Vísir - 21.10.1964, Síða 10

Vísir - 21.10.1964, Síða 10
10 VÍSIR . Miðvikudagur 21. október 1964. :/ Maria Maack — Framhaid af bls. o7. fannst mér prýðilegt að verða hjúkrunarkona." „Unnuð þér áfram á Laugar- nesspítalanum, eftir að þér vor- uð útlærð?“ „Já, fram til 1916, en þá fór ég til Vestmannaeyja og síðan í einkahjúkrun hér í Reykjavík, m.a. hjá frú Maríu, sem hafði mjaðmarbrotnað og þurfti að Iiggja lengi í rúminu eftir það áfall. Síðan var ég beðin um að gerast farsóttahjúkrunar- kona, en það leizt mér engan veginn á. Það var Matthías Ein- arsson læknir sem hreint og beint skipaði mér að taka það að mér, og líklega var hann enn Skip vor munu lesta erlendis sem hér segir: HAMBORG: Selá 24.10 og 21. 11 Laxá 7.11 og 5.12 'IOTTERDAM: Selá 27.10 og 24.11 Laxá 10.11 og 8.12 HULL: Selá 29.10 og 26.11 Laxá 12.11 og 10.12 \TWERPEN: Selá 26.10 og 23.11 OYNIA: Rangá 5.11 AUPMANNAHÖFN: Rangá 9.11 \UTABORG: Rangá 10.11 ’insamlegast athugið breytingar er afa orðið á umboðsmönnum vor- m í Antwerpen og Rotterdam. Umboðsmenn vorir erlendis eru nú sem hér segir: ANTWERPEN: Agence Maritime E. Sasse S.A. 24 Meir Antwerp 1. GDYNIA: Morska Agencja w Gdyni 3 Rotterdamska Gdynia. GAUTABORG: Blidberg Metcalfe & ». 4-5 Skeppsbron, Gautaborg 1 IAMBORG: Axel Dahlström & o., 2000, Hamburg 1 Glockengiesserwall 22 HULL: Cutting & Co., (Hull) Ltd. The Avenue, High Street Hull. KAUPMANNAHÖFN: A. Bendix & Co., 47 St. Kongensgade, Köbenhavn K. ROTTERDAM: Pakhuismeesteren N.V. 12, Van Olderbarneveltstraat. Rotterdam. HAFSKIP N.F. HAFNARHUSINU REYK.JAVÍK SIMNEFNI: HAFSKIP SIMI 21160 ráðríkari en ég sjálf, því að ég lét tilleiðast. Og aldrei hef ég smitazt af neinni farsótt, þó að ég væri alltaf innan um börn og fullorðna með skarlatsótt, taugaveiki, barnaveiki, lömun- arveiki og fleira þvíumlíkt." Yndislegt að hjúkra bömum „Hvað höfðuð þér margar hjúkrunarkonur yður til aðstoð- ar í Farsóttahúsinu?" „Við vorum tvær hjúkrunar- konur og höfðum tvær hjálpar- stúlkur. Svo voru gangastúlkur eftir þörfum, matráðskonur í eld húsinu, aðstoðarstúlkur þeirra, þvottakonur o.s.frv. Ein hjúkr- unarkonan, Anna Kjartansdóttir, vann með mér yfir 30 ár. Pró- fessor Jón Hjaltalín Sigurðsson var læknir þarna öll þessi ár, ljúfmenni hið mesta, viðbragðs- fljótur, þegar sjúklingunum lá á, og bezti læknir, eins og al- þjóð veit. Svo leystu hann af ágætir læknar eins og próf. Sæ- mundur Bjarnhéðinsson, Guð- mundur Thoroddsen, Björn Gunnlaugsson, Sigurður Sigurðs son núverandi landlæknir o.fl. Það var yndislegt að vinna f Far- sóttahúsinu, sérstaklega að hjúkra blessuðum börnunum, sem er svo auðvelt að gleðja. Mér fannst skelfing leiðinlegt að missa þau, þegar Heilsuvernd- a”stöðin tók við öllum farsótta- sjúklingum árið 1955, en það komu þá aðrir sjúklingar í stað- inn, sem þörfnuðust manns. Við vorum fyrst með farsóttasjúkl- inga eingöngu, en eftir að farið var að einangra þá, minnkaði talan svo mikið, að neðri hæðin var nóg fyrir þá, og eftir það tókum við marga berklasjúkl- inga sem voru að bíða eftir vist á Vífilsstöðum, og seinna tauga- sjúklinga. Mest gátum við haft um 27-30 manns í einu.“ Minningarnar bæði Ijúfar og sárar. „Þér hljótið að eiga margs konar minningar frá þessum 44 árum f Farsóttahúsinu?" „Já, þær eru bæði ljúfar og sárar, en þannig er nú lffið. Það sem mér hefur alltaf gengið erfiðlegast að sætta mig við er þegar börn hafa dáið. Mér finnst dauðinn ekkert hræði- legur í sjálfu sér, en það er sorg- legt að sjá börn og ungt fólk deyja. Aftur á móti er guðdóm- legt að mega veita hjálp, þegar ekkert er eftir nema það síð- asta. Móðir mín og tvær systur dóu hjá mér f Farsóttahúsinu, og ég var þakklát að mega ann- ast þær á þeirri stund. En slys- unum get ég aldrei vanizt; það var eitthvert þyngsta áfall lífs míns, þegar Pétur bróðir minn fórst og með honum sonur hans á bezta aldri.“ Nóg að gera næstu árin Hún þegir um stund, en verð- ur sfðan aftur hressileg. „Jæja, ég er orðin sjötíu og fimm ára og ein eftir af systkinunum, en ég ætla mér ekki að setjast f sekk og ösku. Ég hef nóg að gera næstu árin að vinna að áhugamálum mínum." „Krefjast þau öll jafnmikillar áreynslu og fjallgöngurnar?" „Nei, sei, sei, ég hef t.d. mjög gaman af að lesa.“ „Hvað helzt?“ „Allt milli himins og jarðar. Ég hef mikið yndi af ljóðum, einkum Jónasi mínum Hall- grfmssyni Hann orti einu sinni barnagælur1 á dönsku til hennar ömmu minnar. ‘Husker du vár- en i a) dens pragt?', og þær þýddi dr. Sturla Friðriksson seinna á íslenzku, Ijómandi vel. Ég hef því miður aldrei getað ort sjálf, þó að ég elski skáld skap.“ „Hvað fleira finnst yður skemmtilegt?" „Það er nú margt. Til dæmis að fara á hestbak Og ég tíni grjót í öllum mínum öræfaferð- um, á stærðarhrúgur af stein- um í ótal litum. Ég hef ánægju af lífinu, og ég hef alltaf trúað staðfastlega á annað líf, enda þætti mér þetta veraldarvafstur okkar hér heldur tilgangslítið, ef ekkert tæki við að því loknu.“ SSB iWIII ' Byrjaði — Framh. af 9. dSu að vinna fyrir þau. Ég vinn tals- vert m'ikið fyrir fslenzka fræði menn og vona, að þeir séu ánægðir með verk mín. — 'O'aidið þér að íslendingar væru ekki sjálfir færir um að vinna að þessum ljós- myndunum? — Ég býst við að þeir geti lært það, — en það er eitt sem m’ig langar að taka fram, hand- ritin verða ekki ljósmynduð öll á nokkrum mánuðum, ekki einu sinni á tveimur árum. Það er al- veg gagnsl. að taka þetta ein- og ve-’julegar fótóstat-myndir. Maður er lengi að taka mynd af hverri síðu. Það er fremur hægt að segja að það taki tvö r ár, að æfa sig í faginu, svo mik - ið nákvæmnisverk er þetta og 3 þó verður stöðugt að halda á- fram að þreifa sig áfram í því. — Hvað haldið þér að tæki langan tíma að ljósmynda allt safnið? — Ég reikna með 14—15 ár með sama áframhaldi og nú. — Hvernig er v‘*c*u® ^ér ekki koma til Islands með handritunum og setjast þar að til að vinna þetta verk. Ég er viss um að það yrði betur búið að yður f hinu nýja hand- ritahúsi íslendinga, sem á að reisa, en hér. — Ég veit ekki, það gæti svo sem komið til mála. Ég hef ætl- að mér að fara til íslands og athuga allar aðstæður þar. Það er t.d. mjög mikilvægt að at- huga, hvort efnisútvegun er auð veld þar, hvort hægt er að fá bar réttar gerðir af filmi og myndapappír og framköllunar- efni. — Það er undarlegt, að þið Danir skulið allir fmynda ykkur að ísland sé svo frumstætt land t.d. nú, að ekki sé hægt að fá þar Ijósmyndaefni. íslendingar eiga verzlunarviðskipti um allan heir, Nú ég sé, að þér eruð með efni frá Mimosa f Þýzka- landi. ég veit ekki betur en að bað fáist á Islandi. En ljósmynd arinn á blaðinu hjá mér, var einu sinni að tala um það, að Kodak-vörur væru betri. — Það getur verið með filmur en M’imosa myndapappír er sá bezti sem ég þekki. — Ég ætti annars að fara að ..thuga, hvern ig aðstæðurnar eru á íslandi. Kannski það vftí möguleiki að flytja þangað. Svo m’ikið er víst, að mér hefur líkað ákaflega vel við þá íslendinga, sem hér hafa starfað og a*ra sem ég hef kynnzt. fslendingar eru úrvals- menn. Þótt þið hafið gott filmu- efni og get:" tekið myndir eins og við, þá er ég hræddur um að fslendingar eigi ekki eins góðar ljósprentunarstofur eins og Nordisk Kunst og Lystryk f Bredgade “6. Ég hugsaði með mér um leið og ég kvaddi Man-Nielsen: — Hann ætti bara að sjá ljós- mynda og prentvélarnar hjá Kassagerð Reykjavíkur. Þorsteinn Thorarensen. SLYSAVARÐSTOFAN Opið ailan sólarhringinn Slmi 21230 Nætur og helsidagslæknir i sama slma Næturvakt l rtevkjavík vikuna 17.-24. okt. er i Ingólfsapóteki. Neyðarvaktin kl. 9 — 12 og 1—5 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12. Sími 11510 Læknavakt f Hafr.arfirði að- nótt 22. okt.: Kristján Jóhannes- son, Smyrlahrauni 18. Sími 50056 Útvarpið Miðvikudagur 21. október Fastir liðir eins og venjulega. vjNNA 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 20.00 Erindi: Ferð undir Eyja- fjöll. Jónas St. Lúðvíksson. 20.25 Johnny Matias syngur rómantisk lög. 20.45 Sumarvaka. a) Svipast um á eyðislóðum: Hestyeri. Birgir Albertsson kennari. b) I’slenzk tónlist: „Söngur frá surnri", Guðrún Tómas- dóttir syngur, Ólafur Vign- ir Albertsson leikur undir. c) Fimm kvæði, — ljóðaþáttur valinn af Helga Sæmunds- syni. Andrés Björnsson les. 21.45 Frímerkjaþáttur. Sigurður Þorsteinsson flytur. 22.10 Þýtt og endursagt: „Matar BLÖÐUM FLETI En allt er oss þungt með eðli tvenn, og Edens hurðir oss varðar, — að bera hér hold og sál í senn, sauðir glataðrar hjarðar. Hvort stilla þá annarra stjarna menn ei strengleik til vorrar jarðar, þótt vaki oss sjálfum á vörum enn Víti og Lökagarðar? Einar Benediktsson. EKKERT ILLT ER SVO MAGNAÐ . . . Ef karlmenn eru sambrýndir, þorir ekkert illt framan að þeim, og ekki heldur ef þeir hafa loðinn kross á brjósti, en ef þeir hafa loðinn kross á baki, þorir ekkert illt aftan að þeim heldur. Ekkert illt er svo magnað, að það þori að ganga á móti allsberum karlmanni. Ef mönnum er mjótt á milli augnanna, eru þeir nízkir. Ef menn hat& langa og mjóa fingur, eru þeir ófrómir, „fingralangir". Þó er líka sagt: „stutt hönd og stelvís". Margt er til af ýmsu þannig Iöguðu í þjóðtrúnni, ef fingur manna eru hristir til og svo kippt f þá og brestur í, þá eiga menn að vera upp á heiminn, það er jafnt um pilta og stúlkur. Sama er og, ef brestur í liðamótum manna. Jónas Jónasson: íslenzkir þjóðhættir. STRÆTIS- VAGNHNOÐ Maó segir að fátt hafi glatt sig fremur. Þjóðviljinn þegir — þangað til Magnús kemur. MÉR ER SAMA hvað hver segir ... ég bara spyr: ef hákarlinn leggur sig á tíuþúsundkall, hvað þarf maður þá að leggja marga hákarla tii þess að teljast með háköllum? fyrst hann labbaði sig svo bein- ustu leið inn eftir til Fossbergs og náði sér þar í hjólsög . . . já, og borvél líka . . . sveimér ef ekki mætti halda að maðurinn væri að þessu, beinlínis til að —i ja, ég meina, að sennilega megi líka dæma hann fyrir atvinnuróg, ef til hans næst . . . ? 7 "> Leiðtogar nokkurra hinna „sjálf- stæðu" ríkja austan járntjalds kváðu hafa sent hinum nýju leið togum í Sovétríkjunum orðsend- ingu þess efnis, að þeir verði ó- fáanlegir til að taka nokkurn þátt í því að svívirða Krússa ... hvað meina mennirnir eiginlega? Vita þeir eitthvað . . . eða er það bara hugboð? t&> ERTU SOFNUÐ ELSKAN? heyrðu ... það lítur út fyrir að hún hafi verið í seigara lagi, beikonsíðan, sem sá ófrómi komst yfir í eldhúsi eins af veit- ingahúsunum hér í bænum . . Það er annað en gaman að þessu með þá , rússnesku fyrir austan. Rússneskir halda því fram, að ekki megi kalla skip- stjóra fyrir rétt, þar sem þeir séu í þjónustu sovézka ríkisins, og lúti því sömu reglum og her- menn. Sé svo, þá hefur rússnesk ur sjóher líka ráðist inn í fs- lenzka landhelgi — og hvað þýð- ir það, samkvæmt alþjóðalögum . . . ? Með öðrum orðum — ef rússneskir vilja halda fast við þennan skilning sinn, mætti túlka það þannig, að þarna hefði hin nýja stjórnarforysta þeirra unnið sitt fyrsta afrek . . . Það virðist ekki úr vegi að Einar skryppi aftur til Moskvu og tal- aði nokkur orð í fullri meiningu við vin sinn, Bréssnef, og sýndi honum fram á hvaða afleiðingar þetta afrek kynni að hafa á at- kvæðamagn félaga Lúðvíks þeg ar næst verður gengið til kosn- inga austur á fjörðum . . . Það er að minnsta kosti vafasamt hversu gagnleg Lúðvíki kann að reynast f kosningabaráttunni, sú yfirlýsing rússneskra, að á Aust- fjörðum sé ekki unnt að kvéða upp dóm yfir sovéttríkjunun), því að vitanlega gildir sú yfirlýs ing jafnt um jákvæðan dóm sem neikvæðan . . .

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.