAUGAVEGI 90-02
Stærsfcs úrvafl bif-
reick á einunt stesðo
SnSsiii er orugg hjó
okkur.
GAMMOSÍUBUXUR
kr. 25.00
Miklatorgi