Vísir - 09.11.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 09.11.1964, Blaðsíða 2
V í SIR . Mánudagur 9. nóvember 1964. Dómarínn færði KR sigur með fárónlegum úrskurðum Ekkert virðist geta stöðvað sigurgöngu KR í Reykjavikurmótinu í hanðknattleik, því f gærkvöldi vann KR erfiðan sigur gegn botnliðinu í mótinu, Víkingi, og mega KR-ingar þakka miiliríkjadómaranum, Val Bcnedtktssyni, fyrir þann sigur, sem hann færði þeim svo sannarlega með óvæntum og ósanngjömum vítakastsdómum þrisvar 1 röð, dómum, sem gerðu algjörlega út um leikinn, og þar með mótið enda ósennilegt að ÍR-ingar verði í vegi KR í síðasta leik liðsins í mótinu. IiR—Vödngur Vlkingsliðið var sannarlega ann- að að sjá f þessum leik en fyrri lelkjum sínum í þessu móti. Má 'iar þakka m'ikið afturkomu Péturs jamasonar, sem raunar hafði Iiugsað sér að setjast í helgan tein, en hefur nú ákveðið að æfa neð liði sínu og er hann sannar- Staðan í Rvkmótinu í hundknuttleik Staðan í Reykjavíkurmótinu í handknattleik er nú þessi: • KR—Víkingur 9:8 (3:4) • Valur—iR 15:4 (7:3). • Fram—Þróttur 27:9 (13:5). KR 5 5 0 0 56:46 10 st. Fram 4 3 0 1 67:39 6 — Valur 5 3 0 2 51:41 6 — Ármann 4 113 31:35 4 — ÍR 4 2 0 2 35:48 4 — Þróttur 4 0 13 39:62 1 — Víkingur 4 0 0 4 31:39 0 — lega þarfur maður til að binda lið- ið fastari böndum. Leikurinn var frá upphafi hörku spennandi og eini leikur kvöldsins, sem bauð upp á nokkra skemmtan. Víkingar höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn með einu marki, en KR-ingum tókst alltaf að jafna á milli. í hálfleik stóðu ieikar 4:3 fyrir Víking. KR jafnaði 4:4 snemma í se'inni hálfleik. Það var Heinz Steinmann, sem skoraði úr mjög hæpnu víta- kasti og tvö næstu mörk voru mjög svipaðs eðlis, skoruð af sama manni eftir furðulega dóma. Þetta færði KR 6:4 forystu, sem lamaði Vikingsliðið en efldi KR-inga að sama skapi og Herbert og Gísli juku forskotið í 8:4 og þar með var leikurinn raunar búinn, — fjög urra marka forskot var útilokað að jafna f þessum úrstutta dúkku- leik, 2x15 mínútur. KR vann leik- inn þó ekki nema 9:8, enda átti Víkingur mjög góðan sprett undir lok'in og notfærði sér það vel, þeg ar einum KR-ingnum var vísað af leikvelli í 2 mínútur fyrir brot, og skoruðu þá 2 síðustu mörk leiks- ins, og lauk honum 9:8. Við lesum það í ársskýrslu HSÍ, að félag handknattleiksdómara eigi 10 ára afmæli í byrjun næsta árs. Skápasmíði Getum tekið að okkur eldhúsinnréttingar, svefnherbergisskápa og sólbekki, og smíðum einnig Hansa-hillur. Uppl. í síma 41309. Heimsþekkt merki: ,Aven' JÁRNSAGARBLÖÐ AVEN ,Aven' BANDSAGARBLÖD ísland er meðal sextíu og tveggja landa, sem fær að njóta þessarar frábæru vöru. SÍMI 21500 BITSTÁL, Grjótagötu 14 Verkamenn Verkamenn óskast strax. Langur vinnutími. Upplýsingar hjá verkstjóra. JÓN LOFTSSON H/F Hringbraut 121 . Sími 10600 Væri ekki úr vegi að félagið dust- aði rykið af dómurum sínum. Það er furðulegt hvað hægt er að bera á borð fyrir áhorfendur, e’ins og sjá mátti þetta kvöld og það hjá manni sem hefur fengið sæmdar- heitið milliríkjadómari. Hvað um tímatafir og svokallaða snörun? Vita dómarar almennt ekki að snörun er leyfiieg, eða hvers vegna er alltaf dæmt á hana þó hún sé Iöglega framkvæmd? Og hvers vegna er liðum leyft að halda bolt- anum f rólegum leik sín á milli, þegar augljóst er að liðið er að- eins að tefja? Þetta og fjöldamargt annað ætti dómarafélagið að fræða félaga sfna um. Valur—lR Valsmenn sýndu mikla yfirburði yfir iR-ingana, scm gátu aldrei náð þeim leik, sem þeir til þessa hafa sýnt í mótinu. Það var eins og allt sjálfstraust hefði rokið úr lið- inu, nema hvað einstaka leikmenn reyndu skotfimi sína og voru þi of ákafir og kunnu sér ekki hóf. I hálfleik var staðan 7:3 fyrir Val og í se’inni hálfleik voru yfirburð- irnir svipaðir. Markvörður Vals mátti jafnvel vera að því að fara út á hliðarlínu til að fá sér kóka kóla, og hafði nærri fengið á sig mark af þeim sökum, en bjargaði naumlega skoti markvarðarins hin- um megin á vellinum. Valsl’iðið var ágætt og riiðr finnst að það sé Ijósasti punktur. :r í því móti sém nú stendur yfir og trúi ekki öðru en að þar séu 1. deildar menn næsta keppnistímabil. Valur vann þennan leik 15:4. — Dómari var Axel Sigurðsson og dæmdi ágætlega, en leikurinn var auðdæmdur, aðalvandræðin voru baldnir áhorfendur, sem Axel þurfti að áminna um prúðmennsku. Þróttur—Fram Leikur Fram og Þróttar var leik- ur kattar að mús. Þróttarar voru frá upphafi áhugalausir með öllu og svo til hvert einasta skot Fram . lenti í netinu, vöm og markvörður l ' Valur og Ármann unnui Um helgina fóru fram 2 Ielkir < í mfl. kvenna í handknattleik. * Fóru þeir svo að Valur vann] Vlking með 8:5, en Ármann < vann Fram með 7:4. í 2. fl. ] karla vann ÍR Þrótt með 7:4] og KR Fram 6:5, en í 1. fl. < vann Vikingur Val 9:5. Sig. Einarsson á fullri ferð á móti Þrótti í gærkvöldi. eins og vængjahurð, sem lætur und an minnstu hreyfingu. í hálfleik var staðan 13:5, en leikurinn fór 27:9, líklega marka- met í svo stuttum leik Tómas Tóm asson var markahæsti maður þessa leiks, og er án efa orðinn marka- hæstur í mótinu, skoraði 11 mörk og sýndi mjög góðan leik. Dómari var Valur Benediktsson og dæmdi nú mun betur en fyrr og sannaði það að hann er ekki óalandi né óferjandi, — þarf að- eins að leggja meiri alúð við s’itt starf. — jbp - I íþróttafulltrúi bendir á athyglisverða staðreynd á þingi Handknattleikssambands- | ins varðandi útbreiðslu handknattieiks úti á landsbyggðinni þar sem hann er AÐEIMS FYRIR KONUR Ásbirni Sigurjónssyni og hinni dugmiklu stjórn hans var sýnt mik- ið traust og eigi óverðskuldað á handknattleiksþinginu, áem haldið var um helgina f húsakynnum KR við Kaplaskjólsveg. Skýrsla for- manns bar vott um mikið starf og árangursríkt á handknattleikssvið inu og gjaldkeri sambandsins gat flutt þau gleðitíðindi að reksturinn hefði gengið vel og rekstrarhagnað- ur reikningsársins væri um 100 þús. krónur. Ásbjörn Sigurjónsson setti þing- ið og bauð fulltrúa og gesti vel- komna, en fundarstjóri var kjörinn Jóhann Einvarðsson, og fundarritari Bára Guðmannsdóttir. Skýrsla for- manns og reikningar voru sam- þykkt samhljóða eftir lftilsháttar umræður. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar, en þær voru all- ar mjög smávægilegar. Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi, sem var gestur þingsins, benti á atriði, sem undirrituðum finnst mjög athyglisvert. Hann benti á, að úti á landsbyggðinni væri hand- knattleikur allmikið stundaður, — en nær eingöngu af konum. Þetta virðist því eitt af verkefnum HSÍ í framtíðinni, að efla handknattleik karla úti á landi. Eins og fyrr greinir var öll stjórn HSÍ endurkjörin fyrir næsta starfs- ár, en f stjórninni eru þessir menn: Ásbjörn Sigurjónsson, formaður Ax el Einársson, Björn Ólafsson, Val- geir Ársælsson, Axel Sigurðsson. Fundarmenn voru heldur fáir og þingið mundi vera kallað „rislítið“ almennt, ef ekki hefði verið hin glæsilega skýrsla, sem ber vott um mikið starf. Hins vegar þarf að undirstrika það við fulltrúa utan af landi, sem eiga rétt á þingsetu, að þeir mæti til þings. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.