Vísir - 13.01.1965, Side 9

Vísir - 13.01.1965, Side 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 13. janúar 1965. 9 Önnur hljómplata Flótta- mannahjálpar SÞ frábært listaverk í sinni röð rir skömmu er komin út ný hljómplata á vegum flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Er hún önnur í röðinni, og útgáfu hennar hagað á sama hátt og þeirrar fyrri — tónlist- armennirnir hafa lagt fram ó- keypis sinn mikilvæga skerf og viðkomandi hljómplötufyrirtæki og framleiðendur einnig, þann- ig að andvirði rennur óskert til ftóttamannahjálparinnar. Fyrri hljómplötunni, þar sem nokkrir af vinsælustu söngvurum núlif- ,\ndi sungu sína vinsælustu söngva, var frábærlega vel tek- ið. og nam ágóðinn af sölu hennar 1,300,000 dollara, en því fé var varið til margháttaðrar aðstoðar við flóttafólk í Asíu, Afríku, E.rópu og Latínsku Ameríku. Eins og margan rek- ur minnj t’il var sú hljómplata seld hér á landi, og var svo vel tekið að athygli vakti á erlend- um vattvangi. Og ekki mun þessari plötu verða síður tekið, ef að líkum lætur EINSTÆÐ HLJÓMPLATA. Þó að allt væru það úrvals listamenn á sínu sviði, sem iétu til sín heyra á fyrri plötunni, og söngvarnir, sem valdir voru til flutnings, flestir löngu orðn- ir sígildir fór ekki á milli mála að miðað var við sem almenn- astan smekk — og þá vitanlega um leið við sem mesta sölu — þó að hvergi værj slakað á. list- rænustu ..öfum í sjálfu sér og allur tæknilegur frágangur, eins og hann getur beztur orðið. í þetta skipti eru gerðar nokkuð fyllri kröfur til tónlistarþroska væntanlegra kaupenda, en val flytjenda og viðfangsefna vand- að eins og frekast er unnt — sex frægustu píanósnillingar, sem nú eru uppi, flytja þar ýmis þau píanóverk meistar- öðlazt og allir, sem unun hafa öðlast og allir, sem unun hafa af tónlist, kannast við. Eins og áður er upptaka og skráning og allur tæknilegur frágangur sá vandaðasti, sem tök eru á. Með tilliti til alls þessa, er það sízt ofmælt að velja hljómplöt- unn'i heitið „International piano fesíival" — Alþjóðleg tónlistar- hátíð, — því að þetta er í sjálfu sér tónlistarviðburður, er ekki á sinn líka, sem tónlistar- unnendum um allan heim gefst þama tækifæri til að njóta og eignast. Ikun snillinga eins og Claudio Arrau, Wilhelm Backhaus, ' Alexander Brai- lowsky, Robert Casadesus, Byron Janis og Wilhelm I<empr< á ýmsum fegurstu verkum Moz-. arts, Schuberts, Schumanns, Chopins. Beethovens • og ? Liszt — á einni og sömu hljómplöt- unni! Mun aldrei hafa verið haldin sú alþjóðleg tónlistarhá- tíð, að þessir snillingar hafi all- ir komið þar fram, svo að jafn- vel í þeim skilningi er þessi hljómplata iíka einsdæmi. ☆ VAXANDI VIÐURKENNING OG SKILNINGUR Allir vita að snillingar á hvaða sviði, sem um er að ræða, eru. ekki nema mannlegir í venjulegum skilningi, þó að þeim sé gefin náðargáfa um- fram aðra dauðlega. Þetta á kannski ekki hvað sizt við um frábæra listamenn. þeir eru t.d. margir hverjir næstum barnalega afbrýðisam’ir og þola fátt verr en samanburð. í>að lýsir því ef til vill betur en nokkuð annað hvílkrar viður- kenningar flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna nýtur nú Umslag hl' .íplötunnar er hið vandaðasta, með einkar smekk Iegri forsíðu i litum, sem þvi miður næst ekki á prentmynd. Innan á forsíðunni er ávarp frá hjálparinnar, jarlinum af Hare- forstöðumönnum flóttamanna- wood og Maitre ErnestAmser- met, sem meðfylgjandi mynd er af. orðið og hve skilningurinn á brýnni þörf hennar fer stöðugt '’axandi. 5 er áreiðanlegt, að ekkert annað málefni hefði get að fengið þessa sex heimsfrægu snillinga til þessarar samvinnu vafalaust hefðu þeir, hver um '% verið fúsir til að leika ó- keypis hver inn á sína plötu, en að leika allir inn á einu og sömi plötuna, það horfir allt öðru vísi við. Því að þó að allir viti að samanburður á slíkum snillingum hefur ekki við nein sltynsamleg rök að styðjast, vita allir — og ekki hvað sizt þeir sjálfir — að hann er alltaf til staðar eigi að síður. Það er því hvorki óviðeigandi né ó- tímabært að minnast dálítið nánar á þá víðtæku og mikil- vægu mannúðarstarfsemi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa þarna með höndum — flótta- mannahjálpina — einkum þar sem það fyrirbæri er okkur fjarlægt í þjóðfélagslegum skilningi, þannig að v’ið þekkj- um það — sein betur fer — einungis fyrir afspurn. Hitt er aftur á móti miður, þó að það sé að vissu leyti ekki nema eðlilegt, að við höfum ekki eins nána eða greinagóða spum af því og skyldi, þar sem þama er um að ræða torleyst og sárt vandamál, alþjóðlegt og ein- staklingsbundið í senn, og skilningsríka og fómfúsa al- þjóðlega viðleitni til að ráða bót á því, að svo miklu leyti, sem það er unnt. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna er nú í höndum tveggja stofnana, er starfa á vegum þeirra — UNRWA (United Nations Relief and Works Agency for Palestlne Refugies), sem komið var á fót árið 1949 til aðstoðar Við þá 1,200,000 Araba, sem urðu landflótta við átökin milli Ar- aba og líins nýja Israelsríkis í Palestínu 1948, og UNHCR (United Nations High Comm- issioner for Refugees), sem sett var á stofn 1951, og tók við hlutyerki Alþjóða flótta- mannastofnunarinnar, sem þá var lögð niður. Þó að nú séu liðin full sextán ár síðan Arabar þeir, sem áður getur, flúðu Palestínu, fer þvi fjarri að vandamál þeirra sé leyst, því að enn er e’in milljón þeirra á framfæri UNRWA, og þar sem fjölgun þeirra fyrir bamsfæðingar nemur 30,000 á ári, liggur við að vissu leyti nær að segja að vandamál þeirra verði stöðugt erfiðara viðfangs. Auk þess að sjá þess- um fjölda fyr’ir húsaskjóli og lífsnauðsynjum er aðstoðin einkum fólgin í margháttaðri kenn; .. og starfsþjálfun, sem geri fólki þessu smám saman kleift að verða nýtir þegnar raeð öðrum þjóðum og sjá þar fyrir sér sjálft — en sú kennsla er að miklu leyti kostuð með frjálsum framlögum, víðsvegar að. Og hluta af væntanlegum ágóða af sölu fyrrnefndrar hljómplötu verður meðal ann- ars varið til þeirrar starfsem’i. ☆ ÍTÖÐUGT VANDAMAL UNZ HVARVETNA RÍKIR FRIÐUR Það kann að láta undarlega í okkar eyrum, en það er stað- Auk þess sem birtar eru myndir í umslaginu af snillingunum sex, ásamt upplýsingum um þá og verkin, sem þeir Icika, er þar greina- góð frásögn af starfsemi flóttamannahjálparinnar, og þeim örðug- Ieikum, sem hún á við að stríða. Einna sárast er með gamalt og farlama fólk, sem stendur uppi allslaust og vegavillt og getur ekki samhæfst framandlegum aðstæðum í nýju umhverfi. reynd eigi að siður, að flótta- mannavandamálið er ekki nema að litlu leyti bein afleiðing síð- ari heimsstyrjaldar, en t’il hennar er okkur — og ekki að ástæðulausu — tamast að rekja flest það böl, sem samtíð okkar á við að stríða. Svæðisbundin hernaðarátök þjóðflokka og kynþátta, sem við kunnum lítil skil á nema sem óframberanleg- um nöfnum, er valda þulum hikj og stami við lestur út- Vprpsfnétta,. ;g?tá(<teitt til þess' áð þúsundir og jafnvel tugþús- undir manna' vérði að flýja bað land, slyppir og snauðir, sem var aðsetur þeirra og forfeðra þeirra frá ómunatíð, og eigi það þá eingöngu undir aðstoð al- þjóðlegr líknar- og mannúðar- stofnana — og þá fyrst og fremst UNHCR — hvort þeim verður bjargað frá að farast úr hungursneyð og sárustu þján- ingum. Meira að segja svæðis- bundin þjóðfélagsleg þróun, sem teljast verður héillavæn- leg og æskileg, eins og heimt frelsis og sjálfstæðis, getur leitt til þess að þjóðernislegur minnihluti hljóti þessi illu ör- lög. Það er því hverju orði sannara, sem hinn mikli mann- vinur og mannasættir, Dag heitinn Hammarskjöld, mælti undir lok Alþjóða flóttamanna- Kinversk flót‘akona i Hong Kong. ársins: ,,Skapist ekki aukinn friður í heiminum, verður flótta mannavandamálið ekki heldur leyst“. Þannig leitast UNHCR nú við að draga úr neyð og vanda flóttamanna í Afríku, sem skipta hundruðum þúsunda; kínverskra flóttamanna í Hong Kong og Macao, tibetskra flóttamanna í Nepal og Indlandi og loks kúbanskra flóttamanna i hinum latínsku ríkjum Ame- ríku, svo að dæmi séu nefnd. Neyð þessa fólks er yfirieitt mikil, og það gefur auga leið að það þarf ógrynni fjár þó að ekki sé nema til þess að draga úr sárustu þjáningum þess. Má á það benda sem dæmi, að fé það sem varið var til aðstoðar evrópsku flóttafólki eingöngu, sem missti þegnrétt og heimili vegna heimsstyrjaldarinnar síð- ari, nam 94 milljónum dollara, en tæpur helmingur þeirrar upphæðar var látinn í té af UNHCR. Það vandamál má nú heita úr sögunn'i, sem betur fer, og er nóg samt. Já, það er nóg samt, því að þúsundir allslausra flótta- manna, af ýmsu þjóðerni, bæt- ast daglega í þann bágstadda hóp. Það er því ekki eingöngu, að þeir sem kaupa þessa nýju hljómplötu flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna skapi með því sjálfum sér marga ánægju- stund með þvi að hlýða frá- bærr; túlkun hinna heimsfrægu sexmenninga á fegurstu tón- verkum meistaranna gömlu, sem allur hinn siðmenntaði heimur dáir enn i dag — heldur leggja þeir um leið fram sinn skerf til þess að draga úr sárustu neyð þeirra, er orðið hafa fyrir þeirrj þyngstu ógæfu, sem hugsazt getur. Flóttafólksins, sem misst hefur allt sitt í fyllsta skilningi þeirra dapurlegu orða. *g- í l'

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.