Vísir - 30.12.1964, Blaðsíða 10
10
V1SIR . Miðvikudagur 30. desember 1964.
átti samtal við Krúsjeff —
Framh at 9 síh.
afsakað hinn stöðuga skort á
nauðsynjavörum. Ég tók hins
vegar þá stefnu að auka fram-
leiðslu neyzluvarningi. Það var
einmitt í þeim tilgangi sem ég
hðf baráttuna fyrir því að yrkja
óræktaða landið í Kasákstan,
Síberíu, f Úralfjöllum og við
Volgu“.
herra Krjúseff" sagði ég
fyrst þér minnizt á þessi
óræktuðu lönd, hvernig var það,
þessi barátta yðar hafði í för
með sér, að flytja varð feiknin
öll að nauðungarvinnuafli aust-
ur þangað".
Hann lagði lófann þungt á
borðið: „Ef maður hefði átt að
framkvæma það verk með eðli-
legum hæti og bíða eftir því að
sjálfboðaliðar gæfu sig fram, þá
þá hefði þetta kostað bæði mikla
fyrirhöfn tíma og fjármuni".
,,Já, auðvitað hefði það gert
það, en þessar aðferðir sem þið
notuðuð voru nú ekki sérlega
lýðræðislegar".
„En þær voru fullkomlega lög
legar", svaraði Krúsjeff.
„I 11. grein vinnumálalögbók-
ar Sovétríkjanna segir, að þegar
sérstaklega stendur á„ svo sem
þegar náttúruhamfarir verða eða
vinnuafl skortir til að fram-
kvæma opinber verk, þá megi
kalla alla borgara Sovétríkjanna
til að vinna nauðungarvinnu.
Þar að auki vildi ég benda á
það, að það þykir sjálfsagt að
ríkið geti á stríðstímum kvatt
menn í herinn, hví þá ekki eins
að hafa vinnuskyldu. Er ekki
hungrið líka hættulegur óvinur?"
Jj^yrst þér eruð farinn að
tala um nauðungarvinnu,
hvernig er það, hafið þér stofn-
áð í saxnbandi við þetta sérstakar
vinnubúðir fyrír letingja, sníkju
dýr og aðra andfélagslega ein-
staklinga?"
„Hvað er með það? Eigum við
að þola letingja, sníkjudýr og
andfélagslega menn í þjóðfélagi
sem er byggt á vinnu, eins og
sósfalíska þjóðfélagið?"
„Það er undir því komið, hvað
þið kallið letingja, sníkjudýr og
andfélagslega menn. Við höfum
fengið fregnir af því að rithöf-
undar, skáld og listamenn hafi
verið sendir í fangabúðir f Síbe
riu. Hvernig er hægt að dæma
um framleiðslu skálds?“
„Það er ofur auðvelt, það er
skylda rithöfunda og listamanna
að skapa ný verk sem feli virðu-
lega f sér hina nýju hetjuöld
okkar, sýni byltinguna f þjóð-
félagi okkar. Það fegursta f þess
um heimi er vinna mannanna,
og listamönnum og höfundum
ber að láta hana enduróma f
verkum sínum"
„Það hlýtur að vera örðugt
fyrir venjulegan mann að skrifa
góða skáldsögu eða gott ljóð
við slík fyrirmæli og takmarkan-
ir“.
„En þeir sem ekki hlýða
þessu, en semja tómt bull eða
mála myndir. sem líkjast þvf að
asninn hafi málað þær með hala
sínum, þeir skulu vera sendir
til að vinna á óræktarlöndunum
f Kasakstan".
Tjessi röksemdafærsla virtist
ennþá rétt frá hans bæjar-
dyrum séð. alveg eins þó að nú
sé komið í Ijós, að ræktunar-
framkvæmdirnar f Kasakst-
an hafa mistekizt herfilega. En
nú langaði mig samt að víkja
nánar að viðhorfunum til rit-
höfundanna og las fyrir Krú-
sjeff setningu sem tekin er eftir
Pasternak: „Sovézku bændurn-
ir héldu að begar byltingin var
búin að taka völdin að þar með
hefðu draumar þeirra um sjálf-
stæði rætzt, þeir gætu nú lifað
sem frjálsir menn ,lifað á arði
handa sinna án þess að þurfa
að óttast utanaðkomandi af-
skipti. En í stað gamla embætt-
ismannavaldsins sem áður hafði
þjáð þá var nú kominn miklu
harðari herra, hið alráða ríki
byltingarinnar. Æði greip um
sig um allar sveitir, það varð
hvergi friður. Samt sögðu
menn ,að bændurnir hefðu það
gott. En menn vissu ekki hvern
ig ástandið var í raun og veru
eða vildu ekki vita það. —
Hvað segið þér herra Krúsieff
um þessi ummæli Pasternaks?"
„Ég tala ekki um þennan
borgaralega rithöfund“, svar-
aði Krúsjeff yggldur á brá. Sann
leikurinn er sá, að það hefur
alltaf verið farið of vel að
bændunum".
„Tjetta getið þér sagt, þrátt
fyrir það að það er almennt
vitað að 10 milljón bændum
var útrýmt í byltingunni sem
óvinum alþýðunnar".
„Mistök byltingarinnar voru
samt að tekið var of miklum
silkihönzkum á þessum skemmd
arverkamönnum. Og það voru
ein stærstu mistökin hjá Stalin,
að láta undan samyrkjubænd-
unum og gefa þeim land til
einkaræktunar. Ástandið var
orðið svo furðulegt árið 1957,
að samyrkjubúin áttu 14 milljón
mjólkandi kýr, en 1 einkaeign
bændanna voru 17 milljón kýr“.
„Já, það er vissulega furðu-
legt,“ svaraði ég, „það er furðu
legt, sérstaklega þegar tekið er
tillit til þess hvað þessar skák-
ir, sem einstaklingar ræktuðu
voru örlitlar, eða aðeins fjórð-
ungur úr hektara á fjölskyldu.
Þetta er eins og halinn á fílnum,
sem er orðinn stærri en fíllinn
sjálfur".
„'Ú’g reyndi að lagfæra þetta"
sagði Krúsjeff. „Ég ýmist
minnkaði skákirnar eða lét gera
þær með öllu upptækar. Og ég
lét t.d. takmarka tölu þeirra
grip-, sem hver fjölskylda mátti
hafa I einkaeign. 1 stað þess lét
ég svo byggja betri hús á sam-
yrkjubúunum. Það var óþolandi
ástand að bændur á einu sam-
yrkjubúi væru alltaf með allan
hugann við þennan kvart- eða
hálfa hektara sinn, en hefðu svo
engan áhuga á þeim 10 þúsund
hekturum sem samyrkjubú
þeirra hafði til umráða*.
„Já, ég hef fylgzt með þess-
um aðgerðum" svaraði ég. Það
vill svo til, að ég skrifaði einu
sinni grein um þetta og spáði
þvl að þessar aðgerðir yðar
myndu enda illa. Það hefði far-
ið betur fyrir yður, herra Krú-
sjeff, ef þér hefðuð lesið grein
mina og farið eftir ráðlegging-
um mínum“.
„Nú? Hvaða ráð vilduð þér
gefa?‘
„'C’g sagði eitthvað á þá
^ leið, að ef þér vilduð auka
landbúnaðarframleiðsluna, þá
ættuð þér fremur að stækka um
helming einkaskákirnar heldur
en að afnema þær. 1 stað þess
að þér höfðuð þarna möguleika
á að tvöfalda framleiðsluna, þá
völduð þér þá leið, sem stefndi
að algerum óförum. I stað þess
að þér gátuð leyst í einu bragði
úr landbúnaðarvandamálunum
stofnuðuð bér til algers vand-
ræðaístands. Bresnév hefur nu
séð að þetta var rangt og hann
hefur tekið ákvörðun um að
færa allt f samt lag og áður,
að afhenda mönnum þær skákir,
sem þeir höfðu áður. En hann
gengur bara ekki nógu langt,
hann ætti að fjórfalda stærð
einkaskákanna. — Ég skal
segja yður, herra Krúsjeff á
hverju ég held, að þetta bygg-
ist. Það er miklu auðveldara að
framleiða 10 þús, tonn af góðum
bílum, en 10 þús. tonn af góð-
um kartöflum. Það er svo auð-
velt að skipuleggja stálbræðsl-
una, járnsmiðjuna, vélsmiðjuna,
allt er hægt að sjá út og reikna
út fyrirfram allt niður í þúsund
asta part úr millimetra. Þar eru
mennirnir sem vinna líka orðn
ir hluti af vélinni. Það er auð-
veldara að stjórna dauðum hlut-
um en hinu lifandi efni. Úr stór
um stálklump má smíða eina
fallbyssu, tíu þúsund reiðhjól
eða tíu milljarða af hárspenn-
um. En kúnni er ekki hægt að
breyta í hest og það er ekki
hægt að kreista úr henni tunnu
gf tómatsafa. Herra Krúsjeff,
bændurnir verða aldrei eins og
tönn í tannhjóli Stalin varð að
gefast upp á bændunum, og þér
urðuð að gefast upp á þeim. Þess
vegna verða þeir allir ótryggir í
sætum sínum, Suslov, Togliatti,
Mikoyan, Bresnév, flokkurinn,
Mao. Það eru rússnesku bænd-
urnir, sem hafa alltaf betur,
hvort sem þeir lifa eftir að þér
hafið svipt þá síðustu jarðnæð-
isskákinni eða eru dauðir,
eftir að Stalin aflífaði þá með
yðar aðstoð“.
TV’ina Krúsjeff kom aftur hljóð-
^ lega inn í herbergið með
hnetukörfuna á arminum. „Hvað
er þetta, þér gengur ekkert að
brjóta hneturnar", sagði hún.
„Farðu nú að flýta þér Nikita
rninn".
Krúsjeff greip uxn skóinn sinn
og hélt áfram að berja hnetur.
Hurð skoll —
K ílS
hræðilega ástand í Suður-Afr-
íku. Ég hef fitjað upp á þessu
við Stúdentaráð og ég hef
heyrt, að önnur æskulýðssam-
tök f landinu séu einnig hljmnt
baráttu okkar í Suður-Afríku
svo að þau munu ef til vill fást
til þátttöku í þessu félagi.
— Það væri mjög heppilegt,
ef fleiri Suður-AfrfkUmenn
gætu komið til Evrópu á
styrkjum til háskólanáms og
ég er að reyna að brjóta fsinn
f því máli. Svo er ég með bók
í smíðum um flótta minn frá
Suður-Afríku, sem ég mun gefa
út á ensku, en ég hef áhuga á
að fá íslenzkan þýðanda að
henni.
— Kuldinn hér á íslandi kem
ur mér ekkert á óvart, þvf að
það verður oft mjög kalt f Suð-
ur-Afrfku, en svona mikinn snjó
hef ég ekki séð áður. Fæðunni
er ég óvanur og á dálítið erfitt
msð að venjast henni, en það
er óðum að koma.
Um daginn varð ég fyrir smá
óhappi, er ég datt á gler á gólfi
og skar mig á höfðinu. En það
var gert fljótt og vel Við það.
Ég var ekki sleginn svona
eins og fólk segir. Ég hef þeg-
ar eignazt marga góða vini
í hópi íslenzkra stúdenta. Ég hef
átt margar kvöldstundir með
þeim og ég hef sagt þeim frá
ástandinu í Suður-Afrfku, en ég
hef áhuga á að geta lýst því á
almennum fundi, sem Stúdenta-
ráð gengist fyrir.
KELLINGAVÆLL
eður stuðlaður harmagrátur SAM
yfir kellingunum þrettán
Guðrúnar þrjár og Þorbjörg með,
þá er og Elinborg.
Tvær Ingibjargir angra geð,
ögra og valda sorg.
Þórunn Elfa þar er til sanns, —
Una og Ragnheiður víst
með Kleifa-Magneu í flagðafans
fleygjast og blikna sízt.
Hildur Inga þar hreykir sér,
hrifinn er séra Bjöm.
Loks Jakobína birtist mér.
Bið ég um náð og vöm.
Viti það menn, að voða ber
að vorri læknastétt.
kellingafitli kitluð er
kuflum og sloppum flett.
Lausungarfitl ég líka finn
líða um gjörvallan mig,
„ástir í rnyrkri" í kríka og kinn
kitla og bjóða sig.
Holdið og blóðið hugnun þrá,
hrópa ég á guð vors lands,
að megi ég Ienda ofan á
í þeim kellingafans.
Gamall og glettinn veraldarmaður.
!
Fiskimjöl —
íramhald af bls. 4
72% af heimsframleiðslunni.
Langtum mestur hluti af fram-
Ieiðslu útflutningslandanna fer
til útflutnings, eða 2.25 milljón-
ir tonna, en það er sem næst
95% af öllu því fiskmjöli, sem
neyzlulöndin flytja inn.
Á Vínarfundunum voru flest
hagsmunamál fiskmjölsframleið-
enda til umræðu, jafnt þau, sem
varða markaðsmál og verzlun
með fiskmjöl og hin, sem snerta
hina tæknilegu og vísindalegu;
hlið framleiðslunnar. Eins og á
undanförnum aðalfundum var
samið yfirlit yfir framleiðslu,
sölu og neyzlu fiskmjöls í heim-
inum á árinu 1964, og áætlanir
gerðar um þessi efni fyrir árið
1965. Niðurstöður fundanna
voru þær, að markaðshorfur fyr
ir fiskmjöl væru góðar og fram-
leiðsla og neyzla fiskmjöls
myndi f náinni framtíð halda
áfram að vera í jafnvægi. Þá
var einnig rætt um markaðs-
horfur fyrir lýsi, og var það
skoðun fundarmanna, að mark-
aðshorfur fyrir það væru einnig
góðar.
Það hefur verið venja í þess-
um tveimur samtökum, að haldn
ir væru tveir aukafundir á ári
milli aðalfundanna til þess að
brúa bilið milli þeirra. Var á-
kveðið á Vínarfundinum, að ann
ar þessara aukafunda skyldi
haicjinn í Reykjavík um mán-
adamótin júní og júlí á sumri
komandi.
Reykjavík, 12. okt. 1964.
Munið að panta
Almonök
Glæsilegt almanak
er bezta auglýsingin.
HAGPRENT h.f.
Bergþórugötu 3 j
Sími 21650
Sendisveinn óskast
Okkur vantar sendisvein strax. Þarf að hafa
reiðhjól.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f.
Spítalastíg 10.
LAUS STAÐA
yfirtannlæknis við skóla borgarinnar er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavík-
urborgar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist stjórn Heilsuverndarstöðv-
arinnar fyrir 1. febr. n.k.
Reykjavík, 28. des. 1964.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.