Vísir - 21.10.1964, Síða 8
8
VlSIR . Miðvikudagur 21. október 1964.
VISIR
oLgerandi: Blaðaútgáfan vTISIR
Ritstjóri: Gunnar G Schram
AðstoSarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn-Ö Thorarensen
Björgvin Guðmundssoi
Ritstjómarskrifstofur Laugaveg; 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingóltsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr á mánuði
f lausasölu 5 kr eint — Simi 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Visis - íidda h.t
Þjóðviljinn og kvefið Krúsévs
Yiðbrögð Þjóðviljans við falli Krúsévs hafa vakið
furðu manna um land allt. Á föstudaginn sagði blaðið
yfir þvera forsíðuna: „Krúsév fór sjálfur fram á að hon-
um yrði veitt lausn frá störfum fyrir aldurs sakir.“ Og
daginn eftir, þegar allri veröld var orðið enn betur
Ijóst, að í Sovétríkjunum hafði átt sér stað stjórnar-
bylting, rituðu tveir af blaðamönnum Þjóðviljans lang
ar greinar um málið. Aðra greinina prýddi mynd af
Krúsév þar sem hann var á ferð í Búdapest sl. vetur.
í texta hennar var sagt: „Vafalaust hafa hin löngu og
ströngu ferðalög Krúsévs verið erfið mann: á hans
aldri“! Ennþá börðu Þjóðviljamenn höfðinu við stein-
inn og töldu heilsubrest hans einu ástæðuna fyrir brott
förinni. í báðum greinunum var það snjallræði notað að
ræða í sömu andránni um stjórnarskiptin í Bretlandi
og Sovétríkjunum. Með því hugðust Þjóðviljamenn slá
ryki i augun á lesendunum og- gefa til kynna að ekki
hefðu skiptin í Sovét orðið með einkennilegri hætti en
í Bretlandi. Sú fyrirætlan var þó dæmd til þess að
mistakast vegna þess að öllum öðrum en Þjóðvilja-
mönnum mun ljóst, að munur er á stjórnarskiptum að
loknum lýðræðislegum þingkosningum, eins og í Bret-
landi, og á brottvikningu forsætisráðherra eftir sam-
særi, sem nánustu samstarfsmenn höfðu bruggað hon-
um. Þetta herbragð Þjóðviljans fór því út um þúfur.
yísir benti strax á föstudaginn á þá staðreynd, að
stjórnarbylting hefði greinilega átt sér stað í Sovétríkj-
unum Þau ummæli urðu tilefni til eftirfarandi svars
Þjóðviljans: „Um alþjóðamál er fjallað í Þjóðviljanum
af algjöru ofstækisleysi og jafnan leitast við að auð-
velda lesendunum yfirsýn og miðla fræðslu eins og tök
eru á.“ Ef samtök íslenzkra blaðamanna veittu verð-
laun fyrir hnúkahæst sjálfshólið myndu Þjóðviljamenn
vinna þau í ár. Blaðið er augljóslega statt á berangri
vandræða, sem eru meiri en það hefur nokkru sinni
áður komizt í. Og er þá mikið sagt. Fræðsla þessi um
heilsubrest Krúsévs, sýnir að íslenzkir kommúnistar
hafa enn ekki áttað sig á því hvernig þeir eigi að túlka
fall hins mikla snillings og átrúnaðargoðs. Ekki finnst
snefill af sjálfstæðri hugsun á síðum blaðsins, ekki
minnsta tilraun til þess að skýra hreinskilningslega frá
orsökum stjórnarbyltingarinnar.
\|unur er á hvernig málgagn norskra kommúnista,
FrihPten, tók á þessu máli. í forystugrein þess blaðs
segir: „Enn er okkur ekki að fullu kunnur allur sann-
leikurinn um leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum. Það er
þó allavega ljóst að sú skýring, er fyrst var gefin og
vísað til aldurs Krúsévs og heilsufars, er ekki sönn.“
ídvenær manna íslenzkir kommúnistar sig upp í að
hætta að trúa á kvef Krúsévs og viðurkenna loks aug-
ijócar staðreyndir?
Afmæliskveðja til
Maríu Maack
Maria Maack inni við Veiðivötn á Grána frá Hvammi á Landi.
Einu sinni var maður að út-
húða nýju listaverki, sem átti
raunar að prýða vígt hús. ,Þetta
— þetta er engu líkt“, sagði
.hann. „Það er hárrétt. Hvers
vegna þarf það að lfkjast ein-
hverju öðru?“ það er það sjálft,
einstætt og óviðjafnanlegt",
mælti annar, sem var jafn stór-
hrifinn og sá fyrri var stór-
hneykslaður.
Þannig gjörði skaparinn
Mariu Maack, sérstæða, ein-
stæða, óviðjafnanlega. Það er
aðeins til einn Stórisandur,
eit Hornbjarg og ein María
Maack. 1 öllu er hún stór og
engu smá;stór í lund með stórt
hjarta, stórbrotin, stórmerk,
stórmannleg við háa sem lága.
Ég hefi aldrei gleymt orðum,
sem pólitískur andstæðingur
Maríu lét falla í blaðagrein um
þær stórhöfðinglegu viðtökur
er hann hlaut f einni bækistöð
hennar f óbyggðaferð, þegar
hann bar soltinn og hrakinn að
garði. Maðurinn lét þau orð
falla að, svo góðsöm væri
María Maack og mikil! höfðingi
að hann gæti naumast hugsað
sér að hún synjaði sjálfum Ó-
vininum um saðningu og að-
hlynningu, ef hann bæri nær
dauða en lífi að garði hennar.
f þessari gamansömu likingu
felst sá sérstaki sannleikskjarni
að þessi kona hefir aldrei mátt
aumt sjá að hún ekkj reyndi
að bæta úr því, og þá á-
vallt stórmannlega án þess
að hugsa andartak um laun,
án þess að fara nokkru sinni 1
manngreinarálit án þess að
gera minnsta greinarmun á vini
og mótstöðumanni. Það hefir
verið spurt um eitt og aðeins
eitt: hjálparþörfina, og væri
hún fyrir hendi var hjálpin
veitt með þeim hætti að fram
úr öllum röðum þjóðfélagsins
og öllUm flokkum gengur fjöldi
fólks sem fer ekki dult með að
það eigi henni og hennar ein-
stöku umhyggju lif að launa og
dáir hana sem hálfgerðan dýr-
ling. Að sönnu gerði hún hjúkr
un að lífsstarfi sinu, hóf þann
feril um tvítugt, eða fyrir 55
árum. En það hafa fleirj gerzt
hjúkrunarkonur, já þúsundir
kvenna — og margar þeirra
beinlfnis fómað llfi sínu og
kröftum og þó er aðeins ein
María Maack. Og þar kemur
þetta til greina hversu sérstæð-
ur persónuleiki hún er og úr
ræðagóð, að henni hefir aldrei
til hugar komið eitt andtartak
að segja: Ég get ekki hjálpað
þér. Nei, hún þekkti aðeins eitt
boðorð: Það verður að hjálpa,
og það gilti jafnt fyrir smæsta
smælingjann og þann er hæst
var settur í heimsins augum.
Þannig var hún engum lfk, og
þess vegna á hún fleiri og á-
kveðnari aðdáendur en flestir
samtíðarmenn hennar. Þess
vegna má með sanni segja það
um hana, sem Einar Benedikts-
son kveður um sjálfan útsæ-
inn: „Þú bregður stórum svip
yfir dálitið hverfi".
Og enn í dag er mannlífið á
fslandi ekki meira en svo að
hún bregður stórum svip yfir
það allt og mun gjöra meðan
henni endist afl og lif.
Það ræður af líkan, enda er
það löngu alþjóð kunnugt orð-
ið, að sópað hafi að þessari
konu þar sem hún hefir kjörið
sér verðug mál til að beita sér
fyrir af þeirri rfku samúð,
heilindum og haráttuþreki, sem
henni er gefið. Slysavarnahreyf
ingin hefir frá upphafi átt í
henni einn sinn ötulasta for-
vigismann og þar hefur það
vissulega átt heima boðorðið
henar Maríu „Það verður að
finna leið til hjálpar".
Kristin kirkja og kristin trú
hafa einnig átt ótrauðan tals-
mann og stórtækan stuðnings-
mann þar sem hún var, enda er
hún alin upp við einlæga trú-
rækni, prestsdóttirin frá Stað
i Grunnavík, dóttir hjónanna
séra Péturs Andréssonar Maack
og Vigdísar Einarsdóttur. María
Maack hefir verið sóknarbarn
mitt síðan Óháði söfnuðurinn
hér i borg var stofnaður fyrir
15 árum og í stjórn kvenfélags
kirkjunnar. Or því starfi þekki
ég hana því einna bezt og verð
að segja að hún hefir staðið í
fylkingarbrjósti þess einvala-
liðs, sem þar hefir lagt hönd
á plóginn, og er þá mikið sagt.
Fyrir starf hennar að málefn-
um kirkjunnar verður henni
aldrei fullþakkað, og er mér
þá efst í huga það stóra brot,
sem hún starfar í. Fyrir slíkan
stórhug og metnað fyrir hönd
heilagrar kirkju eru kirkjan
okkar litla og Kirkjubær búin
skarti listarinnar í öllum
sínum einfaldleik og fburð-
arleysi. - Fyrir stórhug og
hlýhug var kirkjan reist með
tvær hendur tómar. Af þeim
byggingarefnum eru fáir ríkari
en María Maack, Aldrei gleymi
ég bjartsýni hennar, uppörvun
og hvatningu til mín. Það er
mikið lán að eiga slíka að. Það
eru ekki bara slysavarnamálin
og trúmálin, sem María Maack
hefir helgað krafta sína. Hún
gæti verið aflgjafi heillar þjóð-
ar, og hefir í rauninni verið
það. Stjórnmálin hafa lengi ver
ið meðal helztu hugðarmála
hennar og hugsjónamála, og
það gat ekki farið hjá því að
kona af hennar gerð, svo sjálf-
stseð og sérstök sem hún er,
skipaði sér þar í sveit sem
hún gerði.
Hún hefir verið formaður
Sjálfstæðiskvennafélagsins
Hvatar hér í borg um langt
árabil og átt sætj í mjðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Mun sá
flokkur eiga henni óendanlega
mikig að þakka, eins og hún
er sjálf þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að starfa
fyrir hann. Hún dregur ekki dul
á það fremur en annað, hrein-
skiptnari konu er ekki unnt að
hugsa sér, hún fyrirlítur inni-
lega allt sem ekkj þolir að sjá
dagsins ljós.
Eflaust hefir hún hlotið hrein
iyndið og heilindin í vöggugjöf,
en þar að auki hefir hún and-
að að sér íslenzku fjalla- og ör-
æfalofti flestum ef ekki öllum
íslenzkum konum oftar og leng
ur. Það' andrúmsloft er hennar
líf. Hún ber með sér fjallafrels
ið og öræfatignina svo lengi
sem hún lifir. Og þess óska ég
og bið fyrir hönd okkar hjón-
anna, og margra, margra ann-
arra vina þinna, kæra María,
að guð gefj þér enn langa og
góða lffdaga.
Emil Björnsson.