Vísir - 11.04.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 11.04.1964, Blaðsíða 15
VlSIR . Laugardagur 11. apríl 1964. 75 Paroli, sem hreyfði því, afskilj- anlegúm ^stæðum — og spurði hvort um nokkurn nýjan árang- réttara sagt litla skjalatösku, sem það var í ásamt kvittun fyrir 12.000 frönkum. I bréfinu er undirskrifað með bláum blý- anti allt sem máli skipti og morðinginn gat notað sér. Nú skal ég sýna þér bréfið. De Rodyl varð alveg sem steini lostinn er hann sá það og tautaði: — Hún er þá sek. - Það væri brjálæðislegt að efast. - Og Óskar þessi Rigault er þá meðsekur henni. De Gevrey hristi höfuðið og sagði þeim alla söguna um hvernig sakleysi hans sannað- ist. Og svo bætti hann við: — En ég hefi góðar vonir um að bráðlega finnist sá, sem er meðsekur henni. Eftir nokkra umhugsun sagð' de Rodyl: — Sleppum í bili að tala um Angelu Bernier. Sé hún sek læt ég hana afskiptalausa, en ég er ekki kominn til þess eingöngu að tala um hana. Ég er kominn til þess að tala um dóttur mína. Hún hefir orðið að fara úr íbúð móður sinnar. - Með tilliti til laganna varð ég að loka verzluninni, en stúik an fékk skjól hjá konu, sem móðir hennar ber fullt traust til. — Ég hygg vináttu okkar svo trausta, Richard, að ég hafi rétt til að segja 'að þú hafir komið allt of hörkulega fram, já, næst um grimmdarlega, í öllu er varð ar þetta sjúka barn. Það ætti að vaka yfir henni, — hún ætti að vera í sjúkrahúsi, þar sem hún fengi hina beztu umönnun. — Hefir einhver gert henni eitthvað? — Gerðir þú boð eftir henni í gær? spurði Fernand de Rodyl án þess að svara spurningunni. - Nei, hún hefir aðeins verið hér einu sinni — þegar ég leiddi Rigault fram fyrir hana. - Guð minn góður, sagði Leon, þá var hugboð mitt rétt — eitthvað hræðilegt hefir gerzt. — Hvað hefir gerzt? spurði rannsóknardómarinn og var nú áhyggjufullur á svip. Leon tók aftur til máls, sagði honum frá komu sinni til París-! ar og að hverju þeir vinirnir! hefðu komizt, hann og René. — Og þér segið, að stúlkan sé horfin, sagði de Gevrev kvíðinn. — Já, og hún er veik og mátt- farin. Ég beið til miðnættis — spurðist þá fyrir aftur og svo í morgun. Ég endurtek, að eitt- hvað skelfilegt hefir gerzt. — Ef þér ályktið ekki skakkt, getið þér ásakað móður hennar — hún hefir séð um, að hún hyrfi. Báðum, Leon og de Rodyl, hnykkti við. — Ég hef séð þessa konu hrellda og grátandi við beð dótt ur sinnar — og þér berið hana slíkum sökum. Hvílík grimmd, sagði Leon. — Staðreyndirnar tala, sagði dómarinn og nú fengu þeir alla söguna um stafabrauðið, sem smygla átti inn í klefann til Angelu. — Dóttir mín ætti þá að vera á valdi þessa morðingja — guð minn góður, sagði de Rodyl. Ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér ... — Við megum ekki örvænta, sagði Leon nú, eins og gæddur nýju þreki. Þér, herrar mínir, hafið algert vald til þess að fyrirskipa leit og rannsókn. — Það hefir þegar verið birt fyrirskipun unv leit að þeim" sem kom með þetta í varðstofu fangelsisins. Og það er 'aðeins fyrsta skrefið. — Ef hennar hefði verið gætt sem skyldi, sagði de Rodvl, væri sennilega þegar búið að hand- sama þann, sem samsekur er dóttur hins myrta - Angelu Bernier. — Angela Bernier er saklaus, sagði Leon af sannfæringarhita. Ég veit, að allar líkur eru gegn henni, en ég trúi aldrei að hún sé sek. Hér er ósýnilegur fiand- maður, illvirki, að verki, til þess. að leiða allan grun frá sér, mað ur, sem rakti ekki aðeins slóð Jacques Bernier heldur síðan dóttur hans, allt, inn í fangaklef ann, til þess að leiða grun að henni — og áformar að koma dóttur hennar fyrir kattarnef, vegna þess að hún - hún ein hefir séð hann — S sjálfum morðstaðnum. De Rodyl greip hönd hans af feginleik. — Hver veit nema þér hafið rétt fyrir yður, en lofið mér nú að vera einum með vini mínum, og verið viss um, að ég mun gera allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að dóttir mín finnist. Leon kvaddi þá svo og fór, en de Rodyl og de Gevrey rædd ust við nokkru meira. Þegar þeir skildu, sat de Gev- rey lengi þungt hugsi og hugs- aði málið frá öllum hliðum, en hann komst að lokum að sömu niðurstöðu og fyrr, að Angela væri sek. Svo bægði hann frá öllum hugsunum um þessi mál og fór heim til móður sinnar og var Paroli læknir þá staddur hjá henni. Eftir að hafa dvalizt hjá henni um stund, ræddust þeir við einslega og Paroli læknir sagði honum frá Cecile — að hún hefði fætt fyrir tímann og barnið fæðzt andvana. De Gev- rey spurði þá hvort þetta mundi hafa nokkur áhrif á framtíðar- heilsufar hennar, en ParOli kvaðst hinn vonbezti, en vitan- lega væri hún mjög máttfarin. Paroli færði það nú í tal við de Gevrey, að hann yrði svara- maður hans, og tók hann því vel. Paroli kvað öllum undirbún ingi langt komið. Og svo barst talið að morðmálinu og var það hvort um ur væri að ræða. - Við vitum ekki enn hver eða hverjir kunna að vera með- sekir Angelu Bernier, sagði de Gevrey, en það lítur út fyrir að nýr glæpur hafi verið framinn. — Nýr glæpur? sagði Paroli og lék hlutverk hins forviða manns. - Já, gegn dóttur hennar. - Hún hefir þó ekki verið myrt? - Hún er að minnsta kosti horfin. Líklegt þykir mér, að sá, | sem meðsekur er Angelu Berni- j er. sé hér að verki. - Maður gæti vart trúað, að nokkur hafi ástæðu til að myrða stúlkuna. Og ef svo væri - hver? - Það leggjum við nú áherzlu á að reyna að uppgötva. — Ykkur hefir þannig ekki tekizt að sanna sekt - hvað j hct hann annars? - Óskar Rigault. Nei, honum hefir verið sleppt úr haldi. Sak- leysi hans er fyllilega sannað. Sterkur gi-unur beindist að hon- DÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 18740 SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V, Auglýsingasiminn er 11663 ÞVOTTAHÚS Vesfurbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 ‘ að skoða aðalvinning næsta happdrættisárs, einbýlishús að Sunnubraut 34, Kópavogi. Sýningar hefjast sunnudaginn 12. apríl og standa til mánaðamóta. Sýningartími kl. 2—10 e. h. laugardaga og sunnudaga og aðra daga kl. 7—10 e. h. Sýnendur: Húsgögn: Húsbúnaður h.f. Gólfteppi: Teppi h.f. Gluggatjöld: Gluggar h.f. Heimilistæki: Hekla h.f. Smith & Norland h.r. Sjónvarp/útvarp: G. Helgason & Melsted Póttablóm: Gróðrarstöðin Sólvangur. Uppsetningar hefur annazt Sveinn Kjarval, húsgagnaarkitekt. TT Jfl*.' • CS LAMÖ thisstkause WATEZ HAS LEACHEP EVEKYST/TCH I HAr7 •ONL. I'M SLAF THEY F'UT ME IW THIS LOG- INSTEAr 0F ATUS: j Ég er farin að geta hreyft mig aftur, segir Naomi, en fötin min eru horfin. 1 guðanna tenum finndu eitthvað sem ég get farið í. Þessi einkennilegi vökvi hefur leyst upp hverja pjötlu sem ég var í. Ég er sannaríega fegin að þeir létu mig í lokaðan trjábol, en ekki baðker. UPE IS COMIWG AGAIKIVTARZANV IWTO MY FEET... ANZ TOES.1 SUT.... f>nný ienonýs sími 16738

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.