Vísir - 09.11.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 09.11.1964, Blaðsíða 15
Ví £ I R . Mánudagur 9. nóvember 1964. 75 EFTIR: WILLIAM HEUMAN HEIMA VAR BEZT aftur orðið heitt í veðri og svo framvegis - og að hún óskaði sér þess, að hún væri komin aftur til Kiamichi-vatns. Hún gerði nú hlé á og Ieit upp eftir götunni og horfði á A1 og piltana og var að hugsa um hvers vegna það þyrfti að vera svo stundum, að piltur yrði ástfanginn af stúlku, sem ekki gæti orðið ástfangin í honum. Seinna, þegar dimmt var orðið, fór hún að setja bréfið í póstkass- ann og var að hugsa um hvenær hún mundi fá fyrsta bréfið frá Don- ald Hann hafði lofað að skrifa eins fljótt og hann gæti, og skólinn var ekki byrjaður enn, svo að hann hlaut að hafa yfrið nógan tíma. Seinna, þegar hann væri kominn aftur i háskólann, mundi hún ekki búast við svo mörgum bréfum, en hann hafði nógan tíma núna. Þegar Fran gekk framhjá lyfja- búðinni var AI þar og piltarnir og hann sagði „halló, Fran“, um leið og hún gekk framhjá, og einn pilt- anna blístraði, er hún gekk framhjá þeim, en hún þykktist ekkert við það, því að hún þekkti þessa pilta, og sumir voru skólafélagar hennar. Þegar hún kom heim var móðir hennar úti á tröppunum og sagði: — Ertu hætt að vera með A1 Carver? Ég hélt, að hann mundi koma strax fyrsta kvöldið? Fran hafði ekki sagt foreldrum sfnum neitt um Donald, en hún hafði gefið í skyn í bréfum þaðan, að hún hefði kynnzt ungu fólki við vatnið Nú varð víst ekki hjá því komizt að segja þeim frá þessu. — A1 Carver er indæll piltur, sagði móðir hennar, þar sem hún hafði engu svarað. — Ég veit það, sagði Fran og kinkaði kolli. Ég kynntist pilti við vatnið, mamma. Við ætlum að skrif- ast á. Mamma hennar horfði á hana fast og lengi. — Og er það svo að skilja, að A1 sé úr leik? — Mér er ekki að skapi að vera með tveimur piltum á sama tíma. Móðir hennar hnyklaði brúnir. — Hvar á hann heima þessi pilt- ur? — Ofarlega í New York-riki. Hann stundar nám í Cornell-háskól- anum. — og hve oft munuð þið hittast? Tvisvar á ári? Hvaö ætlarðu að gera alla hina daga ársins? Það verða skemmtijegir dagar fyrir þig, eða hitt þó heldur. ' — Ég hef ekki áhyggjur af því, mamma. Móðir hennar hafði orð á þvi, að stúlkur ættu að hugsa sitt ráð, hamingjunnar væri ekki alltaf að leita langt í burtu, hún gæti verið svo til í hlaðvarpanum, og enginn vissi hvað átt hefði fyrr en misst hefði, og svo klykkti hún út með því að spyrja: — Og hvenær hittist þið næst? — Hann kemur til New York ann an laugardag, sagði Fran og fór að útskýra áform þeirra fyrir henni. — Við hittumst við og við. Hann á föðursystur, sem býr í New York, og þeir fá oft frí í háskólanum, um jól og páska. — Ef ég væri í þínum sporum vildi ég heldur eiga unnusta í næsta húsi. Þá vissirðu alltaf allt um hann. — Mér þykir væt um Al, sagði Fran, hann er góður drengur og félagi, en ég ætla ekki að verða lífsförunautur hans bara af því, að hann á heima í næsta húsi. — Og hann er af góðu fólki kom- inn, sagði móðir hennar. Þau eru ekki efnuð, en sem sagt bezta fólk, og vandaðri en allur fjöldinn. Einhverja nágrannakonu bar að í þessum svifum og mamma hennar fór að tala við hana. Það teygðist úr lopanum hjá þeim og Fran sat áfram á tröppunum og hugsaði um Kiamichi-vatn, hve þar var slegið |á mjúka strengi, er úrvalshljóm- I sveit lék fyrir gestina, hún hugsaði | um hálfmyrkvaðan danssalinn með i stórum gluggum, sem vissu út að ! vatninu, og voru hafði opnir í góð- iviðrinu. Og þegar hún hugsaði um þetta langaði hana til að fara að gráta, en þá minntist hún þess, að á morgun kynni að koma bréf frá Donald og varð hún heldur hug- hressari við tilhugsunina um það. •Hún kom nú hvergi auga á A1 og henni datt í hug, að hann hefði farið í skemmtigarðinn í hverfinu, með hinum piltunum. Þeir voru van ir að fara þangað alltítt á kvöld- in, og vanalega slógust einhverjar stúlkur í hópinn. Og hún fór að hugsa um það hvort A1 mundi far- inn að líta í kringum sig eftir ann ari, til þess að vera með. Hún saknaði A1 upp á vissan máta, vegna þess að hann hafði allt af verið prúður og notalegt að hafa hann 1 kringum sig, og hann hlust- aði alltaf af þolinmæði, og hafði alltaf áhuga fyrir öllu, sem hún lét í ljós áhuga á. Hún óskaði þess, að hann yrði nú heppinn og gæti fundið góða stúlku, sem vildi vera með honum. Þetta kvöld - fyrsta kvöldið hennar eftir heimkomuna frá Kiam ichivatni ætlaði aldrei að líða, og þegar klukkan var orðin 9 og Fran vissi ekki hvað hún átti af sér að gera, fór hún út og gekk i áttina til garðsins. Þetta var lítill hverfis- skemmtigarður, með grasbletti og hellulögðum stígum, og blómabeð um og trjám. Þótt hann væri ekki stór, var þar þægilegt að vera og rými var þar gott, — allt öðru vísi en inni í húsaþvögunni. Þegar Fran kom í hliðið að garð inum sá hún nokkra pilta og stúlk ur í hnapp. Þau voru að masa sam- an og hlæja, og svo þegar hún gekk eftir einum stígnum, sá hún Al, sem sat skammt frá á bekk. Það var fremur skuggsýnt þar sem hann sat, en hún þekkti hann undir eins, og hún gekk þegar til hans. | — Al?, sagði hún með spurnar- jhreim í röddinni ! — Sæl, Fran, sagði hann, dauf- lega. Hún settist hjá honum og sagði: — Al, ég er smeyk um, að ég hafi sært þig? — Við hvað áttu? Vertu ekki að neinni vitleysu . . . — Myr þykir leitt, að þetta skyldi að vera svona, Al, en ég veit að þú vildir ekki að ég væri óhreinskilin. — Nei, þetta er allt í lagi, vertu ekki að neinni vitleysu . . . Það var annarlegur hljómur í dödd hans, eins og hann ætti erfitt með að hafa vald á henni. — Þú kynnist áreiðanlega ein- hverri annarri, Al. — Auðvitað! Hafðu engar áhyggj ■ ur! — Mig langaði ekki til að særa þig. Þú ert mér mjög kær. Og ég vildi, að við gætum alltaf verið vin- ir. — Gott og ve!, verum vinir, Er þá ekki alit 1 lagi? Og þarftu þá að ala áhyggjur lengur? - Éigum við ;>5 labba?, spurði Fran. Henni líkaði ekki tónninn hjá A1 og hélt, að bað væri gott að þau gætú talazt frekar við.Hún gat ekki séð neitt athugavert við það, þótt þau gengju =aman. Það var ekki eins og þau hefðu farið á stefnu- mót, Donald mundi jafnvel ekki finnast það neitt athugavert. Hún kom bara vinalega fram við hann af því, að hann var vinar þurfi. — Mér er sama, — ef þig langar til þess, en þú þarft ekki mín vegna, að . . . — Mig langar til þess, sagði Fran áður en hann hafði lokið setning- unni. Þau voru ekki margmál. A1 spurði nokkurra spurninga um Donald, og Fran þótti vænt um það, þangað til hún fór að gera sér grein fyrir, að hún mundj særa A1 með því að tala svo mikið um vatnið og Donald. — Hann virðist vera bezti ná- ungi, sagði Al. — Hann er góður piltur, Al, og það ert þú líka. — Þakka þér fyrir. Það var einhver tómleikahljómur 1 rödd hans. Þau fengu sér svala- drykk og komu heim um klukkan hálfellefu. Mamma Fran sat á tröpp unum, þegar þau komu og hún heilsaði Al, um leið og hann fór inn. — Jæja, svo að hann er úr leik, sagði móðir hennar, þegar hann hafði lokað á eftir sér . . . og þessi Donald kominn í staðinn. Ertu viss um að þú sért ekki að stíga víxlspor, Fran, sem verðúr þér til lítillar gæfu? — Ég held, að ég viti hvað ég er að gera, sagði Fran. — Ég vildi, að ég hefði vitað hvað ég var að gera þegar ég var nítján ára, sagði móðir hennar. — Þegar þú eldist veiztu betur. Það var næstum komið að viku- lokum, þegar hún fékk fyrsta bréf ið frá Donald. Á hverjum degi hafði hún búizt við bréfi, en ekkert bréf komið — en þetta bréf kom ekki fyrr en á laugardag og var fremur stutt. Hann sendi henni nokkrar myndir, sem hann hafði lof að að senda henni. Hann kvaðst vona, að henni liði vel, en hann sagði ekkert um daginn mikla — næsta laugardag. Móðir hennar skoðaði myndirnar af gagnrýni og sagði: — Það vantar ekki, að hann er mikill á skrokkinn! -- Hann var bezti sundmaður og kafari í Seneca Lodge, sagði Fran. — Jæja, honum er kannski ekki alls varnað, sagði móðir hennar og rigsaði fram í eldhús. Fra hafði lítið orðið vör við A1 Carver síðan þau höfðu gengið heim saman úr skemmtigarðinum og hún hélt, að hann forðaðist hana af ásettu ráði, AI átti sinn metnað og vildi ekki, að neinn vorkenndi honum. En hún gat ekki annað en hugsað dálítið um hvað hann væri að gera á kvöldin. Á þriðjudagskvöld fyrir laugar- daginn góða komst hún að því. Hún kom seinna heim en venjulega, því að hún fór í búðir inni í New York til þess að kaupa sér kjól. Klukkan var orðin yfir 7 þegar hún var á heimleið og þá sá hún A1 — með ungri stúlku. Stúlkan var Ijómandi lagleg og ran furðaði sig á hve A1 virtist hafa komið fljótt ár sinni fyrir borð. Hún var dökk og fremur smábeinótt, en fjörleg. A1 sá Fran ekki, því að þau virtust vera að flýta sér að næstu biðstað til þess að ná í strætisvagn, og A1 var aldrei þessu vant búinn uppá. Hann var í sport jakka og hvítri skyrtu. Og Fran var ekki i neinum vafa, að þau hefðu haft stefnumót og væru nú að fara út að skemmta sér. Hárgreiðslustofan VENUS Grundarstlg 2a Sími 21777. i Hárgreiðslu- og snyrtistofa ISTEIND og DÓDÓ ] Laugavee 18 3. hæð flyfta) iSlmi 24616_______________ i Hárgreiðslustofan PERMA J Garðsenda 21. slmi 33968___ [ Hárgreiðslustofa Ólafar Björns i dóttur. ; HÁTÚNl 6, stmi 15493.______ ! Hárgreiðslustofan iPIROL J Grettisgötu 31. slmi 14787. Hárgreiðslustofa iVESTURBÆJAR | Grenimel 9. slmi 19218. ! Hárgreiðslustofa iAUSTURBÆJAR 1 (Maria Guðmundsdóttlr) , Laugaveg 13, sími 14656. i Nuddstofa á sama stað 1 Dömuhárgreiðsla við allra hæf ;tjarnarstofan i Tjamargötu 11 Vonarstrætis- 1 megin. simi 14662__________ 1 Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. ^Simi 35610. ___________ Sími 1£15 SólvallRötu 72 VARALITUR hinna vondlótu Tarzan hefur fariö á kreik til þess að hafa upp á vopnum. Úti í frumskóginum sitja glæpamenn irnir uppi í tré, skotfærin eru nærri á þrotum og fyrir neðan ólmast villisvínin æst eftir bráð sinni. Serge, höfum við ekki eina kúlu eftir handa þessum, hrópar einn og bendir. Hann hefur get að krækt í byssu Sergos segir hinn. Uppi i tré ekki langt frá sit ur Tarzan og miðar á þá. Sá sem verður fyrstur til þess að miða á mig byssu hvort sem hún er tóín eða ekki — deyr. Zud er dauður en byssi hans hefur inni að halda kúlur handa hverjum ykkar um sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.