Vísir - 17.03.1964, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Þriöjudagur 17. marz 1964.
l■lll■lllll■ ................. ......... iiii nm'
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Ungir vísindamenn
Fyrir fáum dögum var frá því skýrt hér í blaðinu, að
rannsóknarráð Svíþjóðar hefði veitt ungum íslenzkum
lífeðlisfræðingi milljónarfjórðung til rannsókna í vís-
indagrein sinni. Þessi fregn leiðir hugann að því, að
allmargir íslenzkir vísindamenn starfa erlendis og hafa
getið sér þar hinn bezta orðstír. Er það sómi fyrir land
og þjóð. En um leið verður þeirri hugsun ekki varizt,
að ísland tapar starfskröftum þessara ungu manna. Að
vísu eru vísindin alþjóðleg, en engu að síður má sú
þjóð, sem slíka vísindamenn á, mikið gagn af störfum
þeirra og rannsóknum hafa, ekki sízt á sviði læknis-
fræðinnar. Tvímælalaust munu margir þeirra vilja
hverfa aftur hingað heim. Það, sem hindrar, er, að hér
býðst ekki sama starfsaðstaða og erlendis.
þess vegna er brýn nauðsyn að efla hér mun meir en
gert hefir verið skilyrði til raunvísindarannsókna. Það
kostar auðvitað mikið fé. En bæði er það, að erlendir
vísindasjóðir styrkja slíka starfsemi víða um heim ef
eftir er leitað, svo sem Rockefellerstofnunin, og einnig
hitt, að það fé, sem ávaxtað er í raunvísindum, kemur
síðar margfalt til baka. Bretar hafa nú miklar áhyggj-
ur af flutningi vísindamanna sinna til Bandaríkjanna
og nefna það orðinu „brain-drain“. Við íslendingar
megum að ósekju gera okkur einnig nokkra áhyggju
af hinu sama — og er þó hér af miklu rýrari sjóði að
ausa en hjá Bretum.
Einangrunarstefna
Afleiðing aldalangrar einangrunar er óttinn við um-
heiminn. Úr þeirri nálinni bítum við íslendingar þessi
árin. Við höfum svo lengi setið einir norður við íshaf,
kveðið rímur og kembt hærurnar, að í augum margra
nálgast það nær föðurlandssvik að opna gáttir og
glugga út til hinnar stóru veraldar. Þessi andlega af-
staða endurspeglast í ýmsum fyrirbærum og tekur
stundum á sig furðulegustu myndir. Við máttum ekki
tengjast böndum við vestrænar lýðræðisþjóðir til þess
að afla okkur varnarliðs og tryggja sjálfstæðið. Full-
yrt var, að þá væri tungan og menningin í bráðri
hættu. Börn okkar myndu vaxa úr grasi útlendingar.
Eftir aldarfjórðungs samskipti við erlent varnarlið er
loks komið í ljós, að menningin var hraustari en búizt
var við. Þegar Keflavíkurútvarpið hóf göngu sína, var
einnig hátt hrópað um rödd afmenningarinnar, þótt
öldur ljósvakans væru reyndar troðfullar af erlendum
útvarpsstöðvum. Og nú má ekki sjónvarpa á útlenzku,
og er sögð vansæmd að.
Það er kominn tími til þess að menn skilji, að við
erum ekki lengur einangruð nýlenduþjóð. Það er kom-
inn tími til þess að menn skilji að íslenzk menning er
ekkert brothætt glerdýr, sem minnsti andsveipur er-
lendra strauma verður að aldurtila. íslenzka þjóðin er
ekki hvítvoðungur, sem ala þarf upp bak við læstar
dyr. Hún vill ekki lifa bak við lokaða glugga, heldur
Ijúka upp ljóra, bæði fyrir sól og regni og dæma sjálf
um það, hvað af fyrirburðum veraldarinnar hún telur
nokkurs virði.
j
. i
Lundúnasamitiagurintt um
6 plús 6 míltta lantlhelgi
Hér birtist í heild í lauslegri
þýðingu samkomulag það sem
nokkrar þjóðir Vestur-Evrópu
gerðu með sér fyrir nokkru á
Lundúnaráðstefnunni um fisk-
veiðilögsöguna. ísland og Nor-
egur eru ekki aðilar að þessu
samkomulagi, enda gengur það
miklu skemmra en ákvarðanir
þeirra um fiskveiðilögsöguna.
Ríkisstjórnir Austufríkis,
Belgíu, Danmerkur, Frakklands,
Vestur-Þýzkalands, írlands,
Itallu, Luxemborgar, Hollands,
Portúgals, Spánar, Svíþjóðar og
Bretlands gera með sér eftir-
farandi samkomulag í þeirri ósk
að koma á fastri skilgreiningu
á fiskiveiðilögsögui)ni:
1. grein.
1) Hver samningsaðili viður-
kennir rétt annarra samnings-
aðila til að koma á hjá sér fisk-
veiðilögsögn 1 samræmi við 2,—
6. grein þessa sáttmála.
2) Þó áskilur hver samnings-
aðili sér rétt til að halda þeirri
fiskveiðilögsögu, sem hann hafði
á þeirri stund sem samningur
þessi er gerðifr, ef hún var
hagstæðari fyrir fiskveiðar ann-
arra þjóða en greint er 1 2.-6.
grein.
2. grein.
Strandríkið hefur einka fisk-
veiðirétt og einkalögsögurétt
varðandi fiskveiðar á sex-mílna
svæði njælt frá grunnlínu land-
helgi þess.
3. grein.
Á svæðinu milli 6 og 12
mílna markanna mældra frá
grunnlínu eru réttindi til veiða
bundin við strandrlkið og aðra
samningsaðila, sem hafa stund-
að þar veiðar á tlmabilinu 1.
janúar 1953 og 31. des. 1962.
4. grein.
Fiskiskip samningsaðila, ann-
arra en strandríkisins, sem
heimild hafa til veiða sam-
kvæmt 3. grein skulu ekki beina
veiðum sínum að fiskistofnun
eða fiskimiðum sem eru frá-
brugðin þeim er þau hafa stund
að. Strandríkið getur framfylgt
þessari reglu með valdi.
5. grein.
1) Innan svæðis þess sem
nefnt er í 3. grein hefur strand-
ríkið vald til að setja reglur um
fiskveiðarnar og framfylgja
þeim reglum með valdi, þar á
meðal reglur um að alþjóða-
samkomulag um fiskivernd skuli
koma til framkvæmda, svo
framarlega sem engin mismun-
un hvorki að formi né í reynd
verði framkvæmd gegn fiski-
skipum annarra þjóða, sem
veiða þar samkvæmt 3. grein.
2) Áður en slíkar reglur verða
settar skal strandríkið tilkynna
öðrum viðkomandi samningsað-
ilum um þær og ráðgast við þá,
ef þeir óska þess.
6. grein.
Sérhver bein grunnlína eða
lína fyrir fjörð sem samnings-
aðilar setja skal vera f sam-
ræmi við reglur alþjóðaréttar
og sérstaklega í samræmi við
ákvæði Sáttmála um landhelgi
og viðbótarsvæði frá Genf 29.
apríl 1958.
7. grein.
Þar sem strendur tveggja
samningsaðila eru andspænis
hvor annarri eða hlið við hlið,
getur hvorugur þeirra ef sam-
komulag næst ekki milli þeirra
komið á hjá^sér fiskveiðilög-
sögu utan miðlínu sem er í
jafnri fjarlægð frá næstu punkt-
um Iágfjöru viðkomandi samn-
ingsaðila.
8. grein.
1) Ef samningsaðili beitir
þeim ákvæðum um fiskveiðilög-
söguna, sem getið er I 2.-6.
grein, mun sérhvert leyfi, er
hann veitir ríki sem ekki er
samningsaðili sjálfkrafa gilda
um aðra samningsaðila, hvort
sem þeir geta gert tilkall til
þess eða ekki að þeir hafi verið
vanir að veiða þar, svo fram-
arlega sem ríki það sem ekki
er samningsaðili notfærir sér
þennan rétt.
2) Ef ríki sem er samnings-
aðili sem hefur komið á hjá sér
fiskveiðilögsögu í samræmi við
2.-6. grein veitir öðmm samr-
ingsaðila leyfi til fiskveiða sem
hann hefur ekki tilkall til
skv. 3. og 4. grein, þá gildi
sami réttur sjálfkrafa fyrir alla
aðra samningsaðila.
9. grein.'
1) Til þess að gefa fiski-
mönnum annarra samningsaðila
sem hafa vanizt því að veiða
á svæði því sem umgetur í 2.
grein tækifæri til að venja sig
við útilokun frá umræddu
svæði, skal viðkomandi samn-
ingsaðili sem beitir reglum 2.
til 6. greinar veita umræddum
fiskimönnum rétt til að veiða
á svæðinu nokkurn umþóttun-
artíma, sem ákveðinn skal með
samkomulagi viðkomandi samn-
ingsaðila.
2) Ef samningsaðili beitir
reglum 2.-6. greinar, getur
hann þrátt fyrir ákvæði 2.
greinar haldið áfram að veita
Framhald á bls. 6.
Uppdrættir þessir sýna hvernig hugsanlegt er, að Bretar færi
fiskveiðilögsögu sína út. Innsta línan „strik og punktar“ sýnir
3 rnílna landhelgi ákveðna frá grunnlínu en punktalína hina eldri
þriggja mílna Iandhelgi. — Þá sýnir smástrikalína 6 mílna land-
helgina og óbrotin lína sýnir 12 milna landhelgina. Dekkt eru þau
svæði þar sem fiskimönnum annarra þjóða verður gefinn eins árs
umþóttunartími. Með bókstöfunum A og B er merkt miðlína milli
brezks og fransks landsvæðis.
nn