Vísir - 17.03.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1964, Blaðsíða 4
V í S I R . Þriðjudagur 17. marz 1964. Helgidómur Landsbókasafnsins Viðtal við IFinn Sigmundsson lands- bókavörð um eifginhandar hnndrit Hallgríms Péturssonar að PASSÍU Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum. SALMUNUM Einn er sá dj>rgripur í hand- ritasafni Landsbókasafnsins, sem þykir bera af öðrum papp- írshandritum þess hvað menn- ingarsögulegt gildi og dýrmæti snertir. Þessi dýrgripur er eig- inhandarhandrit Haligríms Pét- urssonar að Passíusálmunum hans, en það gaf hann Ragn- heiði Brynjólfsdóttur biskups Sveinssonar f maímánuði 1661. Blaðamaður frá Vísi fékk að handieika dýrgripinn hjá Finni Sigmundssyni landsbókaverði fyrir fáum dögum, annars er hann yfirleitt ekki hafður tli sýnis, ekki lánaður á lestrarsal og auk þess er hann geymdur í traustari vörzlu heldur en aðrir helgidómar Landsbókasafnsins. — Við teljum þess ekki þörf, sagði Iandsbókavörður, að lána það til notkunar, jafnvel þótt einhver þyrfti á því að halda. Handritið var ljósprentað fyrir nokkrum árum og síðan lán- um við ljósprentunina til notkunar — hún á að duga. — Hver ljósprentaði? — Það var Lithoprent sem bæði ljósprentaði það og gaf út árið 1946. En svo dýrmætt töldum við handritið að við vildum ekki Iána það öðru vísi en starfsmaður Landsbóka- safnsins fylgdi þvi og stæði yfir á meðan verið var að mynda það. — En það er hægt að fá að sjá það ef sérstaklega er óskað? — Já, ég hef ekki neitað því ef óskað hefur verið eftir. Annars er það geymt hér í eldtraustum steinklefa og hefur verið geymt þannig allan þann tíma frá því að ég kom að safninu. — Er öruggt að þetta sé eig- inhandrit Hallgríms? — Það mun ekki vera unnt að bera brigður á það, eftir því sem fróðir menn fullyrða. — Hvernig er vitað að Hall- grímur hafi gefið Ragnheiði Brynjólfsdóttur handritið? — Dr. Páll Eggert Ólason segir I eftirmála sem hann skrifaði að hinni ljósprentuðu útgáfu Lithoprents að handrit- inu hafi fylgt svolátandi ávarps- orð frá Hallgrími: „Erusamri, guðhræddri og velsiðugri jómfrú Ragnheiði Brynjólfsdóttur að Skálholti sendir þetta sáimakver til eins góðs kynningarmerkis i Christi kærleika. Hallgrímur Pétursson pr. „Mikili er munur heims og himins; sá má heimi neita, sem himins vill leita.“ Þannig hljóðuðu þessi ávarps- orð. Þau eru því miður ekki í handritinu sjálfu og eru ekki lengur til I frumriti svo vitað sé. En afrit er til með hendi Hálfdánar rektors Einarssonar, en hann átti þetta eiginhandar handrit Hallgríms að Passiu- sálmunum. — Er vitað um aðra eigendur jæss? — Það má fara mjög nærri um þá flesta, þótt ekki sé það öruggt. Páll Eggert telur líkur fyrir þvl að þeir séu þessir: Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Brynjólfur biskup Sveinsson, Sigríður Halldórsdóttir í Gaulverjabæ og slra Torfi Jónsson maður hennar, síra Jón Torfason á Breiða- bólstað, Björn Jónsson að Núpi I Dýrafirði, Hálfdán rektor Einarsson. Ragnheiður Ólafsdóttir eða faðir hennar Ólafur stift- amtmaður Stefánsson, Jónas sýslumaður Scheving (maður Ragnheiðar Ólafs- dóttur), Jón bókbindari Jóhannesson I Leirárgörðum, Jón ritstjóri Guðmundsson, Jón forseti Sigurðsson. Við höfum bréf fyrir því að Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð ólfs og mikill stuðningsmaður og vildarvinur Jóns Sigurðsson- ar keypti handritið handa nafna sínum af Jóni bókbindara I Leirárgörðum, sem taldi sig hafa fengið það að gjöf frá Jónasi sýslumanni Scheving. — Hvernig komst það I eigu Landsbókasafnsins? — Með bóka- og handrita- eign Jóns Sigurðssonar sem Al- þingi keypti af honum tveim árum áður en hann dó, en tók ekki I sína vörziu fyrr en að honum látnum. Innan á saurblaði kversins stendur með hendi Jóns Sig- urðssonar að hann hafi fengið það þann 9. marz 1856 frá Jóni Guðmundssyni ritstjóra. — Hefur handritið nokkuð annað að geyma heldur en Passíusálmana eina? — Já fyrst og fremst titil- blað, sem gefur til kynna að Hallgrímur hefur skrifað það árið 1659, eða tveim árum áður en hann færði Ragnheiði bisk- upsdóttur það að gjöf. En aftan við Passfusálmana eru tveir sálmar eftir Hallgrlm sem hann hefur sennilega bætt við til að nota pappírinn til hlítar. Ann- ar þeirra „Um fallvalt heimsins lán“, en hinn er hinn viðkunni útfararsálmur „Allt eins og blómstrið eina“. Það er sann- arlega ánægjulegt að handritið að honum skuli vera til með hendi Hallgríms sjálfs. Hér skal þvi að lokum bætt við að handrit Hallgríms að Passíusálmunum hefur haidizt með ágætum vel þessi 300 ár og sýnilega alltaf verið I góðri hirðu og geymslu. Það er ekki vottur fúa I því sem oft vildi þó brenna við hvað gamlar bækur og handrit snerti, enda torfbæirnir okkar ekki alltaf verið hin ákjósanlegasta geymsla fyrir bækur eða papp- ír. Handritið er 96 blaðsíður I litlu kvart-broti — pappírs- stærðin 13.5 x 14.5 cm. — Handritið hefur löngu seinna verið bundið inn I óvandað band og hefur þvl ekki verið hreyft. ■ ~~7T ,j ■, ■■■., ' - ■ -1 ■■" B, , . ■'•• • ■ . ■ • •■•> . , . ■ • • - - Slll - > 'K • • ......................................................................................... ' , ................... Eiginiiandarhandrit Hallgríms „Allt eins og blómstrið eina“ Péturssonar að útfararsálminum (hægra megin). Mikill áhugi hjá stálkum á munnúðurstörfm Nfundi almenni starfsfræðslu- dagurinn i Reykjavik var hald- inn i Iðnsk. á sunnud. 3460 unglingar sóttu daginn og áttu þess kost að hitta að máli full- trúa frá 180 starfsgreinum. AI- drei hefur verið eins góð þátt- taka og 34 starfsgreinar bættust nú við frá þvi í fyrra. Mikill fjöldi unglinga utan af iandi sótti daginn. Vísir átti í gær stutt við- tal við Ólaf Gunnarsson sálfr. Sagði hann að ekki væri lokið við að vinna úr þeim gögnum sem fulltrúar starfsgreinanna h’efðu sent inn, en við Iauslega athugun hefði það t.d. komið fram að stúlkur höfðu sýnt mannúðar- og líknarstörfum meiri áhuga en áður. Gæzlu- systur áttu nú I fyrsta skipti fulltrúa á starfsfræðsludeginum og fékk fulltrúi þeirra 17 fyrir- spurnir og ljósmóðirinn fékk 150 fyrirspurnir. Landhelgis- gæzlan var með giæsilega sýn- ingardeild og sóttu hana alls 1565 unglingar. Ólafur sagði það hafa verið áberandi hvað ungiingarnir hefðu spurt af meiri skynsemi en áður. Ástæðan fyrir þvl er eflaust sú, að margir skólar hafa nú tekið upp starfsfræðslu. Ungl ingunum var gefið tækifæri á að heimsækja ýmsa vinnustaði, en beinar strætisvagnaferðir voru á þessa staði frá Iðnskólanum. Notaði mikill fjöldi unglinga sér þetta og var aðsókn þvl yfir- leitt góð. Einnig var það áber- andi hvað margir unglinganna utan af landi virtust nota dag- inn vei. Það vakti töluverða athygli að sex piltar spurðust fyrir um hárgreiðslu, en fulltrúi þeirrar starfsgreinar hefur ætíð fengið nóg að gera á starfsfræðslu- deginum og nú spurðust 240 stúlkur fyrir um hárgreiðslu, en þetta er í fyrsta skiptið, sem piitar spyrjast fyrir um þessa starfsgrein. 66 spurisjóoir á öllu Sparisjóðir á öliu landinu munu nú vera 66 taisins. Samkv. upplýs- ingum Fjármálatíðinda var einn sparisjóður stofnaður árið 1962 og voru þeir orðnir 66 talsins I lok þess árs. Flestir sparisjóðanna eru I sveit- um eða 26 talsins, 23 eru í kaup- túnum og 4 I Reykjavík (í árslok 1962) Spariinnlán allra sparisjóðanna námu I árslok 1962 965.1 millj. kr., þar af var nær helmingur I kaup- stöðunum eða 424.9 millj. kr. 13 sparisjóðir I kaupstöðum luudinu höfðu samtals 45.6% af spari- og hlaupareikningsinnlánum og 44,3% af heildarútlánum. í Reykjavík voru 28.5% innlána og 30.9% útlána I kauptúnum 20.4% innlána og 19.4% útlána og hinir 26 sparisjóðir I sveitunum höfðu 5.5% innlána og 5.4% úti. Höfðu sparisjóðir I Rvlk þá aukið hlut sinn I innlánum um 2.3% frá árinu áður, en I útlán um um 3.9%. Aukning sparifjárins varð árið 1962 hjá sparisjóðunum 218.5 millj. kr. eða 29.3%. Hjá bönkum varð aukning sparifjár á sama tíma 27%.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.