Vísir - 25.01.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 25.01.1965, Blaðsíða 1
VÍSIR 55. árg. — Mánudagur 25. janúar 1965. - 20. tbl. Forseti Islands við út- för Churchills Forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, mun verða fulltrúi ís Iands við útför Sir Winston Churchills. Skýrði hann Vísi frá því í morgun, er blaðið átti tal við hann í London, en þar hef ur forseti fslands dvalizt undan farna daga. Otför Sir Winstons verður gerð á Iaugardaginn frá St. Páls dómkirkjunni f London og fer hún fram á vegum brezka rík isins að ósk Elísabetar n. Bretlandsdrottningar. Viðstaddir útförina verða allmargir aðrir þjóðhöfðingjar, m.a. de Gaulle forseti Frakklands og væntan- lega Johnson Bandaríkjaforseti. Sir Winston Churthill látinn Sir Winston Churchill Iézt að heimili sinu í London í gær morgun rúmlega níræður að aldri. Hann fékk hægt andlát og voru nánustu ástvinir hans við dánarbeð hans kona hans, þrjár dætur þeirra og bama- bömin. Kl. 6 eftir ísl. tíma var sagt frá því í brezka útvarp- inu, að Randolph Churchill sonur hans, hefði komið að beði hans, og litlu síðar kom Morran lávarður einkalæknir sir Winstons. Um tveimur klukkustundum síðar var til- kynnt lát hans. Þegar er til- kynningin um andlát hans hafði verið birt vom fánar dregnir í hálfa stöng um ger- vallt Bretland, kirkjuklukkum var hringt og hans var minnzt í öllum kirkjum landsins, en samúðarkveðjur fóm að ber ast ekkju hans víðsvegar að, frá þjóðhöfðingjum og stjóm málaleiðtogum, og margir sendú éinriig samúðarkveðjur til Elisabetar drottningar og þar með til þjóðarinnar allrar. Blær sorgar var á öllu um gervallt Bretland, en svo var víða um lönd, fánar dregnir í hálfa stöng og þjóðarsorg þegar fyrirskipuð daginn, er hann verður greftraður. I einu landi, Brazilíu, var fyrirskipuð fimm daga þjóðar- sorg. í Bandaríkjunum fyrir- skipaði Johnson forseti frá sjúkrabeði sínum að fánar skyldu dregnir í hálfa stöng hvarvetna í Bandarikjunum, í bandarískum stöðvum erlendis og á bandarískum skipum, til Framhald á bls. 5. •íSviKÍífií-íísiS-.' Sir Winston ChurchiII, á síðasta forsætisráðherraári hans 1955. Forsætisrnðherrn ritnr unt____ Sir Winston Vísir fór þess á leit við Bjama Benediktsson forsætis ráðherra í gær að hann minnt izt hins látna stjómmálaskór ungs. Fara ummæli hans hér á eftiK Af öllum stjórnmálamönnum á þessari öld var Winston Churchill lengst í forystusVeit en sætti þó löngum misjafnari dómum en flestir aðrir. Ég minnist þess, að sumarið 1939 dvaldi ég i London. Þá þótti sýnt, að til stórtíðinda mundi draga. Heyrði ég einu sinni á tal tveggja Breta af al þýðustétt. Hvorugum þeirra leizt á horfurnar og sagði þá annar, að sumir segðu, að nú þyrfti þjóðin á Churchill að halda. En báðum kom saman um að sízt mundi ástandið batna við tilkomu hans. Annar sagði eitthvað á þessa leið: „Ég held ég muni, þegar hann var nærri búinn að láta okkur tapa stríðinu með Dardanelles-herför inni 1915.“ Hinn svaraði: „Eða þegar hann hér um bil setti brezka heimsveldið á hausinn með því að hækka pundið á með an hann var fjármálaráðherra 1924—1929“. Þetta samtal, sem ég komst ekki hjá að heyra í réttarhléi i einum dómsalnum í London, mun seint falla mér úr minni. Þá hafði ChurchiU verið í eins konar stjórnmálaútlegð og á eyðimerkurgörigu í nær 10 ár. Framh. á bls. 5 Forsetí Islands minnistSir Winston Churchill Eitt af mikilmennum mannkynssögunnar er fallið frá Vísir fór þess í gær á leit við forseta íslands, Ásgeir Ásgeirsson, að hann minntist Winstons Churchills nokkrum orðum hér í blaðinu. Fara um- mæli hans hér á eftir: „Sir Winston ChurchiII er látinn. 1 fyrstunni verður allt tómlegt og menn drúpa höfði eftir fráfail slíks afburðamanns. En óðar fyllist sviðið af minningum langrar og viðburða- ríkrar ævi. Hér í London fyllir þessi atburður hug hvers manns og setur svip sinn á hvert andlit. Minningamar ryðjast fram. Sir Winston hafði marga hildi háð, setið 64 ár á þingi, oft skipt um samherja og jafnan verið í fremstu víglínu. Ræður hans em margar meistaraverk, miklar bókmenntir, ekki sízt frá sfðari heims- styrjöld, og gáfu heilli þjóð og öllum hinum frjálsa heimi hug og dug á hinum hættulegustu tímum. Ég minnist ætíð þeirra tfma, þegar Bretar stóðu aleinir. Vonarglætan virt ist ekki stór. En brezka ljónið stóð þar einbeitt og óbilandi f mynd Sir Winston. Ég hefi oft óttazt að vér islendingar höfum aldrei gert oss fullljóst hve hættan var geigvænleg fyrir vestræna menningu, frjálsræði einstakl- ingsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Eins og fjölmargar aðrar þjóðir eigum einnig vér Sir Winston stóra þakkarskuld að gjalda. Sir Winston var ritsnillingur sem mun lengi lifa í bókmenntum. Það er einsdæmi að önnum kafinn stjómmálamaður hljóti Nóbels-bókmenntaverð- laun. En í honum bjuggu mörg mannsöfl í einni persónu, lfkt og Gissur biskups. Eitt af mikilmennum mannkynssögunnar er fallið frá. Það er erfitt að sjá hvaða tindar em hæstir. Ræturnar standa djúpt og hátindurinn oft falinn í skýjum himins. En Bretar munu minnast Sir Winston Churchill við hlið Pitts, Shakespeares og Elfsabetar drottningar. Hér er aðeins einn dómur, einróma frá öllum fIokk''m 1 " þjóða. Þakklæti, virðing og aðdáun á snillingnum og leku, Winston Churchill“. Ásgeir Ásgeirs^o :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.