Vísir - 11.04.1964, Page 9

Vísir - 11.04.1964, Page 9
I VÍSIR . Laugardagiir 11. apríl 1964. O íslenzk önglaverk- smiðja stofnsett Islenzk önglaverksmiSja hef- ur hafið starfsemi sina. Getur hún framleitt 90 tonn af öngium á ári, en það ætti að geta full nægt öllum innlendum markaði Verksmiðjan hóf starfsemi sína sl. haust og hafa önglarnir reynzt mjög vel á vertíðinni í vetur. Verksmiðjan framleiðir eingöngu línuöngla í tveimur stærðum. Blaðamaður og ljósmyndari frá Vísi skruppu í stutfa heimsókn í þessa nýju verk- smiðju, sem staðsett er I nýlegu húsi, að Dalhrauni 5 í Hafnar- mark, að láta enga öngla fara inn á markaðinn, án þess að þeir \œru fyrsta flokks.“ Önglaverksmiðjan hefur mjög fullkomin þýzk tæki, en hráefn ið er „ekta“ sænskt stál (0,70) Önglarnir eru mótaðir í öngla vélinni, en því næst fara þeir ó færibandi inn í herzluofn, þar • sem er 800 gráðu hiti. Þeir ganga svo úr herzluofnin- um á færibandi og í vatnskælda olíu, en því næst falla þeir nið- ur á sérstaka bakka. Þá er það olíuþvotturinn sem tekur við, áður en önglarnir eru settir inn Getur framleitt 90 tom af önglum á ári sem smíðuð er hér. Raðast öngl amir upp á stangir, en síðan er þeim pakkað. Einnig geta við- skipavinimir fengið önglana hnýtta. Önglaverksmiðjan fram leiðir tvær stærðir af önglum til línuveiða, stœrð 6 og 7. Að meðaltali nota Islendingar um 90 tonn á ári af þessum önglum og getur verksmiðjan með núver andi vélakosti framleitt svo mikið magn. Verksmiðjuhúsnæð ið er 1560 rúmm. og er rými til þess að auka vélakostinn. Töluvert magn af önglum frá verksmiðjunni hefur verið not að á vertíðinni í vetur og hafa önglamir reynzt mjög vel. Fram að þessu höfum við íslendingar ' keypt alla okkar öngla erlendis frá, einkum frá Noregi, en eng ar önglaverksmiðjur eru starf- andi í Danmörku og Svíþjóð, og kemur því útflutningur ef til vill til greina. Islenzku önglam ir eru taldir gefa þeim norsku ekkert eftir, auk þess sem þeir eru 10% ódýrari. Tinhúðunin fer fram f þessum um sig þrjú kg. af önglum. firði. Framkvæmdastjóri fyrir önglaverksmiðjunni er Alexand- er Sigurðsson og skýrði hann m.a. svo frá: „Það var fyrir um það bil 3 árum, að undirbúningur að stofnun verksmiðjunnar hófst. Við reistum 1560 ferm. hús hér við Dalhraunið, en framleiðslan sjálf hófst ekki fyrr en í októ- ber f haust. Það tekur Tangan tíma að reyna vélarnar og við reyndum að setja okkur það tveimur vélum, en þær taka hvor í afglóðunarofninn, sem dregur úr herzlunni. Með þessu geta viðskiptavinirnir fengið önglana eins mikið herta og þeir óska eftir. Eftir að önglamir kama úr afglóðunarofninum, eru þeir settir í sýruker, en eftir það tekur „tromluþvotturinn" við, en þar eru þeir þvegnir með ket ilsóti, áður en þeir eru settir í tinhúðun. Eftir að framleiðslunni lýkur eru önglarnir settir í röðunarvél, I ofninum til vinstri á myndinni fer herzian fram. Á myndinni er Hörður Guðmundsson við stillitæki. Alexander Sigurðsson forstjóri fyrir framan verksmiðjubygginguna. (Ljósm. Vísis: I. M.) AMMONÍAKSTURN REISTUR í GUFUNESI Um þessar mundir eiga sér stað miklir flutningar á tilbún- um áburði, eins og venja er á þessum tfma árs, til Iandsins og út um land. Áburðarverksmiðj- an h.f. f Gufunesi framleiðir að eins eina tegund tiibúins áburð ar, Kjama, og er orðin of Iftil til þess að fullnægja eftirspurninni, og þarf því að flytja inn köfnun- arefnisáburð til viðbótar, auk annarra tegunda. Vísir hefir leit að upplýsinga hjá Hjálmari Finnssyni frkvstj. verksmiðj- unnar og fengið hjá honum nokkrar upplýsingar um þessi mál. Blaðið spurð; fyrst um fram- leiðslumagn verksmiðjunnar undangengin tvö ár og hve mik- ils magi^s sé þörf nú í landinu. — Við framleiðum enn aðeins köfnunarefnisáburð, Kjarna, sagði framkvæmdastjórinn, og nam framleiðslan árið sem leið 20.335 tonnum, en 1962 19.862 tonnum, en við eigum að geta framleitt allt að 24 þúsundum tonna, ef næg raforka væri fyrir hendi. Þörfin fyrir þessa áburðarteg- und er í ár um 30.000 tonn og afleiðing þess er, að við þurfum að flytja inn köfnunarefnis- áburð sem samsvarar 9.500 tonn um af kjarna. — Hvenær fer sala og af- greiðsla fram? — Aðallega frá miðjum apríl til miðs júní, en aðal sölu- og afgreiðslutíminn er jafnan maí- mánuður. — Og áburðarmagnið allt, sem flytja þarf til Iandsins? — Við þurfum að fjytja til landsins 29 þúsund tonn af á- burði og hann hefir verið að koma og er að koma sem óð- ast — kemur sem sé jöfnum höndum og er losaður hér og einnig á höfnum úti á landi. — Þið flytjið áburðinn inn Iausan? — Við ráðgerum að innflutn- ingurinn á lausum áburði, sem við sekkjum hér, nemi að þessu sinni 8 — 9 þúsund tonnum. — Hvaðan er hann keyptur? — Hann er keyptur I Austur- Þýzkalandi, Hollandi og Noregi, þrjár tegundir. — Og tegundirnar eru? — Fosfóráburður, kalí og garð áburður, auk köfnunarefnis- áburðar. % — Og nú er sem sagt allt í fullum gangi með flutningana? — Já, við erum búnir að flytja til afgreiðslustaða úti á landi nær allan þann kjarna, sem þangað á að fara. Sá hluti áburðarins, sem afgreiddur er á bíla i Gufunesi er um 40% af þvf, sem notað er í landinu, en hinn hlutinn (60%) er afgreidd- ur frá ýmsum stöðum á Iandinu. Framh. á bls. 6 Wiðttsi um frumleiðslu og fiutnlng við Hiúlmur Finnsson frkvst.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.