Vísir - 13.01.1965, Síða 6

Vísir - 13.01.1965, Síða 6
6 V1SIR . MiSvikudagur 13. janúar 1965. Mól í landhelgisbrotum dragost enn á Innginn Bæði landhelgismálin, hins brezka og íslenzka skipstjóra eru enn f rannsókn. Var í gær unnið að því að setja staðsetn- ingu togaranna sem nákvæmast út og mæla radartæki og fleira sem því kemur við. Átti að leggja skýrslu um þessi atriði fram í málum beggja togaranna kl. eitt eftir hádegi 1 dag. Skipstjórinn, Robert John Hutcheon. á brezka togaranum Robert Hewitt neitar ákæru og telur að staðsetning á skipi hans hafi ekki verið rétt hann hafi ekki verið að veiðum inn- an landhelgi. fslenzki skipstjórinn, Pétur Þorbjörnsson á Bæjarútgerðar- togaranum Pétri • Halldórssyni mótmælir hins vegar ekki þeirri staðsetningu, sem gerð var á skipi hans, né heldur að hann hafi verið að veiðum. En hann telur hins vegar að á þessum stað sé íslenzkum togurum heimilt að veiða samkvæmt þeim undanþágum, sem þeir fengu á sínum tíma. Yfirheyrslur yfir brezka skip stjóranum stóðu lengi í gær- kvöldi eða hálfa klukkustund fram yfir miðnætti. Ómögulegt er að segja hvort hægt verður að gera út um málin eða kveða upp dóma í dag eða ekki. Lik legt að hægt verði að ljúka öðru málinu. Louis — Múrarar — Framh aí bls. 1 Enga múrara var hægt að fá frá Danmörku vegna mikillar atvinnu þar en múrarar frá vesturströnd Noregs, Björgvin. Þrándheimi og Stafangri voru fáanlegir til starfa hér. Meistararnir, sem réðu þá í vinnu greiddu fyrir þá fargjöldin fram og til baka og sömdu við þá um þriggja mánaða lágmarks tíma í starfinu. Margir þessara múrara hafa reynzt vel, aðrir sæmi lega og nokkrir miður, eins og gengur og gerist. Þeir vinna eftir sömu kjörum og fslenzkir múrarar eru aukafélagar í Múrarafélaginu, og Gjaldheimtan lætur halda eftir hluta af launum þeirra upp í skatta. Reiknað er með, að flestir þeirra verði hér lengur en þrjá mánuðina, sem fyrst var samið um Framh at bls 1* Vísir spurði Ólaf Erlendsson að þessu. Hann kvaðst sem allra minnst vilja um þetta segja á þessu stigi málsins og að sem minnst væri um það skrifað f blöðin. Hins vegar staðfesti hann að nú væri úrslita að vænta, byggíst hann við bréfi frá Ameríku i dag um það, hvort af þessu yrði. Hugmynd Víkings með þessu er sú, að leita nýrra leiða í fjár söfnunarskyni, þar sem flestar eldri og alvanalegar leiðir væru að verða uppþornaðar. En með því að fá hingað svo heimsfræg an og viðurkenndan listamann og Louis Armstrong mætti vænta mikillar aðsóknar. Samningarnir um þetta eru komnir á síðasta stig. hefur meira að segja verið greidd til fulltrúa Armstrongs viss trygg ingarupphæð, en Louis Arm- strong er ekki enn bundinn af samningi. Bréfið sem væntanlegt er í dag sker úr um það. Reykingor — Framh. aí bls 16 aukning. Neftókbakssalan, sem hef ur staöi& v íunstáð, minokfiQt 350 kfló. ; ' ” ,v. . Ef tekin er samari sígarettusala þriggja síðustu mánaða ársins, sést, að hún hefur numið um 54,5 mill- jónum stykkja, en sömu mánuði árið 1963 losaði salan 55 milljónir stykkja, svo um rúmlega 1% minnkun hefur verið að ræða. Með sama áframhaldi virðist það ætla að taka ár frá því að skýrslan birtist og þangað til hún fellur end- anlega í gley .sku. Menntamálaráðherrafundur - Frh. af bls. 7. þriðja hvert ár. Væntanlega verða verðlaunin veitt í fyrsta sinn í febrúarmánuði 1965 hér í Reykja- vík í sambandi við fund Norður- landaráðs. Við verðlaunaveitingu koma einungis til greina tónverk eftir núlifandi tónskáld. Mennta- málaráðuneytin á Norðurlöndum skipa hvert um sig til þriggja ára í senn 2 menn í dómnefnd um tónverkin, svo og einn vara- mann. Af íslands hálfu hafa verið skipaðir i nefndina Árni Krist- jánsson, tónlistarstjóri Ríkisúút- varpsins, og Páll Kr. Pálsson, org- anleikari í Hafnarfirði, en vara- maður er dr. Robert A. Ottós- son, söngmálastjóri þjóðkirkjunn. ar. Á menntamálaráðherrafundin- um var rætt um samræmingu á skólakerfi Norðurlanda. Hafði menntamálaráðherra Noregs, Helge Sivertsen, hreyft því á fundi Norðurlandaráðsins í Stokk hólmi í fyrra, að stefna bæri að samræming skólakerfa Norður- landa. Ættu Norðurlandaþjóðir svo margt sameiginlegt á sviði menningar ála, að samræming skólakerfanna myndi framkvæm- anleg enda miðaði þróuninni i átt til samræmingar, einkum á skyldufræðslustiginu. Siðar báru fjórir fulltrúar á fundi Norður- landaráðs, Finni, Norðmaður og tveir Svíar, fram tillögu um sam- ræmt skólakerfi. Á menntamála- ráðherrafundinum var málið rætt allítarlega og mun það koma fyrir fund Norðurlandaráðs í Reykja- vík. Þá samþykkti ráðherrafundur- inn eð efna til sýninga annað hvert ár á verkum ungra mynd- listarmanna á Norðurlöndum. i Skulu sýningar þessar verða til skiptis í löndunum, hin fyrsta í Kaupmannahöfn árið 1966. Gert er ráð fyrir að sýnendur verði allt að 5 frá hverju landi, hver með allt að fimm verk. Sérstök nefnd í hverju landi um sig velji verk til sýningar en sameiginleg dómnefnd fjalli um verðlaunaveit- ingar. Verður nánar kveðið á um einstök atriði síðar. Fleiri mál voru tii meðferðar svo sem málefni, sem Norræna menningarmálanefndin hafði haft til athugunar, þ.á.m. háskóla- kennsla og rannsókriir á Norður löndum í Afrfku- og Asíufræð- um, norrænt samstarf á sviði haf fræði, skiptiferðir nemenda milli norrænna skóla og aukinn stuðn- ingur við Norræna listbandalagið. Menntamálaráðuneytið, 11. janúar 1965. B. Th. Thor Thors —- Framhald aí bls. 1 Kæri herra forseti Það olli mér mikilli sorg að frétta um andlát virðulegs ambassadors yðar í Washington, Thors Thors. Ég flyt yður innilegar sam- úðarkveðjur mínar og rikisstjórn ar minnar vegna þess missis, sem bæði lönd okkar hafa orðið fyrir vegna þessa ótímabæra frá falls ambassadorsins. Yðar einlægur Lyndon B Johnson. Samúðarkveðja frá utanríkis. ráðherra Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra barst i gær svohljóðandi skeyti frá utanríkis ráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk. „Það olli mér mikilli sorg að frétta um andlát Thors Thors ambassadors. Hann hafði frá- bæra eðliskosti sem maður og embættismaður og átti mikinn þátt í því að styrkja hið vin- samlega samband landa vorra. Færi ég yður á þessari sorgar- stund persónulegar samúðar kveðjur mínar og samstarfs- manna minna í utanríkisráðu- neytinu. Yðar einlægur Dean Rusk". Kveðja frá U Thant. Þá hefir aðalritari Sameinuðu þjóðanna U Thant sent samúðar kveðjur til frú Ágústu Thors, ekkju hins látna, og til utanrfkis ráðherra Guðmundar í Guð- mundssonar í skeytinu til frú Ágústu segir U Thant: „Mér til mikillar sorgar hefi ég frétt um lát eiginmanns yðar og sendi yður mínar innilegustu samúðarkveðjur. Allir samstarfs menn hans hjá Sameinuðu þjóð unum sem þekktu hann og dáðu í löngu og merku starfi hans sem fulltrúa íslands, munu djúpt sakna hans“. í símskeyti til Guðmundar í. Guðmundssonar segir U Thant að hann harmi lát Thors Thors. „Sem aðalfulltrúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum þjónaði hann ekki aðeins landi sínu með mikilli prýði um margra ára skeið, heldur lagði hann einnig af mörkum mikilsvert starf á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vildi ég biðja yður aðfærameð- ráðherrum yðar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur". Síldin — Framhald af bls. 1 Hafþór Hafþór byrjar nú sfldarleit og þreifar fyrst fyrir sér út af suð suðfjörðunum á Austfjörðum og leitar einnig fyrir sunnan land síðan að likindum. Annars munu bátar sem voru að veið um úti fyrir Austfjörðum og nýlega leituðu suður fyrir, land aðallega hafa farið vegna þrálátrar norðanáttar á miðun um út af Austfjörðum, en ekki vegna síldarleysis. Tveir bátar lóðuðu þar 1 talsverða sfld í gær, en gátu ekki kastað vegna veðurs. Jakob Jakobsson kvað von um, að Hafþór yrði við sfldar- leit áfram. Skipstjóri er Jón Einai son, sem annazt hefur síldarleitina á undangengnum tíma. Þess má geta, að Hafþór er nú eða síðan laust fyrir ára- mót í eigu Seðlabankans. Landað. Þórður Jónasson landaði hér í gær 1500 tn. sem að ofan seg ir og lét svo úr höfn aftur og fór austur á miðin. Einn bát- ur landaði í Þorlákshöfn og 2-3 bátar munu hafa landað í ver stöðvum suðvestanlands. Ríklsútgófa námsbóka hefur gefið út skriftarbók Ríkisútgáfa námsbóka hefur ný- lega gefið út Skriftarbók eftir Frið björn Benónísson kennara Bók þessi, sem er einkum ætluð ungl- inga- og gagnfræðaskólum, er 48 bls. í stóru broti. í bókinni eru all margar teikningar eftir Halldór Pétursson listmálara. — Prentun annaðist Litbrá hf. í greinargerð um bókina segir höfundur m. a.: Verkefni þau, sem birtast i þessari skriftarbók, eru nokkuð mismun- andi að formi og gerð. í fyrsta lagi eru skrifuð verkefni, þá verkefni með svonefndri blokkskrift, enn- fremur verkefni til að æfa hreyfing ar og glöggva sig á formum og hlut föllum skriftar, og loks eru prent uð verkefni. Gert er ráð fyrir, að nemendur og kennarar geti notfásrt sér bókina á sem frjálslegastan hátt, hver eftir sínum sérstöku þörfum. Nemend- um er ekki ætlað að skrifa hugs- unarlaust eftir fyrirmyndinni. Al- mennt takmark skriftarkennslunnar er liðleg, greinileg og persónuleg rithönd. Því verður bezt náð með frjálslegu samstarfi nemenda og kennara á hverjum stað. Því má ekki gleyma, að skriftarkunnátta er ekki náðargjöf, heldur árangur af námi og erfiði, en góður skrifari stendur betur að vígi gagnvart ýmsu námi og starfi en lélegur skrifari. Sjómaans saknað Ungs sjómanns úr Reykjavík er saknað og hefur rannsóknarlög- reglan Iýst eftir honum. Um ferðir þessa unga manns er ekki vitað af hans nánustu á aðra viku. Maðurinn heitlr Steinar Ágústsson og það síðasta sem vit- að er um hann, er að hann fór heiman að frá föður sínum, Hverf- isgötu 59, þriðjudaginn 5. janúar síðastl. Steinar er 28 ára að aldri, hann er tæplega meðalmaður á hæð, en áberandi þrekinn með mikið hár, skolleitt. Hann hefur undanfarið starfað sem matsveinn á togurum, síðast á Agli Skallagrímssjmi, en fór af honum fyrir jól og hefur verið í landi síðan. Ef einhver kynni að hafa orðið var við Steinar eftir 5. jan. er sá beðinn að gera rannsóknarlög- reglunni aðvart Allmargt manna á skíðum Allmargt manna var á skíð- um uppi á Hellisheiði og í ná- grenni borgarinnar um helgina, en þó mun ekki margt manna hafa dvalið £ skálum félag- anna yfir helgina. Guðmundur Jónasson, sem annast fólks- flutninga í svo til alla skíða- skálana, sagði að um eitt hundr að manns hefði notfært sér ferðir hans, en annars hefði allmargt manna farið á einka- bílum. Blaðið hringdi upp í skíða- skálann í Hveradölum í morg- un og fékk þær upplýsingar að þar væri nú sæmilegt skíðafæri annars væri nokkuð mikið harð fenni. Margt manna kom í Athugasemd Siökkviliðið í Reykjavík, sem hefur jafnframt með sjúkraflutn- inga að gera, hefur beðið Vísi að geta þess að frásögn blaðsins um tóman súrefniskút í sambandi við sjúkraflug Björns Pálssonar sé á misskilningi byggð. Það rétta var að tvær sjúkra- bifreiðir voru sendar út á flugvöll sín með hvora súrefnisflöskuna í öryggisskyni ef þrjóta kynni súr- efnið úr annarri þeirra áður en barriið kæmist í sjúkrahús. Slökkviliðsmenn viljá jafnframt róma frammistöðu konunnar, sem fylgdi barninu til Reykjavíkur og telja að hún hafi bjargað lífi barnsins með blástursaðferðinni eftir að súrefnið þraut í flugvél- inni. Þú hefur Vísi loks verið bent á að hinn sjúklingurinn í umræddri flugvél hafi ekki verið barn, eins og Vísi hafðj upphaflega verið sagt, heldur hafi þar verið um fullorðinn mann að ræða. Hann var svo sendur áfram daginn eftir í flugvél til Khafnar og lagður þar inn í sjúkrahús. skíðaskálann i gær og nokkuð margir notuðu tækifæri og tóku þátt i norrænu skíðagöngunni. Var þetta annar dagurinn sem norræna skíðagangan hefur ver ið gengin í Hveradölum, en þar hefur verið lögð mjög góð braut fyrir gönguna. Færð er nú góð uppi á heiði og einhvem næstu daga verða brekkurnar í nágrenni skíða- skálans upplýstar, en lyftan er þegar komin í gang. . Bílasala Matfhíasar Símar 24540 og 24541. Mercedes Benz 189, 190 og 220 1955-1964. Chevrolet Chewelle ’64 lítið ekinn Ford Comet ’62 ’63 og ’64 góðir bílar. Consul Cortina '62 og ’64 lítið keyrðir. Opel Rekord ’58-’64 Opel Caravan ’55-’64 Volvo station ’55, ’59 og ’62 Saab ’62, '63 ’64 Moskowitch ’57-’64 Volkswagen ’56-’64 Austin Gipsy ’62 ’63 benzin og diesel bílar. Land Rover ’61 ’62 ’63 Hillma,n Imp ’64 ókeyrður Taunus 17 M ’62 ’63 ’64 Höfum einnig mikið úrval af vöru. bifreiðum, sendiferðabifreiðum, langferðabifreiðum og Dodge Weaponum, allir árgangar. iílasala Matfhéasar ^WBBaamB^rá.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.