Vísir - 21.03.1964, Qupperneq 6
6
V í SIR . Laugardagur 21. marz 1964.
i at bls 1
þágur til 20 ára.
Magnus Andersen sagði, að ekki
mætti draga þá ályktun af af-
stöðu Norðmanna á fiskveiðiráð-
stefnunni, að þeir vildu ekki eiga
samvinnu við önnur ríki Vestur-
Evrópu um fiskimál. Því værj
þveröfugt farið. Eins og fiskiðn-
aður Norðmanna væri upp byggð
ur væri það augljóst, að Noregur
hefði hinn mesta áhuga á sem
nánustu samstarfi við Vestur
Evrópuríkin á þessu sviði. Hins
vegar yrði slíkt samstarf að byggj
ast á því að tekið væri tillit til
hinna sérstöku hagsmuna Norð-
manna á sviði fiskveiða og við
skipta með fiskafurðir.
Ráðherrann sagði. að það hefði
orðið ljóst snemma á fiskveiði-
ráðstefnunni, að útiiokað yrði fyr
ir Noreg að undirrita samkomu-
iag ráðstefnunnar. Ef Noregur
hefði fallizt á samþykktina hefð-
um við orðið að stíga skref til
baka í landhelgismálinu, sagði
Andersen en kröfur um slíkt voru
ekki bornar fram við neitt af þeim
ríkjum, er undirrituðu sáttmál-
ann.
Barbnrn —
Framh. af bls. 9
hjá Houbigants, Faubourg Saint
Honoré.
Sýnishorn af verkum hennar
hafa áður komið f franska tímarit-
inu l’Oeil og i Parísarsjónvarpinu
1962, og núna í franska tímarit-
inu Maison et Jardin í febrúarheft-
inu 1964 t;ru birtar tvær myndir
af teppum hentiar, sem þykja nýst-
árleg.
Allt er unntö úr lopa og vaðmáli,
frá Álafossi.
¥erknám —
Framh. af bls. 1
kennslustofur og einnig ýmsar
sérstofur m. a. fyrir smíðar,
málmiðnað, vélvirkjun, eðiis-
fræði og fyrir stúlkur má búast
við að sérstofur verði m. a. fyr-
ir húsmæðrafræði og einnig sér-
stök saumastofa.
Gagnfræðaskóli verknáms
byrjaði 1950. Voru þá gerðar á-
ætlanir um margþættar greinar
m. a. var talað um verzlunar-
deild, sem nú hefur verið sett
upp í nokkrum öðrum skólum,
sem hafa haft húsnæði til þess.
En með hinni nýju skólabygg-
ingu verður stigið skref fram á
við í allri verknámskennslu.
Saurar —
Framh. af bls 16
um kring og ávöl horn að tízku
þeirra tíðar.
Hófst heldur brún á Júlíusi
við þennan skenk, því hann
var maður fátækur og lítt búinn
að fötum. Tók hann við treyj-
unni glaður og feginn. En fár
veit, hverju fagna skal. Þegar
Júlíus háttaði um kvöldið fannst
honum sér kynlega brugðið.
Sækir á hann einhver undarleg
ur geigur og óróleiki. Hann
verður þess þó brátt vlsari hvað
veldur, því hann sér, þó dimmt
væri í baðstofukytrunni, hvar
Þorgeirsboij stendur yfir hon-
um, fleginn aftur á malir, og
glittir I blárauða kvikuna. —
Glennti fjandinn upp skjáina og
ranghvolfdi blóðhlaupnum aug-
unum framan I Júllus. Sama var
hvernig hann bylti sér, Boli gein
alltaf vfir honum. Kailaði hann
þá til konu sinnar og bað hana
hjálpar. Settist hún á rúmstokk
inn hjá honum og gat hann nú
sofnað eftir nokkra stund. Er
ekki að orðlengja það að þessi
býsn endurtóku sig á hverju
kvöldi eftir þetta í fullt ár.
Júlíus gat með engu móti fest
blund, nema vakað væri yfir
honum, og gerðist þetta nokkuð
þreytandi er til lengdar lét.
Hann grunaði að þessi ófögnuð
ur fyigdi treyjunni Pétursnaut,
og var því um og ó um þessa
flík, en klæddist henn samt f
ferðalögum eða þegar hann
hafði mikið við.
Haustið eftir flutti Pétur harð
fisk inn á Skagaströnd. Fór
hann á bát sínum og hásetar
hans með honum. Var Júlíus
með í ferðinni. Þeir gistu á
Hólanesi og sváfu á fletum á
loftsgólfi í húsi Karls Berndsens
kaupmanns. Fóru þeir ekki af
fötum. Svefnfarir Júlíusar voru
hinar sömu þar á loftinu sem
i heima. Bað hann þá einn félaga
sinn, Guðlaug Jóhannesson að
vaka yfir sér meðan hann festi
blund. Júlíus hafði farið úr treyj
unni er þeir lentu á Hólanesi og
fóru að bera upp fiskinn. Hengdi
hann hana frá sér á snaga í
geymsluskúr, sem áfastur var
íbúðarhúsinu. Þar stóð við þil
exportfat sem hafði verið haft
undir mó, en var nú tómt, að-
eins mylsna á botni. Um morg-
uninn bjuggust þeir félagar til
heimferðar og tóku föggur sín-
ar.
Þegar Júlíus tók ofan treyj-
una góðu, hljóp allt I einu 1
hann svo mikil heift og gremja
til þessarar ólánsflíkur, að hann
fleygði henni í mósorpið I fat-
inu í stað þess að fara í hana.
Fór hann heim 1 duggarapeysu
sinni yztri fata. Um kvöldið var
svo um hann skipt er hann hátt-
aði í rúm sitt, að hann sofnaði
þegar 1 stað án þess að verða
nokkurs var. Síðan hefur hann
hvorugt séð, treyjuna né Bola.
Lyfsali í Borgarnesi
; Fyrir nokkru var auglýst til um
sóknar lyfsalastarfið í Borgarnesi.
Hefur dóms- og kirkjumálaráðu-
; neytið nú veitt það Kjartani Gunn
i arssyni cand. pharm. frá og með
1. júlí.
Fil. AGSLIF
Framhaldsaðalfundur í Bræðra-
félagi Fríkirkjunnar verður hald'nn
mánudaginn 23. marz 1964. kl. 8,30
e h. í kirkjunni. Venjuieg aðalfund
arstörf. Önnur mál. Fjölmennið.
Stjómin
Brendan
Behan
látinn
írska leikritaskáldið og rit-
höfundurinn Brendan Behan
lézt í Dublin í gærkvöidi að-
eins 41 árs að aidri.
Behan veiktist fyrir nokkru
af lifrarsjúkdómi og lá i marga
sólarhringa án meðvitundar og
kom aldrei til sjáifs sín.
Brendan Behan.
Áhugamenn um sjón-
varp stofna félag
Ákveðið hefur verið að efna til
stofnunar Félags sjónvarpsáhuga-
manna, og hefur stofnfundur verið
boðaður í Sigtúni (Sjálfstæðishús-
inu) á morgun, sunnudag, kl. 4 e.
h. Tilefni félagsstofnunar þessarar
eru umræður, sem að undanfömu
hafa orðið um sjónvarpsmál á Is-
landi yfirleitt, og áskomn 60 þjóð-
kunnra manna til Alþingis, um að
það hlutist til um að lokað verði
fyrir sjónvarpið frá Keflavík.
Undirbúningsnefnd hefur starfað
nú í vikunni og gert frumdrög að
Iögum fyrir félagið, sem gera ráð
fyrir þvf, að meðlimir í félaginu
geti orðið allir þeir ísléndingar,
sem hafa áhuga á að fá notið sjón
varps.
Lagauppkastið gerir eindregið
ráð fyrir því að stuðlað sé að
stofnun íslenzks sjónvarps hið
fyrsta, og að þeir, sem vilja, geti
notið þeirra sjónvarpssendinga,
sem Islendingum er kleift að ná
til og tækni leyfir á hverjum tíma.
Vonast undirbúningsnefndin fast
lega til þess að þeir, sem áhuga
hafa á og hlynntir eru sjónvarpi,
fjölmenni á stofnfund féiagsins kl.
4 e. h. á sunnudag, en vísar að
öðru leyti til auglýsinga í dagblöð-
um og útvarpi. (Frá undirbúnings-
nefnd Félags áhugamanna um sjón-
varp).
Nýr bófur til
Hofnarfjarðor
Nýr bátur kom tii Hafnarfjarðar
sl. miðvikudag. Þáð er Eldborg
220 smálesta bátur sem: var byggð
| ur í Bolsönæs Værft í Moíde í
Noregi. Er skipið húið margvísleg-
um siglinga og öryggistækjúm.
Vél skipsins er Man-dieselvél og
var meðaihraðinn í reynsluferð um
11,2 sjómílur. í skipinu eru tvær
ratsjár, önnur venjuleg 48 mílna
en hin 24 milna transistorbyggð af
nýrri gerð. Einnig er í skipinu mjög
fullkomið asdictæki með 4000 m.
langdrægni.
i
Rannsóknarráð ríkisins
Sendifulltrúar til Kína —Kosið í úthlutunarnefnd listamannalauna
\
I gær voru fundir í sameinuðu
þingi og neðri deild.
I neðri deild voru m. a. at-
kvæðagreiðslur um skiplagslög og
aukatekjur ríkissjóðs. Lögð voru
fram tvö frv. um rannsóknir í
þágu atvinnuveganna, og um söiu
jarðarinnar Áss í Hafnarfirði. í
, sameinuðu þingi voru 18 mál á
dagskrá, m. a. kosning í úthlut-
unarnefnd listamannalauna, skipti
á dimplómatiskum fulltrúum við
Kína og stórvirkjunar- og stór-
iðjumál.
Rannsóknarráð ríkisins.
Menntamálaráð
herra, Gylfi Þ.
Gfslason, mælti
fyrir stjórnarfrv
um rannsóknir i
þágu atvinnu-
veganna. Sagði
hann, að frv.
samhljóða þessu
í meginatriðum hefði hann borið
fram á þingi í fyrra. Hefði þá
fylgt því greinargerð, sem hann
hefði ekki séð ástæðu til að láta,
fylgja með þessu frv.
Þá sagði ráðherrann, að gild-
andi lög i þessum málum væru
frá 1940. Samkvæmt þeim hefði
verið komið á fót rannsóknarráði
og Atvinnudeild Háskóla íslands.
Megingalli þessara laga væri sá,
að verkefnin hefðu dreifzt um
of. Á sumum sviðum hefðu engar
rannsóknir farið fram, t. d. hvern
ig lækka mætti byggingarkostn-
að, en I landbúnaðarmálum væru
starfandi 8 rannsóknaraðilar.
Það, sem fyrst og fremst hefur
háð, væri þá skipulagsleysi og
fjárskortur. Þessu frv. væri eink-
um ætlað að bæta úr skipulags-
leysinu, en einnig er komið á
fót nýjum tekjustofnum, sem
nema á þriðju millj. kr. á ári í
þágu iðnaðar og byggingariðnað-
ar. En annað fé til rannsókna
skal fá með fjárlögum. Þá rakti
ráðherrann efni frv., sagði m. a.,
að i rannsóknarráði skyldu vera
17 menn og skal það skipa 5
manna framkvæmdanefnd. Ráðið
skal reka 5 rannsóknarstofnanir,
í hafrannsóknum, fiskiðnaði, land
búnaði, iðnaði og byggingariðn-
aði. Yfirstjórn hverrar stofnunar
er í höndum menntamálaráðherra
og þriggja manna stjórnar, en við
komandi ráðherra skipar for-
stjóra hverrar stofnunar fyrir
sig. Gert er ráð fyrir, að komið
sé á laggirnar ráðgefandi nefnd-
um við hverja stofnun, m. a. til
þess að koma á samstarfi stofn-
ananna innbyrðis.
Að lokum sagði ráðherrann, að
frv. þetta hefði verið rækilega
undirbúið. Það hefði upphaflega
verið samið af þingkjörinni nefnd.
Síðan var haldin ráðstefna um
þessi mál 1 ágúst ’61. Og að lok-
um hefði verið rætt við forstöðu-
menn starfandi rannsóknarstofn
ana og atvinnurekendur.
Þá lagði hann til, að frv. yrði
vísað til 2, umr. og menntamála
nefndar,
Eysteinn Jóns
son lét þá skoð-
un í ijós, að
sjálfsagt væri
að eflá vísinda-
rannsóknir hér á
landi. En þetta
frv. væri aðeins
skipulagsbreyt-
ing. Það væri ekki í því, eins og
sjálfsagt væri að hafa í löggjöf.
tillögur um aukna rannsóknastarf
semi og aukið fjármagn.
Þá kvaðst hann hlessa á, að
þarna væri nýju innheimtukerfi
komið á fót, sem ætti ekki að
inheimta meira fé en raun bæri
vitni.
Einar Olgeirs-
son sagði, að all
ir væru sam-
mála um að
auka rannsókn-
ir. En togstreit-
an í nefndinni,
sem upphaflega
hafði samið frv.
hefði staðið um skipan stjórn-
anna. Áleit Einar að gera mætti
þetta einfaldara í sniðum og einn
ig, að atvinnurekendur fengju of
mikinn íhlutunarrétt. Þegar um-
ræðum lauk um þetta mál, kvaddi
deildarforseti, Sigurður Bjarna-
son sér hljóðs og óskaði þing-
mönnum ánægjulegs páskaleyfis
og þeir mættu heilir hittast að
því loknu. Lúðvík Jósefsson þakk
aði forseta og bað þingmenn rísa
úr sætum í virðingarskyni við
hann.
Kjörið í úthlutunarnefnd
listr.nannalauna.
Fundur hófst í sameinuðu þingi
kl. 4 í gær með því að kosin var
7 manna nefnd til að úthluta lista
mannalaunum. Þrír listar komu
fram og voru kjörnir af A-lista
þeir Sigurður Bjarnason alþingis-
maður, Bjartmar Guðmundsson
alþingismaður, Þórir Kr. Þórðar-
son prófessor og Helgi Sæmunds-
son rithöfundur, af B-lista þeir
Halldór Kristjánsson bóndi og
Andrés Kristjánsson ritstjóri og
af C-lista Einar Laxness kenn-
ari.
Skipti á diplómatískum
við Kína.
Einar Olgeirsson mælti fyrir
þáltill. um, að Island skiptist á
sendifulltrúum við hið kínverska
alþýðulýðveldi. Sagði hann, að í
Kína byggi fjórði hluti mannkyns,
það væri eitthvert elzta menning
arríki heims og stórveldi, sem við
urkennt er I stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna. Island hefði á síðustu
árum tekið upp samband við
fjarlægari ríki vegna þess að fjar
lægðir færu sífellt minnkandi.
Áleit hann, að rétt væri að gera
þetta nú vegna þess að það lætur
alltaf meir og meir að sér kveða
á alþjóðavettvangi. Öll Norður-
lönd hafa diplómatískt samband
við Kína og það jafnvel þótt þau
væru í Atlantshafsbandalaginu.
Sagði Einar það vera tákn um
friðarvilja og viðurkenning á
staðreyndum ef þessi þáltilj. næði
fram að ganga.