Vísir - 19.06.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 19. júní 1964,
Eftir skólauppsögn í Menntaskólanum á Akureyri. Nýstúdentar safnast saman undir vegg skólans,
Menntaskólanum á Akureyri
var slitið þjóðhátíðardaginn
17. júní. Skólameistari Þórarinn
Björnsson flutti skólaslitaræðu
á sal. Voru 427 nemendur í
skólanum í 17 bekkjardeildum.
Að þessu sinni voru útskrif-
aðir 73 stúdentar. Voru 44
þeirra úr máladeild og 29 úr
stærðfræðideild. Tveir stúdentar
hlutu ágætiseinkunn, báðir f
stærðfræðideild, þeir Haraldur
Jóhannesson frá Suðureyri með
einkunnina 9,29 og Bragi ÓI-
afsson frá ísafirði með 9,08.
Við Menntaskólahátíðina voru
mættir árgangar eldri stúdenta,
sem stúdentsafmæli eiga nú.
Fyrir 30 ára stúdenta talaði
Jakob Hafstein og afhenti skól-
anum málverk af núverandi
skólameistara Þórarni Björns-
syni málað af Örlygi Sigurðs-
syni. Fyrir 25 ára stúdenta tal-
aði Jóhann S. Hannesson skóla-
meistari og afhenti skólanum
að gjöf safn orðabóka og hand-
bóka. Þá talaði Vilhjálmur Em-
arsson fulltrúi 10 ára stúdenta
og færði skólanum að gjöf safn
allra skólablaða sem gefin hafa
verið út hjá M.A.
gerð R. víkur niður?
Heildarendurskoðun
Dagsbrúnarsamninga
Samningsviðræður eru byrjuðar
í sambandi við umræður um
fjárhagsáætlun Reykjavíkur á
borgarstjórnarfundi í gær var
rætt um rekstur Bæjarútgerð-
arinnar. Kom Birgir Ísl. Gunn-
arsson frarn með þá skoðun, að
nauðsynlegt væri að íhuga nú
vandlega, hvort ekki ætti að
draga úr eða hætta rekstri tog-
aranna. Rökstuddi Birgir þessa
skoðun með því að vísa í reikn-
inga, en þeir sýna, að bókfærð-
ur halli á Bæjarútgerðinni hafi
verið um 15 millj. kr. á s.l. ári.
Reikningarnir sýna einnig að
skuldir Bæjarútgerðarinnar við
Framkvæmdasjóð borgarinnar
jukust um 5,4 millj. kr. á s.l.
ári og hafa aukizt um 20 milljón
krónur á þremur árum.
Þessi halli Bæjarútgerðarinn-
ar stafar ekki af því að fyrir-
tækið sé illa rekið, heldur
vegna hinnar almennu slæmu
afkomu togaraútgerðarinnar
hér á landi, sérstaklega eftir að
Norrænn lýðháskói
byrjar eftir viku
Eftir viku, iaugardaginn 27.
júní, verður stofnaður hér á
landí norrænn lýðháskóli. Munu
sækja hann um 60 þátttakend-
ur frá Noregi, Svíþjóð oe Dan-
mörk, mest kennarar. í þetta
sinn stendur skólinn aðeins í
einn mánuð, en ætlunin er að
í framtíðinni verði hann aiit
skolaárið.
Skólinn mun vera til húsa í
Sjómannaskólanum. Forseti ís-
lands ev verndari skólans og
ritar hunn kveðju í dagskrá
skólans, sem gefin hefir verið
út. Að skólastofnun þessari
stendur stofnun í Danmörku
sem nefnist Nordisk Folkehöj-
skole i Udlandet. Forstöðumað-
ur hennar er Arne Hyldkrog,
en sá maður sem unnið hefir.
undirbúningsstarfið er Chr.
Bönding danskur ritstjóri, sem
hér hefur lengi verið með annan
fótinn, og er mörgum kunnur.
Annan sunnudag verður hátíð
leg skólasetningarathöfn. Mun
Bjarni Benediktsson forsætisráð
herra flytja ræðu við það tæki-
færi en hann talar síðar einn-
ig um ísland í fortíð, nútíð og
framtíð. Margir kunnir íslend-
ingar flytja fyrirlestra við skól-
ann, m.a. Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, Kristján Eldjárn, Einar Ólaf
ur Sveinsson, Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra,
Guðlaugur Rósinkranz og dr.
Selma Jónsdóttir og eru þá að-
eins nokkrir nefndir. Þá munu
þátttakendur fara í ýmsar skoð
unarferðir um borgina og ná-
grenni, en markmið skólans er
að kynna þeim alhliða þætti Is-
lenzks þjóðlífs. Forseti íslands
hefir og móttöku á Bessastöð-
um fyrir skólasveina.
landhelgin var víkkuð.
Svo þarf að íhuga, hvort
nokkur nauðsyn er að halda
uppi slíkum hallarekstri, sem
verður byrði á borginni. Þegar
togararnir voru fengnir í upp-
hafi var það til að tryggja at-
vinnu í borginni. En siðan hafa
orðið svo miklar breytingar á
atvinnuástandinu í Reykjavík og
sérstaklega hefur hefur báta-
útvegurinn stóraukizt, svo það
er ekki lengur sama þörfin og
áður að halda uppi þessari tog-
araútgerð til atvinnutryggingar.
Þetta sést líka á skýrsium Bæj-
arútgerðarinnar, en uppundir
helmingur af aflanum væri
seldur erlendis
Viðræður eru nú hafnar milli
vinnuveitenda og Dagsbrúnar um
nýja • kaup- og kjarasamninga fé-
Iagsins innan ramma þess samkomu
lags er gert var milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinn
ar.
Fyrsti viðræðufundurinn var s 1.
þriðjudag en sá næsti verður í
dag.
Rætt er um ýmis atriði samn-
inganna, svo sem orlof, eftirvinnu
og helgidagavinnu, taxtatilfærslur,
veikindadaga og 'fleira. Gerir Dags-
brún í sumum tilfellum kröfur til
þess að fá svipaðar Iagfæringar og
félögin fyrir norðan og austan
sömdu um en í öðrum tilfellum er
um sérástæður að ræða hér syðra.
Það vill oft verða svo í hörðum
vinnudeilum, þegar mest áherzla er
lögð á kaupgjaldið að ýmis almenn
Viðræður við önnur verkalýðsfé-
lög í Reykjavík eru ekki hafnar.
Hefur það komið til tals að ræða
við mörg félög samtimis en ekkert
hefur verið ákveðið hvort af því
verður eða ekki.
Það gæfi betra ’ á*tvæði gleymast. Má heita, að nú
verði um heildarendurskoðun samn
Framh. á bls. 6
inga að ræða.
Lóan á
Akranesi
Þessi mynd var tekin í fjörunni
við Akranes 17. iúní. Björn Páls
son flaug á LÓUNNI til Akra-
ness með ýmsa skemmtikrafta
frá Reykjavik og lenti í fjörunni
þar. Fjaran er einhver bezti flug
völlur, sem til er á íslandi, að
sögn flugmanna, rennslétt og
hörð, og er oft lent þarna á
minni vélum, en langt er siðan
svo þung vél hefur lent þarna.