Vísir - 14.10.1964, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 14. október 1964
Nefndcn vnrð snm-
móln um
sknffnmálin
Nefnd sú, er ríkisstjórnin skip-
aði til þess að athuga skattamál-
in, hefur skilað áliti og orðið
sammála. Skýrði Gunnar Thor-
ordsen fjármálaráðherra frá
þessu á Varðarfundi í gærkvöldi.
í nefndinni áttu sæti fulltrúar
frá ríkisstjórninni, BSRB, ASÍ og
Sambandi fsl. sveitarfélaga.
Vinnur brezki Verkmmmsmfhkkmr-
u nrnrgun
>
Úrslit brezku þingkosning-
anna, sem fram fara á morgun
eru óvissar; en nokkru sinni
fyrr. Þó virðast menn frekast
hallast að þvf, að Verkamanna
flokkurinn muni vinna sigur f
kosningunum. Sú ályktun er m.
a. dregin af þvf, að kosninga-
fundir hafa yfirleitt gengið bet-
ur hjá forystumönnum hans.
í morgun gerðist það óvenju-
lega atvik, að hið mikilsmetna
dagblað, Times, sem jafnan hef-
ur stutt Ihaldsflokkinn. lýsti
því yfir, að það styddi nú Frjáls
lynda flokkinn. Þá gerðist það
og nú í byrjun vikunnar, að hið
fhaldssama vikublað, The Econo
mist, hvatti lesendur sfna til að
kjósa Verkamannaflokkinn, og
þóttu það mikil tíðindi.
Kosningabaráttan hjá Ihalds
flokknum hefur gengið illa.
Henni hefur stjórnað Maudling
innanríkisráðherra, en það
versta var, að tveir af forystu-
mönnum flokksins, þeir Butler
utanríkisráðherra og Quintin
Hogg létu sér ekki segjast
hvemig haga ætti baráttunni og
komu þeir með ýmsar yfirlýsing
ar sem urðu íhaldsflokknum
mjög óþægilegar, sérstaklega,
þegar þeir drógu Keeler-málið
inn í kosningabaráttuna, en það
gamla hneykslismál er vafa-
laust viðkvæmasta og erfiðasta
málið í kosningabaráttunni.
Kosningabaráttunní lauk í
gærkvöldi með sjónvarpsræðu
forsætisráðherrans, Sir Alec
Douglas Home, en kvöldið áður
hafði Harold Wilson komið
Framh. á bls. 5.
Myndin var tekin inni við Grensásveg í morgun og sést á henni m.a. vélskóflan sem setti vatnsæðina f
sundur. Þegar myndin var tekin var búið að loka fyrir vatnsrennslið. Ljósm. Vísis, I. M.
A öalvatnsæð / Grensás vegi
spnkk f morgun
Skömmu eftir kl. 9 í morgun
sprakk aðalvatnsæð við Grens-
ásveg. Vélskófla, sem var að
vinna við hitaveituframkvæmd-
ir, setti æðina f sundur og
hlauzt af þessu mikið vatnsflóð.
Taldar eru allmiklar líkur á því
að einangrun f hitaveitustokk-
um, sem liggja þarna um,
kunni að hafa skemmzt, en það
mál var ókannað að mestu f
morgun.
Það var vélskófla frá Vél-
tækn'i h. f., sem annast þarna
hitaveituframkvæmdir, sem setti
æðina í sundur. Hér er um að-
alæð að ræða, um 14 tommur að
stærð. Flæddi vatnið yfir all-
mikið svæð'i og orsakaði m. a.
umferðartruflun, en fljótlega var
lokað fyrir æðina.
Vfsir átti f morgun stutt sam-
tal við Þórodd Th. Guðmunds-
son vatnsveitustjóra, og sagði
hann að ekki væru mjög stór
hverfi tengd við æðina, en hins
vegar hefði mikið vatn flætt
þama út og því gengið mikið
á vatnsbirgðirnar í geymunum.
Lfkur eru taldar á þvf, að ein-
angrun í hitaveitustokkum, sem
búið er að leggja þama um,
kunni að hafa skemmzt, en það
. mál var að mestu leyti órann-
sakað f morgun.
30% nemenda er
Ijúka skyldunámi
fara í Iðnskólann
Iðnskólinn var settur í sextugasta
og fyrsta sinn f nemendasal Iðn-
skólans við Skólavörðutorg. Með
hátíðlegri athöfn var minnzt 60
ára afmælis skólans, að viðstöddu
miklu fjölmenni, m. a. voru þar Jó-
hann Hafstein, dóms- og iðnaðar-
málaráðherra, Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðherra og borg-
arstjóri Geir Hallgrimsson.
Formaður skólanefndar Baldur
Eyþórsson prentsmiðjustjóri flutti
stutt ávarp og bauð gesti velkomna.
Tveir gamlir nemendur skólans,
þeir Finnur Thorlacius og Indriði
Guðmundsson, þeir einu eftirlifandi
af fyrsta árgangi skólans, sem út-
skrifaðist, voru hylltir með lófa-
taki viðstaddra.
Næstur tók til máls Þór Sand-
hoft, skólastjóri Iðnskólans, en
hann hefur gegnt embætti f tíu ár.
Af skólastjórum Iðnskólans, sem
hafa verið fimm alls, hefur Þór
Sandholt gegnt embætti næstlengst
Helgi Hermann Eirfksson hefur
gegnt þessu embætti lengst allra,
eða 31 ár.
Rakti skólastjóri nokkuð sögu
skólans, frá þvf er Jón Sigurðsson
forseti hreyfði fyrstur opinberlega
hugmyndinni um stofnun sérstaks
skóla í Nýjum félagsritum árið
1842, til þessa dags.
Um starfsemi Iðnskólans sagði
skólastjóri eftirfarandi: „Sjálfur
„lærlingaskólinn", þ. e. hinn raun-
verulegi iðnskóli, starfar í þrem
flokkum frá október til maíloka.
S. 1. ár voru í honum 41 bekkjar-
deild og 910 nemendur. Undirbún-
ingsdeildir í september og ýmiss
konar sérdeildir fyrir iðnnema voru
24 með 322 nemendum og fram-
haldsdeildir, með Meistaraskólan-
Framh. á bls. S
Mokveiði
eystra
Sl sólarhring eða frá kl. 9 í
gærmorgun til kl. 9 í morgun
fengu 23 skip samtals 23.800
mál síldar á sömu miðum og
áður fyrir austan. Síldin fór
öll í bræðslu enda munu flestar
eða allar söltunarstöðvar hætt
ar störfum.
Þessi skip fengu yfir 1000
mál í gær: Óskar H^lldórsson-
1050, Faxi 1550, Vohin 1500,
Ingvar Guðjónsson 1600, Snæ-
fugl 1500, Grótta 1100, Björg-
vin 1300, Loftur Baldvinsson
1000, Þórður Jónasson 1500, Ás
björn 1000, Bergur 1000, . Hann
es Hafstein 1600 mál.
Nýtt fjárdráttar Áre/(Strar vfö Rússa eystm
mél / Reykjavík \ engin vnrgskíp nærstödd
Nýleea hefur verið kært vfir endanna hafa kært hann hriðia nm ^ *
Nýlega hefur verið kært yfir
fjárdrætti framkvæmdastjóra verzl
unarfyrirtækis ein., í Reykjavík. En
þar sem framkvæmdastjórinn er bú
settur í umdæmi sýslumanns Gull-
bringu. og Kjósarsýslu, hefur fuil-
trúa bæjarfógetans í Hafnarfirði,
Gunnari Sæmundssyni, verið falið
málið til rannsóknar.
Gunnar Sæmundsson sagði frétta
manni Vísis í morgun, að rann-
sókn málsins væri á frumstigi enn-
þá og væri sem ster.dur verið að
rannsaka bókhald viðkomandi fyr-
irtækis.
Gunnar sagði að eigendur fyrir-
tækis þessa væru þrír, en tveir eig-
endanna hafa kært þann þriðja um
fjárdrátt, en sá maður hefur jafn-
framt verið framkvæmdastjóri um-
rædds fyrirtækls. Hefur það eink-
um haft með höndum bifreiðainn-
flutning og bifreiðavarahluta.
Hafa þessir tveir meðeigendur
fyrirtækisins kært meðeiganda
þeirra og framkvæmdastjóra fyrir
að hafa dregið sér samtals kr.
265.938,00 án heimildar þeirra og
algerlega á ólöglegan hátt.
Gunnar Sæmundsson kvaðst ekki
telja sér fært að gefa upp nafn
viðkomandi manns né fyrirtækis á
meðan rannsókn væri ekki lengra
á veg komin.
íslenzk síldveiðiskip á Austur-
landsmiðum hafa orðið fyrir mikl-
um óþægindum, tjóni og töfum
vegna ágangs margra rússneskra
reknetabáta á Austurlandsmiðum
undanfarið. Þannig hefur báturinn
Sigurvon orðið að liggja inni I
marga daga vegna þess að Rúss-
arnir rifu nótina, Ólafur Tryggva-
son frá Hornafirði varð fyrir svip-
uðu áfalli og sama er að segja
um fleiri báta sem blaðið kann
ekki að nafngreina.
Sigurvon er nýfarin á veiðar
aftur, skipstjóri á henn; er Guð-
mundur Ibsen. Ekkert varðskip
hefur verið fyrir austan til þess
að fylgjast með því sem þar er
að gerast og hafa sjómenn kvartað
yfir því, enda þótt veitt sé utan
við fiskveiðitakmörkin.
Allmörg dæmi eru um það, að
rússnesku reknetaskipin fari inn
í næturnar hjá íslenzku skipunum
og kippi teininn þannig í sundur
á tveimur stöðum. Það er algengt,
segja sjómenn, að Rússarnir Ieggi
net sín svo nálægt ísl. skipunum
og beggja vegna við þau, þar sem
þau eru með nætur I sjó, að ekki
verði hjá því komizt á hinn bóginn
að valda Rússunum tjóni, þótt ís-
lenzkir sjómenn telji hiklaust að
þeir megi sjálfum sér um kenna
vegna ágangsins. Þegar búið er að
leggja reknet á báða bóga við ís-
lenzku skipin meðan þau eru með
nætur í sjó, eins og Rússarnir gera
oft, verður stundum ekki hjá því
komizt að nótina reki á rekneta
trossurnar, eða uppistöður þeirra
og hefir þá stundum reynzt nauð
synlegt að fjarlægja þessar uppi-
stöður svo að þátur og nót komist
óhindrað yfir reknetatrossur Rúss-
anna. Þannig eru þessir árekstrar
á miðunum.