Vísir - 27.06.1964, Síða 3
3
VÍSIR . Laugardagur 27. júni u»64.
Krakkarnir fengu ekki aðgang að félagsheimilinu. En áhuginn var
svo mikill, að þau klifruðu upp á skúra og gægðust inn.
BBfynWJi .raTínggaiT b*tt m ■—■<—IW—WJHW—§
Bítilæðið er sannarlega komið
til íslands. Bítilhljómsveitin
Hljómar frá Keflavík er um þess-
ar mundir á hringferð um Vest-
urland og Norðurland, og er
uppi fótur og fit á hverjum stað
sem þeir koma við á. Æskulýð-
urinn flykkist í kringum þá til
að njóta bítiltónlistarinnar, til
þess að dansa og syngja með.
Eldra fólkið kemur líka á staðinn
til þess að horfa og hlusta á
þessi ósköp, síðan e.t.v. til að
hneykslast á hamagangi og háv-
aða unglinganna nú til dags. —
Ja, það má nú segja, að heimur
versnandi fer, segja sumir hinir
eldri og furða sig á þvf, hvað ein
danshljómsveit getur búið til
mikinn hávaða.
Myndsjáin var viðstödd fyrir
nokkru, þegar bítilhljómsveitln
kom á fyrsta viðkomustaðinn,
Ólafsvík. Þar varð uppi fótur og
fit og allir sem vettlingi gátu
vaidið fóru niður I Félagsheimilið
til að hlusta á bitlana. Þetta
var á björtu, stilltu sumarkvöldi
Hér sjást hinir keflvísku bítlar á sviðinu i Ólafsvík. Það er furðulegt hve mikinn hávaða þessir ungu
menn geta framleitt. Talið frá vinstri: Eggert Kristjánsson, sem Ieikur á trommu, hefur ekki fengizt
til að gerast fullkominn bitill hvað hárvexti viðvikur, þá Guðmundur Rúnar JúIIusson, sem margir álita
mesta bítillinn af lifi og sál, þá Erlingur Bjömsson og Gunnar Þórðarson.
Ketlvisku bitlarnir terðast um
landið í eigin bíl, sem er kirfi-
lega merktur.
BlTILÆÐI ÚT UM LAND
og hin háværa dansmúsík og
söngur hljómaði út frá samkomu
húsinu í kvöldblænum. Nokkuð
var það athyglisvert, að áfengi
sá ekki á dansgestum, nema ein-
um eða tvelmur. Það kvað ekki
vera móðins meðal bítla að
drekka sig fulla.
Lögregluþjónninn i Ólafsvík
átti hins vegar við annað vanda-
mál að striða. Það var aðsókn
barna á fermingaraldri að
Séð yfir salinn. Fólkið unir sér vel við hina sérkennilegu bítil-músik. Flestir kunna að tvista, hafa lært
það af áhuga eftir danskennslu útvarpsins.
skemmtistaðnum, en á dansstað
mega ekki vera börn undir 14
ára aldrl. En þegar bítlarnir
voru komnir í heimsókn langaði
12 og 13 ára krakkana líka til að
vera með og sjá þetta furðuverk.
Lögreglumaðurinn rak þau út,
en þá gripu þau til þess ráðs að
klifra upp á skúr og gægjast inn
um glugga til þess að fylgjast
með furðuverkinu.
Þannig var dansað inn í sumar-
nóttina sem er björt og stillt um
Jónsmessuleytið í ólafsvfk.
Og svo er Ioks að segja af
bítilhljómsveitinni, hún heldur á-
fram för sinni til Patreksfjarðar,
Bolungarvikur og lsafjarðar, síð-
an verður stefnt austur á bóginn
til Búðardals, Blönduóss í Húna-
ver og loks endað á Siglufirði.
Þar má búast við að hátið bítl-
anna nái hámarki á áhrifasvæði
sildarstúlknanna.